Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?

Helga Hafliðadóttir

Um gjaldþrot gilda lög um gjaldþrotaskipti og fleiri nr. 21/1991 og er þar að finna helstu reglur um greiðslustöðvun, nauðarsamninga og gjaldþrotaskipti. Lögin skiptast í fimm þætti og fjallar hver þáttur um ákveðið, afmarkað efni.

Í fyrsta þætti laganna er að finna reglur sem fjalla almennt um lögsögu þeirra. Þar kemur fram í 1. mgr. 4. gr. að lögin taki einungis til þeirra sem eiga lögheimili á Íslandi og séu ekki undanþegnir lögsögu íslenskra dómstóla, eða til íslenskra ríkisborgara sem eru undanþegnir lögsögu erlendra dómstóla. Jafnframt kemur fram í 7. gr. sama þáttar hvernig beiðni um greiðslustöðvun, nauðarsamning eða gjaldþrotaskipti skuli gerð og hvað þurfi að koma fram í þeirri beiðni.

Í fjórða þætti laganna er svo að finna reglur um gjaldþrotaskipti. Í 64. gr. kemur fram að einstaklingur getur sjálfur krafist þess að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta og þau skilyrði tiltekin sem þurfa að vera fyrir hendi til að hann geti gert svo. Greinin hjóðar svona:
Skuldari getur krafist að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánadrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.

Uppfylli einstaklingur þau skilyrði sem þarf til að geta krafist gjaldþrotaskipta skal hann útbúa beiðni sem er í samræmi við 7. gr. og fara með hana til héraðsdómara, sbr. 1. mgr. 66. gr. Héraðsdómari kveður svo á um það hvenær þinghald skuli fara fram. Samþykki héraðsdómari beiðni um gjaldþrotaskipti tekur þrotabú skuldarans við öllum réttindum og skyldum sem hann naut.

Í 2. mgr. 66. gr. segir:
Sá sem hefur krafist gjaldþrotaskipta ábyrgist greiðslu kostnaðar af meðferð kröfu sinnar og af gjaldþrotaskiptunum ef krafa hans er tekin til greina og kostnaðurinn greiðist ekki af fé þrotabúsins.
Í 2. mgr. 67. gr. kemur svo fram að ef óvíst er að eignir skuldarans muni nægja fyrir greiðslu skiptakostnaðar, verði krafan tekin til greina, skal héraðsdómari krefja þann sem lagði fram kröfuna um tryggingu tiltekinnar fjárhæðar fyrir kostnaðinum áður en krafan verður tekin fyrir. Nú er sú trygging sem menn þurfa að reiða fram fyrir skiptakostnaði um 250.000 kr.

Gjaldþrotaskipti geta einnig verið þvinguð en þá liggur leiðin annað en til héraðsdóms.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.10.2005

Spyrjandi

Kolbrún Unnarsdóttir

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?“ Vísindavefurinn, 13. október 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5329.

Helga Hafliðadóttir. (2005, 13. október). Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5329

Helga Hafliðadóttir. „Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5329>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?
Um gjaldþrot gilda lög um gjaldþrotaskipti og fleiri nr. 21/1991 og er þar að finna helstu reglur um greiðslustöðvun, nauðarsamninga og gjaldþrotaskipti. Lögin skiptast í fimm þætti og fjallar hver þáttur um ákveðið, afmarkað efni.

Í fyrsta þætti laganna er að finna reglur sem fjalla almennt um lögsögu þeirra. Þar kemur fram í 1. mgr. 4. gr. að lögin taki einungis til þeirra sem eiga lögheimili á Íslandi og séu ekki undanþegnir lögsögu íslenskra dómstóla, eða til íslenskra ríkisborgara sem eru undanþegnir lögsögu erlendra dómstóla. Jafnframt kemur fram í 7. gr. sama þáttar hvernig beiðni um greiðslustöðvun, nauðarsamning eða gjaldþrotaskipti skuli gerð og hvað þurfi að koma fram í þeirri beiðni.

Í fjórða þætti laganna er svo að finna reglur um gjaldþrotaskipti. Í 64. gr. kemur fram að einstaklingur getur sjálfur krafist þess að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta og þau skilyrði tiltekin sem þurfa að vera fyrir hendi til að hann geti gert svo. Greinin hjóðar svona:
Skuldari getur krafist að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánadrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.

Uppfylli einstaklingur þau skilyrði sem þarf til að geta krafist gjaldþrotaskipta skal hann útbúa beiðni sem er í samræmi við 7. gr. og fara með hana til héraðsdómara, sbr. 1. mgr. 66. gr. Héraðsdómari kveður svo á um það hvenær þinghald skuli fara fram. Samþykki héraðsdómari beiðni um gjaldþrotaskipti tekur þrotabú skuldarans við öllum réttindum og skyldum sem hann naut.

Í 2. mgr. 66. gr. segir:
Sá sem hefur krafist gjaldþrotaskipta ábyrgist greiðslu kostnaðar af meðferð kröfu sinnar og af gjaldþrotaskiptunum ef krafa hans er tekin til greina og kostnaðurinn greiðist ekki af fé þrotabúsins.
Í 2. mgr. 67. gr. kemur svo fram að ef óvíst er að eignir skuldarans muni nægja fyrir greiðslu skiptakostnaðar, verði krafan tekin til greina, skal héraðsdómari krefja þann sem lagði fram kröfuna um tryggingu tiltekinnar fjárhæðar fyrir kostnaðinum áður en krafan verður tekin fyrir. Nú er sú trygging sem menn þurfa að reiða fram fyrir skiptakostnaði um 250.000 kr.

Gjaldþrotaskipti geta einnig verið þvinguð en þá liggur leiðin annað en til héraðsdóms....