Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson

Alþjóðleg stórfyrirtæki sem starfa í mörgum löndum geta að vissu marki fært tekjur og hagnað milli landa. Sé þetta gert markvisst þannig að hagnaður sé talinn fram í löndum þar sem fjármagnstekjuskattur er lágur geta fyrirtækin lækkað skatthlutfall sitt talsvert. Slík skattahagræðing skekkir samkeppnisgrundvöll heimafyrirtækja sem ekki búa við sömu möguleika. Á máli skattalögfræði er talað um eyðingu skattandlags og tilflutning hagnaðar (e. Base Erosion and Profit Shifting, BEPS).

Á síðustu þremur árum hafa ríflega 60 lönd, þar með talin 20 helstu iðnríki heims (G-20 ríkin sem svo eru kölluð) og flest ríki innan Evrópusambandsins (ESB) og Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD), unnið hörðum höndum við að koma böndum á möguleikum alþjóðlegra stórfyrirtækja til skattasniðgöngu á grundvelli tilflutnings hagnaðar. Nýlegur samningur breskra yfirvalda við Google varpar nokkru ljósi á vandann, sjá til dæmis umfjöllun í Financial Times 29. janúar 2016.[1]

Í rannsókn sem gerð var í 20 ESB-ríkjum kemur fram að skattahlutfall alþjóðlegra stórfyrirtækja sé að meðaltali 3,5% lægra en en sambærilegra heimafyrirtækja.

Í rannsókn European Network on Debt and Development (Eurodad: Fifty Shades of Tax Dodging) sem gerð var í 20 ESB-ríkjum kemur fram að skattahlutfall alþjóðlegra stórfyrirtækja sé að meðaltali 3,5% lægra en sambærilegra heimafyrirtækja.[2] Evrópusambandið, OECD og G-20 ríkin hafa nýlega kynnt aðgerðaráætlun til að auka líkur á að hagnaður verði skattlagður þar sem hin virðisaukandi starfsemi fer fram. Áætlunin gengur undir heitinu BEPS-aðgerðaráætlunin.[3]

BEPS-aðgerðaráætlunin er leiðarvísir fyrir ríkisstjórnir og fjallar um hvernig þær geta samræmt og breytt innlendri skattalöggjöf og skattaframkvæmd. Ráðleggingarnar ná einnig til alþjóðlegra reglna og tvísköttunarsamninga.

Áratugum saman hefur íslenska skattkerfið frekar verið sniðið að þörfum hagsmunahópa og svo virst sem stjórnvöld hafi lagt litla áherslu á upprætingu skattsvika. Árangur íslenskra skattyfirvalda á þessu sviði hefur verið takmarkaður. Óframtaldar tekjur á árunum í aðdraganda hrunsins hafa verið áætlaðar á milli 7 og 11% af landsframleiðsu, eða sem nemur á bilinu 140 til 220 milljörðum króna m.v. landsframleiðslu ársins 2014, og þá er skattasniðgangan ótalin.[4]

Meginhugmynd aðgerðaráætlunarinnar snýr að breytingum á upplýsingagjöf milli landa í tengslum við milliverðlagningu (e. transfer pricing) í viðskiptum millli skyldra aðila (aðila innan sömu fyrirtækjasamsteypu). Skattyfirvöld geta þá fengið heildarmynd yfir starfsemi alþjóðlegra stórfyrirtækja í stað þess að hafa eingöngu aðgang að grunnupplýsingum sem lúta að starfsemi fyrirtækjanna í þeirra eigin ríki, eins og nú tíðkast. Áætlunin skilgreinir stórfyrirtæki sem fyrirtæki með meira en 750 milljón evrur í veltu á ári. Áætlunin nær því aðeins til 10-15% þeirra fyrirtækja sem almennt eru flokkuð sem stór. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu Eurodad uppfylla aðeins 1.053 fyrirtæki þessi skilyrði innan ESB. Evrópuþingið hefur lagt til reglubreytingu sem mundi þrefalda fjölda skilgreindra alþjóðlegra stórfyrirtækja í Evrópu í 3.396. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að bæta getu skattstofa innan ESB til að setja skorður við fjármögnun hryjuverkastarfsemi, ekki ósvipað og Bandaríkin gerðu með svonefndum Patriot Act-lögum haustið 2001.[5]

Þó svo BEPS-aðgerðaráætluninni sé fyrst og fremst beint að skattaundanskoti stórfyrirtækja geta þær haft mikil áhrif á allt skattaumhverfi heimafyrirtækja, enda eru þau mörg hver með starfstöðvar, eða eru í nánum tenglum við fyrirtæki í öðrum löndum. Heimafyrirtækin geta beitt sömu aðferðum til lækkunar skattbyrði og hin alþjólegu stórfyrirtæki, til dæmis í formi „hagstæðrar“ milliverðlagningar. Líklega munu skattayfirvöld taka mið af BEPS-reglunum við skatteftirlit þar sem heimafyrirtækin eiga í hlut. Bretar hafa til dæmis ákveðið að fella úr gildi eða að minnsta kosti endurskoða umfang vaxtagjaldafrádráttar í skattauppgjöri.[6]

Tilvísanir:
 1. ^ Google tax: the 6-year audit that ended in a political storm - FT.com. (Sótt 13.04.2016).
 2. ^ http://www.eurodad.org/files/pdf/1546494-fifty-shades-of-tax-dodging-the-eu-s-role-in-supporting-an-unjust-global-tax-system.pdf. (Sótt 13.04.2016).
 3. ^ Aðgerðaráætlun OECD gegn rýrnun skattstofns og tilfærslu hagnaðar - Fréttir - Fjármála- og efnahagsráðuneytið. (Sótt 13.04.2016).
 4. ^ Sjá grein í Nordic Tax Journal eftir höfunda (birtist innan tíðar): Tax Evasion, Tax Avoidance and The Influence of Special Interest Groups: Taxation in Iceland from1930 to the Present.
 5. ^ The key to the war against terrorism - Pierre Moscovici - Le blog. (Sótt 13.04.2016).
 6. ^ http://www.ft.com/intl/cms/s/0/07c586a2-7323-11e5-a129-3fcc4f641d98.html#axzz3zwuWohlL. (Sótt 13.04.2016).

Mynd:


Þetta svar er fengið úr lengri grein eftir sömu höfunda í tímaritinu Vísbending, 6. tbl. 2016.

Höfundar

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

hagfræðingur og sagnfræðingur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.4.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. „Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2016, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72032.

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. (2016, 14. apríl). Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72032

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. „Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2016. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72032>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?
Alþjóðleg stórfyrirtæki sem starfa í mörgum löndum geta að vissu marki fært tekjur og hagnað milli landa. Sé þetta gert markvisst þannig að hagnaður sé talinn fram í löndum þar sem fjármagnstekjuskattur er lágur geta fyrirtækin lækkað skatthlutfall sitt talsvert. Slík skattahagræðing skekkir samkeppnisgrundvöll heimafyrirtækja sem ekki búa við sömu möguleika. Á máli skattalögfræði er talað um eyðingu skattandlags og tilflutning hagnaðar (e. Base Erosion and Profit Shifting, BEPS).

Á síðustu þremur árum hafa ríflega 60 lönd, þar með talin 20 helstu iðnríki heims (G-20 ríkin sem svo eru kölluð) og flest ríki innan Evrópusambandsins (ESB) og Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD), unnið hörðum höndum við að koma böndum á möguleikum alþjóðlegra stórfyrirtækja til skattasniðgöngu á grundvelli tilflutnings hagnaðar. Nýlegur samningur breskra yfirvalda við Google varpar nokkru ljósi á vandann, sjá til dæmis umfjöllun í Financial Times 29. janúar 2016.[1]

Í rannsókn sem gerð var í 20 ESB-ríkjum kemur fram að skattahlutfall alþjóðlegra stórfyrirtækja sé að meðaltali 3,5% lægra en en sambærilegra heimafyrirtækja.

Í rannsókn European Network on Debt and Development (Eurodad: Fifty Shades of Tax Dodging) sem gerð var í 20 ESB-ríkjum kemur fram að skattahlutfall alþjóðlegra stórfyrirtækja sé að meðaltali 3,5% lægra en sambærilegra heimafyrirtækja.[2] Evrópusambandið, OECD og G-20 ríkin hafa nýlega kynnt aðgerðaráætlun til að auka líkur á að hagnaður verði skattlagður þar sem hin virðisaukandi starfsemi fer fram. Áætlunin gengur undir heitinu BEPS-aðgerðaráætlunin.[3]

BEPS-aðgerðaráætlunin er leiðarvísir fyrir ríkisstjórnir og fjallar um hvernig þær geta samræmt og breytt innlendri skattalöggjöf og skattaframkvæmd. Ráðleggingarnar ná einnig til alþjóðlegra reglna og tvísköttunarsamninga.

Áratugum saman hefur íslenska skattkerfið frekar verið sniðið að þörfum hagsmunahópa og svo virst sem stjórnvöld hafi lagt litla áherslu á upprætingu skattsvika. Árangur íslenskra skattyfirvalda á þessu sviði hefur verið takmarkaður. Óframtaldar tekjur á árunum í aðdraganda hrunsins hafa verið áætlaðar á milli 7 og 11% af landsframleiðsu, eða sem nemur á bilinu 140 til 220 milljörðum króna m.v. landsframleiðslu ársins 2014, og þá er skattasniðgangan ótalin.[4]

Meginhugmynd aðgerðaráætlunarinnar snýr að breytingum á upplýsingagjöf milli landa í tengslum við milliverðlagningu (e. transfer pricing) í viðskiptum millli skyldra aðila (aðila innan sömu fyrirtækjasamsteypu). Skattyfirvöld geta þá fengið heildarmynd yfir starfsemi alþjóðlegra stórfyrirtækja í stað þess að hafa eingöngu aðgang að grunnupplýsingum sem lúta að starfsemi fyrirtækjanna í þeirra eigin ríki, eins og nú tíðkast. Áætlunin skilgreinir stórfyrirtæki sem fyrirtæki með meira en 750 milljón evrur í veltu á ári. Áætlunin nær því aðeins til 10-15% þeirra fyrirtækja sem almennt eru flokkuð sem stór. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu Eurodad uppfylla aðeins 1.053 fyrirtæki þessi skilyrði innan ESB. Evrópuþingið hefur lagt til reglubreytingu sem mundi þrefalda fjölda skilgreindra alþjóðlegra stórfyrirtækja í Evrópu í 3.396. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að bæta getu skattstofa innan ESB til að setja skorður við fjármögnun hryjuverkastarfsemi, ekki ósvipað og Bandaríkin gerðu með svonefndum Patriot Act-lögum haustið 2001.[5]

Þó svo BEPS-aðgerðaráætluninni sé fyrst og fremst beint að skattaundanskoti stórfyrirtækja geta þær haft mikil áhrif á allt skattaumhverfi heimafyrirtækja, enda eru þau mörg hver með starfstöðvar, eða eru í nánum tenglum við fyrirtæki í öðrum löndum. Heimafyrirtækin geta beitt sömu aðferðum til lækkunar skattbyrði og hin alþjólegu stórfyrirtæki, til dæmis í formi „hagstæðrar“ milliverðlagningar. Líklega munu skattayfirvöld taka mið af BEPS-reglunum við skatteftirlit þar sem heimafyrirtækin eiga í hlut. Bretar hafa til dæmis ákveðið að fella úr gildi eða að minnsta kosti endurskoða umfang vaxtagjaldafrádráttar í skattauppgjöri.[6]

Tilvísanir:
 1. ^ Google tax: the 6-year audit that ended in a political storm - FT.com. (Sótt 13.04.2016).
 2. ^ http://www.eurodad.org/files/pdf/1546494-fifty-shades-of-tax-dodging-the-eu-s-role-in-supporting-an-unjust-global-tax-system.pdf. (Sótt 13.04.2016).
 3. ^ Aðgerðaráætlun OECD gegn rýrnun skattstofns og tilfærslu hagnaðar - Fréttir - Fjármála- og efnahagsráðuneytið. (Sótt 13.04.2016).
 4. ^ Sjá grein í Nordic Tax Journal eftir höfunda (birtist innan tíðar): Tax Evasion, Tax Avoidance and The Influence of Special Interest Groups: Taxation in Iceland from1930 to the Present.
 5. ^ The key to the war against terrorism - Pierre Moscovici - Le blog. (Sótt 13.04.2016).
 6. ^ http://www.ft.com/intl/cms/s/0/07c586a2-7323-11e5-a129-3fcc4f641d98.html#axzz3zwuWohlL. (Sótt 13.04.2016).

Mynd:


Þetta svar er fengið úr lengri grein eftir sömu höfunda í tímaritinu Vísbending, 6. tbl. 2016.

...