Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er jafnræðisreglan?

Sigurður Guðmundsson

Jafnræðisregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo:
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Þótt jafnræðisreglan hafi ekki verið sett í stjórnarskrána fyrr en árið 1995 er talið að hún hafi verið í gildi fyrir þann tíma sem óskráð regla og kemur það fram í dómum Hæstaréttar fyrir lögfestingu hennar. Rétt er að taka fram að upptalningu 1. mgr. ber ekki að skoða sem tæmandi heldur er henni beitt til að sýna dæmi.

Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þeirra atriða sem koma fram í 1. mgr. og annarra atriða sem gætu talist ómálefnaleg; sambærileg mál eiga að fá sambærilega úrlausn og um mál sem ekki teljast sambærileg, gildir þveröfug regla.

Þess ber þó að gæta að 1. mgr. 65. gr. bannar ekki mismunun sem slíka heldur bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. Gott dæmi um þetta er álagning sérstaks tekjuskatts, svonefnds hátekjuskatts, á grundvelli VI. liðs bráðabirgðaákvæða laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt. Þar er um hreina mismunun að ræða því þeim sem hafa hærri tekjur en aðrir er gert að greiða hærra hlutfall tekna sinna í skatt. Þessi skattlagning er hins vegar talin byggð á málefnalegum grunni enda er aðeins þeim efnameiri gert að þola hana.

Reglur sambærilegar jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar koma til dæmis fram í 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, 14. gr. Mannréttindasáttmála Evópu, sbr. lög nr. 62/1994, og III. og IV. kafla laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Heimild:
  • Páll Hreinsson, "Litróf jafnræðisreglna", í Afmælisriti til heiðurs Gunnari G. Schram sjötugum (ritnefnd Ármann Snævarr og fleiri), Almenna bókafélagið, Reykjavík 2002, s. 339-366.

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

10.9.2003

Spyrjandi

Stefán Andri Stefánsson, f. 1988

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Hvernig er jafnræðisreglan?“ Vísindavefurinn, 10. september 2003, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3723.

Sigurður Guðmundsson. (2003, 10. september). Hvernig er jafnræðisreglan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3723

Sigurður Guðmundsson. „Hvernig er jafnræðisreglan?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2003. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3723>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er jafnræðisreglan?
Jafnræðisregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo:

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Þótt jafnræðisreglan hafi ekki verið sett í stjórnarskrána fyrr en árið 1995 er talið að hún hafi verið í gildi fyrir þann tíma sem óskráð regla og kemur það fram í dómum Hæstaréttar fyrir lögfestingu hennar. Rétt er að taka fram að upptalningu 1. mgr. ber ekki að skoða sem tæmandi heldur er henni beitt til að sýna dæmi.

Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þeirra atriða sem koma fram í 1. mgr. og annarra atriða sem gætu talist ómálefnaleg; sambærileg mál eiga að fá sambærilega úrlausn og um mál sem ekki teljast sambærileg, gildir þveröfug regla.

Þess ber þó að gæta að 1. mgr. 65. gr. bannar ekki mismunun sem slíka heldur bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. Gott dæmi um þetta er álagning sérstaks tekjuskatts, svonefnds hátekjuskatts, á grundvelli VI. liðs bráðabirgðaákvæða laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt. Þar er um hreina mismunun að ræða því þeim sem hafa hærri tekjur en aðrir er gert að greiða hærra hlutfall tekna sinna í skatt. Þessi skattlagning er hins vegar talin byggð á málefnalegum grunni enda er aðeins þeim efnameiri gert að þola hana.

Reglur sambærilegar jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar koma til dæmis fram í 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, 14. gr. Mannréttindasáttmála Evópu, sbr. lög nr. 62/1994, og III. og IV. kafla laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Heimild:
  • Páll Hreinsson, "Litróf jafnræðisreglna", í Afmælisriti til heiðurs Gunnari G. Schram sjötugum (ritnefnd Ármann Snævarr og fleiri), Almenna bókafélagið, Reykjavík 2002, s. 339-366.
...