Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur ferðaþjónustan sent reikning á ríkið vegna „aflabrests“?

Baldur S. Blöndal

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona:
Getur ferðaþjónustan ekki sent reikning til ríkisins vegna aflabrest eins og útgerðir gera, eins og þegar loðnan lét ekki sjá sig við Íslandsstrendur og ég held makríll líka. Á sömu forsendum er ég að meina.

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að vísa til skaðabótakrafna sjö útgerða á hendur íslenska ríkinu sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi.[1] Ef svo er þá er stutta svarið við spurningunni einfaldlega: Nei, ferðaþjónustan getur ekki gert kröfu um skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna „aflabrests“ í ferðaþjónustu.

Munurinn á þeim kröfum og hugsanlegri kröfu aðila í ferðaþjónustu er að útgerðarfélögin fengu minni afla úthlutað en þau áttu rétt á samkvæmt lögum sem giltu um það efni. Lögin kváðu á um tilteknar aflaheimildir til makrílveiða á tilteknu tímabili en þessar heimildir voru síðar takmarkaðar á ólögmætum grundvelli af stjórnvöldum með reglugerðum. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna þessara reglugerða.

Þó aðilar í ferðaþjónustu kunni að hafa væntingar um tiltekinn fjölda ferðamanna er ríkisstjórnin ekki skaðabótaskyld þó ferðmennirnir skili sér ekki til landsins. Lagaumhverfi ferðamannaiðnaðarins og sjávarútvegarsins er gjörólíkt og ríkið hefur engin tök á að úthluta ferðamönnum á sama hátt og það úthlutar aflaheimildum til veiða.

Þó aðilar í ferðaþjónustu kunni að hafa væntingar um tiltekinn fjölda ferðamanna er ríkisstjórnin ekki skaðabótaskyld þó ferðmennirnir skili sér ekki til landsins. Lagaumhverfi ferðamannaiðnaðarins og sjávarútvegarsins er gjörólíkt og ríkið hefur engin tök á að úthluta ferðamönnum á sama hátt og það úthlutar aflaheimildum til veiða. Þó samlíkingin sé athyglisverð færi skaðabótamál ferðaþjónustunnar ekki langt á þessum grundvelli.

Tilvísun:
  1. ^ 1230/150 svar: skaðabótakröfur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl - Þingtíðindi - Alþingi. (Sótt 10.09.2020).

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

11.9.2020

Spyrjandi

Gunnlaugur Viðarsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Getur ferðaþjónustan sent reikning á ríkið vegna „aflabrests“?“ Vísindavefurinn, 11. september 2020, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79621.

Baldur S. Blöndal. (2020, 11. september). Getur ferðaþjónustan sent reikning á ríkið vegna „aflabrests“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79621

Baldur S. Blöndal. „Getur ferðaþjónustan sent reikning á ríkið vegna „aflabrests“?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2020. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79621>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur ferðaþjónustan sent reikning á ríkið vegna „aflabrests“?
Spurningin í fullri lengd hljómaði svona:

Getur ferðaþjónustan ekki sent reikning til ríkisins vegna aflabrest eins og útgerðir gera, eins og þegar loðnan lét ekki sjá sig við Íslandsstrendur og ég held makríll líka. Á sömu forsendum er ég að meina.

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að vísa til skaðabótakrafna sjö útgerða á hendur íslenska ríkinu sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi.[1] Ef svo er þá er stutta svarið við spurningunni einfaldlega: Nei, ferðaþjónustan getur ekki gert kröfu um skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna „aflabrests“ í ferðaþjónustu.

Munurinn á þeim kröfum og hugsanlegri kröfu aðila í ferðaþjónustu er að útgerðarfélögin fengu minni afla úthlutað en þau áttu rétt á samkvæmt lögum sem giltu um það efni. Lögin kváðu á um tilteknar aflaheimildir til makrílveiða á tilteknu tímabili en þessar heimildir voru síðar takmarkaðar á ólögmætum grundvelli af stjórnvöldum með reglugerðum. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna þessara reglugerða.

Þó aðilar í ferðaþjónustu kunni að hafa væntingar um tiltekinn fjölda ferðamanna er ríkisstjórnin ekki skaðabótaskyld þó ferðmennirnir skili sér ekki til landsins. Lagaumhverfi ferðamannaiðnaðarins og sjávarútvegarsins er gjörólíkt og ríkið hefur engin tök á að úthluta ferðamönnum á sama hátt og það úthlutar aflaheimildum til veiða.

Þó aðilar í ferðaþjónustu kunni að hafa væntingar um tiltekinn fjölda ferðamanna er ríkisstjórnin ekki skaðabótaskyld þó ferðmennirnir skili sér ekki til landsins. Lagaumhverfi ferðamannaiðnaðarins og sjávarútvegarsins er gjörólíkt og ríkið hefur engin tök á að úthluta ferðamönnum á sama hátt og það úthlutar aflaheimildum til veiða. Þó samlíkingin sé athyglisverð færi skaðabótamál ferðaþjónustunnar ekki langt á þessum grundvelli.

Tilvísun:
  1. ^ 1230/150 svar: skaðabótakröfur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl - Þingtíðindi - Alþingi. (Sótt 10.09.2020).

Heimildir:

Mynd:...