Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu fiskimið Íslands?

Jón Már Halldórsson

Fiskveiðilögsaga Íslendinga er um 760 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar er að finna marga af stærstu fiskistofnum Norður-Atlantshafsins. Ástæðan fyrir mikilli fiskigegnd hér við land tengist kerfi hafstrauma. Hlýr angi af Golfstraumnum kemur að landinu úr suðvestri og berst um allt hafið suður af landinu. Hann leitar einnig norður meðfram vesturströndinni og beygir síðan austur með norðurströndinni. Út af Vestur- og Norðurlandi og einnig suðaustur af landinu mætir hann köldum pólstraumi.

Við þessi straumamót verður lóðrétt blöndun sjávar. Djúpsjór sem er ríkur af næringarefnum, berst upp á við og blandast næringarsnauðari yfirborðssjó. Þá skapast góðar aðstæður fyrir svifþörunga en þeir eru undirstaða lífs í hafinu og grundvöllur ríkulegra fiskimiða. Um þetta er nánar fjallað í svari við spurningunni Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?

Hér við land eru stórir fiskistofnar sem halda til innan fiskveiðilögsögunnar svo sem þorskur (Gadus morhua), ýsa (Melanogrammus aeglefinus), ufsi (Pollachius virens), skötuselur (Lophus piscatorius), steinbítur og fjölmargar flatfisktegundir. Aðrir stofnar, og þá sérstaklega uppsjávarfisktegundir eins og norsk-íslensk síld (Clupea harengus) og kolmunni (Micromesistius poutassou) og hin síðari ár makríll (Scomber scombus), ganga inn og út úr lögsögunni.

Það er nokkuð breytilegt eftir tegundum hvar helstu fiskimiðin er að finna. Í umfjölluninni hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir hvar mest veiðist af helstu nytjafistegundum okkar Íslendinga.

Þorskmið

Myndin hér fyrir neðan sýnir þorskafla á hverja sjómílu (tonn/sjm2) árið 2007. Þar sést glögglega hvar helstu þorskmið Íslendinga eru. Þau eru á Halamiðum norðvestur af Vestfjörðum, í Kolluáli sem er við utanvert Snæfellsnes, við Reykjanesskaga og Lónsdjúp. Auk þess eru gjöful þorskmið í utanverðum Eyjafirði. Þorskurinn veiðist þó allt í kringum landið.



Þorskafli á hverja sjómílu (tonn/sjm2) 2007.

Ýsumið

Ýsa veiðist allt í kringum landið en þó síst við Norðausturland. Undanfarin ár hafa helstu fiskimið ýsu verið í Kolluáli, undan Garðskaga og á Lónsdjúpi.



Ýsuafli á hverja sjómílu (tonn/sjm2) 2007.

Gullkarfamið

Gullkarfamiðin eru einkum í landgrunnskantinum og mest er sótt og veitt djúpt suðvestur af Reykjanesi, til dæmis í Skerjadýpi. Karfinn er hins vegar lítið sem ekkert veiddur fyrir norðan og austan land.



Karfaafli á hverja sjómílu (tonn/sjm2) 2007.

Síldarmið

Það er nokkuð breytilegt eftir árum hvar uppsjávarfiskar eins og síld veiðist. Helstu veiðisvæði norsk-íslensku vorgotssíldarinnar hafa verið austur af landi en áður fyrr gekk hún norður með landinu. Sumargotssíldin veiðist að langmestu leyti vestur af landinu. Tvö síðastliðin fiskveiðiár fengust um 90% af aflanum á litlu svæði í sunnanverðum Breiðafirði (í Grundafirði og í Kiðeyjarsundi).

Humarmið

Humarmiðin eru eingöngu suður af landinu. Þau ná austan frá Stokksnesi og vestur fyrir Reykjanes en undanfarin ár hafa bestu miðin verið við Vestmannaeyjar, í Meðallandsbug og skammt austan við Ingólfshöfða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild:

  • Hafrannsóknastofnunin Fjölrit nr. 146. Ástand nytjastofna á Íslandsmiðum 2008/2009. Aflahorfur fiskveiðiárið 2009/2010.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.9.2009

Spyrjandi

Jóhanna Karlsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver eru helstu fiskimið Íslands?“ Vísindavefurinn, 2. september 2009, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52707.

Jón Már Halldórsson. (2009, 2. september). Hver eru helstu fiskimið Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52707

Jón Már Halldórsson. „Hver eru helstu fiskimið Íslands?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2009. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52707>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu fiskimið Íslands?
Fiskveiðilögsaga Íslendinga er um 760 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar er að finna marga af stærstu fiskistofnum Norður-Atlantshafsins. Ástæðan fyrir mikilli fiskigegnd hér við land tengist kerfi hafstrauma. Hlýr angi af Golfstraumnum kemur að landinu úr suðvestri og berst um allt hafið suður af landinu. Hann leitar einnig norður meðfram vesturströndinni og beygir síðan austur með norðurströndinni. Út af Vestur- og Norðurlandi og einnig suðaustur af landinu mætir hann köldum pólstraumi.

Við þessi straumamót verður lóðrétt blöndun sjávar. Djúpsjór sem er ríkur af næringarefnum, berst upp á við og blandast næringarsnauðari yfirborðssjó. Þá skapast góðar aðstæður fyrir svifþörunga en þeir eru undirstaða lífs í hafinu og grundvöllur ríkulegra fiskimiða. Um þetta er nánar fjallað í svari við spurningunni Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?

Hér við land eru stórir fiskistofnar sem halda til innan fiskveiðilögsögunnar svo sem þorskur (Gadus morhua), ýsa (Melanogrammus aeglefinus), ufsi (Pollachius virens), skötuselur (Lophus piscatorius), steinbítur og fjölmargar flatfisktegundir. Aðrir stofnar, og þá sérstaklega uppsjávarfisktegundir eins og norsk-íslensk síld (Clupea harengus) og kolmunni (Micromesistius poutassou) og hin síðari ár makríll (Scomber scombus), ganga inn og út úr lögsögunni.

Það er nokkuð breytilegt eftir tegundum hvar helstu fiskimiðin er að finna. Í umfjölluninni hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir hvar mest veiðist af helstu nytjafistegundum okkar Íslendinga.

Þorskmið

Myndin hér fyrir neðan sýnir þorskafla á hverja sjómílu (tonn/sjm2) árið 2007. Þar sést glögglega hvar helstu þorskmið Íslendinga eru. Þau eru á Halamiðum norðvestur af Vestfjörðum, í Kolluáli sem er við utanvert Snæfellsnes, við Reykjanesskaga og Lónsdjúp. Auk þess eru gjöful þorskmið í utanverðum Eyjafirði. Þorskurinn veiðist þó allt í kringum landið.



Þorskafli á hverja sjómílu (tonn/sjm2) 2007.

Ýsumið

Ýsa veiðist allt í kringum landið en þó síst við Norðausturland. Undanfarin ár hafa helstu fiskimið ýsu verið í Kolluáli, undan Garðskaga og á Lónsdjúpi.



Ýsuafli á hverja sjómílu (tonn/sjm2) 2007.

Gullkarfamið

Gullkarfamiðin eru einkum í landgrunnskantinum og mest er sótt og veitt djúpt suðvestur af Reykjanesi, til dæmis í Skerjadýpi. Karfinn er hins vegar lítið sem ekkert veiddur fyrir norðan og austan land.



Karfaafli á hverja sjómílu (tonn/sjm2) 2007.

Síldarmið

Það er nokkuð breytilegt eftir árum hvar uppsjávarfiskar eins og síld veiðist. Helstu veiðisvæði norsk-íslensku vorgotssíldarinnar hafa verið austur af landi en áður fyrr gekk hún norður með landinu. Sumargotssíldin veiðist að langmestu leyti vestur af landinu. Tvö síðastliðin fiskveiðiár fengust um 90% af aflanum á litlu svæði í sunnanverðum Breiðafirði (í Grundafirði og í Kiðeyjarsundi).

Humarmið

Humarmiðin eru eingöngu suður af landinu. Þau ná austan frá Stokksnesi og vestur fyrir Reykjanes en undanfarin ár hafa bestu miðin verið við Vestmannaeyjar, í Meðallandsbug og skammt austan við Ingólfshöfða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild:

  • Hafrannsóknastofnunin Fjölrit nr. 146. Ástand nytjastofna á Íslandsmiðum 2008/2009. Aflahorfur fiskveiðiárið 2009/2010.
...