Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við þegar talað er um aflandseyjar í tengslum við fjármálastarfsemi? Er þetta nýtt orð?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Orðhlutinn ‚aflands‘ er þarna þýðing á enska orðinu ‚offshore.‘ Það var upphaflega annars vegar haft til dæmis um vind sem stendur af landi (‚offshore wind‘) og við köllum aflands- eða frálandsvind. Hins vegar var enska orðið haft um það sem er á grunnsævi eða skammt undan landi. ‚Offshore islands‘ þýddi þannig upphaflega ‚eyjar skammt undan landi‚ eyjar á grunnsævi.‘ 1

Sumar af eyjunum sem eru skammt undan Bretlandi hafa orðið frægar fyrir ýmiss konar fjármálastarfsemi svo sem bankaþjónustu sem er veitt einstaklingum og fyrirtækjum utan hins eiginlega starfsvettvangs þeirra. Þetta á til dæmis við um Ermarsundseyjarnar Jersey og Guernsey og um eyjuna Mön sem er á Írlandshafi milli Bretlands og Írlands. Þessar eyjar eru ‚offshore‘ í landfræðilegum skilningi, miðað við Bretland, og það orð færðist síðan yfir á þá starfsemi sem þar er stunduð. Þannig eru til dæmis orðin ‚offshore funds‘ höfð um peninga sem eru geymdir á slíkum stöðum og mætti kalla ‚aflandsfé‘ á íslensku og einnig er talað um ‚offshore centers‘ eða ‚aflandsmiðstöðvar‘.

Orðið ‚offshore‘ hefur síðan fylgt starfseminni hvar sem hún er, en auk lítilla eyja á ýmsum stöðum í heiminum, til dæmis í Karabíska hafinu, hefur þessi starfsemi verið stunduð til dæmis í fjöllóttum smáríkjum á borð við Sviss, Liechtenstein og Andorra, auk Lúxemborgar. Þess konar ríki eru að sjálfsögðu ekki „offshore“ eða „aflands“ í upphaflegum, landfræðilegum skilningi þó að hin afleidda merking orðsins eigi við um þau ekki síður en eyjarnar sem fyrst voru nefndar hér á undan.


Eyjan Guernsey er vel þekkt aflandseyja.

Í bókinni Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi? eftir Hannes Hólmstein Gissurarson (Reykjavík: Nýja bókafélagið, 2001) er sérstakur kafli um „sjö lítil eylönd“. Athyglisvert er hvaða eyjar þá er átt við, en þær eru Jersey, Guernsey, Mön, Bermúda, Bahama-eyjar, Bresku jómfrúreyjar og Cayman-eyjar. En þegar þetta er skrifað, á árinu 2009, er að öðru leyti ekki hægt að mæla með textanum sem þarna er borinn fram.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


1 Í ensk-íslenskri orðabók á vefnum, sem virðist nýleg, segir: off·shore 1 af landi; frálands-: ~ breezes 2 skammt undan landi, grunnmiða-; grunnsævis-: ~ fisheries/islands 3 [viðsk] sem er utan heimalands, aflands-: ~ banking/funds

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

29.4.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er átt við þegar talað er um aflandseyjar í tengslum við fjármálastarfsemi? Er þetta nýtt orð?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2009, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52511.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2009, 29. apríl). Hvað er átt við þegar talað er um aflandseyjar í tengslum við fjármálastarfsemi? Er þetta nýtt orð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52511

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er átt við þegar talað er um aflandseyjar í tengslum við fjármálastarfsemi? Er þetta nýtt orð?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2009. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52511>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við þegar talað er um aflandseyjar í tengslum við fjármálastarfsemi? Er þetta nýtt orð?
Orðhlutinn ‚aflands‘ er þarna þýðing á enska orðinu ‚offshore.‘ Það var upphaflega annars vegar haft til dæmis um vind sem stendur af landi (‚offshore wind‘) og við köllum aflands- eða frálandsvind. Hins vegar var enska orðið haft um það sem er á grunnsævi eða skammt undan landi. ‚Offshore islands‘ þýddi þannig upphaflega ‚eyjar skammt undan landi‚ eyjar á grunnsævi.‘ 1

Sumar af eyjunum sem eru skammt undan Bretlandi hafa orðið frægar fyrir ýmiss konar fjármálastarfsemi svo sem bankaþjónustu sem er veitt einstaklingum og fyrirtækjum utan hins eiginlega starfsvettvangs þeirra. Þetta á til dæmis við um Ermarsundseyjarnar Jersey og Guernsey og um eyjuna Mön sem er á Írlandshafi milli Bretlands og Írlands. Þessar eyjar eru ‚offshore‘ í landfræðilegum skilningi, miðað við Bretland, og það orð færðist síðan yfir á þá starfsemi sem þar er stunduð. Þannig eru til dæmis orðin ‚offshore funds‘ höfð um peninga sem eru geymdir á slíkum stöðum og mætti kalla ‚aflandsfé‘ á íslensku og einnig er talað um ‚offshore centers‘ eða ‚aflandsmiðstöðvar‘.

Orðið ‚offshore‘ hefur síðan fylgt starfseminni hvar sem hún er, en auk lítilla eyja á ýmsum stöðum í heiminum, til dæmis í Karabíska hafinu, hefur þessi starfsemi verið stunduð til dæmis í fjöllóttum smáríkjum á borð við Sviss, Liechtenstein og Andorra, auk Lúxemborgar. Þess konar ríki eru að sjálfsögðu ekki „offshore“ eða „aflands“ í upphaflegum, landfræðilegum skilningi þó að hin afleidda merking orðsins eigi við um þau ekki síður en eyjarnar sem fyrst voru nefndar hér á undan.


Eyjan Guernsey er vel þekkt aflandseyja.

Í bókinni Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi? eftir Hannes Hólmstein Gissurarson (Reykjavík: Nýja bókafélagið, 2001) er sérstakur kafli um „sjö lítil eylönd“. Athyglisvert er hvaða eyjar þá er átt við, en þær eru Jersey, Guernsey, Mön, Bermúda, Bahama-eyjar, Bresku jómfrúreyjar og Cayman-eyjar. En þegar þetta er skrifað, á árinu 2009, er að öðru leyti ekki hægt að mæla með textanum sem þarna er borinn fram.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


1 Í ensk-íslenskri orðabók á vefnum, sem virðist nýleg, segir: off·shore 1 af landi; frálands-: ~ breezes 2 skammt undan landi, grunnmiða-; grunnsævis-: ~ fisheries/islands 3 [viðsk] sem er utan heimalands, aflands-: ~ banking/funds...