Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?

Gylfi Magnússon

Upprunalega spurningin var þessi:
Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast alla svarta atvinnustarfsemi og þar af leiðandi auka skattheimtu?

Stutta svarið við spurningunni er „jú“. Það væri hægt að stunda öll þau viðskipti þar sem vara eða þjónusta er afhent gegn greiðslu í peningum á Íslandi með rafrænum greiðslum og það myndi gera skattheimtu skilvirkari. Að minnsta kosti á það við um þau viðskipti sem á annað borð eru lögleg. Raunar er mikill meiri hluti viðskipta landsmanna þegar greiddur rafrænt, ýmist með greiðslukortum, það er debet- og kreditkortum, eða færslum á milli bankareikninga.

Þegar þetta er ritað, haustið 2017, er velta innlendra greiðslukorta ríflega 80 milljarðar króna á mánuði og var 893 milljarðar allt árið 2016. Til viðbótar kom velta erlendra greiðslukorta sem var 76 milljarðar árið 2016. Til samanburðar var verðmæti íslenskra seðla og mynt í umferð í lok ágúst 2017 einungis 63 milljarðar. Það er um 2,5% af vergri landsframleiðslu. Fyrir bankahrunið 2008 var sambærilegt hlutfall komið niður í um 1% en það snarhækkaði við hrunið og hefur lítið lækkað síðan. Fyrir því eru væntanlega ýmsar skýringar sem verða ekki raktar hér enda nóg um hliðarspor í svarinu samt.

Mikill meiri hluti viðskipta landsmanna er þegar greiddur rafrænt, ýmist með greiðslukortum eða færslum á milli bankareikninga.

Með „í umferð“ er hér átt við að þessir seðlar og mynt eru í eigu annarra en útgefandans, Seðlabanka Íslands. Megnið af því er þó ekki í veskjum landsmanna, að minnsta kosti ekki venjulegra launþega, heldur hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum, þar af drjúgt í hraðbönkum hverju sinni, eða í sjóðsvélum eða öðrum hirslum fyrirtækja.

Eitthvað er svo falið undir koddanum, meðal annars hjá þeim sem vilja ekki geyma fé sitt þar sem skattyfirvöld, lögregla eða innheimtumenn geta séð glitta í það. Eitthvað er svo týnt, sumt varanlega, annað í vösum í lítt notuðum flíkum, kannski dottið í gegnum gat ofan í fóðrið, eða bak við dýnur í sófum landsmanna. Eitthvað sjálfsagt í skúffum ferðamanna sem hafa yfirgefið landið fyrir löngu. Illmögulegt er að skjóta á hve mikið það gæti verið, að minnsta kosti ekki af neinni nákvæmni, en varla svo mikið að það skipti verulegu máli í hinu stóra samhengi.

63 milljarðar eru vitaskuld talsvert fé, gerir um 183.608 krónur og 56 aura á hvern íbúa landsins eða 734.434 krónur og 24 aura á fjögurra manna fjölskyldu. Óhætt er að fullyrða að mjög fáir einstaklingar liggja með svo mikið reiðufé, margir raunar alla jafna með nánast ekkert reiðufé á lausu (að undanskilinni ef til vill mynt í sófum og flíkum, samanber umfjöllun að ofan). Megnið af þessu er því annars staðar en í veskjum landsmanna.

Talandi um aura, þá eru þeir ekki lengur gjaldgeng mynt á Íslandi. Aurar urðu aftur gjaldgengir í viðskiptum á Íslandi eftir nokkurt hlé með gjaldmiðilsbreytingunni 1. janúar 1981. Minnsta myntin var 5 aurar en einnig voru slegnar 10 og 50 aura myntir. Með rýrnandi verðgildi krónunnar – og þar með aura – varð þó lítil þörf fyrir svo verðlitla mynt og eftir áratug eða svo var notkunin orðin sáralítil uns aurarnir hurfu alveg úr umferð og fóru á öskuhauga sögunnar í annað sinn. Það breytir því þó ekki að hægt er að semja um verð á vöru og þjónustu í krónum og aurum hafi einhver áhuga á því. Til dæmis er gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni almennt gefið upp í bæði krónum og aurum.

Þetta með aurana er hins vegar útúrdúr. Höldum nú áfram með meginsvarið og látum sérkennileg áhugamál svarandans ekki slá okkur út af laginu.

Tækniframfarir hafa gert rafræna greiðslumiðlun á margan hátt öruggari og hagkvæmari undanfarin ár og ýmsar nýjar lausnir skotið upp kollinum. Greiðslukort eru í eðli sínu orðin frekar dýr og frumstæð lausn miðað við nýrri tækni. Þau hafa þó enn yfirburðastöðu og raunar byggja margar nýrri lausnir beint eða óbeint á greiðslukortakerfinu þótt kortin sjálf séu ekki dregin upp og tengd posa í sérhverjum viðskiptum.

Framtíðin hlýtur þó að vera greiðslumiðlun án þessa tiltölulega dýra milliliðar. Þar hafa menn meðal annars sérstaklega horft til lausna sem byggja á svokölluðum rafeyri og þeirri tækni sem hefur verið þróuð vegna hans. Þekktasta tegund rafeyris nú er hin svokallaða Bitcoin. Hún er sáralítið notuð í viðskiptum með vörur og þjónustu en ýmis fjármálafyrirtæki og seðlabankar og raunar fleiri aðilar hafa hins vegar undanfarin ár þróað lausnir fyrir greiðslumiðlun sem byggja á svipaðri tækni og Bitcoin en nota hefðbundna gjaldmiðla, það er svokallaða „tilskipunarpeninga“ (e. fiat money). Íslenska krónan er dæmi um slíkan hefðbundinn gjaldmiðil.

Bitcoin er þekktasta tegund rafeyris. Rafeyrir er búinn til með eins konar rafrænum námagreftri þar sem stór tölvukerfi hamast við að leysa stærðfræðileg vandamál.

Framfarir í greiðslumiðlun gera það vitaskuld auðveldara og hagkvæmara að draga úr notkun seðla og myntar. Það er þó auðvitað ekki þar með sagt að endilega sé æskilegt að leggja alveg af seðla og mynt. Ýmsir hafa að minnsta kosti fært fram þau rök að óeðlilegt eða óæskilegt sé að hægt sé að fylgjast með og rekja öll viðskipti manna. Slíkt kunni að auðvelda skatteftirlit en á móti komi persónuverndarsjónarmið. Margir telja þannig að friðhelgi einkalífsins eigi að ná til þess að geta stundað lögleg viðskipti án þess að nokkur frétti af því nema þeir sem að viðskiptunum standa. Þau rök geta verið ágæt en breyta því ekki að væntanlega er algengasta ástæðan fyrir því að menn vilja stunda órekjanleg viðskipti að þau eru ólögleg, til dæmis sala fíkniefna, eða ætlunin er að svíkja undan skatti, til dæmis ekki innheimta og skila virðisaukaskatti eða gefa tekjur ekki upp vegna innheimtu tekjuskatts. Andúð á skattheimtumönnum er ekki ný af nálinni samanber fræga umfjöllun um tollheimtumenn og farísea. Tollheimtumenn hafa ekki enn fengið uppreist æru árþúsundum síðar þótt fáir hafi nú áhyggjur af faríseum.

Hér togast því á annars vegar persónuverndarsjónarmið og hins vegar hagsmunir almennings af því að innheimta skatta gangi greiðlega og allir greiði það sem þeim ber. Kannski ekki keisaranum nú til dags en að minnsta kosti ríkisskattstjóra. Sérstaklega er mikilvægt fyrir þá sem greiða alla sína skatta, annað hvort af því að þeir eru heiðarlegir og vilja gera það, eða af því að þeir eiga ekki annars kost, að aðrir greiði sína skatta. Þetta á til dæmis við um flesta launþega sem geta engu um það ráðið hvort þeirra tekjur eru skilmerkilega færðar til bókar hjá hinu opinbera. Ef aðrir svíkja undan skatti lendir skattbyrðin með meiri þunga á slíkum launþegum auk þess sem opinber þjónusta verður væntanlega lakari.

Vitaskuld er hægt að hugsa sér tæknilausnir sem torvelda að rekja greiðslur, þótt rafrænar séu. Raunar er það ein af helstu ástæðum þess að sumir vilja nota fyrrnefnda Bitcoin í viðskiptum. Þá treysta menn því að ekki sé hægt að rekja greiðslurnar til þeirra. Þetta á til dæmis við um suma þeirra sem búa til eða dreifa fjárkúgunarhugbúnaði (e. ransomware), það er hugbúnaði sem dulkóðar gögn í tölvukerfum og neitar að afkóða gögnin nema gegn greiðslu. Slík starfsemi er vitaskuld ólögleg og því vart skynsamlegt að krefjast greiðslu með til dæmis greiðslukorti enda væri þá tiltölulega auðvelt að finna viðtakandann. Bitcoin þykir hins vegar henta vel fyrir þá sem sýsla við þetta eða annað álíka vafasamt athæfi.

Það er annað mál að ekki er víst að nafnleyndin haldi í öllum slíkum viðskiptum. Sérstaklega er hætt við að hún rofni þegar menn reyna að skipta ránsfengnum yfir í tilskipunarpeninga. Notkun Bitcoin í slíkri fjárkúgun á sér vitaskuld samsvörun í því þegar fjárkúgarar eða mannræningjar krefast greiðslu í notuðum peningaseðlum sem afhentir eru þar sem enginn sér til eins og allir sem hafa kynnt sér lélegar Hollývúddkvikmyndir í þaula vita mætavel. Það fer ekki alltaf vel, sérstaklega ekki ef vörpulegir laganna verðir eru á tánum.

Nú erum við aftur komin út fyrir efnið en látum það ekki trufla okkur um of. Þótt rafrænar greiðslur geri það erfiðara að svíkja undan skatti er ekki þar með sagt að þær geri það ómögulegt. Þannig væri til dæmis hægt að stunda skipti á vörum og/eða þjónustu áfram. Í stað þess að til dæmis málari greiði píparanum sínum – og ég nefni þessar starfstéttar af hreinni tilviljun – fyrir vinnu við pípulögn með rafrænum hætti gæti hann tekið að sér að mála fyrir píparann. Ef þeir gefa þau viðskipti ekki upp myndu þeir báðir svíkja undan skatti, bæði virðisaukaskatti og tekjuskatti (og útsvari).

Skipti á vörum og vinnu. Í stað þess að málari greiði píparanum sínum fyrir vinnu við pípulögn með rafrænum hætti gæti hann tekið að sér að mála fyrir píparann.

Þá væri líklega eftir sem áður hægt að nota erlenda seðla og mynt til að gera upp viðskipti á Íslandi. Í stað þess að greiða barnagæslu með íslenskum seðlum væri hægt að greiða barnapíunni eða barnagaurnum með dollurum eða evrum. Jafnvel færeyskum krónum ef út í það er farið. Nú eða áfengi eða tóbaki. Jafnvel fyrirframgreiddum símakortum. Það er auðvitað visst óhagræði fólgið í slíkum greiðslum með öðru en tilskipunarpeningum viðkomandi lands en ef brotaviljinn er einbeittur verður væntanlega alltaf hægt að fara slíkar leiðir. Útsjónarsemi markaðarins eru lítil takmörk sett, sérstaklega svarta markaðarins sem lætur lög, reglur og siðferðileg viðmið lítt trufla sig.

Almenn notkun rafrænna greiðslukerfa gerir svarta markaðnum hins vegar erfiðara um vik. Þannig er almennt erfiðara fyrir þá sem selja vörur og þjónustu að gefa ekki upp hluta af veltu sinni til skattyfirvalda ef megnið af viðskiptavinunum notar greiðslukort en þegar margir nota reiðufé. Í raun þarf sá sem fær greitt í reiðufé ekki að gera annað til að svindla á skattinum en að slá upphæðina ekki inn í sjóðsvél (sem skylda er til að nota í flestum tilfellum) og treysta því að viðskiptavinurinn taki ekki eftir því eða geri enga athugasemd við það. Stinga svo peningunum í vasann (eða á annan hentugan stað). Vakna svo af og til á næturnar í svitakófi, hræddur um að hinir vörpulegu laganna verðir sem áður var minnst á séu komnir til að binda enda á þetta svindl og svínarí. Sé greitt með greiðslukorti eða öðrum rekjanlegum hætti er mun erfiðara að fela tekjurnar. Það er því ekki skrýtið að þeir sem hafa vilja og tækifæri til að svíkja undan skatti séu miklir stuðningsmenn notkunar reiðufjár.

Svo að við leyfum okkur einn útúrdúr enn þá á deilan um það hvort æskilegt sé að hætta notkun órekjanlegra seðla og myntar sér nokkra samsvörun í deilunni um það hvort skattyfirvöld eigi að fá upplýsingar um eignir manna á bankareikningum og færslur inn og út af slíkum reikningum. Þetta er mjög gamalt og raunar alþjóðlegt deilumál. Togast þar annars vegar á sjónarmið þeirra sem standa fast á kröfunni um friðhelgi einkalífsins, eða segjast að minnsta kosti gera það, þótt undir liggi iðulega freistingin til að svíkja undan skatti og hins vegar sjónarmið þeirra sem vilja réttláta og skilvirka skattheimtu.

Sem dæmi má nefna langvarandi deilur Svisslendinga við nágranna sína og fleiri, sérstaklega Bandaríkjamenn. Svisslendingar hafa sögulega haft miklar tekjur af því að hjálpa íbúum annarra landa að fela peningana sína. Skattyfirvöld í öðrum löndum hafa þrýst á Svisslendinga að hætta þessu. Á endanum höfðu þrýstilöndin sigur, að minnsta kosti að nokkru leyti, og nú eru svissneskir bankar almennt skyldugir til að gefa mun meiri upplýsingar en áður til skattyfirvalda um innstæður á reikningum.

Svisslendingar hafa sögulega haft miklar tekjur af því að hjálpa íbúum annarra landa að fela peningana sína. Myndin sýnir banka í Sviss og er tekin um 1920.

Breytingarnar gerðust þó ekki fyrirvaralaust sem var hentugt fyrir þá sem falið höfðu fé í Sviss, þeir gátu þá tekið það út og fært annað eða jafnvel tekið út í seðlum og sett í bankahólf áður en að því kom að gefa það upp. Nokkur önnur lönd reyna þó enn að halda í þann markað sem Svisslendingar hafa verið þvingaðir til að yfirgefa að mestu, þar á meðal hin sólríka eyja Tortóla sem Íslendingum er að góðu kunn. Hún er ein af Bresku jómfrúareyjunum en þær og nokkrar aðrar eyjar í Karíbahafi hafa lagt talsverða áherslu á að hjálpa útlendingum að svíkja undan skatti. Orða efnahagsstefnuna reyndar ekki alveg þannig en í grundvallaratriðum gengur hún út á þetta.

Þess má svo að lokum geta – og ég lofa að þetta verði síðasti útúrdúrinn – að ýmis lönd hafa innkallað peningaseðla einmitt til að sporna gegn skattsvikum. Þetta gerðu til dæmis Indverjar 2016 þegar tveir stærstu peningaseðlarnar, 500 og 1.000 rúpíar, voru skyndilega teknir úr umferð og handhafar þvingaðir til að leggja þá inn á bankareikninga eða skipta fyrir nýja seðla ef þeir vildu ekki sitja uppi með verðlausa pappíra. Þetta tókst vægast sagt ekki vel, afleiðingin varð alvarlegur reiðufjárskortur sem ekki var hægt að leysa með rafrænum greiðslum í þessu tiltölulega fátæku landi. Fleiri svipuð dæmi má nefna, frá Búrma 1987, Sovétríkjunum 1991 og Norður-Kóreu 2009. Í engu þessara tilfella þótti takast vel til.

Hægfara umbreyting yfir í rafrænar greiðslur í landi með þróað fjármála- og samskiptakerfi þyrfti hins vegar ekki að hafa neinar slæmar efnahagslegar afleiðingar, nema auðvitað fyrir þá sem nota reiðufé til að svíkja undan skatti. Þar væri þó lykilatriði að rafræna greiðslumiðlunin væri örugg og ódýr. Raunar gæti kostnaður verið nánast hverfandi með nútíma tækni, mun lægri en með krítarkortum nú til dæmis. Það hlýtur að vera ein forsenda þess að réttlætanlegt sé að hætta notkun reiðufjár.

Einhverjir gætu þó haft áhyggjur af því að sumir ættu erfitt með að tileinka sér nýja tækni og horfa þá meðal annars til aldraðra sem fylgjast ef til vill síður en aðrir með tækninýjungum og tískubylgjum, þótt á því séu margar undantekningar. Kannski svo margar að það eru bara fordómar að halda öðru fram. Látum það liggja á milli hluta. Þetta kann að vera rétt, það er að það muni flækjast fyrir fólki sem gengur enn með fermingarúrið sitt og hefur ekki trekkt það upp í marga áratugi, enda löngu hætt að sjá á það, að fara að nota úrið sitt til að greiða fyrir latte og krúsöntu á kaffihúsi (eða kannski uppáhellt kaffi og kleinu á elliheimilinu).

Einhverjir gætu haft áhyggjur af því að sumir ættu erfitt með að tileinka sér nýja tækni og horfa þá meðal annars til aldraðra sem fylgjast ef til vill síður en aðrir með tækninýjungum og tískubylgjum, þótt á því séu margar undantekningar.

Þetta rifjar upp gamla, raunar mjög gamla, kímnisögu frá gjaldmiðilsskiptum Íslendinga og verður hún síðasti útúrdúrinn í þessu svari. Ég lofa. Gjaldmiðilsbreytingin um áramótin 1980/1981 var tiltölulega einföld, tvö núll hurfu, gamlar krónur urðu nýaurar og hægt var að mála á ný kommur á sjóðsvélar og bensíndælur sem höfðu verið skrapaðar af nokkrum árum fyrr. En löngu áður varð önnur gjaldmiðilsbreyting á Íslandi sem var talsvert flóknari.

Nánar tiltekið gerðist þetta 1875 þegar við fylgdum Dönum í því að leggja niður ríkisdali og skildinga og tókum í staðinn upp krónur og aura. Þessi breyting var dálítið snúin af því að einn ríkisdalur varð að tveimur krónum. Til að flækja enn málið hafði tugakerfið ekki verið í hávegum haft í ríkisdalakerfinu og skiptist hver dalur í 96 skildinga. Þá var bæði til svokallaður kúrantdalur, sem var pappírsseðill, og spesíudalur, sem var silfurmynt og nokkuð verðmeiri en kúrantdalur, þótt nokkuð væri á reiki hve miklu munaði. Það var því ekki skrýtið að það flæktist dálítið fyrir fólki að skipta um gjaldmiðil, þótt sá nýi væri að sönnu mun einfaldari en sá gamli. Sérstaklega var talið að þetta yrði erfitt fyrir aldraða sem hefðu notað hinn gamla gjaldmiðil alla sína tíð, að því marki sem Íslendingar notuðu peninga yfirleitt sem var ekki mjög algengt á þessum tíma en það er annað mál, eiginlega undirútúrdúr. Lagði því einhver til að málinu yrði frestað uns gamla fólkið væri dáið. Eða það sögðu gárungarnir að minnsta kosti.

Myndir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.9.2017

Spyrjandi

Kristján Rúnar Kristjánsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 22. september 2017. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68221.

Gylfi Magnússon. (2017, 22. september). Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68221

Gylfi Magnússon. „Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2017. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68221>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var þessi:

Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast alla svarta atvinnustarfsemi og þar af leiðandi auka skattheimtu?

Stutta svarið við spurningunni er „jú“. Það væri hægt að stunda öll þau viðskipti þar sem vara eða þjónusta er afhent gegn greiðslu í peningum á Íslandi með rafrænum greiðslum og það myndi gera skattheimtu skilvirkari. Að minnsta kosti á það við um þau viðskipti sem á annað borð eru lögleg. Raunar er mikill meiri hluti viðskipta landsmanna þegar greiddur rafrænt, ýmist með greiðslukortum, það er debet- og kreditkortum, eða færslum á milli bankareikninga.

Þegar þetta er ritað, haustið 2017, er velta innlendra greiðslukorta ríflega 80 milljarðar króna á mánuði og var 893 milljarðar allt árið 2016. Til viðbótar kom velta erlendra greiðslukorta sem var 76 milljarðar árið 2016. Til samanburðar var verðmæti íslenskra seðla og mynt í umferð í lok ágúst 2017 einungis 63 milljarðar. Það er um 2,5% af vergri landsframleiðslu. Fyrir bankahrunið 2008 var sambærilegt hlutfall komið niður í um 1% en það snarhækkaði við hrunið og hefur lítið lækkað síðan. Fyrir því eru væntanlega ýmsar skýringar sem verða ekki raktar hér enda nóg um hliðarspor í svarinu samt.

Mikill meiri hluti viðskipta landsmanna er þegar greiddur rafrænt, ýmist með greiðslukortum eða færslum á milli bankareikninga.

Með „í umferð“ er hér átt við að þessir seðlar og mynt eru í eigu annarra en útgefandans, Seðlabanka Íslands. Megnið af því er þó ekki í veskjum landsmanna, að minnsta kosti ekki venjulegra launþega, heldur hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum, þar af drjúgt í hraðbönkum hverju sinni, eða í sjóðsvélum eða öðrum hirslum fyrirtækja.

Eitthvað er svo falið undir koddanum, meðal annars hjá þeim sem vilja ekki geyma fé sitt þar sem skattyfirvöld, lögregla eða innheimtumenn geta séð glitta í það. Eitthvað er svo týnt, sumt varanlega, annað í vösum í lítt notuðum flíkum, kannski dottið í gegnum gat ofan í fóðrið, eða bak við dýnur í sófum landsmanna. Eitthvað sjálfsagt í skúffum ferðamanna sem hafa yfirgefið landið fyrir löngu. Illmögulegt er að skjóta á hve mikið það gæti verið, að minnsta kosti ekki af neinni nákvæmni, en varla svo mikið að það skipti verulegu máli í hinu stóra samhengi.

63 milljarðar eru vitaskuld talsvert fé, gerir um 183.608 krónur og 56 aura á hvern íbúa landsins eða 734.434 krónur og 24 aura á fjögurra manna fjölskyldu. Óhætt er að fullyrða að mjög fáir einstaklingar liggja með svo mikið reiðufé, margir raunar alla jafna með nánast ekkert reiðufé á lausu (að undanskilinni ef til vill mynt í sófum og flíkum, samanber umfjöllun að ofan). Megnið af þessu er því annars staðar en í veskjum landsmanna.

Talandi um aura, þá eru þeir ekki lengur gjaldgeng mynt á Íslandi. Aurar urðu aftur gjaldgengir í viðskiptum á Íslandi eftir nokkurt hlé með gjaldmiðilsbreytingunni 1. janúar 1981. Minnsta myntin var 5 aurar en einnig voru slegnar 10 og 50 aura myntir. Með rýrnandi verðgildi krónunnar – og þar með aura – varð þó lítil þörf fyrir svo verðlitla mynt og eftir áratug eða svo var notkunin orðin sáralítil uns aurarnir hurfu alveg úr umferð og fóru á öskuhauga sögunnar í annað sinn. Það breytir því þó ekki að hægt er að semja um verð á vöru og þjónustu í krónum og aurum hafi einhver áhuga á því. Til dæmis er gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni almennt gefið upp í bæði krónum og aurum.

Þetta með aurana er hins vegar útúrdúr. Höldum nú áfram með meginsvarið og látum sérkennileg áhugamál svarandans ekki slá okkur út af laginu.

Tækniframfarir hafa gert rafræna greiðslumiðlun á margan hátt öruggari og hagkvæmari undanfarin ár og ýmsar nýjar lausnir skotið upp kollinum. Greiðslukort eru í eðli sínu orðin frekar dýr og frumstæð lausn miðað við nýrri tækni. Þau hafa þó enn yfirburðastöðu og raunar byggja margar nýrri lausnir beint eða óbeint á greiðslukortakerfinu þótt kortin sjálf séu ekki dregin upp og tengd posa í sérhverjum viðskiptum.

Framtíðin hlýtur þó að vera greiðslumiðlun án þessa tiltölulega dýra milliliðar. Þar hafa menn meðal annars sérstaklega horft til lausna sem byggja á svokölluðum rafeyri og þeirri tækni sem hefur verið þróuð vegna hans. Þekktasta tegund rafeyris nú er hin svokallaða Bitcoin. Hún er sáralítið notuð í viðskiptum með vörur og þjónustu en ýmis fjármálafyrirtæki og seðlabankar og raunar fleiri aðilar hafa hins vegar undanfarin ár þróað lausnir fyrir greiðslumiðlun sem byggja á svipaðri tækni og Bitcoin en nota hefðbundna gjaldmiðla, það er svokallaða „tilskipunarpeninga“ (e. fiat money). Íslenska krónan er dæmi um slíkan hefðbundinn gjaldmiðil.

Bitcoin er þekktasta tegund rafeyris. Rafeyrir er búinn til með eins konar rafrænum námagreftri þar sem stór tölvukerfi hamast við að leysa stærðfræðileg vandamál.

Framfarir í greiðslumiðlun gera það vitaskuld auðveldara og hagkvæmara að draga úr notkun seðla og myntar. Það er þó auðvitað ekki þar með sagt að endilega sé æskilegt að leggja alveg af seðla og mynt. Ýmsir hafa að minnsta kosti fært fram þau rök að óeðlilegt eða óæskilegt sé að hægt sé að fylgjast með og rekja öll viðskipti manna. Slíkt kunni að auðvelda skatteftirlit en á móti komi persónuverndarsjónarmið. Margir telja þannig að friðhelgi einkalífsins eigi að ná til þess að geta stundað lögleg viðskipti án þess að nokkur frétti af því nema þeir sem að viðskiptunum standa. Þau rök geta verið ágæt en breyta því ekki að væntanlega er algengasta ástæðan fyrir því að menn vilja stunda órekjanleg viðskipti að þau eru ólögleg, til dæmis sala fíkniefna, eða ætlunin er að svíkja undan skatti, til dæmis ekki innheimta og skila virðisaukaskatti eða gefa tekjur ekki upp vegna innheimtu tekjuskatts. Andúð á skattheimtumönnum er ekki ný af nálinni samanber fræga umfjöllun um tollheimtumenn og farísea. Tollheimtumenn hafa ekki enn fengið uppreist æru árþúsundum síðar þótt fáir hafi nú áhyggjur af faríseum.

Hér togast því á annars vegar persónuverndarsjónarmið og hins vegar hagsmunir almennings af því að innheimta skatta gangi greiðlega og allir greiði það sem þeim ber. Kannski ekki keisaranum nú til dags en að minnsta kosti ríkisskattstjóra. Sérstaklega er mikilvægt fyrir þá sem greiða alla sína skatta, annað hvort af því að þeir eru heiðarlegir og vilja gera það, eða af því að þeir eiga ekki annars kost, að aðrir greiði sína skatta. Þetta á til dæmis við um flesta launþega sem geta engu um það ráðið hvort þeirra tekjur eru skilmerkilega færðar til bókar hjá hinu opinbera. Ef aðrir svíkja undan skatti lendir skattbyrðin með meiri þunga á slíkum launþegum auk þess sem opinber þjónusta verður væntanlega lakari.

Vitaskuld er hægt að hugsa sér tæknilausnir sem torvelda að rekja greiðslur, þótt rafrænar séu. Raunar er það ein af helstu ástæðum þess að sumir vilja nota fyrrnefnda Bitcoin í viðskiptum. Þá treysta menn því að ekki sé hægt að rekja greiðslurnar til þeirra. Þetta á til dæmis við um suma þeirra sem búa til eða dreifa fjárkúgunarhugbúnaði (e. ransomware), það er hugbúnaði sem dulkóðar gögn í tölvukerfum og neitar að afkóða gögnin nema gegn greiðslu. Slík starfsemi er vitaskuld ólögleg og því vart skynsamlegt að krefjast greiðslu með til dæmis greiðslukorti enda væri þá tiltölulega auðvelt að finna viðtakandann. Bitcoin þykir hins vegar henta vel fyrir þá sem sýsla við þetta eða annað álíka vafasamt athæfi.

Það er annað mál að ekki er víst að nafnleyndin haldi í öllum slíkum viðskiptum. Sérstaklega er hætt við að hún rofni þegar menn reyna að skipta ránsfengnum yfir í tilskipunarpeninga. Notkun Bitcoin í slíkri fjárkúgun á sér vitaskuld samsvörun í því þegar fjárkúgarar eða mannræningjar krefast greiðslu í notuðum peningaseðlum sem afhentir eru þar sem enginn sér til eins og allir sem hafa kynnt sér lélegar Hollývúddkvikmyndir í þaula vita mætavel. Það fer ekki alltaf vel, sérstaklega ekki ef vörpulegir laganna verðir eru á tánum.

Nú erum við aftur komin út fyrir efnið en látum það ekki trufla okkur um of. Þótt rafrænar greiðslur geri það erfiðara að svíkja undan skatti er ekki þar með sagt að þær geri það ómögulegt. Þannig væri til dæmis hægt að stunda skipti á vörum og/eða þjónustu áfram. Í stað þess að til dæmis málari greiði píparanum sínum – og ég nefni þessar starfstéttar af hreinni tilviljun – fyrir vinnu við pípulögn með rafrænum hætti gæti hann tekið að sér að mála fyrir píparann. Ef þeir gefa þau viðskipti ekki upp myndu þeir báðir svíkja undan skatti, bæði virðisaukaskatti og tekjuskatti (og útsvari).

Skipti á vörum og vinnu. Í stað þess að málari greiði píparanum sínum fyrir vinnu við pípulögn með rafrænum hætti gæti hann tekið að sér að mála fyrir píparann.

Þá væri líklega eftir sem áður hægt að nota erlenda seðla og mynt til að gera upp viðskipti á Íslandi. Í stað þess að greiða barnagæslu með íslenskum seðlum væri hægt að greiða barnapíunni eða barnagaurnum með dollurum eða evrum. Jafnvel færeyskum krónum ef út í það er farið. Nú eða áfengi eða tóbaki. Jafnvel fyrirframgreiddum símakortum. Það er auðvitað visst óhagræði fólgið í slíkum greiðslum með öðru en tilskipunarpeningum viðkomandi lands en ef brotaviljinn er einbeittur verður væntanlega alltaf hægt að fara slíkar leiðir. Útsjónarsemi markaðarins eru lítil takmörk sett, sérstaklega svarta markaðarins sem lætur lög, reglur og siðferðileg viðmið lítt trufla sig.

Almenn notkun rafrænna greiðslukerfa gerir svarta markaðnum hins vegar erfiðara um vik. Þannig er almennt erfiðara fyrir þá sem selja vörur og þjónustu að gefa ekki upp hluta af veltu sinni til skattyfirvalda ef megnið af viðskiptavinunum notar greiðslukort en þegar margir nota reiðufé. Í raun þarf sá sem fær greitt í reiðufé ekki að gera annað til að svindla á skattinum en að slá upphæðina ekki inn í sjóðsvél (sem skylda er til að nota í flestum tilfellum) og treysta því að viðskiptavinurinn taki ekki eftir því eða geri enga athugasemd við það. Stinga svo peningunum í vasann (eða á annan hentugan stað). Vakna svo af og til á næturnar í svitakófi, hræddur um að hinir vörpulegu laganna verðir sem áður var minnst á séu komnir til að binda enda á þetta svindl og svínarí. Sé greitt með greiðslukorti eða öðrum rekjanlegum hætti er mun erfiðara að fela tekjurnar. Það er því ekki skrýtið að þeir sem hafa vilja og tækifæri til að svíkja undan skatti séu miklir stuðningsmenn notkunar reiðufjár.

Svo að við leyfum okkur einn útúrdúr enn þá á deilan um það hvort æskilegt sé að hætta notkun órekjanlegra seðla og myntar sér nokkra samsvörun í deilunni um það hvort skattyfirvöld eigi að fá upplýsingar um eignir manna á bankareikningum og færslur inn og út af slíkum reikningum. Þetta er mjög gamalt og raunar alþjóðlegt deilumál. Togast þar annars vegar á sjónarmið þeirra sem standa fast á kröfunni um friðhelgi einkalífsins, eða segjast að minnsta kosti gera það, þótt undir liggi iðulega freistingin til að svíkja undan skatti og hins vegar sjónarmið þeirra sem vilja réttláta og skilvirka skattheimtu.

Sem dæmi má nefna langvarandi deilur Svisslendinga við nágranna sína og fleiri, sérstaklega Bandaríkjamenn. Svisslendingar hafa sögulega haft miklar tekjur af því að hjálpa íbúum annarra landa að fela peningana sína. Skattyfirvöld í öðrum löndum hafa þrýst á Svisslendinga að hætta þessu. Á endanum höfðu þrýstilöndin sigur, að minnsta kosti að nokkru leyti, og nú eru svissneskir bankar almennt skyldugir til að gefa mun meiri upplýsingar en áður til skattyfirvalda um innstæður á reikningum.

Svisslendingar hafa sögulega haft miklar tekjur af því að hjálpa íbúum annarra landa að fela peningana sína. Myndin sýnir banka í Sviss og er tekin um 1920.

Breytingarnar gerðust þó ekki fyrirvaralaust sem var hentugt fyrir þá sem falið höfðu fé í Sviss, þeir gátu þá tekið það út og fært annað eða jafnvel tekið út í seðlum og sett í bankahólf áður en að því kom að gefa það upp. Nokkur önnur lönd reyna þó enn að halda í þann markað sem Svisslendingar hafa verið þvingaðir til að yfirgefa að mestu, þar á meðal hin sólríka eyja Tortóla sem Íslendingum er að góðu kunn. Hún er ein af Bresku jómfrúareyjunum en þær og nokkrar aðrar eyjar í Karíbahafi hafa lagt talsverða áherslu á að hjálpa útlendingum að svíkja undan skatti. Orða efnahagsstefnuna reyndar ekki alveg þannig en í grundvallaratriðum gengur hún út á þetta.

Þess má svo að lokum geta – og ég lofa að þetta verði síðasti útúrdúrinn – að ýmis lönd hafa innkallað peningaseðla einmitt til að sporna gegn skattsvikum. Þetta gerðu til dæmis Indverjar 2016 þegar tveir stærstu peningaseðlarnar, 500 og 1.000 rúpíar, voru skyndilega teknir úr umferð og handhafar þvingaðir til að leggja þá inn á bankareikninga eða skipta fyrir nýja seðla ef þeir vildu ekki sitja uppi með verðlausa pappíra. Þetta tókst vægast sagt ekki vel, afleiðingin varð alvarlegur reiðufjárskortur sem ekki var hægt að leysa með rafrænum greiðslum í þessu tiltölulega fátæku landi. Fleiri svipuð dæmi má nefna, frá Búrma 1987, Sovétríkjunum 1991 og Norður-Kóreu 2009. Í engu þessara tilfella þótti takast vel til.

Hægfara umbreyting yfir í rafrænar greiðslur í landi með þróað fjármála- og samskiptakerfi þyrfti hins vegar ekki að hafa neinar slæmar efnahagslegar afleiðingar, nema auðvitað fyrir þá sem nota reiðufé til að svíkja undan skatti. Þar væri þó lykilatriði að rafræna greiðslumiðlunin væri örugg og ódýr. Raunar gæti kostnaður verið nánast hverfandi með nútíma tækni, mun lægri en með krítarkortum nú til dæmis. Það hlýtur að vera ein forsenda þess að réttlætanlegt sé að hætta notkun reiðufjár.

Einhverjir gætu þó haft áhyggjur af því að sumir ættu erfitt með að tileinka sér nýja tækni og horfa þá meðal annars til aldraðra sem fylgjast ef til vill síður en aðrir með tækninýjungum og tískubylgjum, þótt á því séu margar undantekningar. Kannski svo margar að það eru bara fordómar að halda öðru fram. Látum það liggja á milli hluta. Þetta kann að vera rétt, það er að það muni flækjast fyrir fólki sem gengur enn með fermingarúrið sitt og hefur ekki trekkt það upp í marga áratugi, enda löngu hætt að sjá á það, að fara að nota úrið sitt til að greiða fyrir latte og krúsöntu á kaffihúsi (eða kannski uppáhellt kaffi og kleinu á elliheimilinu).

Einhverjir gætu haft áhyggjur af því að sumir ættu erfitt með að tileinka sér nýja tækni og horfa þá meðal annars til aldraðra sem fylgjast ef til vill síður en aðrir með tækninýjungum og tískubylgjum, þótt á því séu margar undantekningar.

Þetta rifjar upp gamla, raunar mjög gamla, kímnisögu frá gjaldmiðilsskiptum Íslendinga og verður hún síðasti útúrdúrinn í þessu svari. Ég lofa. Gjaldmiðilsbreytingin um áramótin 1980/1981 var tiltölulega einföld, tvö núll hurfu, gamlar krónur urðu nýaurar og hægt var að mála á ný kommur á sjóðsvélar og bensíndælur sem höfðu verið skrapaðar af nokkrum árum fyrr. En löngu áður varð önnur gjaldmiðilsbreyting á Íslandi sem var talsvert flóknari.

Nánar tiltekið gerðist þetta 1875 þegar við fylgdum Dönum í því að leggja niður ríkisdali og skildinga og tókum í staðinn upp krónur og aura. Þessi breyting var dálítið snúin af því að einn ríkisdalur varð að tveimur krónum. Til að flækja enn málið hafði tugakerfið ekki verið í hávegum haft í ríkisdalakerfinu og skiptist hver dalur í 96 skildinga. Þá var bæði til svokallaður kúrantdalur, sem var pappírsseðill, og spesíudalur, sem var silfurmynt og nokkuð verðmeiri en kúrantdalur, þótt nokkuð væri á reiki hve miklu munaði. Það var því ekki skrýtið að það flæktist dálítið fyrir fólki að skipta um gjaldmiðil, þótt sá nýi væri að sönnu mun einfaldari en sá gamli. Sérstaklega var talið að þetta yrði erfitt fyrir aldraða sem hefðu notað hinn gamla gjaldmiðil alla sína tíð, að því marki sem Íslendingar notuðu peninga yfirleitt sem var ekki mjög algengt á þessum tíma en það er annað mál, eiginlega undirútúrdúr. Lagði því einhver til að málinu yrði frestað uns gamla fólkið væri dáið. Eða það sögðu gárungarnir að minnsta kosti.

Myndir:

...