Af hverju mega félög i skattaskjólum borga skatta a Íslandi? (Snorri Guðmundsson) Getur félag eða fyrirtæki, sem skráð er á eyjunni Tortóla verið skattskylt á Íslandi og/eða til dæmis Danmörku? (Loftur Jóhannsson)Skattur og skattskylda eru órjúfanlegur hluti fullveldishugtaksins og því hefur hvert fullvalda ríki heimild til að skattleggja sína borgara óháð því hvar tekjurnar eru upprunnar. Í 77. gr. stjórnarskrárinnar segir:
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.Skattlagningarrétturinn er takmarkaður af 72. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir meðal annars:
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.Skattaréttur er náskyldur stjórnarfarsrétti. Við skattlagningu skal því bæði gæta meðalhófs og jafnræðis. Engan skatt má leggja á nema skýr lagaheimild sé fyrir hendi. Skatta skal leggja á eftir almennum, efnislegum mælikvarða, og skal skattkröfu beint til ákveðinna hópa einstaklinga eða lögaðila sem eins eða svipað er ástatt um og ræðst álagningin af almennum lagareglum um skattskyldu og skattstofn, það er frádráttar- og afsláttarreglum.

Menn legga ýmislegt á sig til að losna undan skattgreiðslum og verður löggjafinn og skattayfirvöld að beita öflugum ráðum svo allir sitji við sama borð og samkeppnisreglur séu virtar.
- Þeim sem heimilisfastir eru hér á landi.
- Þeim sem heimilisfastir hafa verið hér á landi en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilisfesti sitt hér, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í þrjú ár frá næstu áramótum eftir brottflutningsdag.
- Þeim sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar.
- Þeim sem eigi falla undir ákvæði 1.–3. tölul. þessarar greinar en starfa samtals lengur en 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera frá starfi vegna orlofs og þess háttar, um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi.

CFC-reglur (reglur um stýrt fyrirtæki) eiga við þegar skattaðili, einstaklingur eða lögaðili, sem uppfyllir skilyrði 1. og 2. greinar hér á undan, á beint eða óbeint hlut í félagi, sjóði eða stofnun sem skráð eru á lágskattasvæði (skattaskjóli). CFC er stytting fyrir Controlled Foreign Company.
í hlutfalli við eignarhluta sinn án tillits til úthlutunar. Hið sama á við um skattaðila sem stjórnar félagi, sjóði, stofnun eða eignasafni í lágskattaríki sem skattaðili hefur beinan eða óbeinan ávinning af. Tekjur þessar eru skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi.Þessar reglur ganga í daglegu tali undir heitinu CFC-reglur (reglur um stýrt fyrirtæki) en CFC er stytting fyrir Controlled Foreign Company. Myndir:
- Fyrri mynd: Taxes | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er Pictures of Money. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 24.04.2016).
- Seinni mynd: Félag Jóns Ásgeirs í Panama lánaði íslensku fyrirtæki hans 140 milljónir - Stundin. (Sótt 25.04.2016).