Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?

Þórólfur Matthíasson

Spurningin í fullri lengd var svona:
Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?

Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er getið heimildar fyrir fullyrðingunni. Hins vegar liggur fyrir á vef Alþingis svar dómsmálaráðherra við spurningum frá þingmanninum Ólafi Ísleifssyni um nauðungarsölur og gjaldþrotaskipti. Ólafur var í þingflokki Flokks fólksins þegar hann lagði fyrirspurnina fram. Ólafur spyr um fjölda nauðungarsalna fasteigna einstaklinga fyrir tímabilið 2008 til 2017.

Byggt á töflum í svarinu má sjá að nauðungaruppboð á eignum einstaklinga á tilgreindu tímabili voru 8.846, nauðungaruppboð á fasteignum lögaðila voru 1.189 á sama tímabili. Samtals eru því um 10.385 nauðungarsölur að ræða á tilgreindu tímabili.[1] Sú tala svarar ekki hversu margar fjölskyldur hafi búið í viðkomandi fasteignum né hvort þær hafi verið „bornar út á götu“. Talnagrunnur dómsmálaráðherra segir ekkert um forsendur nauðungarsölu né búsetu í fasteign þegar eignin er boðin upp. Líklega eru nauðungarsölur lögaðila fyrst og fremst eignir í eigu byggingaraðila eða leigufélaga. Þá er heldur ekki óþekkt að einstaklingar kaupi og eigi eignir sem nýttar eru til útleigu. Það hefði verið gagnlegt að hafa upplýsingar um tengsl íbúa fasteigna sem boðin er upp við eiganda.

Mynd 0: Nauðungaruppboð á eignum einstaklinga 2008-2017 voru 8.846, nauðungaruppboð á fasteignum lögaðila voru 1.189 á sama tímabili.

Það er ljóst að jafnvel þó sú forsenda sé gefin að íbúi og eigandi sé einn og sami aðili í tilfelli allra einstaklinga sem eru gerðarþolar í nauðungarsölum þá er talan sem formaður Flokks fólksins nefnir í Morgunblaðsgreininni nálægt því að vera 50% of há. En þar með er ekki öll sagan sögð eins og nú skal rakið.

Nauðungaruppboð fasteigna er leiður en óhjákvæmilegur fylgifiskur ef íbúðarhúsnæði er fjármagnað með veðlánum. Þetta á bæði við um einstaklinga og lögaðila. Lánveitandi veitir lán til byggingar eða kaupa gegn veði í fasteigninni. Stundum tefla lántakar á tæpt vað og byggja endurgreiðsluferil á bjartsýnum hugmyndum um framtíðargreiðslugetu sína. Í einhverjum tilvikum fer illa, annað hvort vegna óviðráðanlegra ytri skakkafalla sem snertir hagkerfið allt (síldarbrestur, gengisfall gjaldmiðils vegna falls fjármálakerfis) eða vegna einstaklingsbundinna áfalla (skilnaður, gjaldþrot einstaks fyrirtækis). Ef slík áföll leiða til greiðslufalls gagnvart lánveitanda fasteignaveðláns getur eigandi lánsins látið reyna á veðið.

Séu tölurnar í svari dómsmálaráðherra til Ólafs Ísleifssonar skoðaðar má reikna út að árið 2007 voru nauðungaruppboð hjá einstaklingum 284 og 549 árið 2008. Ferlið frá greiðsluvandræðum skuldara til nauðungaruppboðs er nokkuð langt, þannig heimila lög að byrjun uppboðs sé frestað í allt að eitt ár[2] Á árinu 2009 voru frestir sem gerðarþola eru veittir lengdir.[3]

Formaður Flokks fólksins hélt því fram að fjölskyldur hafi flæmst út á götu í kjölfar efnahagshrunsins. Það er því ekki rétt að hefja talningu fyrr en um áramótin 2008/2009. Það má jafnvel rökstyðja að ekki sé eðlilegt að hefja talningu fyrr en frá og með ársbyrjun 2010. Líklega hafa mörg nauðungaruppboð ársins 2009 verið komin í ferli fyrir október 2008 og verða því tæpast rakin til falls fjármálakerfisins í október 2008. Hitt er annað mál að líklega má rekja hvorutveggja, fall bankanna og fjölgun nauðungarsalna til sömu undirliggjandi þátta sem fólust í ofþenslu efnahagslífsins á fyrstu árum 21. aldarinnar, mikilli skuldsetningu fyrirtækja og heimila í innlendri og erlendri mynt auk mikillar sveiflu í gengi krónunnar.

Mynd 1: Þróun nauðungarsalna fasteigna eftir árum og eignarhaldi.

Mynd 1 ber með sér að nauðungarsölur á fasteignum í eigu einstaklinga eru flestar árið 2010 og eru mjög margar næstu ár þar á eftir en snarfækkar árið 2014 og eru á bilinu 200 til 600 árin þar á eftir. Með hliðsjón af myndinni og með hliðsjón af ákvæðum laga um nauðungarsölu og viðbótarákvæðum sem heimiluðu gerðarþola frekari fresti virðist eðlilegt að meta áhrifa hrunsins á nauðungarsölur þannig að þeirra hafi byrjað að gæta á síðasta hluta ársins 2009 og hafi verið horfin að mestu árið 2014. Ef við teljum frá miðju ári 2009 til loka árs 2013 eru nauðungarsölur á fasteignum einstaklinga 5.891. Hluti af þessum nauðungarsölum hefðu átt sér stað þó svo ekkert hrun hefði orðið. Til að einangra áhrif hrunsins á nauðungarsölur fasteigna einstaklinga má beita mismunaaðferð eða mismuna-mismunaaðferð.

Tímabil
2007-2009 og
2014-2017
2010-2013
Einstaklingar
3.286
5.502
Lögaðilar
511
744

Tafla 1a, áhrif hrunsins á nauðungarsölur, mismunaaðferð.

Meðaltal á ári
2007-2009 og
2014-2017
2010-2013
Mismunur
Mismunur á 4 ára tímibili
Einstaklingar
518
1.379
857
3.429
Lögaðilar
72
186
114
452

Tafla 1b, áhrif hrunsins á nauðungarsölur, mismunaaðferð.

Töflur 1a og 1b bera með sér að sé mismunaaðferðinni beitt og viðmiðunartímabilið fest sem árin 2007-2009 og 2014-2017 hafi nauðungarsölur vegna hruns fjármálakerfisins verið um 3.500.

Eins og fyrr sagði er líklegt að fall bankanna og nauðungarsölurnar eigi sér sömu rótina. Skuldsetning íslenskra heimila jókst hratt árin eftir aldamót, hraðar en víðast annars staðar eins og sjá má af mynd 2, sem er fengin úr rannsóknarritgerð Þorvaldar Tjörva Ólafssonar og Karenar Áslaugar Vignisdóttur hjá Seðlabanka Íslands.

Mynd 2.

Mynd 2 sýnir að í upphafi aldarinnar voru skuldir íslenskra heimila sem hlutfall ráðstöfunartekna umtalsvert hærri en skuldir heimila í Noregi, Bandaríkjum Norður-Ameríku, Svíþjóð, Bretlandi og á Evrusvæðinu. Þannig er þetta hlutfall tvöfalt hærra á Íslandi en Evrusvæðinu. Eftir því sem dregur nær árslokum 2008 dregur fremur sundur en saman milli Íslands og þessara samanburðarlanda.

Mynd 3.

Mynd 3 sýnir ágætlega hvernig nýjar lántökur með veði í húsnæði og til bílakaupa taka ógnarkipp um mitt ár 2004. Í fyrstu eru flest lánin í íslenskum krónum (verðlánin verðtryggð, bílalánin fjölbreyttari). Þegar kemur inn á árið 2006 eykst tíðni nýrra lána í erlendri mynt. Tíðnin og verðmæti haldast þó ekki alveg í hendur eins og myndin ber með sér. Gengi krónunnar féll um 50% í kjölfar falls bankanna. Greiðslubyrði af erlendum lánum jókst tilsvarandi.

Mynd 4.

Það eru því nokkur rök fyrir því að nota tímabilið 2014 til 2017 sem viðmiðunartímabil fremur en tímabilið 2007 til 2009 og 2014 til 2017. Töflur 2a og 2b sýna niðurstöður fyrir þetta breytta viðmiðunartímabil.

Tímabil
2007-2009 og
2014-2017
2010-2013
Einstaklingar
2.017
5.502
Lögaðilar
212
744

Tafla 2a, áhrif hrunsins á nauðungarsölur, mismunaaðferð 2014-2017 sem viðmiðun.

Meðaltal á ári
2007-2009 og
2014-2017
2010-2013
Mismunur
Mismunur á 4 ára tímibili
Einstaklingar
504
1.376
871
3.485
Lögaðilar
53
186
133
532

Tafla 2b, áhrif hrunsins á nauðungarsölur, mismunaaðferð 2014-2017 sem viðmiðun.

Sé mismuna-mismunaaðferð beitt mætti í þessu tilviki ganga út frá því að aðrir þættir en hrun fjármálakerfisins kynnu að hafa ýtt undir fjölgun nauðungarsalna á fasteignum. Nærtækt er að bera nauðungarsölu á fasteignum saman við gjaldþrot fyrirtækja. Mismunur mismuna gefur þannig að hefði tíðni nauðungaruppboða fasteigna einstaklinga haldist á sama stað og tíðni nauðungaruppboða lögaðila hefði þau verið um 500 færri árlega en raunin varð árin 2010 til 2013.

Að öllu samanlögðu virðist mega áætla að fullyrðingin sem vísað er til í fyrirspurninni er röng. Raunverulega talan liggur einhvers staðar milli 2.000 og 3.500. Þessar ágiskanir falla ágætlega að fyrirliggjandi upplýsingum um fjölda íbúða í eigu fjármálafyrirtækja:

Mynd 5.

Mynd 5 sýnir að árið 2011 voru 2.500 íbúðir í eigu fjármálastofnana, þar af um 500 í byggingu og 1.000 í útleigu en 900 stóðu auðar. Þá fjölgar í öllum þessum flokkum til ársins 2014. Flestar verða auðar íbúðir í eigu fjármálastofnana í mars 2014, tæplega 1.700. Í byrjun ársins 2011 voru rétt um 300 íbúðir í eigu fjármálastofnana, þar af um 80 í byggingu.

Niðurstaða

Að öllu samanlögðu má draga þá ályktun að fall fjármálakerfisins í október 2008 hafi orðið til þess að um 2.000 til 3.500 nauðungarsölur húseigna hafi orðið sem ella hefðu ekki orðið. Þessi tala hefði getað orðið miklu hærri ef ekki hefðu komið til aðgerðir stjórnvalda. Þannig kemur fram í næstsíðustu skýrslu Eftirlitsnefndar með sértækri skuldaaðlögun[4] að fram til september 2012 hafi fjármálastofnanir lækkað höfuðstól skulda að 110% af verðmæti hjá 10.807 skuldurum og 1.151 skuldari hafði gengist undir sértæka skuldaaðlögun sem þýddi í raun að fjármálastofnanir féllu frá uppboði gegn því að skuldari borgaði það sem hann gæti í 3 ár. Hluti þeirra sem fengu fyrirgreiðslu fyrir tilstuðlan 110% leiðarinnar voru ekki í verulegum fjárhagsvanda. En engu að síður: Heildarfjöldi þeirra sem fengu höfuðstólslækkanir eða gengust undir sértæka skuldaaðlögun eða gengu í gegnum nauðungaruppboð fasteigna er þannig rúmlega 15 þúsund.

Hér er því vísbending um að um ríflega fjórðungur þeirra einkaaðila sem stóðu tæpt gagnvart því að halda húsnæði sínu í kjölfar falls fjármálakerfisins í október 2008 hafi orðið gerðarþolar í nauðungaruppboði fasteigna. Ekki er hægt að fullyrða hversu margir þeirra bjuggu með fjölskyldu í hinu uppboðna húsnæði. En í einhverjum tilfellum sömu gerðarþolar við gerðarbeiðanda um tímabundna áframhaldandi búsetu í hinu uppboðna húsnæði.[5]

Kannski lýsir fullyrðingin sem spurt er um þeim raunveruleika sem hefði getað orðið, hefði ekki komið til úrræða stjórnvalda í formi sértækrar skuldaaðlögunar og 110% leiðar, frekar en þeim raunveruleika sem varð.

Tilvísanir:
  1. ^ Alþingi. Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um nauðungarsölur og gjaldþrotaskipti. althingi.is. (Sótt 16.11.2020).
  2. ^ Sýslumenn. Nauðungarsölur. syslumenn.is . (Sótt 16.11.2020).
  3. ^ Sunna Ósk Friðbertsdóttir. Framkvæmd nauðungarsölu á Íslandi. 49. skemman.is. (Sótt 16.11.2020).
  4. ^ Skýrsla eftirlitsnefndar til ráðherra atvinnuvega-og nýsköpunarmála, samkvæmtlögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka-og gjaldeyrishrunsins. stjornarradid.is. (Sótt 16.11.2020).
  5. ^ Vísir. Íbúðalánasjóður á fjórfalt fleiri íbúðir en í byrjun síðasta árs. visir.is. (Sótt 16.11.2020).

Myndir:
  • Mynd 1: SS.
  • Mynd 2 og 3: Thorvaldur Tjörvi Ólafsson og Karen Áslaug Vignisdóttir. Households’ position in the financial crisis in Iceland. cb.is. (Sótt 16.11.2020).
  • Mynd 4: Seðlabanki Íslands. Hagvísar. sedlabanki.is. (Sótt 16.11.2020).
  • Mynd 5: Seðlabanki Íslands. Hagvísar. sedlabanki.is. (Sótt 16.11.2020).

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.11.2020

Síðast uppfært

3.12.2020

Spyrjandi

Hilmar Hilmarsson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2020, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79336.

Þórólfur Matthíasson. (2020, 18. nóvember). Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79336

Þórólfur Matthíasson. „Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2020. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79336>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?
Spurningin í fullri lengd var svona:

Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?

Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er getið heimildar fyrir fullyrðingunni. Hins vegar liggur fyrir á vef Alþingis svar dómsmálaráðherra við spurningum frá þingmanninum Ólafi Ísleifssyni um nauðungarsölur og gjaldþrotaskipti. Ólafur var í þingflokki Flokks fólksins þegar hann lagði fyrirspurnina fram. Ólafur spyr um fjölda nauðungarsalna fasteigna einstaklinga fyrir tímabilið 2008 til 2017.

Byggt á töflum í svarinu má sjá að nauðungaruppboð á eignum einstaklinga á tilgreindu tímabili voru 8.846, nauðungaruppboð á fasteignum lögaðila voru 1.189 á sama tímabili. Samtals eru því um 10.385 nauðungarsölur að ræða á tilgreindu tímabili.[1] Sú tala svarar ekki hversu margar fjölskyldur hafi búið í viðkomandi fasteignum né hvort þær hafi verið „bornar út á götu“. Talnagrunnur dómsmálaráðherra segir ekkert um forsendur nauðungarsölu né búsetu í fasteign þegar eignin er boðin upp. Líklega eru nauðungarsölur lögaðila fyrst og fremst eignir í eigu byggingaraðila eða leigufélaga. Þá er heldur ekki óþekkt að einstaklingar kaupi og eigi eignir sem nýttar eru til útleigu. Það hefði verið gagnlegt að hafa upplýsingar um tengsl íbúa fasteigna sem boðin er upp við eiganda.

Mynd 0: Nauðungaruppboð á eignum einstaklinga 2008-2017 voru 8.846, nauðungaruppboð á fasteignum lögaðila voru 1.189 á sama tímabili.

Það er ljóst að jafnvel þó sú forsenda sé gefin að íbúi og eigandi sé einn og sami aðili í tilfelli allra einstaklinga sem eru gerðarþolar í nauðungarsölum þá er talan sem formaður Flokks fólksins nefnir í Morgunblaðsgreininni nálægt því að vera 50% of há. En þar með er ekki öll sagan sögð eins og nú skal rakið.

Nauðungaruppboð fasteigna er leiður en óhjákvæmilegur fylgifiskur ef íbúðarhúsnæði er fjármagnað með veðlánum. Þetta á bæði við um einstaklinga og lögaðila. Lánveitandi veitir lán til byggingar eða kaupa gegn veði í fasteigninni. Stundum tefla lántakar á tæpt vað og byggja endurgreiðsluferil á bjartsýnum hugmyndum um framtíðargreiðslugetu sína. Í einhverjum tilvikum fer illa, annað hvort vegna óviðráðanlegra ytri skakkafalla sem snertir hagkerfið allt (síldarbrestur, gengisfall gjaldmiðils vegna falls fjármálakerfis) eða vegna einstaklingsbundinna áfalla (skilnaður, gjaldþrot einstaks fyrirtækis). Ef slík áföll leiða til greiðslufalls gagnvart lánveitanda fasteignaveðláns getur eigandi lánsins látið reyna á veðið.

Séu tölurnar í svari dómsmálaráðherra til Ólafs Ísleifssonar skoðaðar má reikna út að árið 2007 voru nauðungaruppboð hjá einstaklingum 284 og 549 árið 2008. Ferlið frá greiðsluvandræðum skuldara til nauðungaruppboðs er nokkuð langt, þannig heimila lög að byrjun uppboðs sé frestað í allt að eitt ár[2] Á árinu 2009 voru frestir sem gerðarþola eru veittir lengdir.[3]

Formaður Flokks fólksins hélt því fram að fjölskyldur hafi flæmst út á götu í kjölfar efnahagshrunsins. Það er því ekki rétt að hefja talningu fyrr en um áramótin 2008/2009. Það má jafnvel rökstyðja að ekki sé eðlilegt að hefja talningu fyrr en frá og með ársbyrjun 2010. Líklega hafa mörg nauðungaruppboð ársins 2009 verið komin í ferli fyrir október 2008 og verða því tæpast rakin til falls fjármálakerfisins í október 2008. Hitt er annað mál að líklega má rekja hvorutveggja, fall bankanna og fjölgun nauðungarsalna til sömu undirliggjandi þátta sem fólust í ofþenslu efnahagslífsins á fyrstu árum 21. aldarinnar, mikilli skuldsetningu fyrirtækja og heimila í innlendri og erlendri mynt auk mikillar sveiflu í gengi krónunnar.

Mynd 1: Þróun nauðungarsalna fasteigna eftir árum og eignarhaldi.

Mynd 1 ber með sér að nauðungarsölur á fasteignum í eigu einstaklinga eru flestar árið 2010 og eru mjög margar næstu ár þar á eftir en snarfækkar árið 2014 og eru á bilinu 200 til 600 árin þar á eftir. Með hliðsjón af myndinni og með hliðsjón af ákvæðum laga um nauðungarsölu og viðbótarákvæðum sem heimiluðu gerðarþola frekari fresti virðist eðlilegt að meta áhrifa hrunsins á nauðungarsölur þannig að þeirra hafi byrjað að gæta á síðasta hluta ársins 2009 og hafi verið horfin að mestu árið 2014. Ef við teljum frá miðju ári 2009 til loka árs 2013 eru nauðungarsölur á fasteignum einstaklinga 5.891. Hluti af þessum nauðungarsölum hefðu átt sér stað þó svo ekkert hrun hefði orðið. Til að einangra áhrif hrunsins á nauðungarsölur fasteigna einstaklinga má beita mismunaaðferð eða mismuna-mismunaaðferð.

Tímabil
2007-2009 og
2014-2017
2010-2013
Einstaklingar
3.286
5.502
Lögaðilar
511
744

Tafla 1a, áhrif hrunsins á nauðungarsölur, mismunaaðferð.

Meðaltal á ári
2007-2009 og
2014-2017
2010-2013
Mismunur
Mismunur á 4 ára tímibili
Einstaklingar
518
1.379
857
3.429
Lögaðilar
72
186
114
452

Tafla 1b, áhrif hrunsins á nauðungarsölur, mismunaaðferð.

Töflur 1a og 1b bera með sér að sé mismunaaðferðinni beitt og viðmiðunartímabilið fest sem árin 2007-2009 og 2014-2017 hafi nauðungarsölur vegna hruns fjármálakerfisins verið um 3.500.

Eins og fyrr sagði er líklegt að fall bankanna og nauðungarsölurnar eigi sér sömu rótina. Skuldsetning íslenskra heimila jókst hratt árin eftir aldamót, hraðar en víðast annars staðar eins og sjá má af mynd 2, sem er fengin úr rannsóknarritgerð Þorvaldar Tjörva Ólafssonar og Karenar Áslaugar Vignisdóttur hjá Seðlabanka Íslands.

Mynd 2.

Mynd 2 sýnir að í upphafi aldarinnar voru skuldir íslenskra heimila sem hlutfall ráðstöfunartekna umtalsvert hærri en skuldir heimila í Noregi, Bandaríkjum Norður-Ameríku, Svíþjóð, Bretlandi og á Evrusvæðinu. Þannig er þetta hlutfall tvöfalt hærra á Íslandi en Evrusvæðinu. Eftir því sem dregur nær árslokum 2008 dregur fremur sundur en saman milli Íslands og þessara samanburðarlanda.

Mynd 3.

Mynd 3 sýnir ágætlega hvernig nýjar lántökur með veði í húsnæði og til bílakaupa taka ógnarkipp um mitt ár 2004. Í fyrstu eru flest lánin í íslenskum krónum (verðlánin verðtryggð, bílalánin fjölbreyttari). Þegar kemur inn á árið 2006 eykst tíðni nýrra lána í erlendri mynt. Tíðnin og verðmæti haldast þó ekki alveg í hendur eins og myndin ber með sér. Gengi krónunnar féll um 50% í kjölfar falls bankanna. Greiðslubyrði af erlendum lánum jókst tilsvarandi.

Mynd 4.

Það eru því nokkur rök fyrir því að nota tímabilið 2014 til 2017 sem viðmiðunartímabil fremur en tímabilið 2007 til 2009 og 2014 til 2017. Töflur 2a og 2b sýna niðurstöður fyrir þetta breytta viðmiðunartímabil.

Tímabil
2007-2009 og
2014-2017
2010-2013
Einstaklingar
2.017
5.502
Lögaðilar
212
744

Tafla 2a, áhrif hrunsins á nauðungarsölur, mismunaaðferð 2014-2017 sem viðmiðun.

Meðaltal á ári
2007-2009 og
2014-2017
2010-2013
Mismunur
Mismunur á 4 ára tímibili
Einstaklingar
504
1.376
871
3.485
Lögaðilar
53
186
133
532

Tafla 2b, áhrif hrunsins á nauðungarsölur, mismunaaðferð 2014-2017 sem viðmiðun.

Sé mismuna-mismunaaðferð beitt mætti í þessu tilviki ganga út frá því að aðrir þættir en hrun fjármálakerfisins kynnu að hafa ýtt undir fjölgun nauðungarsalna á fasteignum. Nærtækt er að bera nauðungarsölu á fasteignum saman við gjaldþrot fyrirtækja. Mismunur mismuna gefur þannig að hefði tíðni nauðungaruppboða fasteigna einstaklinga haldist á sama stað og tíðni nauðungaruppboða lögaðila hefði þau verið um 500 færri árlega en raunin varð árin 2010 til 2013.

Að öllu samanlögðu virðist mega áætla að fullyrðingin sem vísað er til í fyrirspurninni er röng. Raunverulega talan liggur einhvers staðar milli 2.000 og 3.500. Þessar ágiskanir falla ágætlega að fyrirliggjandi upplýsingum um fjölda íbúða í eigu fjármálafyrirtækja:

Mynd 5.

Mynd 5 sýnir að árið 2011 voru 2.500 íbúðir í eigu fjármálastofnana, þar af um 500 í byggingu og 1.000 í útleigu en 900 stóðu auðar. Þá fjölgar í öllum þessum flokkum til ársins 2014. Flestar verða auðar íbúðir í eigu fjármálastofnana í mars 2014, tæplega 1.700. Í byrjun ársins 2011 voru rétt um 300 íbúðir í eigu fjármálastofnana, þar af um 80 í byggingu.

Niðurstaða

Að öllu samanlögðu má draga þá ályktun að fall fjármálakerfisins í október 2008 hafi orðið til þess að um 2.000 til 3.500 nauðungarsölur húseigna hafi orðið sem ella hefðu ekki orðið. Þessi tala hefði getað orðið miklu hærri ef ekki hefðu komið til aðgerðir stjórnvalda. Þannig kemur fram í næstsíðustu skýrslu Eftirlitsnefndar með sértækri skuldaaðlögun[4] að fram til september 2012 hafi fjármálastofnanir lækkað höfuðstól skulda að 110% af verðmæti hjá 10.807 skuldurum og 1.151 skuldari hafði gengist undir sértæka skuldaaðlögun sem þýddi í raun að fjármálastofnanir féllu frá uppboði gegn því að skuldari borgaði það sem hann gæti í 3 ár. Hluti þeirra sem fengu fyrirgreiðslu fyrir tilstuðlan 110% leiðarinnar voru ekki í verulegum fjárhagsvanda. En engu að síður: Heildarfjöldi þeirra sem fengu höfuðstólslækkanir eða gengust undir sértæka skuldaaðlögun eða gengu í gegnum nauðungaruppboð fasteigna er þannig rúmlega 15 þúsund.

Hér er því vísbending um að um ríflega fjórðungur þeirra einkaaðila sem stóðu tæpt gagnvart því að halda húsnæði sínu í kjölfar falls fjármálakerfisins í október 2008 hafi orðið gerðarþolar í nauðungaruppboði fasteigna. Ekki er hægt að fullyrða hversu margir þeirra bjuggu með fjölskyldu í hinu uppboðna húsnæði. En í einhverjum tilfellum sömu gerðarþolar við gerðarbeiðanda um tímabundna áframhaldandi búsetu í hinu uppboðna húsnæði.[5]

Kannski lýsir fullyrðingin sem spurt er um þeim raunveruleika sem hefði getað orðið, hefði ekki komið til úrræða stjórnvalda í formi sértækrar skuldaaðlögunar og 110% leiðar, frekar en þeim raunveruleika sem varð.

Tilvísanir:
  1. ^ Alþingi. Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um nauðungarsölur og gjaldþrotaskipti. althingi.is. (Sótt 16.11.2020).
  2. ^ Sýslumenn. Nauðungarsölur. syslumenn.is . (Sótt 16.11.2020).
  3. ^ Sunna Ósk Friðbertsdóttir. Framkvæmd nauðungarsölu á Íslandi. 49. skemman.is. (Sótt 16.11.2020).
  4. ^ Skýrsla eftirlitsnefndar til ráðherra atvinnuvega-og nýsköpunarmála, samkvæmtlögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka-og gjaldeyrishrunsins. stjornarradid.is. (Sótt 16.11.2020).
  5. ^ Vísir. Íbúðalánasjóður á fjórfalt fleiri íbúðir en í byrjun síðasta árs. visir.is. (Sótt 16.11.2020).

Myndir:
  • Mynd 1: SS.
  • Mynd 2 og 3: Thorvaldur Tjörvi Ólafsson og Karen Áslaug Vignisdóttir. Households’ position in the financial crisis in Iceland. cb.is. (Sótt 16.11.2020).
  • Mynd 4: Seðlabanki Íslands. Hagvísar. sedlabanki.is. (Sótt 16.11.2020).
  • Mynd 5: Seðlabanki Íslands. Hagvísar. sedlabanki.is. (Sótt 16.11.2020).
...