Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum?

Gylfi Magnússon

Í ársskýrslu Seðlabanka Íslands fyrir árið 1999 kemur fram að í árslok 1999 voru seðlar og mynt í umferð 8,7 milljarðar króna. Þar af voru seðlar 7,5 milljarðar króna en mynt tæpir 1,2 milljarðar króna. Hæst varð upphæðin um verslunarmannahelgina en þá voru seðlar í umferð 7,6 milljarðar króna. Í árslok voru 5,8 milljónir seðla í umferð. Af heildarfjárhæð seðla í umferð var hlutur 5.000 krónu seðilsins stærstur, 68,3%, en næstur kom þúsundkallinn með 19,9%.

Þessar tölur eru reiknaðar þannig út að haldið er utan um það hve mikið er slegið og prentað af innlendum seðlum og mynt og frá því er dregið það sem hefur verið eyðilagt af Seðlabankanum sjálfum og það sem er í vörslu bankans. Það sem eftir stendur telst seðlar og mynt í umferð. Mikið af því er þó ekki í höndum almennings heldur í vörslu banka. Til dæmis liggja umtalsverðar upphæðir í hraðbönkum hverju sinni. Þá er vafalaust mikið af þessu fé týnt eða hefur eyðilagst, farið úr landi, til dæmis með erlendum ferðamönnum, og svo mætti lengi telja. Mikið af þeim seðlum og mynt sem samkvæmt talningu Seðlabankans telst í umferð er því í raun ekki í notkun.

Seðlabankinn fylgist kerfisbundið með þeim seðlum og myntum sem fara um hendur landsmanna og tekur úr umferð lúna seðla og mynt. Árið 1999 bárust seðlagreiningardeild bankans 21,4 milljónir seðla til vinnslu, samtals að fjárhæð 33,4 milljarðar króna. Umferðarhraði seðla, það er hve oft á ári hver seðlastærð fer um seðlagreiningardeildina, er mjög mismunandi. Sjaldnast fer 5.000 króna seðillinn eða í 4,4 skipti á ári að meðaltali en hver 1.000 krónu seðill fer 7 sinnum á ári í gegn að meðaltali. Meðalendingartími seðla er 45,4 mánuðir fyrir 5.000 krónu seðla en styttri fyrir aðra, minnst 10,7 mánuðir fyrir 500 krónu seðla. Mynt endist mun lengur. Í árslok 1999 var skipting seðla og myntar í umferð eftir stærðum þessi, í þúsundum króna:

Seðlar
5.000 kr.5.125.500
2.000 kr.213.400
1.000 kr.1.491.800
500 kr.558.750
100 kr.98.450
50 kr.11.025
10 kr.8.625
Seðlar samtals7.507.550

Mynt
100 kr.542.900
50 kr.276.400
10 kr.204.600
5 kr.59.210
1 kr.60.289
50 aurar4.929
10 aurar4.071
5 aurar594
Mynt samtals1.152.993

Athyglisvert er að hérna eru meðal annars taldir upp seðlar sem ekki hafa verið í almennri notkun lengi, það er 100 kr., 50 kr. og 10 kr., og enn fremur aurar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Upphaflega var spurt á þessa leið:
  • Hvað er mikið af 1 krónu, 5 krónu, 10 krónu, 50 krónu og 100 krónu peningum í heiminum? Hvað eru til margir 500 krónu, 1000 krónu, 2000 krónu og 5000 krónu seðlar í heiminum? (Helgi)
  • Hve mikið af ISK (íslenskum krónum) eru í umferð hverju sinni í reiðufé og hvernig er sú upphæð ákvörðuð? (Ólafur)

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.12.2000

Spyrjandi

Helgi Runólfsson og Ólafur Jónsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2000, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1223.

Gylfi Magnússon. (2000, 7. desember). Hvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1223

Gylfi Magnússon. „Hvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2000. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1223>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum?
Í ársskýrslu Seðlabanka Íslands fyrir árið 1999 kemur fram að í árslok 1999 voru seðlar og mynt í umferð 8,7 milljarðar króna. Þar af voru seðlar 7,5 milljarðar króna en mynt tæpir 1,2 milljarðar króna. Hæst varð upphæðin um verslunarmannahelgina en þá voru seðlar í umferð 7,6 milljarðar króna. Í árslok voru 5,8 milljónir seðla í umferð. Af heildarfjárhæð seðla í umferð var hlutur 5.000 krónu seðilsins stærstur, 68,3%, en næstur kom þúsundkallinn með 19,9%.

Þessar tölur eru reiknaðar þannig út að haldið er utan um það hve mikið er slegið og prentað af innlendum seðlum og mynt og frá því er dregið það sem hefur verið eyðilagt af Seðlabankanum sjálfum og það sem er í vörslu bankans. Það sem eftir stendur telst seðlar og mynt í umferð. Mikið af því er þó ekki í höndum almennings heldur í vörslu banka. Til dæmis liggja umtalsverðar upphæðir í hraðbönkum hverju sinni. Þá er vafalaust mikið af þessu fé týnt eða hefur eyðilagst, farið úr landi, til dæmis með erlendum ferðamönnum, og svo mætti lengi telja. Mikið af þeim seðlum og mynt sem samkvæmt talningu Seðlabankans telst í umferð er því í raun ekki í notkun.

Seðlabankinn fylgist kerfisbundið með þeim seðlum og myntum sem fara um hendur landsmanna og tekur úr umferð lúna seðla og mynt. Árið 1999 bárust seðlagreiningardeild bankans 21,4 milljónir seðla til vinnslu, samtals að fjárhæð 33,4 milljarðar króna. Umferðarhraði seðla, það er hve oft á ári hver seðlastærð fer um seðlagreiningardeildina, er mjög mismunandi. Sjaldnast fer 5.000 króna seðillinn eða í 4,4 skipti á ári að meðaltali en hver 1.000 krónu seðill fer 7 sinnum á ári í gegn að meðaltali. Meðalendingartími seðla er 45,4 mánuðir fyrir 5.000 krónu seðla en styttri fyrir aðra, minnst 10,7 mánuðir fyrir 500 krónu seðla. Mynt endist mun lengur. Í árslok 1999 var skipting seðla og myntar í umferð eftir stærðum þessi, í þúsundum króna:

Seðlar
5.000 kr.5.125.500
2.000 kr.213.400
1.000 kr.1.491.800
500 kr.558.750
100 kr.98.450
50 kr.11.025
10 kr.8.625
Seðlar samtals7.507.550

Mynt
100 kr.542.900
50 kr.276.400
10 kr.204.600
5 kr.59.210
1 kr.60.289
50 aurar4.929
10 aurar4.071
5 aurar594
Mynt samtals1.152.993

Athyglisvert er að hérna eru meðal annars taldir upp seðlar sem ekki hafa verið í almennri notkun lengi, það er 100 kr., 50 kr. og 10 kr., og enn fremur aurar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Upphaflega var spurt á þessa leið:
  • Hvað er mikið af 1 krónu, 5 krónu, 10 krónu, 50 krónu og 100 krónu peningum í heiminum? Hvað eru til margir 500 krónu, 1000 krónu, 2000 krónu og 5000 krónu seðlar í heiminum? (Helgi)
  • Hve mikið af ISK (íslenskum krónum) eru í umferð hverju sinni í reiðufé og hvernig er sú upphæð ákvörðuð? (Ólafur)
...