Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá?

Gylfi Magnússon

Það er nokkuð erfitt að bera saman skatta á milli landa vegna þess hve skattkerfi eru mismunandi. Þau lönd sem hafa lægsta skatta búa öll að öðrum tekjustofnum sem geta staðið undir rekstri hins opinbera.

Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru hvorki tekjur einstaklinga né fyrirtækja skattlagðar og þar er heldur ekki lagður á sölu- eða virðisaukaskattur. Ríkið innheimtir hins vegar tolla. Megnið af tekjum þess er þó vegna olíu.


Loftmynd af Sameinuðu arabísku furstadæmunum tekin úr gervitungli árið 2003.

Á Bresku jómfrúareyjunum í Karabíahafinu, sem lúta eins og nafnið gefur til kynna að nokkru leyti stjórn Breta, er ekki innheimtur skattur af tekjum og ekki lagður á sölu- eða virðisaukaskattur. Þar er hins vegar innheimtur skattur sem hlutfall af launum og einnig stimpilgjöld og gjöld á nokkrar tegundir þjónustu. Mestallar tekjur hins opinbera koma þó af leyfisgjöldum sem erlend fyrirtæki greiða fyrir að fá að skrá aðsetur sitt á eyjunum. Meira en hálf milljón fyrirtækja er skráð á eyjunum, þótt íbúarnir séu ekki nema rétt ríflega 20.000. Eyjaskeggjar hafa einnig talsverðar tekjur af ferðamönnum.

Innan Evrópu má geta þess að í Mónakó eru tekjur einstaklinga ekki skattlagðar. Þar er hins vegar lagður skattur á tekjur fyrirtækja og innheimtur virðisaukaskattur. Ríkið hefur miklar tekjur af rekstri spilavíta. Þá eru einnig lágir skattar í Andorra, meðal annars greiða einstaklingar ekki heldur tekjuskatt þar. Þá eru lágir skattar í Liechtenstein, sem hefur, líkt og Bresku jómfrúareyjurnar, umtalsverðar tekjur af skráningu erlendra fyrirtækja.

Erfitt er að finna dæmi um lönd þar sem ríkið er svo vel stætt að það greiðir íbúunum frekar en að leggja gjöld á þá. Það eru þó einhver dæmi um að ríki láti þegnana njóta þess með beinum greiðslum að ríkisvaldið hefur aðra tekjustofna en skatta. Sem dæmi má nefna að frá árinu 1982 hafa íbúar Alaskafylkis í Bandaríkjunum fengið senda ávísun árlega vegna tekna fylkisstjórnarinnar af olíu. Í ár (2007) fékk hver íbúi 1.654 Bandaríkjadali.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Í hvaða landi eru skattar lægstir? Er eitthvert ríki sem jafnvel er svo vel stætt að það getur greitt borgurunum arð?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.10.2007

Spyrjandi

Ásgeir Ingvarsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Er eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá?“ Vísindavefurinn, 11. október 2007, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6843.

Gylfi Magnússon. (2007, 11. október). Er eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6843

Gylfi Magnússon. „Er eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2007. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6843>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá?
Það er nokkuð erfitt að bera saman skatta á milli landa vegna þess hve skattkerfi eru mismunandi. Þau lönd sem hafa lægsta skatta búa öll að öðrum tekjustofnum sem geta staðið undir rekstri hins opinbera.

Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru hvorki tekjur einstaklinga né fyrirtækja skattlagðar og þar er heldur ekki lagður á sölu- eða virðisaukaskattur. Ríkið innheimtir hins vegar tolla. Megnið af tekjum þess er þó vegna olíu.


Loftmynd af Sameinuðu arabísku furstadæmunum tekin úr gervitungli árið 2003.

Á Bresku jómfrúareyjunum í Karabíahafinu, sem lúta eins og nafnið gefur til kynna að nokkru leyti stjórn Breta, er ekki innheimtur skattur af tekjum og ekki lagður á sölu- eða virðisaukaskattur. Þar er hins vegar innheimtur skattur sem hlutfall af launum og einnig stimpilgjöld og gjöld á nokkrar tegundir þjónustu. Mestallar tekjur hins opinbera koma þó af leyfisgjöldum sem erlend fyrirtæki greiða fyrir að fá að skrá aðsetur sitt á eyjunum. Meira en hálf milljón fyrirtækja er skráð á eyjunum, þótt íbúarnir séu ekki nema rétt ríflega 20.000. Eyjaskeggjar hafa einnig talsverðar tekjur af ferðamönnum.

Innan Evrópu má geta þess að í Mónakó eru tekjur einstaklinga ekki skattlagðar. Þar er hins vegar lagður skattur á tekjur fyrirtækja og innheimtur virðisaukaskattur. Ríkið hefur miklar tekjur af rekstri spilavíta. Þá eru einnig lágir skattar í Andorra, meðal annars greiða einstaklingar ekki heldur tekjuskatt þar. Þá eru lágir skattar í Liechtenstein, sem hefur, líkt og Bresku jómfrúareyjurnar, umtalsverðar tekjur af skráningu erlendra fyrirtækja.

Erfitt er að finna dæmi um lönd þar sem ríkið er svo vel stætt að það greiðir íbúunum frekar en að leggja gjöld á þá. Það eru þó einhver dæmi um að ríki láti þegnana njóta þess með beinum greiðslum að ríkisvaldið hefur aðra tekjustofna en skatta. Sem dæmi má nefna að frá árinu 1982 hafa íbúar Alaskafylkis í Bandaríkjunum fengið senda ávísun árlega vegna tekna fylkisstjórnarinnar af olíu. Í ár (2007) fékk hver íbúi 1.654 Bandaríkjadali.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Í hvaða landi eru skattar lægstir? Er eitthvert ríki sem jafnvel er svo vel stætt að það getur greitt borgurunum arð?
...