Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Erfast skuldir frá foreldrum?

Sigurður Guðmundsson

Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát. Af erfðalögum nr. 8/1962 og lögum nr. 21/1991 um skipti á dánarbúum og fleira má sjá að við andlát einstaklings fer fram uppgjör á eignum og skuldum hans.

Í einfaldri mynd fer uppgjörið þannig fram að erfingjar hins látna (þegar um einkaskipti er að ræða) eða skiptastjóri (þegar um opinber skipti er að ræða) reyna að komast að því hverjar eignir og skuldir hins látna eru. Þegar það er ljóst er eignum hins látna komið í verð og skuldir hans greiddar. Ef hinn látni átti eignir umfram skuldir er þeim skipt milli erfingja samkvæmt lögerfðareglum erfðalaga eða í samræmi við bréferfðagerning, til dæmis erfðaskrá. Þannig ganga réttindi arfleifanda til erfingja hans en ekki skuldir.

Hins vegar geta erfingjar lýst yfir ábyrgð á skuldbindingum dánarbús og þannig tekið bæði við réttindum og skyldum hins látna. Það er nefnt skuldaviðgöngubú og um það er fjallað í VIII. kafli laga um skipti á dánarbúum og fleira. Erfingjum er hins vegar ekki skylt að taka við búi þar sem skuldir arfleifanda eru meiri en eignir, og reyndar er erfingjum yfirhöfuð ekki skylt að gangast við búi, en þeim er það hins vegar frjálst.

Heimild:
  • Erfðaréttur. Páll Sigurðsson. Háskólaútgáfan. Reykjavík 1998.

Höfundur

skipulagsfræðingur á Þjóðhagsstofnun

Útgáfudagur

6.1.2006

Spyrjandi

Björn Sigmundsson

Efnisorð

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Erfast skuldir frá foreldrum?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2006. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5544.

Sigurður Guðmundsson. (2006, 6. janúar). Erfast skuldir frá foreldrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5544

Sigurður Guðmundsson. „Erfast skuldir frá foreldrum?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2006. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5544>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Erfast skuldir frá foreldrum?
Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát. Af erfðalögum nr. 8/1962 og lögum nr. 21/1991 um skipti á dánarbúum og fleira má sjá að við andlát einstaklings fer fram uppgjör á eignum og skuldum hans.

Í einfaldri mynd fer uppgjörið þannig fram að erfingjar hins látna (þegar um einkaskipti er að ræða) eða skiptastjóri (þegar um opinber skipti er að ræða) reyna að komast að því hverjar eignir og skuldir hins látna eru. Þegar það er ljóst er eignum hins látna komið í verð og skuldir hans greiddar. Ef hinn látni átti eignir umfram skuldir er þeim skipt milli erfingja samkvæmt lögerfðareglum erfðalaga eða í samræmi við bréferfðagerning, til dæmis erfðaskrá. Þannig ganga réttindi arfleifanda til erfingja hans en ekki skuldir.

Hins vegar geta erfingjar lýst yfir ábyrgð á skuldbindingum dánarbús og þannig tekið bæði við réttindum og skyldum hins látna. Það er nefnt skuldaviðgöngubú og um það er fjallað í VIII. kafli laga um skipti á dánarbúum og fleira. Erfingjum er hins vegar ekki skylt að taka við búi þar sem skuldir arfleifanda eru meiri en eignir, og reyndar er erfingjum yfirhöfuð ekki skylt að gangast við búi, en þeim er það hins vegar frjálst.

Heimild:
  • Erfðaréttur. Páll Sigurðsson. Háskólaútgáfan. Reykjavík 1998....