Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Er líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs?

Gylfi Magnússon

Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum, um umframbyrði skatta, þá geta skattar haft ýmis áhrif á hegðan manna. Með talsverðri einföldun má lýsa helstu áhrifunum þannig að fólk hafi yfirleitt tilhneigingu til að koma sér hjá skattgreiðslum. Eftir því sem skatthlutföll eru hærri, því sterkari er þessi tilhneiging, að öðru jöfnu.

Hægt er að komast hjá skattgreiðslum með ýmsum hætti. Sumar aðferðirnar eru fyllilega löglegar, aðrar ekki. Sem dæmi um löglegar aðferðir má nefna að mála íbúð sjálfur í stað þess að ráða málara til þess. Sé málari ráðinn þarf að greiða virðisaukaskatt af þjónustu hans og verðið sem málarinn setur upp endurspeglar að hann á að greiða tekjuskatt af afrakstri sínum. Sem dæmi um ólöglega aðferð má nefna að ráða málara til þess að mála en sammælast um að gefa tekjurnar ekki upp til skatts. Þá er fyllilega löglegt að leggja ekki hart að sér í vinnu, taka til dæmis rífleg frí, hafa þar af leiðandi lágar tekjur og greiða lítinn tekjuskatt.

Vegna alls þessa er við því að búast að skatttekjur hins opinbera hækki ekki hlutfallslega ef tekjuskattshlutfall er hækkað. Svo að tekið sé nokkuð öfgakennt dæmi þá er afar ólíklegt að tekjur hins opinbera af tekjuskatti (og útsvari) mundu tvöfaldast þótt skatthlutfallið væri tvöfaldað, úr um það bil 40% í 80%. Á sama hátt er við því að búast að skatttekjur hins opinbera mundu ekki dragast saman um helming ef skatthlutfallið væri lækkað um helming, úr 40% í 20%.

Skýringin er einföld: Ef skatthlufallið er 80% hafa skattborgarar ríkara tilefni til að koma sér hjá skattgreiðslum (löglega eða ólöglega) en ef skatthlutfallið er 40%. Skattstofninn myndi því dragast saman við slíka hækkun. Ef skatthlutfallið væri 100% yrðu skatttekjur væntanlega litlar sem engar. Á sama hátt hafa skattborgarar minna tilefni til að koma sér hjá skattgreiðslum og mundu síður leggja lykkju á leið sína til þess, ef skatthlutfallið er 20% en ef það er 40%. Skattstofninn myndi því vaxa við slíka lækkun.

Fræðilega er ekkert því til fyrirstöðu að ákveðinn skattstofn sé svo viðkvæmur fyrir því skatthlutfalli sem lagt er á hann að skatttekjur aukist ef skatthlutfallið er lækkað eða að skatttekjur dragist saman ef skatthlutfallið er hækkað. Hægt er að benda á dæmi úr raunveruleikanum þar sem þetta virðist tilfellið. Þetta á þó ekki við almennt.

Í flestum tilfellum er eðlilegt að gera ráð fyrir að skatttekjur vaxi ef skatthlutföll eru hækkuð og dragist saman ef skatthlutföll eru lækkuð. Það er vart hægt að slá því föstu að þetta eigi við um tekjuskattshlutfallið á Íslandi en flest bendir til þess. Erlendar rannsóknir á sambandinu milli skatthlutfalla og skatttekna benda til þess að tekjuskattshlutfall þurfi að vera orðið umtalsvert hærra en hérlendis til að hægt verði að auka skatttekjur með því að lækka skatthlutfallið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.2.2000

Spyrjandi

Snæbjörn Sigurðsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Er líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs? “ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2000. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=64.

Gylfi Magnússon. (2000, 7. febrúar). Er líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64

Gylfi Magnússon. „Er líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs? “ Vísindavefurinn. 7. feb. 2000. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs?
Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum, um umframbyrði skatta, þá geta skattar haft ýmis áhrif á hegðan manna. Með talsverðri einföldun má lýsa helstu áhrifunum þannig að fólk hafi yfirleitt tilhneigingu til að koma sér hjá skattgreiðslum. Eftir því sem skatthlutföll eru hærri, því sterkari er þessi tilhneiging, að öðru jöfnu.

Hægt er að komast hjá skattgreiðslum með ýmsum hætti. Sumar aðferðirnar eru fyllilega löglegar, aðrar ekki. Sem dæmi um löglegar aðferðir má nefna að mála íbúð sjálfur í stað þess að ráða málara til þess. Sé málari ráðinn þarf að greiða virðisaukaskatt af þjónustu hans og verðið sem málarinn setur upp endurspeglar að hann á að greiða tekjuskatt af afrakstri sínum. Sem dæmi um ólöglega aðferð má nefna að ráða málara til þess að mála en sammælast um að gefa tekjurnar ekki upp til skatts. Þá er fyllilega löglegt að leggja ekki hart að sér í vinnu, taka til dæmis rífleg frí, hafa þar af leiðandi lágar tekjur og greiða lítinn tekjuskatt.

Vegna alls þessa er við því að búast að skatttekjur hins opinbera hækki ekki hlutfallslega ef tekjuskattshlutfall er hækkað. Svo að tekið sé nokkuð öfgakennt dæmi þá er afar ólíklegt að tekjur hins opinbera af tekjuskatti (og útsvari) mundu tvöfaldast þótt skatthlutfallið væri tvöfaldað, úr um það bil 40% í 80%. Á sama hátt er við því að búast að skatttekjur hins opinbera mundu ekki dragast saman um helming ef skatthlutfallið væri lækkað um helming, úr 40% í 20%.

Skýringin er einföld: Ef skatthlufallið er 80% hafa skattborgarar ríkara tilefni til að koma sér hjá skattgreiðslum (löglega eða ólöglega) en ef skatthlutfallið er 40%. Skattstofninn myndi því dragast saman við slíka hækkun. Ef skatthlutfallið væri 100% yrðu skatttekjur væntanlega litlar sem engar. Á sama hátt hafa skattborgarar minna tilefni til að koma sér hjá skattgreiðslum og mundu síður leggja lykkju á leið sína til þess, ef skatthlutfallið er 20% en ef það er 40%. Skattstofninn myndi því vaxa við slíka lækkun.

Fræðilega er ekkert því til fyrirstöðu að ákveðinn skattstofn sé svo viðkvæmur fyrir því skatthlutfalli sem lagt er á hann að skatttekjur aukist ef skatthlutfallið er lækkað eða að skatttekjur dragist saman ef skatthlutfallið er hækkað. Hægt er að benda á dæmi úr raunveruleikanum þar sem þetta virðist tilfellið. Þetta á þó ekki við almennt.

Í flestum tilfellum er eðlilegt að gera ráð fyrir að skatttekjur vaxi ef skatthlutföll eru hækkuð og dragist saman ef skatthlutföll eru lækkuð. Það er vart hægt að slá því föstu að þetta eigi við um tekjuskattshlutfallið á Íslandi en flest bendir til þess. Erlendar rannsóknir á sambandinu milli skatthlutfalla og skatttekna benda til þess að tekjuskattshlutfall þurfi að vera orðið umtalsvert hærra en hérlendis til að hægt verði að auka skatttekjur með því að lækka skatthlutfallið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...