Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður?

Gylfi Magnússon

Árið 2000 skilaði tekjuskattur einstaklinga 44,1 milljarði króna í ríkissjóð. Heildartekjur ríkissjóðs það ár voru 224,7 milljarðar og hlutur tekjuskattsins því rétt tæpur fimmtungur eða 19,6%. Af þessum 224,7 milljörðum voru skattar, vörugjald og tollar 200,6 milljarðar og hlutur tekjuskatta því um 22% af þeirri tölu. Þetta ár, sem endranær, skilaði virðisaukaskattur mestu allra skattstofna eða 71,9 milljörðum.

Erfitt er að segja til um hver áhrif af niðurfellingu tekjuskatts yrðu. Talsverðar líkur eru þó á að slík lækkun myndi örva hagkerfið; meiri hvati yrði til að leggja harðar að sér ef afraksturinn rynni óskertur til þess sem það gerði. Þetta ylli því að tekjur hins opinbera af öðrum sköttum myndu eitthvað aukast en þó mjög ólíklega svo mikið að það dygði til að bæta upp tekjutap hins opinbera vegna niðurfellingar tekjuskattsins. Grípa þyrfti til einhverra annarra aðgerða um leið og tekjuskattur einstaklinga væri lagður af ef ekki ætti að verða umtalsverður halli á rekstri ríkissjóðs. Þær aðgerðir gætu falist í því að hækka aðra skatta eða draga úr ríkisútgjöldum.

Það hefði og talsverð áhrif á tekjuskiptingu innan þjóðfélagsins ef tekjuskattur einstaklinga yrði felldur niður. Þeir sem nú greiða lítinn eða engan tekjuskatt hefðu augljóslega lítinn beinan hag af þeirri aðgerð en þeir sem nú greiða umtalsverðan tekjuskatt nytu þess þeim mun frekar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.2.2002

Spyrjandi

Friðrik Arnarson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2002, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2094.

Gylfi Magnússon. (2002, 5. febrúar). Hversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2094

Gylfi Magnússon. „Hversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2002. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2094>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður?
Árið 2000 skilaði tekjuskattur einstaklinga 44,1 milljarði króna í ríkissjóð. Heildartekjur ríkissjóðs það ár voru 224,7 milljarðar og hlutur tekjuskattsins því rétt tæpur fimmtungur eða 19,6%. Af þessum 224,7 milljörðum voru skattar, vörugjald og tollar 200,6 milljarðar og hlutur tekjuskatta því um 22% af þeirri tölu. Þetta ár, sem endranær, skilaði virðisaukaskattur mestu allra skattstofna eða 71,9 milljörðum.

Erfitt er að segja til um hver áhrif af niðurfellingu tekjuskatts yrðu. Talsverðar líkur eru þó á að slík lækkun myndi örva hagkerfið; meiri hvati yrði til að leggja harðar að sér ef afraksturinn rynni óskertur til þess sem það gerði. Þetta ylli því að tekjur hins opinbera af öðrum sköttum myndu eitthvað aukast en þó mjög ólíklega svo mikið að það dygði til að bæta upp tekjutap hins opinbera vegna niðurfellingar tekjuskattsins. Grípa þyrfti til einhverra annarra aðgerða um leið og tekjuskattur einstaklinga væri lagður af ef ekki ætti að verða umtalsverður halli á rekstri ríkissjóðs. Þær aðgerðir gætu falist í því að hækka aðra skatta eða draga úr ríkisútgjöldum.

Það hefði og talsverð áhrif á tekjuskiptingu innan þjóðfélagsins ef tekjuskattur einstaklinga yrði felldur niður. Þeir sem nú greiða lítinn eða engan tekjuskatt hefðu augljóslega lítinn beinan hag af þeirri aðgerð en þeir sem nú greiða umtalsverðan tekjuskatt nytu þess þeim mun frekar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...