Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?

Ragnar Guðmundsson

Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.). Þessi ákvæði setja í raun helst þær reglur að ekki megi leggja á skatt nema með settum lögum frá alþingi, en ekki til dæmis með reglugerð frá ráðherra, og að ekki megi setja afturvirk skattalög, þannig að menn þurfi til dæmis að greiða skatt af tekjum sem unnið var fyrir áður en lögin voru samþykkt.

Ástæðan fyrir þessum stranga ramma sem skattalöggjöf er sett er sú að með skattlagningu er verið að takmarka mjög mikilvæg mannréttindi sem einnig eru varin af stjórnarskránni, þá sérstaklega eignarrétturinn (72. gr.).

Annað mikilvægt atriði sem hafa verður í huga þegar réttindi eru skert á þann hátt sem skattlagning felur í sér er jafnréttisreglan sem einnig er í stjórnarskránni (65. gr.). Það gengur til dæmis ekki að mismuna mönnum varðandi skattlagningu nema eftir málefnalegum ástæðum og þess vegna er allt skattakerfið byggt upp í kringum nokkrar meginreglur sem síðan sæta ákveðnum vel skilgreindum undantekningum. Þannig segir í 1 gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt:
1. gr. Skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, …1) hvílir á þessum mönnum:

  1. Þeim sem heimilisfastir eru hér á landi.
  2. Þeim sem heimilisfastir hafa verið hér á landi en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilisfesti sitt hér, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í þrjú ár frá næstu áramótum eftir brottflutningsdag.
  3. Þeim sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar.
  4. Þeim sem eigi falla undir ákvæði 1.–3. tölul. þessarar greinar en starfa samtals lengur en 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera frá starfi vegna orlofs og þess háttar, um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi.
  5. Ríkisskattstjóri hefur úrskurðarvald um hverjir skuli teljast heimilisfastir hér á landi samkvæmt þessari grein. Við ákvörðun á heimilisfesti skal miðað við reglur laga um lögheimili, eftir því sem við á. Úrskurði ríkisskattstjóra má skjóta til dómstóla að stefndum ríkisskattstjóra vegna fjármálaráðherra.

Hérna er meginreglan greinilega sú að þeir sem búa hér á landi ber skylda til að greiða skatt til ríkisskattstjóra af öllum tekjum sínum hvar svo sem þeirra er aflað. Þar með er komið svar við upprunalegu spurningunni okkar; ef maður á lögheimili hér á landi þá ber honum að greiða til íslenska ríkisins skatt af öllum tekjum sínum óháð því hvar til þeirra var unnið eða hvar launin voru greidd út.

Það sem getur hins vegar flækt málin er að líklega ber aðilanum einnig skylda til að greiða skatt af þessum tekjum í Sviss samkvæmt þarlendum lögum. Hérna koma þá inn reglur samkvæmt tvísköttunarsamningum, en yfirlit um slíka samninga sem Íslendingar hafa gert við aðrar þjóðir má finna hér á vef ríkisskattsjóra. Í þessum samningum eru ákvæði um það hvoru landinu skattgreiðslur tilheyri, í tilfellum eins og greint er frá í spurningunni. Í slíkum tilfellum er meginreglan sú að skattlagningarrétturinn er hjá upprunaríkinu, það er hjá því ríki þar sem tekjurnar eru upprunnar. Þessi meginregla birtist til dæmis í 15. gr. tvísköttunarsamnigs Íslendinga við Sviss

Þannig ættu slíkar tekjur ekki að koma til beinnar skattlagningar hér á landi, en þær eru hins vegar reiknaðar inn í heildartekjur einstaklings og hafa þannig áhrif þegar kemur að tekjutengingu til dæmis vegna barnabóta og vaxtabóta. Útreikningur í þessum efnum getur hins vegar oft orðið nokkuð flókinn, sérstaklega með tilliti til þess persónuafsláttar sem menn njóta hér á landi.

Þannig ætti meginreglan að vera sú að maður greiðir skatt í Sviss af þeim tekjum sem maður vinnur sér inn þar. Tekjurnar hafa engu að síður áhrif hér á landi til dæmis hvað varðar persónuafslátt og bætur, og geta þannig komið út eins og aukin skattbyrði. Meginreglur eins og þessar sæta þó ávallt einhverjum undandtekningum og því þarf ætíð að skoða hvert tilvik fyrir sig.

Frekari upplýsingar varðandi flest það sem að sköttum snýr má finna á heimasíðu ríkisskattstjóra.

Fleiri svör eru til á Vísindavefnum um skattamál, til dæmis þessi eftir Gylfa Magnússon:

Heimildir:


Frekari upplýsingar má finna á með því að nota leitarvél Vísindavefsins hér til vinstri eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.6.2006

Spyrjandi

Ingiberg Guðmundsson

Tilvísun

Ragnar Guðmundsson. „Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2006, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6040.

Ragnar Guðmundsson. (2006, 29. júní). Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6040

Ragnar Guðmundsson. „Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2006. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6040>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?
Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.). Þessi ákvæði setja í raun helst þær reglur að ekki megi leggja á skatt nema með settum lögum frá alþingi, en ekki til dæmis með reglugerð frá ráðherra, og að ekki megi setja afturvirk skattalög, þannig að menn þurfi til dæmis að greiða skatt af tekjum sem unnið var fyrir áður en lögin voru samþykkt.

Ástæðan fyrir þessum stranga ramma sem skattalöggjöf er sett er sú að með skattlagningu er verið að takmarka mjög mikilvæg mannréttindi sem einnig eru varin af stjórnarskránni, þá sérstaklega eignarrétturinn (72. gr.).

Annað mikilvægt atriði sem hafa verður í huga þegar réttindi eru skert á þann hátt sem skattlagning felur í sér er jafnréttisreglan sem einnig er í stjórnarskránni (65. gr.). Það gengur til dæmis ekki að mismuna mönnum varðandi skattlagningu nema eftir málefnalegum ástæðum og þess vegna er allt skattakerfið byggt upp í kringum nokkrar meginreglur sem síðan sæta ákveðnum vel skilgreindum undantekningum. Þannig segir í 1 gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt:
1. gr. Skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, …1) hvílir á þessum mönnum:

  1. Þeim sem heimilisfastir eru hér á landi.
  2. Þeim sem heimilisfastir hafa verið hér á landi en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilisfesti sitt hér, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í þrjú ár frá næstu áramótum eftir brottflutningsdag.
  3. Þeim sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar.
  4. Þeim sem eigi falla undir ákvæði 1.–3. tölul. þessarar greinar en starfa samtals lengur en 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera frá starfi vegna orlofs og þess háttar, um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi.
  5. Ríkisskattstjóri hefur úrskurðarvald um hverjir skuli teljast heimilisfastir hér á landi samkvæmt þessari grein. Við ákvörðun á heimilisfesti skal miðað við reglur laga um lögheimili, eftir því sem við á. Úrskurði ríkisskattstjóra má skjóta til dómstóla að stefndum ríkisskattstjóra vegna fjármálaráðherra.

Hérna er meginreglan greinilega sú að þeir sem búa hér á landi ber skylda til að greiða skatt til ríkisskattstjóra af öllum tekjum sínum hvar svo sem þeirra er aflað. Þar með er komið svar við upprunalegu spurningunni okkar; ef maður á lögheimili hér á landi þá ber honum að greiða til íslenska ríkisins skatt af öllum tekjum sínum óháð því hvar til þeirra var unnið eða hvar launin voru greidd út.

Það sem getur hins vegar flækt málin er að líklega ber aðilanum einnig skylda til að greiða skatt af þessum tekjum í Sviss samkvæmt þarlendum lögum. Hérna koma þá inn reglur samkvæmt tvísköttunarsamningum, en yfirlit um slíka samninga sem Íslendingar hafa gert við aðrar þjóðir má finna hér á vef ríkisskattsjóra. Í þessum samningum eru ákvæði um það hvoru landinu skattgreiðslur tilheyri, í tilfellum eins og greint er frá í spurningunni. Í slíkum tilfellum er meginreglan sú að skattlagningarrétturinn er hjá upprunaríkinu, það er hjá því ríki þar sem tekjurnar eru upprunnar. Þessi meginregla birtist til dæmis í 15. gr. tvísköttunarsamnigs Íslendinga við Sviss

Þannig ættu slíkar tekjur ekki að koma til beinnar skattlagningar hér á landi, en þær eru hins vegar reiknaðar inn í heildartekjur einstaklings og hafa þannig áhrif þegar kemur að tekjutengingu til dæmis vegna barnabóta og vaxtabóta. Útreikningur í þessum efnum getur hins vegar oft orðið nokkuð flókinn, sérstaklega með tilliti til þess persónuafsláttar sem menn njóta hér á landi.

Þannig ætti meginreglan að vera sú að maður greiðir skatt í Sviss af þeim tekjum sem maður vinnur sér inn þar. Tekjurnar hafa engu að síður áhrif hér á landi til dæmis hvað varðar persónuafslátt og bætur, og geta þannig komið út eins og aukin skattbyrði. Meginreglur eins og þessar sæta þó ávallt einhverjum undandtekningum og því þarf ætíð að skoða hvert tilvik fyrir sig.

Frekari upplýsingar varðandi flest það sem að sköttum snýr má finna á heimasíðu ríkisskattstjóra.

Fleiri svör eru til á Vísindavefnum um skattamál, til dæmis þessi eftir Gylfa Magnússon:

Heimildir:


Frekari upplýsingar má finna á með því að nota leitarvél Vísindavefsins hér til vinstri eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....