Sólin Sólin Rís 06:06 • sest 20:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:52 • Sest 21:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 18:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:54 í Reykjavík

Hvað gerist þegar einstaklingur er gerður gjaldþrota og hversu lengi gildir það?

Sigurður Guðmundsson

Lög nr. 21/1991 fjalla um gjaldþrot og fleira. Þegar skuldari (einstaklingur eða lögpersóna, til dæmis hlutafélag) er úrskurðaður gjaldþrota af héraðsdómara tekur þrotabú skuldarans við öllum fjárhagslegum réttindum og skyldum sem hann átti og naut við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti. Jafnframt þessu missir skuldarinn rétt til að ráða yfir framangreindum réttindum og skyldum við það tímamark, samanber 72. og 74. gr. laganna.

Þrotabúið er sérstök lögpersóna og nýtur aðildarhæfis, það er það getur átt eða stofnað til réttinda og borið eða stofnað til skuldbindinga, samanber 3. mgr. 72. gr. laganna. Með forræði þrotabúsins fer skiptastjóri, samanber 122. gr. laganna, en verkefni hans felst í megindráttum í því að komast að því hverjar eignir og skuldir þrotabúsins eru, koma eignunum í verð og nota þá fjármuni sem verða til með því til að greiða skuldirnar eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Verkefni skiptastjóra geta eftir atvikum verið mun stærri og fjölbreyttari, svo sem að rifta gerningum sem skuldarinn hefur gert skömmu fyrir gjaldþrotið og draga þannig fjármuni inn í þrotabúið, en með þeim hætti aukast líkurnar á því að skuldir lánardrottna fáist greiddar.

Skiptin sem slík, það er tilvist þrotabúsins og ráðstafanir skiptastjóra til að lánardrottnar fái kröfur sínar greiddar, geta staðið yfir í 1-2 ár og jafnvel mun lengur. Þegar gjaldþrotaskiptum lýkur er þrotabúið ekki lengur til. Með réttu ætti skuldari að fá aftur þau réttindi sín og skyldur sem færðust til þrotabúsins þegar úrskurður um gjaldþrotaskipti var kveðinn upp, en staðreyndin er hins vegar sú, að yfirleitt eru eignir skuldara aðeins lítill hluti af skuldum hans þegar úrskurður um gjaldþrotaskipti er kveðinn upp. Þetta merkir að hluti skuldanna fæst ekki greiddur við gjaldþrotaskiptin. Eftirstandandi skuldir falla hins vegar ekki niður, samanber 2. mgr. 165. gr. laganna. Skuldari ber ábyrgð á greiðslu þeirra þangað til þær fyrnast, en kröfur fyrnast á 4, 10 eða 20 árum, allt eftir eðli þeirra, skv. lögum nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda.

Áhrif gjaldþrotaskipta geta verið nokkur, svo sem þau að skuldari fari á svonefndri vanskilaskrá en við það minnkar lánshæfi hans stórlega og hann getur lent í talsverðum erfiðleikum með að fá lán. Að öllu jöfnu er skuldarinn skráður í vanskilaskrá í 4 ár frá lokum gjaldþrotaskipta. Ef skuldarinn er einstaklingur gæti hann einnig lent í annars konar erfiðleikum, til dæmis er eitt af skilyrðum þess að vera skipaður dómari við hæstarétt Íslands eða héraðsdóm, að viðkomandi hafi aldrei misst forræði á búi sínu, samanber 4. tl. 1. mgr. 4. gr. og 4. tl. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla.

Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum:

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

27.10.2005

Spyrjandi

Sigríður Steingrímsdóttir, Elísabet Ragnarsdóttir

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Hvað gerist þegar einstaklingur er gerður gjaldþrota og hversu lengi gildir það?“ Vísindavefurinn, 27. október 2005. Sótt 12. apríl 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=5358.

Sigurður Guðmundsson. (2005, 27. október). Hvað gerist þegar einstaklingur er gerður gjaldþrota og hversu lengi gildir það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5358

Sigurður Guðmundsson. „Hvað gerist þegar einstaklingur er gerður gjaldþrota og hversu lengi gildir það?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2005. Vefsíða. 12. apr. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5358>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar einstaklingur er gerður gjaldþrota og hversu lengi gildir það?
Lög nr. 21/1991 fjalla um gjaldþrot og fleira. Þegar skuldari (einstaklingur eða lögpersóna, til dæmis hlutafélag) er úrskurðaður gjaldþrota af héraðsdómara tekur þrotabú skuldarans við öllum fjárhagslegum réttindum og skyldum sem hann átti og naut við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti. Jafnframt þessu missir skuldarinn rétt til að ráða yfir framangreindum réttindum og skyldum við það tímamark, samanber 72. og 74. gr. laganna.

Þrotabúið er sérstök lögpersóna og nýtur aðildarhæfis, það er það getur átt eða stofnað til réttinda og borið eða stofnað til skuldbindinga, samanber 3. mgr. 72. gr. laganna. Með forræði þrotabúsins fer skiptastjóri, samanber 122. gr. laganna, en verkefni hans felst í megindráttum í því að komast að því hverjar eignir og skuldir þrotabúsins eru, koma eignunum í verð og nota þá fjármuni sem verða til með því til að greiða skuldirnar eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Verkefni skiptastjóra geta eftir atvikum verið mun stærri og fjölbreyttari, svo sem að rifta gerningum sem skuldarinn hefur gert skömmu fyrir gjaldþrotið og draga þannig fjármuni inn í þrotabúið, en með þeim hætti aukast líkurnar á því að skuldir lánardrottna fáist greiddar.

Skiptin sem slík, það er tilvist þrotabúsins og ráðstafanir skiptastjóra til að lánardrottnar fái kröfur sínar greiddar, geta staðið yfir í 1-2 ár og jafnvel mun lengur. Þegar gjaldþrotaskiptum lýkur er þrotabúið ekki lengur til. Með réttu ætti skuldari að fá aftur þau réttindi sín og skyldur sem færðust til þrotabúsins þegar úrskurður um gjaldþrotaskipti var kveðinn upp, en staðreyndin er hins vegar sú, að yfirleitt eru eignir skuldara aðeins lítill hluti af skuldum hans þegar úrskurður um gjaldþrotaskipti er kveðinn upp. Þetta merkir að hluti skuldanna fæst ekki greiddur við gjaldþrotaskiptin. Eftirstandandi skuldir falla hins vegar ekki niður, samanber 2. mgr. 165. gr. laganna. Skuldari ber ábyrgð á greiðslu þeirra þangað til þær fyrnast, en kröfur fyrnast á 4, 10 eða 20 árum, allt eftir eðli þeirra, skv. lögum nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda.

Áhrif gjaldþrotaskipta geta verið nokkur, svo sem þau að skuldari fari á svonefndri vanskilaskrá en við það minnkar lánshæfi hans stórlega og hann getur lent í talsverðum erfiðleikum með að fá lán. Að öllu jöfnu er skuldarinn skráður í vanskilaskrá í 4 ár frá lokum gjaldþrotaskipta. Ef skuldarinn er einstaklingur gæti hann einnig lent í annars konar erfiðleikum, til dæmis er eitt af skilyrðum þess að vera skipaður dómari við hæstarétt Íslands eða héraðsdóm, að viðkomandi hafi aldrei misst forræði á búi sínu, samanber 4. tl. 1. mgr. 4. gr. og 4. tl. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla.

Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum: