Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvar eru helstu lúðumið í Faxaflóa og út af Reykjanesi?

Ef rýnt er í gögn Hafrannsóknastofnunar sem unnin eru úr afladagbókum íslenskra fiskiskipa kemur fram að afli á hvern ferkílómetra sjávar í Faxaflóa er á bilinu 10 til 100 kg. Aflinn er nokkuð jafnt dreifður yfir allan flóann og því er ekki hægt að tilgreina eitt svæði í Faxaflóa sem betri stað til lúðuveiða en önnur.

Svipaða sögu er að segja af miðum út af Reykjanesi. Í landgrunnshallanum suðvestur af Reykjanesskaga er þó ljóst að lúðuafli er margfalt meiri en á öðrum svæðum innan fiskveiðilögsögunnar. Þar má því finna helstu lúðumið Íslands, ef tekið er mið af afladagbókum íslenskra veiðiskipa.


Veiðisvæði lúðu við Ísland árið 2009. Dekkstu svæðin sýna mestan afla (tonn/sjm2).

Lúðuafli á Íslandsmiðum var á síðasta ári 570 tonn og er hann lítill miðað við árlegan afla hér áður fyrr. Til að mynda var aflinn rúmlega 4 þúsund tonn árið 1965.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

7.7.2010

Spyrjandi

Þór Kröyer

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru helstu lúðumið í Faxaflóa og út af Reykjanesi?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2010. Sótt 16. ágúst 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=56606.

Jón Már Halldórsson. (2010, 7. júlí). Hvar eru helstu lúðumið í Faxaflóa og út af Reykjanesi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56606

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru helstu lúðumið í Faxaflóa og út af Reykjanesi?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2010. Vefsíða. 16. ágú. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56606>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gullfótur

Áður fyrr voru margir gjaldmiðlar sagðir vera á gullfæti. Það merkir að sérhver peningaseðill eða mynt er ávísun á tiltekið magn af gulli. Síðasti gjaldmiðill sem verulegu máli skiptir fór endanlega af gullfæti 15. ágúst árið 1971. Þá lýsti Bandaríkjaforseti því yfir að ríkið myndi ekki lengur skipta á gulli og dollurum.