Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Geta félög á Tortóla verið skattskyld hér? Hverjir þurfa að greiða skatta á Íslandi?

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson

Hér er eftirfarandi spurningum svarað:

Af hverju mega félög i skattaskjólum borga skatta a Íslandi? (Snorri Guðmundsson) Getur félag eða fyrirtæki, sem skráð er á eyjunni Tortóla verið skattskylt á Íslandi og/eða til dæmis Danmörku? (Loftur Jóhannsson)

Skattur og skattskylda eru órjúfanlegur hluti fullveldishugtaksins og því hefur hvert fullvalda ríki heimild til að skattleggja sína borgara óháð því hvar tekjurnar eru upprunnar. Í 77. gr. stjórnarskrárinnar segir:

Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Skattlagningarrétturinn er takmarkaður af 72. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir meðal annars:

Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Skattaréttur er náskyldur stjórnarfarsrétti. Við skattlagningu skal því bæði gæta meðalhófs og jafnræðis. Engan skatt má leggja á nema skýr lagaheimild sé fyrir hendi. Skatta skal leggja á eftir almennum, efnislegum mælikvarða, og skal skattkröfu beint til ákveðinna hópa einstaklinga eða lögaðila sem eins eða svipað er ástatt um og ræðst álagningin af almennum lagareglum um skattskyldu og skattstofn, það er frádráttar- og afsláttarreglum.

Menn legga ýmislegt á sig til að losna undan skattgreiðslum og verður löggjafinn og skattayfirvöld að beita öflugum ráðum svo allir sitji við sama borð og samkeppnisreglur séu virtar.

Skattskyldan ákvarðast af 1. og 2. grein laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Samkvæmt 1. gr. skulu einstaklingar greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, miðað við eftirtalin skilyrði:

  1. Þeim sem heimilisfastir eru hér á landi.
  2. Þeim sem heimilisfastir hafa verið hér á landi en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilisfesti sitt hér, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í þrjú ár frá næstu áramótum eftir brottflutningsdag.
  3. Þeim sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar.
  4. Þeim sem eigi falla undir ákvæði 1.–3. tölul. þessarar greinar en starfa samtals lengur en 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera frá starfi vegna orlofs og þess háttar, um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi.

Samkvæmt 2. gr. skulu þeir lögaðilar, sem heimilisfastir eru hérlendis, greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað. Í téðum lögum eru þeir skilgreindir nánar en þar segir meðal annars: „[s]kráðum hlutafélögum og einkahlutafélögum, svo og samlagshlutafélögum, enda sé þess óskað við skráningu að samlagshlutafélagið sé sjálfstæður skattaðili. Hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geta ekki myndað samlagshlutafélag er sé sjálfstæður skattaðili“.

Lögaðili telst heimilisfastur hérlendis ef hann er skráður hér á landi, telur heimili sitt hérlendis samkvæmt samþykktum sínum eða ef raunveruleg framkvæmdastjórn hans er hérlendis. Úrskurðarvald um heimilisfesti er í höndum embættis ríkisskattstjóra en úrskurðinum má skjóta til dómstóla.

Þegar einstaklingur dvelur skemur en 183 daga samtals á sérhverju 12 mánaða tímabili hérlendis ber hann takmarkaða skattskyldu, samanber 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og greiðir því eingöngu skatta af þeim tekjum sem hann aflar á Íslandi (laun, vaxtatekur, leigutekjur, söluhagnaður og svo framvegis). Það sama gildir um þá sem reka hérlendis fasta starfsstöð, taka þátt í rekstri fastrar starfsstöðvar eða njóta hluta af ágóða slíkrar starfsstöðvar. Þeir skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.

CFC-reglur (reglur um stýrt fyrirtæki) eiga við þegar skattaðili, einstaklingur eða lögaðili, sem uppfyllir skilyrði 1. og 2. greinar hér á undan, á beint eða óbeint hlut í félagi, sjóði eða stofnun sem skráð eru á lágskattasvæði (skattaskjóli). CFC er stytting fyrir Controlled Foreign Company.

Það gefur augaleið að upp geta komið tilvik þar sem tvö eða fleiri ríki geri tilkall til skattlagningar sömu tekna og/eða tekjurnar eru ekki skattlagðar, samanber BEPS-aðgerðaáætlun OECD. Tvísköttun getur skapað veruleg vandamál og jafnvel orðið til þess að einstaklingar og fyrirtæki hætti við starfsemi sem ella hefði verið hagfelld. Til þess að taka á þessum vanda hafa mörg ríki gert með sér tvísköttunarsamninga. Skattlagning getur þá alfarið farið fram í öðru landinu, eða þá að skattlagning skiptist milli landanna. Hér má nefna tvær aðferðir sem eru notaðar til að komast hjá tvísköttun, undanþáguaðferðin (e. exemption method, stundum nefnd deiliaðferðin) og frádráttaraðferðin (e. credit method).

Meginmunurinn á þessum tveimur aðferðum er sá að fyrrnefnda aðferðin gerir ráð fyrir því að þegar aðili heimilisfastur í öðru ríkinu hefur tekjur sem mætti skattleggja í hinu ríkinu, skyldi fyrrnefnda ríkið undanþiggja þær, en má við ákvörðun skatts á aðrar tekjur og eignir nota það skattþrep sem notað hefði verið ef undanþágan hefði ekki komið til. Hin aðferðin gerir ráð fyrir að þegar tekjur sem samkvæmt samningnum mætti skattleggja í hinu ríkinu, skyldi fyrrnefnda ríkið leyfa jafnháan frádrátt frá tekjuskatti og nam þeim tekjuskatti sem hann greiddi í hinu ríkinu. Þannig er ekki óalgengt að fyrirtæki sem eiga að greiða 35% fjármagnstekjuskatt í ríki A og 20% fjármagnstekjuskatt í ríki B greiði 20% skatt í ríki B og 15% skatt í ríki A. Á vefsetri sínu leggur Ríkisskattstjóri ríka áherslu á að tekjur sem gætu verið skattskyldar á Íslandi en eru skattaðar annars staðar vegna tvísköttunarsamnings séu engu síður framtalsskyldar á Íslandi.

Menn legga ýmislegt á sig til að losna undan skattgreiðslum og verður löggjafinn og skattayfirvöld að beita öflugum ráðum svo allir sitji við sama borð og samkeppnisreglur séu virtar. Samkvæmt 57. gr. a laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, telst það lágskattaríki þegar tekjuskattur af hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á félagið, sjóðinn eða stofnunina hefði hún verið heimilisföst á Íslandi.

Þegar skattaðili, einstaklingur eða lögaðili, sem uppfyllir skilyrði 1. og 2. greinar hér á undan, á beint eða óbeint hlut í félagi, sjóði eða stofnun sem skráð eru á lágskattasvæði (skattaskjóli) skal hann greiða tekjuskatt af hagnaði

í hlutfalli við eignarhluta sinn án tillits til úthlutunar. Hið sama á við um skattaðila sem stjórnar félagi, sjóði, stofnun eða eignasafni í lágskattaríki sem skattaðili hefur beinan eða óbeinan ávinning af. Tekjur þessar eru skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi.

Þessar reglur ganga í daglegu tali undir heitinu CFC-reglur (reglur um stýrt fyrirtæki) en CFC er stytting fyrir Controlled Foreign Company.

Myndir:

Höfundar

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

hagfræðingur og sagnfræðingur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

25.4.2016

Spyrjandi

Snorri Guðmundsson, Loftur Jóhannsson

Tilvísun

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. „Geta félög á Tortóla verið skattskyld hér? Hverjir þurfa að greiða skatta á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2016. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72013.

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. (2016, 25. apríl). Geta félög á Tortóla verið skattskyld hér? Hverjir þurfa að greiða skatta á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72013

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. „Geta félög á Tortóla verið skattskyld hér? Hverjir þurfa að greiða skatta á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2016. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72013>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta félög á Tortóla verið skattskyld hér? Hverjir þurfa að greiða skatta á Íslandi?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað:

Af hverju mega félög i skattaskjólum borga skatta a Íslandi? (Snorri Guðmundsson) Getur félag eða fyrirtæki, sem skráð er á eyjunni Tortóla verið skattskylt á Íslandi og/eða til dæmis Danmörku? (Loftur Jóhannsson)

Skattur og skattskylda eru órjúfanlegur hluti fullveldishugtaksins og því hefur hvert fullvalda ríki heimild til að skattleggja sína borgara óháð því hvar tekjurnar eru upprunnar. Í 77. gr. stjórnarskrárinnar segir:

Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Skattlagningarrétturinn er takmarkaður af 72. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir meðal annars:

Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Skattaréttur er náskyldur stjórnarfarsrétti. Við skattlagningu skal því bæði gæta meðalhófs og jafnræðis. Engan skatt má leggja á nema skýr lagaheimild sé fyrir hendi. Skatta skal leggja á eftir almennum, efnislegum mælikvarða, og skal skattkröfu beint til ákveðinna hópa einstaklinga eða lögaðila sem eins eða svipað er ástatt um og ræðst álagningin af almennum lagareglum um skattskyldu og skattstofn, það er frádráttar- og afsláttarreglum.

Menn legga ýmislegt á sig til að losna undan skattgreiðslum og verður löggjafinn og skattayfirvöld að beita öflugum ráðum svo allir sitji við sama borð og samkeppnisreglur séu virtar.

Skattskyldan ákvarðast af 1. og 2. grein laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Samkvæmt 1. gr. skulu einstaklingar greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, miðað við eftirtalin skilyrði:

  1. Þeim sem heimilisfastir eru hér á landi.
  2. Þeim sem heimilisfastir hafa verið hér á landi en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilisfesti sitt hér, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í þrjú ár frá næstu áramótum eftir brottflutningsdag.
  3. Þeim sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar.
  4. Þeim sem eigi falla undir ákvæði 1.–3. tölul. þessarar greinar en starfa samtals lengur en 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera frá starfi vegna orlofs og þess háttar, um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi.

Samkvæmt 2. gr. skulu þeir lögaðilar, sem heimilisfastir eru hérlendis, greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað. Í téðum lögum eru þeir skilgreindir nánar en þar segir meðal annars: „[s]kráðum hlutafélögum og einkahlutafélögum, svo og samlagshlutafélögum, enda sé þess óskað við skráningu að samlagshlutafélagið sé sjálfstæður skattaðili. Hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geta ekki myndað samlagshlutafélag er sé sjálfstæður skattaðili“.

Lögaðili telst heimilisfastur hérlendis ef hann er skráður hér á landi, telur heimili sitt hérlendis samkvæmt samþykktum sínum eða ef raunveruleg framkvæmdastjórn hans er hérlendis. Úrskurðarvald um heimilisfesti er í höndum embættis ríkisskattstjóra en úrskurðinum má skjóta til dómstóla.

Þegar einstaklingur dvelur skemur en 183 daga samtals á sérhverju 12 mánaða tímabili hérlendis ber hann takmarkaða skattskyldu, samanber 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og greiðir því eingöngu skatta af þeim tekjum sem hann aflar á Íslandi (laun, vaxtatekur, leigutekjur, söluhagnaður og svo framvegis). Það sama gildir um þá sem reka hérlendis fasta starfsstöð, taka þátt í rekstri fastrar starfsstöðvar eða njóta hluta af ágóða slíkrar starfsstöðvar. Þeir skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.

CFC-reglur (reglur um stýrt fyrirtæki) eiga við þegar skattaðili, einstaklingur eða lögaðili, sem uppfyllir skilyrði 1. og 2. greinar hér á undan, á beint eða óbeint hlut í félagi, sjóði eða stofnun sem skráð eru á lágskattasvæði (skattaskjóli). CFC er stytting fyrir Controlled Foreign Company.

Það gefur augaleið að upp geta komið tilvik þar sem tvö eða fleiri ríki geri tilkall til skattlagningar sömu tekna og/eða tekjurnar eru ekki skattlagðar, samanber BEPS-aðgerðaáætlun OECD. Tvísköttun getur skapað veruleg vandamál og jafnvel orðið til þess að einstaklingar og fyrirtæki hætti við starfsemi sem ella hefði verið hagfelld. Til þess að taka á þessum vanda hafa mörg ríki gert með sér tvísköttunarsamninga. Skattlagning getur þá alfarið farið fram í öðru landinu, eða þá að skattlagning skiptist milli landanna. Hér má nefna tvær aðferðir sem eru notaðar til að komast hjá tvísköttun, undanþáguaðferðin (e. exemption method, stundum nefnd deiliaðferðin) og frádráttaraðferðin (e. credit method).

Meginmunurinn á þessum tveimur aðferðum er sá að fyrrnefnda aðferðin gerir ráð fyrir því að þegar aðili heimilisfastur í öðru ríkinu hefur tekjur sem mætti skattleggja í hinu ríkinu, skyldi fyrrnefnda ríkið undanþiggja þær, en má við ákvörðun skatts á aðrar tekjur og eignir nota það skattþrep sem notað hefði verið ef undanþágan hefði ekki komið til. Hin aðferðin gerir ráð fyrir að þegar tekjur sem samkvæmt samningnum mætti skattleggja í hinu ríkinu, skyldi fyrrnefnda ríkið leyfa jafnháan frádrátt frá tekjuskatti og nam þeim tekjuskatti sem hann greiddi í hinu ríkinu. Þannig er ekki óalgengt að fyrirtæki sem eiga að greiða 35% fjármagnstekjuskatt í ríki A og 20% fjármagnstekjuskatt í ríki B greiði 20% skatt í ríki B og 15% skatt í ríki A. Á vefsetri sínu leggur Ríkisskattstjóri ríka áherslu á að tekjur sem gætu verið skattskyldar á Íslandi en eru skattaðar annars staðar vegna tvísköttunarsamnings séu engu síður framtalsskyldar á Íslandi.

Menn legga ýmislegt á sig til að losna undan skattgreiðslum og verður löggjafinn og skattayfirvöld að beita öflugum ráðum svo allir sitji við sama borð og samkeppnisreglur séu virtar. Samkvæmt 57. gr. a laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, telst það lágskattaríki þegar tekjuskattur af hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á félagið, sjóðinn eða stofnunina hefði hún verið heimilisföst á Íslandi.

Þegar skattaðili, einstaklingur eða lögaðili, sem uppfyllir skilyrði 1. og 2. greinar hér á undan, á beint eða óbeint hlut í félagi, sjóði eða stofnun sem skráð eru á lágskattasvæði (skattaskjóli) skal hann greiða tekjuskatt af hagnaði

í hlutfalli við eignarhluta sinn án tillits til úthlutunar. Hið sama á við um skattaðila sem stjórnar félagi, sjóði, stofnun eða eignasafni í lágskattaríki sem skattaðili hefur beinan eða óbeinan ávinning af. Tekjur þessar eru skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi.

Þessar reglur ganga í daglegu tali undir heitinu CFC-reglur (reglur um stýrt fyrirtæki) en CFC er stytting fyrir Controlled Foreign Company.

Myndir:

...