Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?

Gylfi Magnússon

Spurningin í fullri lengd var:
Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið?

Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið fyrir eina krónu nú til dags hefur ekki verið hætt að gefa út þessa verðminnstu mynt Íslands. Kostnaður við að slá eina krónumynt er talsvert meiri en verðmæti hennar. Því er tap á sláttunni fyrir útgefandann, Seðlabanka Íslands. Verðmeiri myntir, og þó enn fremur seðlar, kosta hins vegar almennt mun minna í framleiðslu en sem nemur verðmæti þeirra. Það vegur þó ekki þungt í rekstri bankans og að minnsta kosti enn sem komið er hefur ekki verið ákveðið að hætta sláttunni. Það má líta á það sem þjónustu við efnahagslífið sem notar krónupeningana sem skiptimynt.

Tuttugu og ein króna. Kostnaður við að slá eina krónumynt er talsvert meiri en verðmæti hennar. Það vegur þó ekki þungt í rekstri bankans og að minnsta kosti enn sem komið er hefur ekki verið ákveðið að hætta sláttunni.

Það hlýtur þó alltaf að vera álitamál hvort halda eigi áfram sláttu á mynt sem er orðin mjög verðlítil. Má í því samhengi rifja upp að eftir myntbreytinguna 1. janúar 1981, þegar 100 gamlar krónur urðu að einni nýrri var í nokkur ár auramynt í umferð. Minnsta myntin, 5 aurar, var þó bara gefin út til 1985 og hinar tvær, 10 aurar og 50 aurar, til 1990.

Á hinum endanum var svo bætt við sífellt stærri seðlum. Fyrst eftir myntbreytinguna var 500 krónu seðill verðmætastur, tífalt verðmeiri en stærsti seðillinn fyrir myntbreytingu. Nú er stærsti seðillinn 10 þúsund krónur eða 20 sinnum stærri. Þess má þó geta að vegna verðbólgu eru 10 þúsund krónur í upphafi árs 2021 talsvert minna í raun en 500 krónur í upphafi árs 1981 því að verðlag tæplega fimmtugfaldaðist á þessum fyrstu 40 árum eftir myntbreytingu.

Fyrir myntbreytinguna var 1 (gömul) króna minnsta myntin en hún var mjög verðlítil undir lokin og verðmætið langt undir framleiðslukostnaði. Var gripið til þess ráðs síðustu árin, 1976-1980, að slá mjög litla mynt úr áli til að draga úr kostnaði. Leysti álkrónan af hólmi stærri og dýrari mynt úr blöndu af eir, zinki og nikkel. Með lagni var hægt að fá þá mynt til að fljóta á vatni. Kölluðu gárungarnir hana flotkrónuna með vísun í fljótandi gengi gjaldmiðilsins, sem reyndar gerði meira af því að sökkva en fljóta á árunum í kringum myntbreytinguna.

Í nágrannalöndum okkar koma svipuð álitamál upp af og til þegar verðminnsta myntin er orðin afar verðlítil, þótt verðbólga hafi að jafnaði verið minni en á Íslandi. Algengt er, líkt og hér, að framleiðslukostnaður sé hærri en verðmæti minnstu myntarinnar. Á það til dæmis bæði við um eitt evrusent og eitt bandarískt sent. Hefur raunar ítrekað verið rætt að hætta sláttu þeirra mynta og í Bandaríkjunum hefur verið tekin ákvörun um að hætta því árið 2022. Í sumum löndum á evrusvæðinu er evrusentið almennt ekki notað og verð á vörum er gefið upp miðað við að minnsta einingin sé 5 evrusent.

Vegna verðbólgu eru 10 þúsund krónur í upphafi árs 2021 talsvert minna í raun en 500 krónur í upphafi árs 1981 því að verðlag tæplega fimmtugfaldaðist á þessum fyrstu 40 árum eftir myntbreytingu.

Þegar þetta er skrifað, í upphafi árs 2021, teljast rétt tæplega 122 milljónir íslenskra krónupeninga í umferð utan Seðlabanka Íslands samkvæmt bókhaldi bankans. Samtals vega þeir um það bil 500 tonn. Ef þessari mynt væri raðað þétt á sléttan flöt þá væri hann um 1,3 ferkílómetrar að stærð. Ef myntunum væri dreift jafnt á alla íbúa landsins þá fengi hver og einn 331 krónupening. Stór hluti þeirra er líklega í vösum á flíkum sem hætt er að nota, gleymdir í skúffum eða týndir bak við púða í sófum og eitthvað í útlöndum eftir ferðalög hingað til lands. Elstu krónumyntirnar, frá árunum 1981-1987 eru úr kopar og nikkelblöndu, svo að eitthvað af þessum þunga eru góðmálmar. Frá 1989 hefur krónumyntin hins vegar verið aðeins léttari og úr ódýrari málmblöndu, eða nikkelhúðuðu stáli.

Myndir:
  • Ritstjórn Vísindavefsins.
  • Tom Jarrett. Icelandic notes. Sótt 21.04.20. af Flickr og birt undir CC BY-NC-SA 2.0 leyfinu.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.1.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2021. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80980.

Gylfi Magnússon. (2021, 20. janúar). Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80980

Gylfi Magnússon. „Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2021. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80980>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd var:

Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið?

Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið fyrir eina krónu nú til dags hefur ekki verið hætt að gefa út þessa verðminnstu mynt Íslands. Kostnaður við að slá eina krónumynt er talsvert meiri en verðmæti hennar. Því er tap á sláttunni fyrir útgefandann, Seðlabanka Íslands. Verðmeiri myntir, og þó enn fremur seðlar, kosta hins vegar almennt mun minna í framleiðslu en sem nemur verðmæti þeirra. Það vegur þó ekki þungt í rekstri bankans og að minnsta kosti enn sem komið er hefur ekki verið ákveðið að hætta sláttunni. Það má líta á það sem þjónustu við efnahagslífið sem notar krónupeningana sem skiptimynt.

Tuttugu og ein króna. Kostnaður við að slá eina krónumynt er talsvert meiri en verðmæti hennar. Það vegur þó ekki þungt í rekstri bankans og að minnsta kosti enn sem komið er hefur ekki verið ákveðið að hætta sláttunni.

Það hlýtur þó alltaf að vera álitamál hvort halda eigi áfram sláttu á mynt sem er orðin mjög verðlítil. Má í því samhengi rifja upp að eftir myntbreytinguna 1. janúar 1981, þegar 100 gamlar krónur urðu að einni nýrri var í nokkur ár auramynt í umferð. Minnsta myntin, 5 aurar, var þó bara gefin út til 1985 og hinar tvær, 10 aurar og 50 aurar, til 1990.

Á hinum endanum var svo bætt við sífellt stærri seðlum. Fyrst eftir myntbreytinguna var 500 krónu seðill verðmætastur, tífalt verðmeiri en stærsti seðillinn fyrir myntbreytingu. Nú er stærsti seðillinn 10 þúsund krónur eða 20 sinnum stærri. Þess má þó geta að vegna verðbólgu eru 10 þúsund krónur í upphafi árs 2021 talsvert minna í raun en 500 krónur í upphafi árs 1981 því að verðlag tæplega fimmtugfaldaðist á þessum fyrstu 40 árum eftir myntbreytingu.

Fyrir myntbreytinguna var 1 (gömul) króna minnsta myntin en hún var mjög verðlítil undir lokin og verðmætið langt undir framleiðslukostnaði. Var gripið til þess ráðs síðustu árin, 1976-1980, að slá mjög litla mynt úr áli til að draga úr kostnaði. Leysti álkrónan af hólmi stærri og dýrari mynt úr blöndu af eir, zinki og nikkel. Með lagni var hægt að fá þá mynt til að fljóta á vatni. Kölluðu gárungarnir hana flotkrónuna með vísun í fljótandi gengi gjaldmiðilsins, sem reyndar gerði meira af því að sökkva en fljóta á árunum í kringum myntbreytinguna.

Í nágrannalöndum okkar koma svipuð álitamál upp af og til þegar verðminnsta myntin er orðin afar verðlítil, þótt verðbólga hafi að jafnaði verið minni en á Íslandi. Algengt er, líkt og hér, að framleiðslukostnaður sé hærri en verðmæti minnstu myntarinnar. Á það til dæmis bæði við um eitt evrusent og eitt bandarískt sent. Hefur raunar ítrekað verið rætt að hætta sláttu þeirra mynta og í Bandaríkjunum hefur verið tekin ákvörun um að hætta því árið 2022. Í sumum löndum á evrusvæðinu er evrusentið almennt ekki notað og verð á vörum er gefið upp miðað við að minnsta einingin sé 5 evrusent.

Vegna verðbólgu eru 10 þúsund krónur í upphafi árs 2021 talsvert minna í raun en 500 krónur í upphafi árs 1981 því að verðlag tæplega fimmtugfaldaðist á þessum fyrstu 40 árum eftir myntbreytingu.

Þegar þetta er skrifað, í upphafi árs 2021, teljast rétt tæplega 122 milljónir íslenskra krónupeninga í umferð utan Seðlabanka Íslands samkvæmt bókhaldi bankans. Samtals vega þeir um það bil 500 tonn. Ef þessari mynt væri raðað þétt á sléttan flöt þá væri hann um 1,3 ferkílómetrar að stærð. Ef myntunum væri dreift jafnt á alla íbúa landsins þá fengi hver og einn 331 krónupening. Stór hluti þeirra er líklega í vösum á flíkum sem hætt er að nota, gleymdir í skúffum eða týndir bak við púða í sófum og eitthvað í útlöndum eftir ferðalög hingað til lands. Elstu krónumyntirnar, frá árunum 1981-1987 eru úr kopar og nikkelblöndu, svo að eitthvað af þessum þunga eru góðmálmar. Frá 1989 hefur krónumyntin hins vegar verið aðeins léttari og úr ódýrari málmblöndu, eða nikkelhúðuðu stáli.

Myndir:
  • Ritstjórn Vísindavefsins.
  • Tom Jarrett. Icelandic notes. Sótt 21.04.20. af Flickr og birt undir CC BY-NC-SA 2.0 leyfinu.

...