Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir orðið aflands ríki? Er þetta nýtt orð?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið aflands ríki er ekki gamalt í málinu. Fyrri hluti þess er þýðing á enska orðinu offshore en ein merking þess er ‘vörur eða fjármunir sem varðveittir eru í öðru landi’. Íslenska orðið aflands þýðir orðrétt ‘af landi’, það er frá landi til sjávar og er fyrst og fremst notað um veðurfar, til dæmis aflandsgjóla, aflandsvindur.


Mynd frá eyjunni Tortóla sem er vel þekkt aflandseyja.

Eyjarnar Mön, Jersey, Guernsey og ýmsar eyjar í Karabíska hafinu hafa verið nefndar aflands eyjar en fyrirtæki á aflands eyjum eða í aflands ríkjum taka að sér þá þjónustu að vernda félög í öðrum ríkjum fyrir afskiptum yfirvalda. Önnur orð yfir hið sama eru skattaskjól og skattaparadís.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.4.2009

Spyrjandi

Óskar Örn Pétursson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið aflands ríki? Er þetta nýtt orð?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2009, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52028.

Guðrún Kvaran. (2009, 7. apríl). Hvað þýðir orðið aflands ríki? Er þetta nýtt orð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52028

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið aflands ríki? Er þetta nýtt orð?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2009. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52028>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið aflands ríki? Er þetta nýtt orð?
Orðasambandið aflands ríki er ekki gamalt í málinu. Fyrri hluti þess er þýðing á enska orðinu offshore en ein merking þess er ‘vörur eða fjármunir sem varðveittir eru í öðru landi’. Íslenska orðið aflands þýðir orðrétt ‘af landi’, það er frá landi til sjávar og er fyrst og fremst notað um veðurfar, til dæmis aflandsgjóla, aflandsvindur.


Mynd frá eyjunni Tortóla sem er vel þekkt aflandseyja.

Eyjarnar Mön, Jersey, Guernsey og ýmsar eyjar í Karabíska hafinu hafa verið nefndar aflands eyjar en fyrirtæki á aflands eyjum eða í aflands ríkjum taka að sér þá þjónustu að vernda félög í öðrum ríkjum fyrir afskiptum yfirvalda. Önnur orð yfir hið sama eru skattaskjól og skattaparadís.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...