Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt?

Jón Már Halldórsson

Þorskur (Gadus morhua) og ýsa (Melanogrammus aeglefinus) eru náskyldar tegundir og tilheyra báðar þorskfiskaætt (Gadidae). Flokkunarfræði þeirra er því eins niður á ættkvíslarstigið, en þar greinir í sundur þar sem þorskurinn og ýsan tilheyra ólíkum ættkvíslum. Flokkun þeirra má sjá í eftirfarandi töflu:


RíkiDýraríki (Animalia)Dýraríki (Animalia)
Fylking Seildýr (Cordata)Seildýr (Cordata)
FlokkurBeinfiskar
(Osteichthyes)
Beinfiskar (Osteichthyes)
Undirflokkur Nýuggar
(Neopterygii)
Nýuggar (Neopterygii)
Ættbálkur Þorskfiskar
(Gadiformes)
Þorskfiskar (Gadiformes)
Ætt Þorskfiskaætt
(Gadidae)
Þorskfiskaætt (Gadidae)
Ættkvísl Ýsur (Melanogrammus) Þorskar (Gadus)
TegundÝsa (Melanogrammus aeglefinus)Þorskur (Gadus morhua)

Beinfiskar eru stærsti hópur hryggdýra (hér er miðað við að beinfiskar og brjóskfiskar séu aðskildir hópar hryggdýra) með alls um 20 þúsund tegundir. Meðal helstu einkenna beinfiska eru beinkenndur stoðvefur og tálknaop með tálknaloki á báðum hliðum. Í þróunarsögunni kom sundmagi fram í þessum hópi en sumar tegundir hafa misst hann. Beinfiskum er skipt upp í tvo aðskilda undirhópa, annars vegar nýugga (Neopterygii), en langflestar beinfiskategundir heimsins teljast til þess hóps, og hins vegar fornugga (Chondrostei), en til þeirra teljast til dæmis styrjur (Acipenser sturio ) auk annarra lítt þekktra tegunda.Ýsa (Melanogrammus aeglefinus).

Ættbálkur þorskfiska (Gadiformes) er mjög stór og skiptist í 6 ættir. Ýsan er eina tegundin innan sinnar ættkvíslar (Melanogrammus), en innan þorskaættkvíslarinnar (Gadus) eru hins vegar þrjár tegundir. Auk þorsksins okkar (Gadus morhua) eru það grænlandsþorskurinn (Gadus ogac) og kyrrahafsþorskurinn (Gadus macrocephalus). Samkvæmt bókinni Íslenskir fiskar, eftir Gunnar Jónsson, hafa 28 tegundir sem tilheyra ættbálki þorskfiska fundist innan íslensku efnahagslögsögunnar.

Helstu einkenni tegunda innan þorskfiska ættbálksins eru stórir bak- og raufaruggar, þar sem bakuggarnir eru 1-3 talsins, lokaður sundmagi og slétt hreistur. Sporðblaðkan er skýrt afmörkuð frá stirtlunni, en undantekningar frá þessari reglu eru þó tegundir af langhalaætt.


Þorskur (Gadus morhua).

Egg þorskfiska eru sviflæg og liggja í efstu lögum sjávar. Langhalar skera sig reyndar einnig úr hvað þetta varðar, þar sem egg þeirra svífa um á mun meira dýpi en annarra þorskfiska, eða í miðsævinu.

Heimildir og myndir:
  • Gunnar Jónsson. 1992. Íslenskir fiskar: Lýst 293 tegundum sem fundist hafa í íslensku hafsvæði. Reykjavík: Fjölvi.
  • Liem, K. 1998. Introducing Fishes. J.R. Paxton, W.N. Eschmeyer (ritstj). Encyclopedia of Fishes. San Diego, CA: Academic Press.
  • Seawater.no
  • Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.11.2005

Spyrjandi

Hafdís

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2005. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5369.

Jón Már Halldórsson. (2005, 1. nóvember). Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5369

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2005. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5369>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt?
Þorskur (Gadus morhua) og ýsa (Melanogrammus aeglefinus) eru náskyldar tegundir og tilheyra báðar þorskfiskaætt (Gadidae). Flokkunarfræði þeirra er því eins niður á ættkvíslarstigið, en þar greinir í sundur þar sem þorskurinn og ýsan tilheyra ólíkum ættkvíslum. Flokkun þeirra má sjá í eftirfarandi töflu:


RíkiDýraríki (Animalia)Dýraríki (Animalia)
Fylking Seildýr (Cordata)Seildýr (Cordata)
FlokkurBeinfiskar
(Osteichthyes)
Beinfiskar (Osteichthyes)
Undirflokkur Nýuggar
(Neopterygii)
Nýuggar (Neopterygii)
Ættbálkur Þorskfiskar
(Gadiformes)
Þorskfiskar (Gadiformes)
Ætt Þorskfiskaætt
(Gadidae)
Þorskfiskaætt (Gadidae)
Ættkvísl Ýsur (Melanogrammus) Þorskar (Gadus)
TegundÝsa (Melanogrammus aeglefinus)Þorskur (Gadus morhua)

Beinfiskar eru stærsti hópur hryggdýra (hér er miðað við að beinfiskar og brjóskfiskar séu aðskildir hópar hryggdýra) með alls um 20 þúsund tegundir. Meðal helstu einkenna beinfiska eru beinkenndur stoðvefur og tálknaop með tálknaloki á báðum hliðum. Í þróunarsögunni kom sundmagi fram í þessum hópi en sumar tegundir hafa misst hann. Beinfiskum er skipt upp í tvo aðskilda undirhópa, annars vegar nýugga (Neopterygii), en langflestar beinfiskategundir heimsins teljast til þess hóps, og hins vegar fornugga (Chondrostei), en til þeirra teljast til dæmis styrjur (Acipenser sturio ) auk annarra lítt þekktra tegunda.Ýsa (Melanogrammus aeglefinus).

Ættbálkur þorskfiska (Gadiformes) er mjög stór og skiptist í 6 ættir. Ýsan er eina tegundin innan sinnar ættkvíslar (Melanogrammus), en innan þorskaættkvíslarinnar (Gadus) eru hins vegar þrjár tegundir. Auk þorsksins okkar (Gadus morhua) eru það grænlandsþorskurinn (Gadus ogac) og kyrrahafsþorskurinn (Gadus macrocephalus). Samkvæmt bókinni Íslenskir fiskar, eftir Gunnar Jónsson, hafa 28 tegundir sem tilheyra ættbálki þorskfiska fundist innan íslensku efnahagslögsögunnar.

Helstu einkenni tegunda innan þorskfiska ættbálksins eru stórir bak- og raufaruggar, þar sem bakuggarnir eru 1-3 talsins, lokaður sundmagi og slétt hreistur. Sporðblaðkan er skýrt afmörkuð frá stirtlunni, en undantekningar frá þessari reglu eru þó tegundir af langhalaætt.


Þorskur (Gadus morhua).

Egg þorskfiska eru sviflæg og liggja í efstu lögum sjávar. Langhalar skera sig reyndar einnig úr hvað þetta varðar, þar sem egg þeirra svífa um á mun meira dýpi en annarra þorskfiska, eða í miðsævinu.

Heimildir og myndir:
  • Gunnar Jónsson. 1992. Íslenskir fiskar: Lýst 293 tegundum sem fundist hafa í íslensku hafsvæði. Reykjavík: Fjölvi.
  • Liem, K. 1998. Introducing Fishes. J.R. Paxton, W.N. Eschmeyer (ritstj). Encyclopedia of Fishes. San Diego, CA: Academic Press.
  • Seawater.no
  • Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins
...