Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?

Gylfi Magnússon

Einfaldasta svarið er væntanlega það að þess yrði vart langt að bíða að peningar yrðu teknir aftur upp! Engu að síður er gaman að velta þessum möguleika fyrir sér.

Peningar gegna afar mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum, meðal annars sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti. Ef þeir væru ekki til staðar er við því að búast að ákveðnar vörur tækju við hlutverki þeirra, til dæmis góðmálmar en áður fyrr gegndu þeir svipuðu hlutverki og peningar nú. Nánar er fjallað um sögu peninga í svari sama höfundar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hver fann upp peningana? Peningar eru hins vegar mun hentugri að mörgu leyti en góðmálmar sem greiðslumiðill og því væri þetta skref aftur á bak. Óhagræðið væri talsvert og við því að búast að eitthvað drægi úr viðskiptum þótt erfitt sé að meta hve mikið.

Það er annað mál að ýmislegt bendir til þess að peningar í þeirri mynd sem við þekkjum nú, seðlar og mynt, muni skipta sífellt minna máli í framtíðinni og jafnvel hverfa af sjónarsviðinu. Ástæðan er að rafrænar greiðslur skipta sífellt meira máli og þær hafa marga kosti umfram vafstur með seðla og mynt. Ef þetta gengur eftir verða peningar ekki til nema annars vegar sem innstæður á ýmiss konar reikningum og hins vegar sem safngripir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.5.2000

Spyrjandi

Garðar Valur Valbjörnsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2000, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=466.

Gylfi Magnússon. (2000, 26. maí). Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=466

Gylfi Magnússon. „Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2000. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=466>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?
Einfaldasta svarið er væntanlega það að þess yrði vart langt að bíða að peningar yrðu teknir aftur upp! Engu að síður er gaman að velta þessum möguleika fyrir sér.

Peningar gegna afar mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum, meðal annars sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti. Ef þeir væru ekki til staðar er við því að búast að ákveðnar vörur tækju við hlutverki þeirra, til dæmis góðmálmar en áður fyrr gegndu þeir svipuðu hlutverki og peningar nú. Nánar er fjallað um sögu peninga í svari sama höfundar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hver fann upp peningana? Peningar eru hins vegar mun hentugri að mörgu leyti en góðmálmar sem greiðslumiðill og því væri þetta skref aftur á bak. Óhagræðið væri talsvert og við því að búast að eitthvað drægi úr viðskiptum þótt erfitt sé að meta hve mikið.

Það er annað mál að ýmislegt bendir til þess að peningar í þeirri mynd sem við þekkjum nú, seðlar og mynt, muni skipta sífellt minna máli í framtíðinni og jafnvel hverfa af sjónarsviðinu. Ástæðan er að rafrænar greiðslur skipta sífellt meira máli og þær hafa marga kosti umfram vafstur með seðla og mynt. Ef þetta gengur eftir verða peningar ekki til nema annars vegar sem innstæður á ýmiss konar reikningum og hins vegar sem safngripir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...