Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri?

Gylfi Magnússon

Greiðslur Tryggingastofnunar á ellilífeyri eru skattlagðar eins og hverjar aðrar launatekjur. Vegna þess hve lágur ellilífeyrir er, lægri en skattleysismörk, þarf þó ekki að greiða skatt af ellilífeyri nema viðkomandi sé jafnframt með aðrar tekjur þannig að samanlagt séu tekjurnar hærri en skattleysismörk. Þetta er í samræmi við skattlagningu annarra tekna í þjóðfélaginu.

Almenna reglan er að greiða á tekjuskatt af öllum tekjum umfram skattfrelsismörk. Frá þessari almennu reglu eru nokkrar undanþágur en ellilífeyrir fellur ekki undir þær. Viðamesta undanþágan snýr að fjármagnstekjum, af þeim á að greiða fjármagnstekjuskatt en ekki hefðbundinn tekjuskatt. Ýmsar bætur, meðal annars frá Tryggingastofnun, eru einnig undanþegnar skatti ef þær eru greiddar í einu lagi vegna tjóns enda litið svo á að þær séu ekki tekjur í venjulegum skilningi heldur greiðslur sem eiga að bæta mönnum tjón sem þeir hafa orðið fyrir. Auk þess hefur löggjafinn ákveðið að tilteknar greiðslur, svo sem barnabætur, húsaleigubætur og vaxtabætur, séu ekki skattlagðar.

Stutt svar við spurningunni er því að greiða á skatt af ellilífeyri (ef viðkomandi hefur tekjur yfir skattleysismörkum) eins og öðrum tekjum af því að löggjafinn hefur ekki ákveðið að undanskilja þær tekjur sérstaklega. Réttur til ellilífeyris frá Tryggingastofnun er ekki byggður á greiðslu iðgjalda með sama hætti og réttur til lífeyris frá lífeyrissjóðum. Þess í stað öðlast menn rétt til ellilífeyris með búsetu á Íslandi. Þeir sem búið hafa á landinu í að minnsta kosti 40 ár frá því að þeir urðu 16 ára og til 67 ára aldurs geta fengið hámarksgreiðslu. Á bak við þetta er sú hugsun að þeir sem búa og starfa á Íslandi greiða á meðan bæði beina og óbeina skatta og leggja þannig sitt af mörkunum til að standa undir útgjöldum hins opinbera, þar á meðal til greiðslu ellilífeyris.

Öðru máli gegnir um lífeyrisgreiðslur úr almennum lífeyrissjóðum. Réttur til þeirra byggist á greiðslu iðgjalda á meðan viðkomandi er á vinnumarkaði. Þær lífeyrisgreiðslur eru einnig skattlagðar, eins og ellilífeyrir, en á móti kemur að iðgjöldin eru frádráttarbær. Við þetta er skattgreiðslum í raun frestað. Ekki er greiddur tekjuskattur af þeim launum sem lögð eru til hliðar í lífeyrissjóð fyrr en greiðandinn þiggur greiðslur úr lífeyrissjóðnum. Skattlagningu getur þannig jafnvel verið frestað um marga áratugi.

Á þessum tíma tekst lífeyrissjóðnum (vonandi!) að ávaxta þetta fé, þar á meðal þann hluta sem eiginlega er fenginn að láni frá skattinum, það er þann hluta sem hefði verið greiddur í tekjuskatt í upphafi ef ekki hefði verið heimild til skattfrestunar. Þegar loks er farið að þiggja greiðslur úr lífeyrissjóðnum er til ráðstöfunar upphaflegur höfuðstóll og uppsafnaðir vextir. Þótt stór hluti þess sem er til ráðstöfunar sé því til kominn vegna fjármagnstekna er þó ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af þeim hluta heldur tekjuskattur af öllum greiðslum úr lífeyrissjóði.

Til þess að einfalda umræðuna er hér ekki tekið tillit til atriða sem geta skipt máli eins og skattfrelsismarka og hugsanlegs hátekjuskatts. Umfjöllunin er líka til einföldunar miðuð við séreignasjóði en í grundvallaratriðum breytir það ekki niðurstöðunni þótt í staðinn sé miðað við lífeyrissjóði sem bjóða upp á einhvers konar samtryggingu. Ekki skiptir máli að greiðslur í lífeyrissjóði eru að hluta taldar framlag launþega og að hluta framlag launagreiðanda.

Við fyrstu sýn kann það að virðast ósanngjarnt og illa farið með lífeyrisþega að fjármagnstekjur sem alla jafna eru skattlagðar minna en launatekjur séu skattlagðar eins og væru þær launatekjur. Þegar málið er skoðað kemur þó í ljós að hagurinn sem lífeyrisþegar hafa af skattfrestuninni er mun meiri en óhagræðið af því að greiða tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts af ávöxtun eigna sinna. Skattareglurnar eru því hagstæðar fyrir félaga í lífeyrissjóðum.

Þetta má glögglega sjá með dæmi. Til einföldunar skulum við horfa fram hjá því að yfirleitt er safnað í lífeyrissjóð í langan tíma og greiðslur úr sjóðnum dreifast jafnframt á talsverðan tíma, það skiptir engu í þessu samhengi. Skoðum þess í stað eina greiðslu, til dæmis eina milljón króna, sem greidd er í lífeyrissjóð þegar launamaður er þrítugur, ávöxtuð í 35 ár og inneignin þá öll greidd út.

Gefum okkur að verðbólga sé 3% á tímabilinu og 5% raunávöxtun náist. Miðað við þessar forsendur vex milljónin í 15.521 þúsund á þessum 35 árum. Umtalsverður hluti þessarar hækkunar er þó vegna verðbólgu, á verðlagi í upphafi tímabilsins er sjóðurinn 5.516 þúsund í lok tímabilsins. Af þessum rúmu fimmtán milljónum á að greiða tekjuskatt, við skulum gera ráð fyrir að hann sé 38,76% og tekjuskattsgreiðslan því 6.016 þúsund. Eftir skatta fær því lífeyrisþeginn 9.505 þúsund, sem á verðlagi í upphafi tímabilsins gerir 3.378 þúsund.

Skoðum nú til samanburðar hvað gerist ef félaginn í lífeyrissjóðnum nýtur ekki skattfrestunar, heldur greiðir tekjuskatt af þessari milljón í upphafi og síðan fjármagnstekjuskatt af ávöxtuninni þegar hann fær greitt úr sjóðnum. Þá leggur hann inn í sjóðinn 612 þúsund í upphafi (eina milljón að frádregnum 38,76% tekjuskatti). Í lok tímabilsins hefur sjóðurinn vaxið í 9.505 þúsund. Af því eru 9.505 - 612 þúsund eða 8.893 þúsund vextir og verðbætur og af því eru greidd 889 þúsund í fjármagnstekjuskatt. Eftir standa því 8.616 þúsund, sem samsvarar 3.062 þúsundum á verðlagi í upphafi tímabilsins.

Við sjáum því að núverandi kerfi er hagstætt skattalega fyrir félaga í lífeyrissjóðum samanborið við það sem býðst ef menn leggja sjálfir til hliðar í sjóð og ávaxta. Í okkar tilfelli fær lífeyrisþeginn 3.378 þúsund í stað 3.062 þúsunds fyrir milljónina sína (á föstu verðlagi). Hann fær því um 10,3% meira út úr lífeyrissjóðnum en hann fengi ef ekki væru þessar sérstöku reglur um skattfrestun vegna greiðslna í lífeyrissjóði.

Þetta hlutfall verður auðvitað annað ef miðað er við aðrar tölur um verðbólgu, vexti og tímabil en eftir stendur alltaf að skattfrestunin er meira virði fyrir félaga í lífeyrissjóði en óhagræðið af því að greiða tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts af ávöxtun eigna sinna. Raunar er hægt að líta svo á að hagræðið sem felst í því að spara í gegnum lífeyrissjóð í stað þess að leggja sjálfur til hliðar felist í því að lífeyrissjóðurinn er undanþeginn fjármagnstekjuskatti. Hefðbundinn tekjuskattur hefur sömu áhrif á það sem er til útborgunar á endanum, hvor leiðin sem farin er, og í þeim skilningi skiptir skattfrestunin engu.

Sé horft til fleiri þátta í reglum um skattlagningu lífeyrissjóða og greiðslna í og úr þeim kemur svo í ljós ýmislegt annað hagræði fyrir félaga í lífeyrissjóðunum. Þannig eru lífeyrissjóðir og inneign í þeim undanþegin eignarskatti sem getur skipt talsverðu. Þá getur einnig verið hagræði af því að yfirleitt hafa menn hærri tekjur þegar þeir greiða í lífeyrissjóð en þegar þeir fá greiðslur úr slíkum sjóðum. Vegna þessa getur skattfrestun orðið til þess að skattfrelsismörk nýtast betur og tekjur sem hefði ella verið greiddur hátekjuskattur af lenda í venjulegum tekjuskatti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.3.2003

Spyrjandi

Elfa Hrund Hannesdóttir, f. 1983

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2003, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3266.

Gylfi Magnússon. (2003, 21. mars). Hvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3266

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2003. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3266>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri?
Greiðslur Tryggingastofnunar á ellilífeyri eru skattlagðar eins og hverjar aðrar launatekjur. Vegna þess hve lágur ellilífeyrir er, lægri en skattleysismörk, þarf þó ekki að greiða skatt af ellilífeyri nema viðkomandi sé jafnframt með aðrar tekjur þannig að samanlagt séu tekjurnar hærri en skattleysismörk. Þetta er í samræmi við skattlagningu annarra tekna í þjóðfélaginu.

Almenna reglan er að greiða á tekjuskatt af öllum tekjum umfram skattfrelsismörk. Frá þessari almennu reglu eru nokkrar undanþágur en ellilífeyrir fellur ekki undir þær. Viðamesta undanþágan snýr að fjármagnstekjum, af þeim á að greiða fjármagnstekjuskatt en ekki hefðbundinn tekjuskatt. Ýmsar bætur, meðal annars frá Tryggingastofnun, eru einnig undanþegnar skatti ef þær eru greiddar í einu lagi vegna tjóns enda litið svo á að þær séu ekki tekjur í venjulegum skilningi heldur greiðslur sem eiga að bæta mönnum tjón sem þeir hafa orðið fyrir. Auk þess hefur löggjafinn ákveðið að tilteknar greiðslur, svo sem barnabætur, húsaleigubætur og vaxtabætur, séu ekki skattlagðar.

Stutt svar við spurningunni er því að greiða á skatt af ellilífeyri (ef viðkomandi hefur tekjur yfir skattleysismörkum) eins og öðrum tekjum af því að löggjafinn hefur ekki ákveðið að undanskilja þær tekjur sérstaklega. Réttur til ellilífeyris frá Tryggingastofnun er ekki byggður á greiðslu iðgjalda með sama hætti og réttur til lífeyris frá lífeyrissjóðum. Þess í stað öðlast menn rétt til ellilífeyris með búsetu á Íslandi. Þeir sem búið hafa á landinu í að minnsta kosti 40 ár frá því að þeir urðu 16 ára og til 67 ára aldurs geta fengið hámarksgreiðslu. Á bak við þetta er sú hugsun að þeir sem búa og starfa á Íslandi greiða á meðan bæði beina og óbeina skatta og leggja þannig sitt af mörkunum til að standa undir útgjöldum hins opinbera, þar á meðal til greiðslu ellilífeyris.

Öðru máli gegnir um lífeyrisgreiðslur úr almennum lífeyrissjóðum. Réttur til þeirra byggist á greiðslu iðgjalda á meðan viðkomandi er á vinnumarkaði. Þær lífeyrisgreiðslur eru einnig skattlagðar, eins og ellilífeyrir, en á móti kemur að iðgjöldin eru frádráttarbær. Við þetta er skattgreiðslum í raun frestað. Ekki er greiddur tekjuskattur af þeim launum sem lögð eru til hliðar í lífeyrissjóð fyrr en greiðandinn þiggur greiðslur úr lífeyrissjóðnum. Skattlagningu getur þannig jafnvel verið frestað um marga áratugi.

Á þessum tíma tekst lífeyrissjóðnum (vonandi!) að ávaxta þetta fé, þar á meðal þann hluta sem eiginlega er fenginn að láni frá skattinum, það er þann hluta sem hefði verið greiddur í tekjuskatt í upphafi ef ekki hefði verið heimild til skattfrestunar. Þegar loks er farið að þiggja greiðslur úr lífeyrissjóðnum er til ráðstöfunar upphaflegur höfuðstóll og uppsafnaðir vextir. Þótt stór hluti þess sem er til ráðstöfunar sé því til kominn vegna fjármagnstekna er þó ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af þeim hluta heldur tekjuskattur af öllum greiðslum úr lífeyrissjóði.

Til þess að einfalda umræðuna er hér ekki tekið tillit til atriða sem geta skipt máli eins og skattfrelsismarka og hugsanlegs hátekjuskatts. Umfjöllunin er líka til einföldunar miðuð við séreignasjóði en í grundvallaratriðum breytir það ekki niðurstöðunni þótt í staðinn sé miðað við lífeyrissjóði sem bjóða upp á einhvers konar samtryggingu. Ekki skiptir máli að greiðslur í lífeyrissjóði eru að hluta taldar framlag launþega og að hluta framlag launagreiðanda.

Við fyrstu sýn kann það að virðast ósanngjarnt og illa farið með lífeyrisþega að fjármagnstekjur sem alla jafna eru skattlagðar minna en launatekjur séu skattlagðar eins og væru þær launatekjur. Þegar málið er skoðað kemur þó í ljós að hagurinn sem lífeyrisþegar hafa af skattfrestuninni er mun meiri en óhagræðið af því að greiða tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts af ávöxtun eigna sinna. Skattareglurnar eru því hagstæðar fyrir félaga í lífeyrissjóðum.

Þetta má glögglega sjá með dæmi. Til einföldunar skulum við horfa fram hjá því að yfirleitt er safnað í lífeyrissjóð í langan tíma og greiðslur úr sjóðnum dreifast jafnframt á talsverðan tíma, það skiptir engu í þessu samhengi. Skoðum þess í stað eina greiðslu, til dæmis eina milljón króna, sem greidd er í lífeyrissjóð þegar launamaður er þrítugur, ávöxtuð í 35 ár og inneignin þá öll greidd út.

Gefum okkur að verðbólga sé 3% á tímabilinu og 5% raunávöxtun náist. Miðað við þessar forsendur vex milljónin í 15.521 þúsund á þessum 35 árum. Umtalsverður hluti þessarar hækkunar er þó vegna verðbólgu, á verðlagi í upphafi tímabilsins er sjóðurinn 5.516 þúsund í lok tímabilsins. Af þessum rúmu fimmtán milljónum á að greiða tekjuskatt, við skulum gera ráð fyrir að hann sé 38,76% og tekjuskattsgreiðslan því 6.016 þúsund. Eftir skatta fær því lífeyrisþeginn 9.505 þúsund, sem á verðlagi í upphafi tímabilsins gerir 3.378 þúsund.

Skoðum nú til samanburðar hvað gerist ef félaginn í lífeyrissjóðnum nýtur ekki skattfrestunar, heldur greiðir tekjuskatt af þessari milljón í upphafi og síðan fjármagnstekjuskatt af ávöxtuninni þegar hann fær greitt úr sjóðnum. Þá leggur hann inn í sjóðinn 612 þúsund í upphafi (eina milljón að frádregnum 38,76% tekjuskatti). Í lok tímabilsins hefur sjóðurinn vaxið í 9.505 þúsund. Af því eru 9.505 - 612 þúsund eða 8.893 þúsund vextir og verðbætur og af því eru greidd 889 þúsund í fjármagnstekjuskatt. Eftir standa því 8.616 þúsund, sem samsvarar 3.062 þúsundum á verðlagi í upphafi tímabilsins.

Við sjáum því að núverandi kerfi er hagstætt skattalega fyrir félaga í lífeyrissjóðum samanborið við það sem býðst ef menn leggja sjálfir til hliðar í sjóð og ávaxta. Í okkar tilfelli fær lífeyrisþeginn 3.378 þúsund í stað 3.062 þúsunds fyrir milljónina sína (á föstu verðlagi). Hann fær því um 10,3% meira út úr lífeyrissjóðnum en hann fengi ef ekki væru þessar sérstöku reglur um skattfrestun vegna greiðslna í lífeyrissjóði.

Þetta hlutfall verður auðvitað annað ef miðað er við aðrar tölur um verðbólgu, vexti og tímabil en eftir stendur alltaf að skattfrestunin er meira virði fyrir félaga í lífeyrissjóði en óhagræðið af því að greiða tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts af ávöxtun eigna sinna. Raunar er hægt að líta svo á að hagræðið sem felst í því að spara í gegnum lífeyrissjóð í stað þess að leggja sjálfur til hliðar felist í því að lífeyrissjóðurinn er undanþeginn fjármagnstekjuskatti. Hefðbundinn tekjuskattur hefur sömu áhrif á það sem er til útborgunar á endanum, hvor leiðin sem farin er, og í þeim skilningi skiptir skattfrestunin engu.

Sé horft til fleiri þátta í reglum um skattlagningu lífeyrissjóða og greiðslna í og úr þeim kemur svo í ljós ýmislegt annað hagræði fyrir félaga í lífeyrissjóðunum. Þannig eru lífeyrissjóðir og inneign í þeim undanþegin eignarskatti sem getur skipt talsverðu. Þá getur einnig verið hagræði af því að yfirleitt hafa menn hærri tekjur þegar þeir greiða í lífeyrissjóð en þegar þeir fá greiðslur úr slíkum sjóðum. Vegna þessa getur skattfrestun orðið til þess að skattfrelsismörk nýtast betur og tekjur sem hefði ella verið greiddur hátekjuskattur af lenda í venjulegum tekjuskatti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...