Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eykst peningamagn í umferð með tilkomu greiðslukorta?

Gylfi Magnússon

Greiðslukort, hvort heldur krítarkort eða debetkort, gegna um margt svipuðu hlutverki og peningar. Eitt af lykilhlutverkum peninga er að vera greiðslumiðill, tæki til að færa verðmæti milli manna sem eiga í viðskiptum. Greiðslukort gegna líka þessu hlutverki.

Þegar vara eða þjónusta er greidd með debetkorti eru send skilaboð til banka eða sparisjóðs um að færa tiltekna upphæð af bankareikningi kaupanda yfir á bankareikning seljanda. Peningar færast því á milli reikninga en engir nýir verða til.

Þegar krítarkort er notað til að greiða fyrir vöru eða þjónustu er gefið loforð um að færa peninga með þessum hætti síðar. Í raun er verið að taka lán til skamms tíma. Þegar krítarkortareikningurinn er greiddur færast peningar frá bankareikningi kaupandans til bankareiknings seljandans fyrir milligöngu krítarkortarfyrirtækis og banka eða sparisjóðs. Hér verða því ekki heldur nýir peningar til.



Það verða því engir nýir peningar til þegar greiðslukort eru notuð. Því hefur notkunin ekki bein áhrif á það sem almennt er kallað peningamagn í umferð.

Hins vegar er rétt að hafa í huga að notkun greiðslukorta getur haft talsverð áhrif á það sem kallað er veltuhraði peninga, en með því er átt við hve oft á tilteknu tímabili peningar fara frá einum aðila til annars. Áður en greiðslukort komu til sögunnar þurfti að öðru jöfnu talsvert meira af peningum til að inna af hendi þau viðskipti sem fram fóru. Skýringin er að það var seinlegra að koma peningum frá einum aðila til annars, þeir voru ekki jafnskilvirkir við að liðka fyrir viðskiptum og nú.

Sem dæmi um þetta má nefna að árið 1956 voru seðlar og mynt í umferð tæp 8% af verðmæti þjóðarframleiðslu þess árs en nú er sama stærð nálægt 1% af þjóðarframleiðslu eins árs. Það þarf því hlutfallslega miklu minna af peningum í formi seðla og mynta nú en þá til að standa í öllum þeim viðskiptum sem menn eiga. Greiðslukort eru ein skýringin á þessu.

Hagfræðingar telja reyndar oftast fleira til peninga en bara seðla og mynt í umferð; oftast eru til dæmis innstæður á tékkareikningum og önnur svokölluð veltiinnlán einnig talin með. Ef lagðir eru saman seðlar og mynt í umferð og veltiinnlán árið 1956 fæst tala sem er tæp 18% af þjóðarframleiðslu þess árs. Sambærilegt hlutfall í ár er um 11%.

Greiðslukort auka því ekki peningamagn en þau valda því að þeir peningar sem fyrir eru nýtast mun betur til að liðka fyrir viðskiptum. Því er þörf fyrir minna af þeim. Sérstaklega er minni þörf fyrir seðla og mynt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.2.2000

Spyrjandi

Gunnar Karl Níelsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Eykst peningamagn í umferð með tilkomu greiðslukorta?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48.

Gylfi Magnússon. (2000, 7. febrúar). Eykst peningamagn í umferð með tilkomu greiðslukorta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48

Gylfi Magnússon. „Eykst peningamagn í umferð með tilkomu greiðslukorta?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eykst peningamagn í umferð með tilkomu greiðslukorta?
Greiðslukort, hvort heldur krítarkort eða debetkort, gegna um margt svipuðu hlutverki og peningar. Eitt af lykilhlutverkum peninga er að vera greiðslumiðill, tæki til að færa verðmæti milli manna sem eiga í viðskiptum. Greiðslukort gegna líka þessu hlutverki.

Þegar vara eða þjónusta er greidd með debetkorti eru send skilaboð til banka eða sparisjóðs um að færa tiltekna upphæð af bankareikningi kaupanda yfir á bankareikning seljanda. Peningar færast því á milli reikninga en engir nýir verða til.

Þegar krítarkort er notað til að greiða fyrir vöru eða þjónustu er gefið loforð um að færa peninga með þessum hætti síðar. Í raun er verið að taka lán til skamms tíma. Þegar krítarkortareikningurinn er greiddur færast peningar frá bankareikningi kaupandans til bankareiknings seljandans fyrir milligöngu krítarkortarfyrirtækis og banka eða sparisjóðs. Hér verða því ekki heldur nýir peningar til.



Það verða því engir nýir peningar til þegar greiðslukort eru notuð. Því hefur notkunin ekki bein áhrif á það sem almennt er kallað peningamagn í umferð.

Hins vegar er rétt að hafa í huga að notkun greiðslukorta getur haft talsverð áhrif á það sem kallað er veltuhraði peninga, en með því er átt við hve oft á tilteknu tímabili peningar fara frá einum aðila til annars. Áður en greiðslukort komu til sögunnar þurfti að öðru jöfnu talsvert meira af peningum til að inna af hendi þau viðskipti sem fram fóru. Skýringin er að það var seinlegra að koma peningum frá einum aðila til annars, þeir voru ekki jafnskilvirkir við að liðka fyrir viðskiptum og nú.

Sem dæmi um þetta má nefna að árið 1956 voru seðlar og mynt í umferð tæp 8% af verðmæti þjóðarframleiðslu þess árs en nú er sama stærð nálægt 1% af þjóðarframleiðslu eins árs. Það þarf því hlutfallslega miklu minna af peningum í formi seðla og mynta nú en þá til að standa í öllum þeim viðskiptum sem menn eiga. Greiðslukort eru ein skýringin á þessu.

Hagfræðingar telja reyndar oftast fleira til peninga en bara seðla og mynt í umferð; oftast eru til dæmis innstæður á tékkareikningum og önnur svokölluð veltiinnlán einnig talin með. Ef lagðir eru saman seðlar og mynt í umferð og veltiinnlán árið 1956 fæst tala sem er tæp 18% af þjóðarframleiðslu þess árs. Sambærilegt hlutfall í ár er um 11%.

Greiðslukort auka því ekki peningamagn en þau valda því að þeir peningar sem fyrir eru nýtast mun betur til að liðka fyrir viðskiptum. Því er þörf fyrir minna af þeim. Sérstaklega er minni þörf fyrir seðla og mynt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...