Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru skattleysismörk?

Gylfi Magnússon

Með skattleysismörkum er yfirleitt átt við hve miklar launatekjur má hafa án þess að að þurfa að greiða tekjuskatt og útsvar. Einfaldasta leiðin til að sjá hver skattleysismörkin eru er að deila með samanlögðu skatthlutfalli fyrir þessa skatta upp í svokallaðan persónuafslátt. Persónuafslátturinn er nú, árið 2008, 408.409 krónur fyrir árið allt eða 34.034 krónur á mánuði. Til að launagreiðandi geti tekið tillit til persónuafsláttar tiltekins launþega þarf hann að hafa svokallað skattkort hans í sinni vörslu.

Tekjuskattshlutfallið er nú, árið 2008, 22,75%. Útsvarshlutfallið er nokkuð mismunandi eftir sveitarfélögum eða á bilinu 11,24% til 13,04%. Við staðgreiðslu skatta er miðað við meðalútsvar, 12,97%, það er þetta hlutfall af tekjum er innheimt í útsvar þótt viðkomandi einstaklingur búi í sveitarfélagi sem leggur á annað útsvarshlutfall. Sé innheimt of mikið eða of lítið í útsvar vegna þessa þá fær viðkomandi einstaklingur eftir atvikum endurgreitt eða þarf sjálfur að greiða muninn árið á eftir.

Samanlagt skatthlutfall tekjuskatts og útsvars í staðgreiðslukerfinu er því nú 22,75%+12,97% eða 35,72%. Það þýðir að ekki er innheimt staðgreiðsla af þeim sem hafa innan við 34.034/35,72% eða 95.280 krónur á mánuði eða 1.143.359 á ári í tekjur. Það eru jafnframt meðalskattleysismörkin. Þeir sem búa í sveitarfélögum sem leggja á minna en meðalútsvar hafa aðeins hærri skattleysismörk. Sömuleiðis hafa þeir sem búa í sveitarfélögum sem leggja á hærra útsvar aðeins lægri skattleysismörk. Skattleysismörk sjómanna eru hærri en annarra vegna svokallaðs sjómannaafsláttar. Hann er nú 874 krónur fyrir hvern dag á sjó, talið samkvæmt ákveðnum reglum, sem bætast við persónuafslátt.

Rétt er að hafa í huga að draga má framlag einstaklings í lífeyrissjóð frá skattstofni, bæði skylduframlag og framlag vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. Skattleysismörkin sem rætt er um að framan eiga við laun þegar búið er að draga slík framlög frá. Frádráttarbært skylduframlag í lífeyrissjóð er nú 4% og hægt er að bæta allt að öðrum 4% við vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. Sé tekið tillit til þessa þá eru meðalskattleysismörk allt að 103.565 á mánuði. Hér verður þó jafnframt að hafa í huga að greiðslur úr lífeyrissjóðum eru skattskyldar. Þannig fresta framlög í lífeyrissjóði því að greiddur sé skattur af viðkomandi tekjum. Skattgreiðslurnar falla hins vegar ekki niður, nema viðkomandi verði með tekjur undir skattleysismörkum þegar hann þiggur lífeyrisgreiðslur.

Loks má benda á að aðrar reglur gilda um skattlagningu fjármagnstekna en launatekna. Umræðan að ofan á því ekki við um fjármagnstekjur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.6.2008

Spyrjandi

Íris Ósk Ágústsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru skattleysismörk?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47900.

Gylfi Magnússon. (2008, 4. júní). Hvað eru skattleysismörk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47900

Gylfi Magnússon. „Hvað eru skattleysismörk?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47900>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru skattleysismörk?
Með skattleysismörkum er yfirleitt átt við hve miklar launatekjur má hafa án þess að að þurfa að greiða tekjuskatt og útsvar. Einfaldasta leiðin til að sjá hver skattleysismörkin eru er að deila með samanlögðu skatthlutfalli fyrir þessa skatta upp í svokallaðan persónuafslátt. Persónuafslátturinn er nú, árið 2008, 408.409 krónur fyrir árið allt eða 34.034 krónur á mánuði. Til að launagreiðandi geti tekið tillit til persónuafsláttar tiltekins launþega þarf hann að hafa svokallað skattkort hans í sinni vörslu.

Tekjuskattshlutfallið er nú, árið 2008, 22,75%. Útsvarshlutfallið er nokkuð mismunandi eftir sveitarfélögum eða á bilinu 11,24% til 13,04%. Við staðgreiðslu skatta er miðað við meðalútsvar, 12,97%, það er þetta hlutfall af tekjum er innheimt í útsvar þótt viðkomandi einstaklingur búi í sveitarfélagi sem leggur á annað útsvarshlutfall. Sé innheimt of mikið eða of lítið í útsvar vegna þessa þá fær viðkomandi einstaklingur eftir atvikum endurgreitt eða þarf sjálfur að greiða muninn árið á eftir.

Samanlagt skatthlutfall tekjuskatts og útsvars í staðgreiðslukerfinu er því nú 22,75%+12,97% eða 35,72%. Það þýðir að ekki er innheimt staðgreiðsla af þeim sem hafa innan við 34.034/35,72% eða 95.280 krónur á mánuði eða 1.143.359 á ári í tekjur. Það eru jafnframt meðalskattleysismörkin. Þeir sem búa í sveitarfélögum sem leggja á minna en meðalútsvar hafa aðeins hærri skattleysismörk. Sömuleiðis hafa þeir sem búa í sveitarfélögum sem leggja á hærra útsvar aðeins lægri skattleysismörk. Skattleysismörk sjómanna eru hærri en annarra vegna svokallaðs sjómannaafsláttar. Hann er nú 874 krónur fyrir hvern dag á sjó, talið samkvæmt ákveðnum reglum, sem bætast við persónuafslátt.

Rétt er að hafa í huga að draga má framlag einstaklings í lífeyrissjóð frá skattstofni, bæði skylduframlag og framlag vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. Skattleysismörkin sem rætt er um að framan eiga við laun þegar búið er að draga slík framlög frá. Frádráttarbært skylduframlag í lífeyrissjóð er nú 4% og hægt er að bæta allt að öðrum 4% við vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. Sé tekið tillit til þessa þá eru meðalskattleysismörk allt að 103.565 á mánuði. Hér verður þó jafnframt að hafa í huga að greiðslur úr lífeyrissjóðum eru skattskyldar. Þannig fresta framlög í lífeyrissjóði því að greiddur sé skattur af viðkomandi tekjum. Skattgreiðslurnar falla hins vegar ekki niður, nema viðkomandi verði með tekjur undir skattleysismörkum þegar hann þiggur lífeyrisgreiðslur.

Loks má benda á að aðrar reglur gilda um skattlagningu fjármagnstekna en launatekna. Umræðan að ofan á því ekki við um fjármagnstekjur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...