Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hvað er átt við með umframbyrði skatta?

Gylfi Magnússon

Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir sig á illa gerjuðu rauðvíni sem hann bjó til inni á baði, „Vin de Toilet“, um leið og hann horfir stoltum en vonandi ekki mjög gagnrýnum augum á stofuvegginn sem hann var að ljúka við að mála, veit þó sennilega ekki að gerbragðið af víninu og helgidagarnir á nýmáluðum veggnum eru hluti af skattbyrði hans.

Umsvifamikið velferðarkerfi eins og það íslenska krefst þess að stórum hluta af afrakstri vinnu einstaklings sé ráðstafað af öðrum en honum sjálfum. Rakari sem er að vega það og meta hvort hann eigi að hafa opið aðeins lengur og klippa einn viðskiptavin í viðbót eykur tekjur sínar væntanlega um innan við helming þess sem viðskiptavinurinn greiðir. Ef klippingin kostar 1250 krónur er virðisaukaskattur af henni um 250 krónur og tekjuskattur og önnur gjöld af því sem eftir er fjögur til fimm hundruð krónur. Rakarinn heldur því einungis ríflega 500 krónum eftir. Málið versnar enn þegar tekið er tillit til þess að viðskiptavinurinn þarf sennilega að auka tekjur sínar um meira en 2000 krónur til þess að halda eftir 1250 krónum. Í ljósi þessa er kannski athugunarefni hvers vegna Íslendingar eru ekki upp til hópa annaðhvort afar síðhærðir eða láta klippa sig heima.


Það getur verið dýrara en þú heldur að fara til rakara.

Það er því ekki skrýtið að jafnvel hátekjufólk vinnur iðulega verk sem lægra launað fólk getur unnið hraðar og betur. Tannlæknirinn hefur sennilega talsvert hærra tímakaup en málarinn í næsta húsi og sá síðarnefndi málar bæði hraðar og betur. Engu að síður getur fleygurinn sem skattheimtan rekur á milli þeirra komið í veg fyrir viðskipti. Franskir eða ítalskir vínbændur gætu líka hugsað velferðarkerfinu íslenska þegjandi þörfina því að vínið margfaldast í verði á leiðinni frá ekrum þeirra og að hillunum í ríkinu. Fyrir vikið blómstrar framleiðsla á ýmsum göróttum vökvum á Íslandi við grátbroslegar aðstæður og ærinn tilkostnað, drykkjum sem eiga fátt annað en áfengismagnið sameiginlegt með fjöldaframleiðslu annarra ríkja.

Vandinn er í hnotskurn sá að fólk sem getur lækkað skattgreiðslur sínar með því að breyta hegðun sinni mun í mörgum tilfellum gera það. Sá sem málar eigin íbúð eða framleiðir eigið áfengi greiðir fyrir vikið lægri skatta. Eftir því sem skatthlutföll eru hærri þeim mun meiri hvatning er til þess að komast hjá skattgreiðslum og því hafa háir skattar meiri áhrif á hegðun fólks en lágir. Ef tekjuskattur væri 100% myndu fáir mæta til vinnu.

Nær allir skattar reka fleyg á milli ábata einstaklings af ákvörðun sem hann tekur og ábata þjóðfélagsins sem heildar af ákvörðuninni. Útkoman getur hæglega orðið sú að einstaklingar taka ákvarðanir sem koma þeim vel en öðrum illa. Kostnaður þjóðfélagsins vegna slíkra ákvarðana er nefndur umframbyrði skatta á máli hagfræðinnar. Forskeytið umfram endurspeglar það að hér er ekki bara um að ræða tilfærslu fjár frá skattgreiðendum til þiggjenda opinberrar þjónustu, sem skapar augljóslega byrði fyrir skattgreiðendur, heldur verðmæti sem fara forgörðum án þess að það hafi verið ætlunin.

Tölvunarfræðingur sem ákveður að taka sér frí úr vinnunni til þess að smíða grindverk utan um húsið sitt í stað þess að fá til þess smið sparar sér hugsanlega fé þótt kostnaður þjóðfélagsins sé meiri fyrir vikið. Tölvunarfræðingurinn lækkar við þetta bæði tekju- og virðisaukaskattgreiðslur sínar en fyrir vikið verður annaðhvort að draga úr þjónustu ríkisins eða leggja hærri skatta á einhverja aðra til að vega upp á móti þessu. Sárir þumlar tölvunarfræðingsins eru hluti af skattbyrði hans og þjóðfélagið situr uppi með dýrt grindverk og kannski eilítið skakkt.

Skattar sem fólk getur ekki komist hjá að greiða hafa lítil áhrif á hegðun þess. Ef góðkunningi okkar, rakarinn, greiddi engan tekjuskatt hefði hann minni ástæðu til að draga úr vinnu til að lækka skattgreiðslur sínar. Það sama ætti reyndar við ef ríkið teldi frístundir rakarans honum til tekna og skattlegði þær þannig að hann greiddi jafnmikið í skatt sama hversu mikið hann vinnur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.1.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er átt við með umframbyrði skatta?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2000. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=38.

Gylfi Magnússon. (2000, 29. janúar). Hvað er átt við með umframbyrði skatta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=38

Gylfi Magnússon. „Hvað er átt við með umframbyrði skatta?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2000. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=38>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með umframbyrði skatta?
Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir sig á illa gerjuðu rauðvíni sem hann bjó til inni á baði, „Vin de Toilet“, um leið og hann horfir stoltum en vonandi ekki mjög gagnrýnum augum á stofuvegginn sem hann var að ljúka við að mála, veit þó sennilega ekki að gerbragðið af víninu og helgidagarnir á nýmáluðum veggnum eru hluti af skattbyrði hans.

Umsvifamikið velferðarkerfi eins og það íslenska krefst þess að stórum hluta af afrakstri vinnu einstaklings sé ráðstafað af öðrum en honum sjálfum. Rakari sem er að vega það og meta hvort hann eigi að hafa opið aðeins lengur og klippa einn viðskiptavin í viðbót eykur tekjur sínar væntanlega um innan við helming þess sem viðskiptavinurinn greiðir. Ef klippingin kostar 1250 krónur er virðisaukaskattur af henni um 250 krónur og tekjuskattur og önnur gjöld af því sem eftir er fjögur til fimm hundruð krónur. Rakarinn heldur því einungis ríflega 500 krónum eftir. Málið versnar enn þegar tekið er tillit til þess að viðskiptavinurinn þarf sennilega að auka tekjur sínar um meira en 2000 krónur til þess að halda eftir 1250 krónum. Í ljósi þessa er kannski athugunarefni hvers vegna Íslendingar eru ekki upp til hópa annaðhvort afar síðhærðir eða láta klippa sig heima.


Það getur verið dýrara en þú heldur að fara til rakara.

Það er því ekki skrýtið að jafnvel hátekjufólk vinnur iðulega verk sem lægra launað fólk getur unnið hraðar og betur. Tannlæknirinn hefur sennilega talsvert hærra tímakaup en málarinn í næsta húsi og sá síðarnefndi málar bæði hraðar og betur. Engu að síður getur fleygurinn sem skattheimtan rekur á milli þeirra komið í veg fyrir viðskipti. Franskir eða ítalskir vínbændur gætu líka hugsað velferðarkerfinu íslenska þegjandi þörfina því að vínið margfaldast í verði á leiðinni frá ekrum þeirra og að hillunum í ríkinu. Fyrir vikið blómstrar framleiðsla á ýmsum göróttum vökvum á Íslandi við grátbroslegar aðstæður og ærinn tilkostnað, drykkjum sem eiga fátt annað en áfengismagnið sameiginlegt með fjöldaframleiðslu annarra ríkja.

Vandinn er í hnotskurn sá að fólk sem getur lækkað skattgreiðslur sínar með því að breyta hegðun sinni mun í mörgum tilfellum gera það. Sá sem málar eigin íbúð eða framleiðir eigið áfengi greiðir fyrir vikið lægri skatta. Eftir því sem skatthlutföll eru hærri þeim mun meiri hvatning er til þess að komast hjá skattgreiðslum og því hafa háir skattar meiri áhrif á hegðun fólks en lágir. Ef tekjuskattur væri 100% myndu fáir mæta til vinnu.

Nær allir skattar reka fleyg á milli ábata einstaklings af ákvörðun sem hann tekur og ábata þjóðfélagsins sem heildar af ákvörðuninni. Útkoman getur hæglega orðið sú að einstaklingar taka ákvarðanir sem koma þeim vel en öðrum illa. Kostnaður þjóðfélagsins vegna slíkra ákvarðana er nefndur umframbyrði skatta á máli hagfræðinnar. Forskeytið umfram endurspeglar það að hér er ekki bara um að ræða tilfærslu fjár frá skattgreiðendum til þiggjenda opinberrar þjónustu, sem skapar augljóslega byrði fyrir skattgreiðendur, heldur verðmæti sem fara forgörðum án þess að það hafi verið ætlunin.

Tölvunarfræðingur sem ákveður að taka sér frí úr vinnunni til þess að smíða grindverk utan um húsið sitt í stað þess að fá til þess smið sparar sér hugsanlega fé þótt kostnaður þjóðfélagsins sé meiri fyrir vikið. Tölvunarfræðingurinn lækkar við þetta bæði tekju- og virðisaukaskattgreiðslur sínar en fyrir vikið verður annaðhvort að draga úr þjónustu ríkisins eða leggja hærri skatta á einhverja aðra til að vega upp á móti þessu. Sárir þumlar tölvunarfræðingsins eru hluti af skattbyrði hans og þjóðfélagið situr uppi með dýrt grindverk og kannski eilítið skakkt.

Skattar sem fólk getur ekki komist hjá að greiða hafa lítil áhrif á hegðun þess. Ef góðkunningi okkar, rakarinn, greiddi engan tekjuskatt hefði hann minni ástæðu til að draga úr vinnu til að lækka skattgreiðslur sínar. Það sama ætti reyndar við ef ríkið teldi frístundir rakarans honum til tekna og skattlegði þær þannig að hann greiddi jafnmikið í skatt sama hversu mikið hann vinnur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...