Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru jaðarskattar?

Gylfi Magnússon

Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skattkerfið og til greiðslu ýmiss konar bóta eða hlunninda sem lækka þegar tekjur bótaþegans hækka.


Þetta er einfaldast að skýra með dæmi. Gerum ráð fyrir að launþegi hafi haft 100.000 krónur í laun á mánuði og til einföldunar skulum við líta fram hjá stéttarfélagsgreiðslum og lífeyrisgreiðslum og öðrum frádrætti en tekjuskatti og útsvari. Samanlagt tekjuskatts- og útsvarshlutfall er nú um 39,02%, aðeins mismunandi eftir sveitarfélögum þó. Af 100.000 króna tekjum ætti því að greiða um 39.020 krónur en upp í þá greiðslu rennur persónufrádráttur, 24.510 krónur, og samtals á því að greiða mismuninn eða 14.510.

Laun mannsins eftir skatta eru þá 100.000 - 14.510 eða 85.490. 14.510 eru 14,51% af 100.000 krónum og það er því meðalskattbyrðin eða meðalskatthlutfallið. Jaðarskatthlutfallið er hins vegar 39,02% því að það er það hlutfall af síðustu krónunni sem maðurinn vinnur sér inn sem rennur til hins opinbera.

Þetta má líka sjá með því að skoða hvað gerist ef laun mannsins hækka um 10.000 krónur, upp í 110.000 krónur. Þá ætti maðurinn að greiða 39,02% af því í skatt eða 42.922, hann lætur eftir sem áður persónufrádrátturinn renna upp í þá greiðslu og greiðir það sem eftir stendur, 42.922 - 24.510 eða 18.412. Laun mannsins eftir skatta eru því 110.000 - 18.412 eða 91.588. Laun mannsins eftir skatta hafa því hækkað um muninn á 91.588 og 85.490 eða 6.098. Af 10.000 króna launahækkun hélt maðurinn því eftir 6.098 eða 60,98% og hið opinbera tók afganginn, 3.902 krónur eða 39,02%.

Sem fyrr segir er lækkun bóta vegna hækkandi tekna líka yfirleitt talin sem jaðarskattur þótt vitaskuld sé þar ekki um skattlagningu að ræða. Þetta getur flækt málið. Gerum til dæmis ráð fyrir að maðurinn hafi fengið vaxtabætur vegna húsnæðiskaupa. Þær bætur lækka með hækkandi tekjum, nánar tiltekið þannig að 6% af tekjum er dregið frá bótaupphæðinni (fleira skiptir máli en látum það liggja á milli hluta). Þetta þýðir að þegar laun mannsins hækkuðu um 10.000 í dæminu áðan þá hefðu vaxtabætur til hans lækkað um 6% af því eða 600 krónur. Tekjur hans hefði því ekki hækkað um 6.098 krónur heldur 6.098 - 600 eða 5.498 krónur. 5.498 krónur eru 54,98% af 10.000. Hreinar tekjur hins opinbera hækka um 10.000 - 5.498 eða 4.502. Þar af eru 3.902 krónur vegna aukinna tekjuskattsgreiðslna og 600 krónur vegna lækkaðra vaxtabóta. 4.502 krónur eru 45,02% af 10.000 og það teldist því jaðarskatthlutfallið í þessu dæmi.

Margar fleiri tegundir bóta eru tekjutengdar og því getur jaðarskatthlutfallið hæglega orðið mun hærra. Barnabætur lækka til dæmis um 5% af tekjuaukningu fyrir hjón (eða einstakling) með eitt barn, 9% ef börnin eru tvö og 11% ef þau eru þrjú. Ef maðurinn í dæminu að framan hefði átt þrjú börn og fengið barnabætur hefði jaðarskatthlutfall hans því hækkað um ellefu prósentustig eða í 56,02%. 10.000 króna hækkun launa hefði því leitt til 1.100 króna lækkunar barnabóta og ráðstöfunartekjur mannsins hefðu aðeins aukist um 4.398 krónur.

Ef tekjur manna eru undir svokölluðum skattleysismörkum þá snýr dæmið aðeins öðruvísi við. Skattleysismörk ákvarðast af því hve miklar tekjur má hafa án þess að greiða tekjuskatt og útsvar. Það er auðvelt að reikna þau út, það þarf einfaldlega að deila tekjuskatts- og útsvarshlutfallinu upp í persónufrádráttinn. Út fæst að skattleysismörkin eru 24.510/39,02% eða 62.814. Ef fólk er með minna en 62.814 í tekjur á mánuði greiðir það hvorki útsvar né tekjuskatt. Ef það þiggur heldur engar tekjutengdar bætur þá er jaðarskatthlutfall þess 0.

Það er þó rétt að hafa í huga að fólk með tekjur undir þessum skattleysismörkum kann að greiða ýmsa aðra skatta og munar þar oftast mest um virðisaukaskatt. Virðisaukaskattur telst hins vegar ekki til jaðarskatta vegna þess að greiðslur á honum fara ekki eftir tekjum (nema óbeint því að fólk með háar tekjur kaupir væntanlega að öðru jöfnu meira af virðisaukaskattskyldum vörum og þjónustu en fólk með lágar tekjur).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.8.2000

Spyrjandi

Grétar Bjarnason

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru jaðarskattar?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2000, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=839.

Gylfi Magnússon. (2000, 21. ágúst). Hvað eru jaðarskattar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=839

Gylfi Magnússon. „Hvað eru jaðarskattar?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2000. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=839>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru jaðarskattar?
Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skattkerfið og til greiðslu ýmiss konar bóta eða hlunninda sem lækka þegar tekjur bótaþegans hækka.


Þetta er einfaldast að skýra með dæmi. Gerum ráð fyrir að launþegi hafi haft 100.000 krónur í laun á mánuði og til einföldunar skulum við líta fram hjá stéttarfélagsgreiðslum og lífeyrisgreiðslum og öðrum frádrætti en tekjuskatti og útsvari. Samanlagt tekjuskatts- og útsvarshlutfall er nú um 39,02%, aðeins mismunandi eftir sveitarfélögum þó. Af 100.000 króna tekjum ætti því að greiða um 39.020 krónur en upp í þá greiðslu rennur persónufrádráttur, 24.510 krónur, og samtals á því að greiða mismuninn eða 14.510.

Laun mannsins eftir skatta eru þá 100.000 - 14.510 eða 85.490. 14.510 eru 14,51% af 100.000 krónum og það er því meðalskattbyrðin eða meðalskatthlutfallið. Jaðarskatthlutfallið er hins vegar 39,02% því að það er það hlutfall af síðustu krónunni sem maðurinn vinnur sér inn sem rennur til hins opinbera.

Þetta má líka sjá með því að skoða hvað gerist ef laun mannsins hækka um 10.000 krónur, upp í 110.000 krónur. Þá ætti maðurinn að greiða 39,02% af því í skatt eða 42.922, hann lætur eftir sem áður persónufrádrátturinn renna upp í þá greiðslu og greiðir það sem eftir stendur, 42.922 - 24.510 eða 18.412. Laun mannsins eftir skatta eru því 110.000 - 18.412 eða 91.588. Laun mannsins eftir skatta hafa því hækkað um muninn á 91.588 og 85.490 eða 6.098. Af 10.000 króna launahækkun hélt maðurinn því eftir 6.098 eða 60,98% og hið opinbera tók afganginn, 3.902 krónur eða 39,02%.

Sem fyrr segir er lækkun bóta vegna hækkandi tekna líka yfirleitt talin sem jaðarskattur þótt vitaskuld sé þar ekki um skattlagningu að ræða. Þetta getur flækt málið. Gerum til dæmis ráð fyrir að maðurinn hafi fengið vaxtabætur vegna húsnæðiskaupa. Þær bætur lækka með hækkandi tekjum, nánar tiltekið þannig að 6% af tekjum er dregið frá bótaupphæðinni (fleira skiptir máli en látum það liggja á milli hluta). Þetta þýðir að þegar laun mannsins hækkuðu um 10.000 í dæminu áðan þá hefðu vaxtabætur til hans lækkað um 6% af því eða 600 krónur. Tekjur hans hefði því ekki hækkað um 6.098 krónur heldur 6.098 - 600 eða 5.498 krónur. 5.498 krónur eru 54,98% af 10.000. Hreinar tekjur hins opinbera hækka um 10.000 - 5.498 eða 4.502. Þar af eru 3.902 krónur vegna aukinna tekjuskattsgreiðslna og 600 krónur vegna lækkaðra vaxtabóta. 4.502 krónur eru 45,02% af 10.000 og það teldist því jaðarskatthlutfallið í þessu dæmi.

Margar fleiri tegundir bóta eru tekjutengdar og því getur jaðarskatthlutfallið hæglega orðið mun hærra. Barnabætur lækka til dæmis um 5% af tekjuaukningu fyrir hjón (eða einstakling) með eitt barn, 9% ef börnin eru tvö og 11% ef þau eru þrjú. Ef maðurinn í dæminu að framan hefði átt þrjú börn og fengið barnabætur hefði jaðarskatthlutfall hans því hækkað um ellefu prósentustig eða í 56,02%. 10.000 króna hækkun launa hefði því leitt til 1.100 króna lækkunar barnabóta og ráðstöfunartekjur mannsins hefðu aðeins aukist um 4.398 krónur.

Ef tekjur manna eru undir svokölluðum skattleysismörkum þá snýr dæmið aðeins öðruvísi við. Skattleysismörk ákvarðast af því hve miklar tekjur má hafa án þess að greiða tekjuskatt og útsvar. Það er auðvelt að reikna þau út, það þarf einfaldlega að deila tekjuskatts- og útsvarshlutfallinu upp í persónufrádráttinn. Út fæst að skattleysismörkin eru 24.510/39,02% eða 62.814. Ef fólk er með minna en 62.814 í tekjur á mánuði greiðir það hvorki útsvar né tekjuskatt. Ef það þiggur heldur engar tekjutengdar bætur þá er jaðarskatthlutfall þess 0.

Það er þó rétt að hafa í huga að fólk með tekjur undir þessum skattleysismörkum kann að greiða ýmsa aðra skatta og munar þar oftast mest um virðisaukaskatt. Virðisaukaskattur telst hins vegar ekki til jaðarskatta vegna þess að greiðslur á honum fara ekki eftir tekjum (nema óbeint því að fólk með háar tekjur kaupir væntanlega að öðru jöfnu meira af virðisaukaskattskyldum vörum og þjónustu en fólk með lágar tekjur).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...