Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?

Þórólfur Matthíasson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið? Er slíkt skattkerfi góður kostur?

Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fylla út skattaskýrslur? Á að miða við fjölda skattstofna eða fjölda skattþrepa eða umfang undanþága frá skattskyldu?

Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er texti skattalaganna ríflega 4.000 síður (ekki 70.000 síður eins og ranglega er haldið fram[1]). Til samanburðar má nefna að lög um tekjuskatt taka 44 síður í íslenska lagasafninu[2], virðisaukaskattslögin[3] eru 17 síður, erfðafjárskattslögin[4] eru 3 síður og lög um staðgreiðslu[5] eru 8 síður. Samtals eru þessir meginbálkar íslenskra skattalaga því innan við 100 síður. Allt í allt eru íslensku skattalögin því 1/20 til 1/40 af umfangi bandarísku skattalaganna. Það tekur því örugglega skemmri tíma að lesa íslensku skattalögin en þau bandarísku. Það þýðir þó ekki endilega að íslensku lögin séu einfaldari en þau bandarísku. Það fer til dæmis ekki hjá því að hugtök sem eru óskilgreind eða losaralega skilgreind í íslensku skattalögunum séu betur afmörkuð í bandarísku lögunum. En augljóslega eru líkindin á að ákvæði lagagreina stangist á meiri eftir því sem lagagreinarnar eru fleiri! Fjöldi orða eða fjöldi blaðsíðna sem lögð eru undir texta skattalaganna er þó líklega ekki góður mælikvarði á einfaldleikann.

Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fylla út skattaskýrslur? Á að miða við fjölda skattstofna eða fjölda skattþrepa eða umfang undanþága frá skattskyldu?

Alþjóðabankinn og endurskoðunarfyrirtækið Price Waterhouse Coopers (PwC) hafa um nokkurt árabil rannsakað hvernig skattheimta snýr að fyrirtækjum í ríkjum heimsins. Rannsóknin nær til allt að 190 landa og snýst um skattgreiðslur upphugsaðs fyrirtækis sem framleiðir blómapotta, hefur 60 starfsmenn, selur alla framleiðslu innanlands og nýtur ekki sérstakra fjárfestingahvatafríðinda eða annarra sértækra fríðinda. Rannsakendur leggja mat á skattgreiðslur fyrirtækisins og þann tíma sem það tekur fyrirtækið að telja fram og útbúa skýrslur fyrir skattayfirvöld. Jafnframt er metið hversu oft fyrirtækið þarf að greiða fé til skattayfirvalda. Nánar er hægt að kynna sér forsendur rannsóknarinnar á heimasíðu PwC. Samsvarandi rannsókn á „skattaónæði“ sem einstaklingar verða fyrir hefur ekki verið framkvæmd, en ætla má að slík rannsókn gæfi niðurstöður sem ekki eru fjarri því sem lýst er í rannsókn Alþjóðabankans og PwC. Á töflu 1 kemur fram tími sem tekur að telja fram í þeim 10 löndum þar sem það tekur skemmstan tíma:

Tafla 1: Þau 10 lönd þar sem það tekur stystan tíma að telja fram.

Land
Framtalstími [klukkustundir]
Sameinuðu arabísku
furstadæmin
12
Barein
27
Katar
41
San Marínó
52
Lúxemborg
55
Sviss
63
Sádi-Arabía
67
Singapúr
67
Óman
68
Hong Kong (Kína)
74

Tafla 2 sýnir þau 10 lönd þar sem framtal tekur lengstan tíma:

Tafla 2: Þau 10 lönd þar sem það tekur lengstan tíma að telja fram.

Land
Framtalstími [klukkustundir]
Brasilía
2038
Bólivía
1025
Nígería
908
Líbía
889
Venesúela
792
Tsjad
776
Máritanía
724
Ekvador
664
Kamerún
630
Lýðveldið Kongó
602

Tafla 1 sýnir að það tekur aðeins 12 tíma (einn og hálfan vinnudag) að telja fram fyrir umrætt fyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan sama framtal tekur yfir 2000 tíma (eða heilt ár af vinnu fyrir einn starfsmann) í Brasilíu! Á Íslandi tekur það 140 tíma að telja fram fyrir umrætt fyrirtæki, en 120 til 130 tíma í Svíþjóð og Finnlandi og 80 til 90 tíma í Danmörku og Noregi. Á Ítalíu og í Portúgal tekur 240 tíma að telja fram og í Þýskalandi 218 tíma. Í Bandaríkjunum tekur framtalsgerðin 175 tíma. Í þróuðum löndum tekur því um 3-6 vikur að sinna framtalsskyldunni fyrir fyrirtæki sem hefur tæpar 3000 vinnuvikur til ráðstöfunar.

Stystan tíma tekur að telja fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Alþjóðabankinn og PwC reikna heildarskatt pottaframleiðslufyrirtækisins og skoða sem hlutfall hreins hagnaðar. Með hreinum hagnaði er átt við hagnað áður en skattar eru greiddir. Ef upphæðir sem greiddar eru í skatt eru frádráttarbærar getur sú staða komið upp að heildarskattur sem hlutfall hreins hagnaðar fari yfir 100%. Töflur 3 og 4 sýna þau 10 lönd þar sem hrein skattbyrði reiknuð með framangreindum hætti er lægst og hæst.

Tafla 3: Þau 10 lönd þar sem skattbyrðin er lægst.

Land
Heildarskattbyrði [%]
Vanúatú
8,5
Brúnei
8,7
Tímor-Leste
11,2
Katar
11,3
Kúveit
13,0
Makedónía
13,0
Barein
13,5
Lesótó
13,6
Kósóvó
15,2
Vesturbakkinn og
Gasasvæðið
15,3

Tafla 4: Þau 10 lönd þar sem skattbyrðin er hæst.

Land
Heildarskattbyrði [%]
Kómoreyjar
216,5
Argentína
106,0
Erítrea
83,7
Bólivía
83,7
Miðbaugs-Gínea
79,4
Palá (Míkrónesía)
75,4
Mið-Afríkulýðveldið
73,3
Máritanía
71,3
Kólumbía
69,8
Brasilía
68,4

Flest þau lönd sem eru talin upp teljast til þróunarlanda. Fyrirtækið í Danmörku myndi greiða 25%, á Íslandi um 30%, en nær 40% í Svíþjóð og Noregi og Finnlandi. Fyrirtæki í Bretlandi myndi greiða um 30% en fyrirtæki í Bandaríkjunum um 44%. Þegar þessar tölur eru metnar þarf að hafa í huga að skattar fyrirtækja eru á endanum greiddir af viðskiptavinum þeirra og/eða eigendum. Það er því rangt að meta skattbyrði í hagkerfinu í heild með því að skoða þessar tölur eingöngu.

Engin tilraun er gerð í skýrslu Alþjóðabankans og PwC til að meta verðmæti þeirrar þjónustu sem fyrirtækin fá frá stjórnvöldum í heimalandi sínu. Engum blöðum er um það að fletta að norræn fyrirtæki njóta mun meiri réttarverndar í rekstri sínum en fyrirtæki sem starfa í löndum sem talin eru upp í töflum 3 og 4.

Heildarskattbyrði er lægst á Vanúatú.

Tilgangur Alþjóðabankans og PwC með samantekt skýrslanna sem bera heitið Paying Taxes er að hvetja skattayfirvöld til að gera framtalskerfi sín skilvirkari. Það er hægt að gera með margvíslegum hætti. Hér á landi hefur tölvutækni verið nýtt til að stytta þann tíma sem einstaklingar eyða í útfyllingu skattframtala. Skattayfirvöld hafa tekið að sér upplýsingaöflun og afstemmingarvinnu sem áður var lögð á herðar framteljenda. Þannig er auðveldara að telja fram þó svo skattalögin hafi fremur orðið flóknari en einfaldari.

Samantekt

Ekki er hægt að svara spurningunni um hvaða land býr við einfaldasta skattkerfið með óyggjandi hætti. Það tekur mjög skamman tíma að fylla út skattaskýrslu fyrir lögaðila í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Í hópi Norðurlandanna er Ísland meðal þeirra landa sem lengstan tíma tekur fyrir lögaðila að fylla út skattaskýrslur. Þó má leiða líkur að því að íslensk fyrirtæki þurfi ekki að horfa til jafnmargra atriða í skattalegu tilliti og önnur norræn fyrirtæki. Það ætti að vera markmið stjórnvalda að stytta tímann sem það tekur lögaðila að sinna framtalsskyldu sinni. Einföldun skattkerfisins er hvorki nauðsynlegt né nægjanlegt skilyrði til að ná því markmiði. Aukið umfang stafrænnar stjórnsýslu og betri skilgreiningar lykilhugtaka eru þeir þættir sem eru líklegastir til að stytta tímann í framtalsvinnunni.

Tilvísanir:
  1. ^ How long is the tax code: It is far shorter than 70,000 pages - Slate. (Skoðað 14.07.2017).
  2. ^ Lög um tekjuskatt - Alþingi. (Skoðað 14.07.2017).
  3. ^ Lög um virðisaukaskatt - Alþingi. (Skoðað 14.07.2017).
  4. ^ Lög um erfðafjárskatt - Alþingi. (Skoðað 14.07.2017).
  5. ^ Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda - Alþingi. (Skoðað 14.07.2017).

Töflugögn:

Myndir:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.9.2017

Spyrjandi

Ólafur Arnarsson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?“ Vísindavefurinn, 4. september 2017. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=8002.

Þórólfur Matthíasson. (2017, 4. september). Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=8002

Þórólfur Matthíasson. „Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2017. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=8002>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið? Er slíkt skattkerfi góður kostur?

Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fylla út skattaskýrslur? Á að miða við fjölda skattstofna eða fjölda skattþrepa eða umfang undanþága frá skattskyldu?

Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er texti skattalaganna ríflega 4.000 síður (ekki 70.000 síður eins og ranglega er haldið fram[1]). Til samanburðar má nefna að lög um tekjuskatt taka 44 síður í íslenska lagasafninu[2], virðisaukaskattslögin[3] eru 17 síður, erfðafjárskattslögin[4] eru 3 síður og lög um staðgreiðslu[5] eru 8 síður. Samtals eru þessir meginbálkar íslenskra skattalaga því innan við 100 síður. Allt í allt eru íslensku skattalögin því 1/20 til 1/40 af umfangi bandarísku skattalaganna. Það tekur því örugglega skemmri tíma að lesa íslensku skattalögin en þau bandarísku. Það þýðir þó ekki endilega að íslensku lögin séu einfaldari en þau bandarísku. Það fer til dæmis ekki hjá því að hugtök sem eru óskilgreind eða losaralega skilgreind í íslensku skattalögunum séu betur afmörkuð í bandarísku lögunum. En augljóslega eru líkindin á að ákvæði lagagreina stangist á meiri eftir því sem lagagreinarnar eru fleiri! Fjöldi orða eða fjöldi blaðsíðna sem lögð eru undir texta skattalaganna er þó líklega ekki góður mælikvarði á einfaldleikann.

Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fylla út skattaskýrslur? Á að miða við fjölda skattstofna eða fjölda skattþrepa eða umfang undanþága frá skattskyldu?

Alþjóðabankinn og endurskoðunarfyrirtækið Price Waterhouse Coopers (PwC) hafa um nokkurt árabil rannsakað hvernig skattheimta snýr að fyrirtækjum í ríkjum heimsins. Rannsóknin nær til allt að 190 landa og snýst um skattgreiðslur upphugsaðs fyrirtækis sem framleiðir blómapotta, hefur 60 starfsmenn, selur alla framleiðslu innanlands og nýtur ekki sérstakra fjárfestingahvatafríðinda eða annarra sértækra fríðinda. Rannsakendur leggja mat á skattgreiðslur fyrirtækisins og þann tíma sem það tekur fyrirtækið að telja fram og útbúa skýrslur fyrir skattayfirvöld. Jafnframt er metið hversu oft fyrirtækið þarf að greiða fé til skattayfirvalda. Nánar er hægt að kynna sér forsendur rannsóknarinnar á heimasíðu PwC. Samsvarandi rannsókn á „skattaónæði“ sem einstaklingar verða fyrir hefur ekki verið framkvæmd, en ætla má að slík rannsókn gæfi niðurstöður sem ekki eru fjarri því sem lýst er í rannsókn Alþjóðabankans og PwC. Á töflu 1 kemur fram tími sem tekur að telja fram í þeim 10 löndum þar sem það tekur skemmstan tíma:

Tafla 1: Þau 10 lönd þar sem það tekur stystan tíma að telja fram.

Land
Framtalstími [klukkustundir]
Sameinuðu arabísku
furstadæmin
12
Barein
27
Katar
41
San Marínó
52
Lúxemborg
55
Sviss
63
Sádi-Arabía
67
Singapúr
67
Óman
68
Hong Kong (Kína)
74

Tafla 2 sýnir þau 10 lönd þar sem framtal tekur lengstan tíma:

Tafla 2: Þau 10 lönd þar sem það tekur lengstan tíma að telja fram.

Land
Framtalstími [klukkustundir]
Brasilía
2038
Bólivía
1025
Nígería
908
Líbía
889
Venesúela
792
Tsjad
776
Máritanía
724
Ekvador
664
Kamerún
630
Lýðveldið Kongó
602

Tafla 1 sýnir að það tekur aðeins 12 tíma (einn og hálfan vinnudag) að telja fram fyrir umrætt fyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan sama framtal tekur yfir 2000 tíma (eða heilt ár af vinnu fyrir einn starfsmann) í Brasilíu! Á Íslandi tekur það 140 tíma að telja fram fyrir umrætt fyrirtæki, en 120 til 130 tíma í Svíþjóð og Finnlandi og 80 til 90 tíma í Danmörku og Noregi. Á Ítalíu og í Portúgal tekur 240 tíma að telja fram og í Þýskalandi 218 tíma. Í Bandaríkjunum tekur framtalsgerðin 175 tíma. Í þróuðum löndum tekur því um 3-6 vikur að sinna framtalsskyldunni fyrir fyrirtæki sem hefur tæpar 3000 vinnuvikur til ráðstöfunar.

Stystan tíma tekur að telja fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Alþjóðabankinn og PwC reikna heildarskatt pottaframleiðslufyrirtækisins og skoða sem hlutfall hreins hagnaðar. Með hreinum hagnaði er átt við hagnað áður en skattar eru greiddir. Ef upphæðir sem greiddar eru í skatt eru frádráttarbærar getur sú staða komið upp að heildarskattur sem hlutfall hreins hagnaðar fari yfir 100%. Töflur 3 og 4 sýna þau 10 lönd þar sem hrein skattbyrði reiknuð með framangreindum hætti er lægst og hæst.

Tafla 3: Þau 10 lönd þar sem skattbyrðin er lægst.

Land
Heildarskattbyrði [%]
Vanúatú
8,5
Brúnei
8,7
Tímor-Leste
11,2
Katar
11,3
Kúveit
13,0
Makedónía
13,0
Barein
13,5
Lesótó
13,6
Kósóvó
15,2
Vesturbakkinn og
Gasasvæðið
15,3

Tafla 4: Þau 10 lönd þar sem skattbyrðin er hæst.

Land
Heildarskattbyrði [%]
Kómoreyjar
216,5
Argentína
106,0
Erítrea
83,7
Bólivía
83,7
Miðbaugs-Gínea
79,4
Palá (Míkrónesía)
75,4
Mið-Afríkulýðveldið
73,3
Máritanía
71,3
Kólumbía
69,8
Brasilía
68,4

Flest þau lönd sem eru talin upp teljast til þróunarlanda. Fyrirtækið í Danmörku myndi greiða 25%, á Íslandi um 30%, en nær 40% í Svíþjóð og Noregi og Finnlandi. Fyrirtæki í Bretlandi myndi greiða um 30% en fyrirtæki í Bandaríkjunum um 44%. Þegar þessar tölur eru metnar þarf að hafa í huga að skattar fyrirtækja eru á endanum greiddir af viðskiptavinum þeirra og/eða eigendum. Það er því rangt að meta skattbyrði í hagkerfinu í heild með því að skoða þessar tölur eingöngu.

Engin tilraun er gerð í skýrslu Alþjóðabankans og PwC til að meta verðmæti þeirrar þjónustu sem fyrirtækin fá frá stjórnvöldum í heimalandi sínu. Engum blöðum er um það að fletta að norræn fyrirtæki njóta mun meiri réttarverndar í rekstri sínum en fyrirtæki sem starfa í löndum sem talin eru upp í töflum 3 og 4.

Heildarskattbyrði er lægst á Vanúatú.

Tilgangur Alþjóðabankans og PwC með samantekt skýrslanna sem bera heitið Paying Taxes er að hvetja skattayfirvöld til að gera framtalskerfi sín skilvirkari. Það er hægt að gera með margvíslegum hætti. Hér á landi hefur tölvutækni verið nýtt til að stytta þann tíma sem einstaklingar eyða í útfyllingu skattframtala. Skattayfirvöld hafa tekið að sér upplýsingaöflun og afstemmingarvinnu sem áður var lögð á herðar framteljenda. Þannig er auðveldara að telja fram þó svo skattalögin hafi fremur orðið flóknari en einfaldari.

Samantekt

Ekki er hægt að svara spurningunni um hvaða land býr við einfaldasta skattkerfið með óyggjandi hætti. Það tekur mjög skamman tíma að fylla út skattaskýrslu fyrir lögaðila í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Í hópi Norðurlandanna er Ísland meðal þeirra landa sem lengstan tíma tekur fyrir lögaðila að fylla út skattaskýrslur. Þó má leiða líkur að því að íslensk fyrirtæki þurfi ekki að horfa til jafnmargra atriða í skattalegu tilliti og önnur norræn fyrirtæki. Það ætti að vera markmið stjórnvalda að stytta tímann sem það tekur lögaðila að sinna framtalsskyldu sinni. Einföldun skattkerfisins er hvorki nauðsynlegt né nægjanlegt skilyrði til að ná því markmiði. Aukið umfang stafrænnar stjórnsýslu og betri skilgreiningar lykilhugtaka eru þeir þættir sem eru líklegastir til að stytta tímann í framtalsvinnunni.

Tilvísanir:
  1. ^ How long is the tax code: It is far shorter than 70,000 pages - Slate. (Skoðað 14.07.2017).
  2. ^ Lög um tekjuskatt - Alþingi. (Skoðað 14.07.2017).
  3. ^ Lög um virðisaukaskatt - Alþingi. (Skoðað 14.07.2017).
  4. ^ Lög um erfðafjárskatt - Alþingi. (Skoðað 14.07.2017).
  5. ^ Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda - Alþingi. (Skoðað 14.07.2017).

Töflugögn:

Myndir:

...