Önnur undirfylkingin er tálknmunnar (Cephalochordata) sem eru smáar sjávarlífverur sem minna mjög á lirfur vankjálka (Agnatha) sem er fiskaætt. Í þessari undirfylkingu eru aðeins um 25 tegundir.
Þriðji hópurinn eru hryggdýr (Vertebrata). Þessi undirfylking greinist í fiska, eðlur, froskdýr, fugla og spendýr.
Talið er að seildýr hafi komið fram fyrir meira en 600 milljónum ára. Elstu fulltrúar fylkingarinnar voru aðeins með mjúka vefi sem varðveittust illa í jarðlögum og því eiga vísindamenn erfitt með að tímasetja nákvæmlega hvenær fyrstu seildýrin komu fram í jarðsögunni. Steingerðar leifar allra undirfylkinganna hafa fundist í 500 milljón ára gömlu bergi frá Kambríum-tímabilinu. Steingerð hryggdýr eru hins vegar mun algengari í 400 milljón ára gömlum jarðlögum og það túlka vísindamenn sem mikla tegundarútgeislun þessara dýra. Í þeim jarðlögum finnast aðallega ýmsar tegundir fiska sem þróuðust í fyllingu tímans meðal annars í önnur hryggdýr.
Myndirnar sýna tvo ólíka fulltrúa fylkingar seildýra; tálknmunna og afrískan fíl.