Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er munurinn á einkamálum og opinberum málum?

Magnús Viðar Skúlason

Í grófum dráttum felst munurinn þarna í því að í opinberum málum á ríkið aðild að málinu en í einkamálum eigast við tveir lögaðilar án þess að ríkið sé í hlutverki sækjanda.

Um opinber mál gilda lög nr. 19 frá 1991 en um einkamál gilda lög nr. 91 frá 1991. Opinber mál eru í rauninni mál sem ríkið rekur vegna brota gegn til dæmis almennum hegninarlögum eða önnur mál sem höfðuð eru til refsingar. Einkamál snúast hins vegar fyrst og fremst um úrlausn deilna á milli tveggja aðila, eins og til að mynda skaðabótamál eða eitthvað þvíumlíkt.

Hægt er að óska eftir því að opinber mál sem sótt eru fyrir dómstólum séu rekin fyrir luktum dyrum og eru tilgreindar 7 ástæður fyrir því í lögunum:
  1. Til að hlífa sakborningi eða nánum vandamönnum.
  2. Til að hlífa brotaþola, vitnum eða öðrum sem málið tengist.
  3. Ef um er að ræða þinghald á meðan rannsókn máls stendur.
  4. Ef sakborningur er yngri en 18 ára.
  5. Ef um velsæmisástæður er að ræða.
  6. Vegna öryggis ríkisins.
  7. Ef það er talið óhjákvæmilegt að halda þingfrið.
Dómari getur sömuleiðis synjað áheyrundum að vera við opið þinghald ef:
  1. Talið er að húsrými nægi ekki.
  2. Börn og unglingar yngri en 15 ára mæta til þinghalds.
  3. Ölvaðir menn eða aðrir í annarlegu ástandi mæta til þinghalds.
  4. Menn mæta til þinghalds sem talið er að geti haft áhrif á sakborning eða vitni þannig að hið sanna komi ekki í ljós.
  5. Þinghald er haldið á öðrum stað venja er.
Þessar reglur eiga einnig við um einkamál en í þeim er að auki rýmri réttur fyrir því að mál sé rekið fyrir luktum dyrum. Meginreglan er hinsvegar sú að öll mál skulu háð í heyranda hljóði.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.3.2003

Spyrjandi

Halldór Guðmundsson, f. 1987

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hver er munurinn á einkamálum og opinberum málum?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3219.

Magnús Viðar Skúlason. (2003, 11. mars). Hver er munurinn á einkamálum og opinberum málum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3219

Magnús Viðar Skúlason. „Hver er munurinn á einkamálum og opinberum málum?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3219>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á einkamálum og opinberum málum?
Í grófum dráttum felst munurinn þarna í því að í opinberum málum á ríkið aðild að málinu en í einkamálum eigast við tveir lögaðilar án þess að ríkið sé í hlutverki sækjanda.

Um opinber mál gilda lög nr. 19 frá 1991 en um einkamál gilda lög nr. 91 frá 1991. Opinber mál eru í rauninni mál sem ríkið rekur vegna brota gegn til dæmis almennum hegninarlögum eða önnur mál sem höfðuð eru til refsingar. Einkamál snúast hins vegar fyrst og fremst um úrlausn deilna á milli tveggja aðila, eins og til að mynda skaðabótamál eða eitthvað þvíumlíkt.

Hægt er að óska eftir því að opinber mál sem sótt eru fyrir dómstólum séu rekin fyrir luktum dyrum og eru tilgreindar 7 ástæður fyrir því í lögunum:
  1. Til að hlífa sakborningi eða nánum vandamönnum.
  2. Til að hlífa brotaþola, vitnum eða öðrum sem málið tengist.
  3. Ef um er að ræða þinghald á meðan rannsókn máls stendur.
  4. Ef sakborningur er yngri en 18 ára.
  5. Ef um velsæmisástæður er að ræða.
  6. Vegna öryggis ríkisins.
  7. Ef það er talið óhjákvæmilegt að halda þingfrið.
Dómari getur sömuleiðis synjað áheyrundum að vera við opið þinghald ef:
  1. Talið er að húsrými nægi ekki.
  2. Börn og unglingar yngri en 15 ára mæta til þinghalds.
  3. Ölvaðir menn eða aðrir í annarlegu ástandi mæta til þinghalds.
  4. Menn mæta til þinghalds sem talið er að geti haft áhrif á sakborning eða vitni þannig að hið sanna komi ekki í ljós.
  5. Þinghald er haldið á öðrum stað venja er.
Þessar reglur eiga einnig við um einkamál en í þeim er að auki rýmri réttur fyrir því að mál sé rekið fyrir luktum dyrum. Meginreglan er hinsvegar sú að öll mál skulu háð í heyranda hljóði....