Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Þegar íslensk fyrirtæki telja fram til skatts með ársreikning sem aðalgagn þá er hann einungis undirritaður af endurskoðanda eftir að viðkomandi endurskoðandi hefur fengið í hendur útskriftir af bankareikningum fyrirtækisins, fjárhagslegum samskiptum við skattyfirvöld, lífeyrissjóði og stéttarfélög. Einnig óska endurskoðendur staðfestinga á skuld eða inneign hjá helstu viðskiptamönnum fyrirtækisins. Er gerð sama krafa til fyrirtækja sem eru með skráð lögheimili á Tortóla en telja fram til skatts á Íslandi?

Endurskoðendur leika lykilhlutverk í stofnanaumhverfi fyrirtækja í flestum OECD-löndum. Á Íslandi ákvarðast framtals- og skattskylda einstaklinga og lögaðila af 1. og 2. grein laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, en ársreikningur fyrirtækja liggur bæði til grundvallar á útreikningi skatts og arðgreiðslum þeirra.

Bókhaldssiðferði á sér fornar rætur. Ítalski fransiskanamunkurinn og stærðfræðingurinn Luca Pacioli (um 1447–1517) er stundum nefndur faðir reikningshaldsins. Hann skrifaði rit um siðferði reikningshalds árið 1494 og sést hér vinstra megin á málverki frá því um 1500.

Árið 2006 voru allar reglur um reikningsskil og endurskoðendur samræmdar innan Evrópusambandsins. Helsti tilgangurinn er að að koma í veg fyrir fjármálamisferli innan Evrópusambandsins og að tryggja að hið opinbera, fjárfestar og aðrir hagsmunaaðilar geti reitt sig á störf endurskoðenda. Öll endurskoðun innan Evrópska efnahagssvæðisins á að vera í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur út. Vegna skuldbindinga okkar varðandi Evrópurétt voru þessar reglur innleiddar í íslenskan rétt með lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur.[1] Helstu breytingar sem urðu á störfum endurskoðenda miðað við lög nr. 18/1997, um endurskoðendur, eru sem hér segir:

  1. Allir endurskoðendur sæti reglubundnu gæðaeftirliti.
  2. Skylduaðild endurskoðenda að Félagi löggiltra endurskoðenda.
  3. Allir endurskoðendur starfi samkvæmt ítarlegum siðareglum sem Félag löggiltra endurskoðenda setur, að fenginni staðfestingu ráðherra.
  4. Hlutverk endurskoðendaráðs gegnir eftirlitshlutverki varðandi skráningu endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja, endurmenntun og reglulegu gæðaeftirliti og að endurskoðandi uppfylli skilyrði til löggildingar.

  5. Auknar kröfur um óhæði og þá sérstaklega gagnvart fyrirtækjum tengdum almannahagsmunum.
  6. Auknar kröfur til endurmenntunar endurskoðenda.

Lögum um ársreikninga nr. 144/1994 var einnig breytt í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins, samanber lög nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum.

Sé vilji fyrir hendi er auðveldara er að setja upplýsingar fram með afbrigðilegum, jafnvel villandi, hætti á Jómfrúaeyjum en innan Evrópska efnahagssvæðisins. Myndin sýnir fyrrverandi hús landsstjóra á Jómfrúaeyjum, þar er nú safn. Húsið er á eyjunni Tortóla.

Ekki gilda sömu reglur um reikningsskil og endurkoðendur í svokölluðum skattaskjólum og hér á landi. Á Bresku jómfrúeyjunum (e. British Virgin Islands) eða Jómfrúaeyjum sem er opinbera heitið, gilda til dæmis engar reglur eða lög um ársreikninga þótt fyrirtækjum þar sé skylt að varðveita undirliggjandi gögn samkvæmt samkomulagi við Efnahags- og framfarastofnunina í París (OECD)[2].

Þar sem fyrirtæki þurfa ekki að fylgja stöðlum við framsetningu ársreiknings og þar sem ekki er nein kvöð um að þriðji aðili (endurskoðandi) hafi staðreynt réttmæti þeirra upplýsinga sem koma fram í ársreikningnum er ljóst að upplýsingainnhald ársreiknings félags á Jómfrúaeyjum getur verið afar takmarkað.

Þó skal því haldið til haga að ársreikningur félags á Jómfrúaeyjum getur verið jafn fullkomið upplýsingagagn og ársreikningur félags á Íslandi. Sé vilji til að setja upplýsingar fram með afbrigðilegum, jafnvel villandi, hætti er það hins vegar auðveldara á Jómfrúaeyjum en innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Tilvísanir:
  1. ^ Með hæstaréttardómi nr. 74/2015, í svonefndu Milestone-máli, voru tveir endurskoðendur dæmdir á grundvelli þessara laga. Þeir hlutu níu mánaða skilorðbundinn dóm og voru sviptir endurskoðendaréttindum í sex mánuði.
  2. ^ Record Keeping Obligations For BVI Companies, Partnerships, Trusts And Other Organisations - Wealth Management - British Virgin Islands.

Myndir:

Höfundar

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

hagfræðingur og sagnfræðingur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.6.2016

Spyrjandi

Ólafur Bjarni Halldórsson

Tilvísun

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. „Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2016, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72310.

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. (2016, 7. júní). Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72310

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. „Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2016. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72310>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Þegar íslensk fyrirtæki telja fram til skatts með ársreikning sem aðalgagn þá er hann einungis undirritaður af endurskoðanda eftir að viðkomandi endurskoðandi hefur fengið í hendur útskriftir af bankareikningum fyrirtækisins, fjárhagslegum samskiptum við skattyfirvöld, lífeyrissjóði og stéttarfélög. Einnig óska endurskoðendur staðfestinga á skuld eða inneign hjá helstu viðskiptamönnum fyrirtækisins. Er gerð sama krafa til fyrirtækja sem eru með skráð lögheimili á Tortóla en telja fram til skatts á Íslandi?

Endurskoðendur leika lykilhlutverk í stofnanaumhverfi fyrirtækja í flestum OECD-löndum. Á Íslandi ákvarðast framtals- og skattskylda einstaklinga og lögaðila af 1. og 2. grein laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, en ársreikningur fyrirtækja liggur bæði til grundvallar á útreikningi skatts og arðgreiðslum þeirra.

Bókhaldssiðferði á sér fornar rætur. Ítalski fransiskanamunkurinn og stærðfræðingurinn Luca Pacioli (um 1447–1517) er stundum nefndur faðir reikningshaldsins. Hann skrifaði rit um siðferði reikningshalds árið 1494 og sést hér vinstra megin á málverki frá því um 1500.

Árið 2006 voru allar reglur um reikningsskil og endurskoðendur samræmdar innan Evrópusambandsins. Helsti tilgangurinn er að að koma í veg fyrir fjármálamisferli innan Evrópusambandsins og að tryggja að hið opinbera, fjárfestar og aðrir hagsmunaaðilar geti reitt sig á störf endurskoðenda. Öll endurskoðun innan Evrópska efnahagssvæðisins á að vera í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur út. Vegna skuldbindinga okkar varðandi Evrópurétt voru þessar reglur innleiddar í íslenskan rétt með lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur.[1] Helstu breytingar sem urðu á störfum endurskoðenda miðað við lög nr. 18/1997, um endurskoðendur, eru sem hér segir:

  1. Allir endurskoðendur sæti reglubundnu gæðaeftirliti.
  2. Skylduaðild endurskoðenda að Félagi löggiltra endurskoðenda.
  3. Allir endurskoðendur starfi samkvæmt ítarlegum siðareglum sem Félag löggiltra endurskoðenda setur, að fenginni staðfestingu ráðherra.
  4. Hlutverk endurskoðendaráðs gegnir eftirlitshlutverki varðandi skráningu endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja, endurmenntun og reglulegu gæðaeftirliti og að endurskoðandi uppfylli skilyrði til löggildingar.

  5. Auknar kröfur um óhæði og þá sérstaklega gagnvart fyrirtækjum tengdum almannahagsmunum.
  6. Auknar kröfur til endurmenntunar endurskoðenda.

Lögum um ársreikninga nr. 144/1994 var einnig breytt í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins, samanber lög nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum.

Sé vilji fyrir hendi er auðveldara er að setja upplýsingar fram með afbrigðilegum, jafnvel villandi, hætti á Jómfrúaeyjum en innan Evrópska efnahagssvæðisins. Myndin sýnir fyrrverandi hús landsstjóra á Jómfrúaeyjum, þar er nú safn. Húsið er á eyjunni Tortóla.

Ekki gilda sömu reglur um reikningsskil og endurkoðendur í svokölluðum skattaskjólum og hér á landi. Á Bresku jómfrúeyjunum (e. British Virgin Islands) eða Jómfrúaeyjum sem er opinbera heitið, gilda til dæmis engar reglur eða lög um ársreikninga þótt fyrirtækjum þar sé skylt að varðveita undirliggjandi gögn samkvæmt samkomulagi við Efnahags- og framfarastofnunina í París (OECD)[2].

Þar sem fyrirtæki þurfa ekki að fylgja stöðlum við framsetningu ársreiknings og þar sem ekki er nein kvöð um að þriðji aðili (endurskoðandi) hafi staðreynt réttmæti þeirra upplýsinga sem koma fram í ársreikningnum er ljóst að upplýsingainnhald ársreiknings félags á Jómfrúaeyjum getur verið afar takmarkað.

Þó skal því haldið til haga að ársreikningur félags á Jómfrúaeyjum getur verið jafn fullkomið upplýsingagagn og ársreikningur félags á Íslandi. Sé vilji til að setja upplýsingar fram með afbrigðilegum, jafnvel villandi, hætti er það hins vegar auðveldara á Jómfrúaeyjum en innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Tilvísanir:
  1. ^ Með hæstaréttardómi nr. 74/2015, í svonefndu Milestone-máli, voru tveir endurskoðendur dæmdir á grundvelli þessara laga. Þeir hlutu níu mánaða skilorðbundinn dóm og voru sviptir endurskoðendaréttindum í sex mánuði.
  2. ^ Record Keeping Obligations For BVI Companies, Partnerships, Trusts And Other Organisations - Wealth Management - British Virgin Islands.

Myndir:

...