Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík

Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?

Gylfi Magnússon

Munurinn liggur að hluta til í augum uppi, það er lengri tíma tekur að greiða lánið niður. Á móti kemur svo að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Sem dæmi má nefna að ef vextir á láni eru 2,5% þá þarf að borga 35.750 krónur á mánuði af 10 milljóna króna láni til 40 ára en 44.862 krónur af 25 ára láni.

Hér er reiknað með svokölluðu jafngreiðsluláni (e. annuitet) sem greitt er af einu sinni í mánuði. Slík lán eru algeng fyrir þá sem taka húsnæðislán á Íslandi. Greiðslur af verðtryggðu jafngreiðsluláni eru þær sömu í hverjum mánuði að raunvirði allan lánstímann, ef vextir breytast ekki.

Sá sem tekur lengra lánið þarf eðli máls samkvæmt að greiða meira í vexti á lánstímanum enda hefur hann fé lengur að láni. Í þessu einfalda dæmi myndi sá sem tekur 25 ára lán greiða samtals 3.458.502 krónur í vexti en sá sem tekur 40 ára lán greiða 5.014.799 krónur.

Það tekur lengri tíma tekur að greiða 40 ára lánið niður, en á móti kemur að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Hér er reiknað með jafngreiðsluláni, sem er algengt fyrir þá sem taka húsnæðislán.

Sé um verðtryggt lán að ræða þarf einnig að greiða verðbætur en þær breyta ekki þessari heildarmynd. Verðbæturnar vega upp virðisrýrnun hverrar krónu þannig að mánaðarlegar greiðslur standa í stað að raunvirði. Krónunum fjölgar en hver króna er minna virði.

Einn galli (en um leið kostur!) jafngreiðslulána til langs tíma er að höfuðstóll láns lækkar hægt fyrstu árin. Þá greiðir lántaki einkum vexti en lágar afborganir. Þetta snýst svo við undir lok lánstímans þegar vaxtagreiðslur eru lágar en afborganir á móti háar.

Þetta þýðir til dæmis að sá sem tekur 25 ára lán er einungis búinn að lækka skuld sína í dæminu að ofan um 1.533.982 krónur að raunvirði eftir fyrstu 5 ár lánstímans. Sá sem tekur 40 ára lán verður einungis búinn að greiða lánið niður um 952.257 krónur eftir sama tíma.

Vegna þess hve hægt lánin eru greidd niður eru eitthvað meiri líkur á því að verðmæti fasteignarinnar sem lánið er nýtt til að kaupa lækki hraðar en lánið ef fasteignaverð fer lækkandi. Það getur jafnvel leitt til þess að fasteignin verði yfirveðsett, það er verðmæti hennar verði lægra en áhvílandi skulda. Það er vitaskuld þeim mun líklegra því hærra sem lánið var í upphafi í hlutfalli við verð fasteignarinnar. Almennt eru minni líkur á þeirri stöðu ef tekið er lán til skamms tíma en langs.

Önnur afleiðing þess hve lán sem þessi eru greidd hægt niður er að höfuðstóll lánanna getur farið hækkandi í krónum talið ef verðbætur eru hærri en afborganir. Lánin lækka þó alltaf að raunvirði við hverja afborgun, það er þegar tekið er tillit til þess að hver króna er orðin minna virði en þegar lánið var tekið.

Sé tekið lán með breytilegum vöxtum getur verið aðeins meiri áhætta í löngu láni en styttra láni vegna þess að mánaðarlegar afborganir af langa láninu breytast hlutfallslega meira ef vextir breytast.

Hafi lántakinn heimild til að greiða inn á lán án kostnaðar að vild er vitaskuld hægt að greiða langt lán niður hraðar en samið var um í upphafi. Þannig væri til dæmis hægt að taka lán til 40 ára en greiða það niður eins og um 25 ára lán væri að ræða og vera þá skuldlaus eftir 25 ár. Það kann að vera ágætur kostur fyrir þá sem eru í vafa um hvort þeir eiga að taka 40 ára lán eða 25 ára lán að taka lengra lánið en semja um uppgreiðsluheimild á láninu og geta því stytt lánstímann með því að borga meira í hverjum mánuði en lánveitandinn gerir kröfu um. Það krefst þó auðvitað afgangs (og aga!) um hver mánaðamót.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.3.2019

Spyrjandi

María Mist Jónsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2019. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77288.

Gylfi Magnússon. (2019, 19. mars). Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77288

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2019. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77288>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?
Munurinn liggur að hluta til í augum uppi, það er lengri tíma tekur að greiða lánið niður. Á móti kemur svo að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Sem dæmi má nefna að ef vextir á láni eru 2,5% þá þarf að borga 35.750 krónur á mánuði af 10 milljóna króna láni til 40 ára en 44.862 krónur af 25 ára láni.

Hér er reiknað með svokölluðu jafngreiðsluláni (e. annuitet) sem greitt er af einu sinni í mánuði. Slík lán eru algeng fyrir þá sem taka húsnæðislán á Íslandi. Greiðslur af verðtryggðu jafngreiðsluláni eru þær sömu í hverjum mánuði að raunvirði allan lánstímann, ef vextir breytast ekki.

Sá sem tekur lengra lánið þarf eðli máls samkvæmt að greiða meira í vexti á lánstímanum enda hefur hann fé lengur að láni. Í þessu einfalda dæmi myndi sá sem tekur 25 ára lán greiða samtals 3.458.502 krónur í vexti en sá sem tekur 40 ára lán greiða 5.014.799 krónur.

Það tekur lengri tíma tekur að greiða 40 ára lánið niður, en á móti kemur að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Hér er reiknað með jafngreiðsluláni, sem er algengt fyrir þá sem taka húsnæðislán.

Sé um verðtryggt lán að ræða þarf einnig að greiða verðbætur en þær breyta ekki þessari heildarmynd. Verðbæturnar vega upp virðisrýrnun hverrar krónu þannig að mánaðarlegar greiðslur standa í stað að raunvirði. Krónunum fjölgar en hver króna er minna virði.

Einn galli (en um leið kostur!) jafngreiðslulána til langs tíma er að höfuðstóll láns lækkar hægt fyrstu árin. Þá greiðir lántaki einkum vexti en lágar afborganir. Þetta snýst svo við undir lok lánstímans þegar vaxtagreiðslur eru lágar en afborganir á móti háar.

Þetta þýðir til dæmis að sá sem tekur 25 ára lán er einungis búinn að lækka skuld sína í dæminu að ofan um 1.533.982 krónur að raunvirði eftir fyrstu 5 ár lánstímans. Sá sem tekur 40 ára lán verður einungis búinn að greiða lánið niður um 952.257 krónur eftir sama tíma.

Vegna þess hve hægt lánin eru greidd niður eru eitthvað meiri líkur á því að verðmæti fasteignarinnar sem lánið er nýtt til að kaupa lækki hraðar en lánið ef fasteignaverð fer lækkandi. Það getur jafnvel leitt til þess að fasteignin verði yfirveðsett, það er verðmæti hennar verði lægra en áhvílandi skulda. Það er vitaskuld þeim mun líklegra því hærra sem lánið var í upphafi í hlutfalli við verð fasteignarinnar. Almennt eru minni líkur á þeirri stöðu ef tekið er lán til skamms tíma en langs.

Önnur afleiðing þess hve lán sem þessi eru greidd hægt niður er að höfuðstóll lánanna getur farið hækkandi í krónum talið ef verðbætur eru hærri en afborganir. Lánin lækka þó alltaf að raunvirði við hverja afborgun, það er þegar tekið er tillit til þess að hver króna er orðin minna virði en þegar lánið var tekið.

Sé tekið lán með breytilegum vöxtum getur verið aðeins meiri áhætta í löngu láni en styttra láni vegna þess að mánaðarlegar afborganir af langa láninu breytast hlutfallslega meira ef vextir breytast.

Hafi lántakinn heimild til að greiða inn á lán án kostnaðar að vild er vitaskuld hægt að greiða langt lán niður hraðar en samið var um í upphafi. Þannig væri til dæmis hægt að taka lán til 40 ára en greiða það niður eins og um 25 ára lán væri að ræða og vera þá skuldlaus eftir 25 ár. Það kann að vera ágætur kostur fyrir þá sem eru í vafa um hvort þeir eiga að taka 40 ára lán eða 25 ára lán að taka lengra lánið en semja um uppgreiðsluheimild á láninu og geta því stytt lánstímann með því að borga meira í hverjum mánuði en lánveitandinn gerir kröfu um. Það krefst þó auðvitað afgangs (og aga!) um hver mánaðamót.

Mynd:...