Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Dreifir íslenska skattkerfið verðmætum verr en skattkerfi hinna Norðurlandanna?

Þórólfur Matthíasson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Stendur íslenska skattkerfið sig verr í að endurdreifa verðmætum í þjóðfélaginu og standa undir menntuðu velferðarsamfélagi en skattkerfin í Noregi, Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi?

Skatt- og útgjaldakerfi hins opinbera hafa margvísleg áhrif á dreifingu verðmæta milli þjóðfélagsþegnanna. Ekkert einfalt svar er við þeirri spurningu hvort eitt kerfi standi sig betur eða verr en önnur í þeim efnum. Til þess eru matskennd gildisatriði of mörg og samanburður flókinn af tæknilegum ástæðum. Til einföldunar má skipta spurningunni og svörum við henni í þrjá þætti. Í fyrsta lagi ræður umfang velferðarkerfanna, það er samneyslan sem hlutfall þjóðarframleiðslu miklu. Í öðru lagi hefur gerð skattkerfisins, það er hvernig það dreifir skattbyrðinni á þegnana mikil áhrif og í þriðja lagi ráða útgjaldakerfin miklu um hvernig samneyslan nýtist einstökum þjóðfélagshópum.

Skattar leggjast af mismiklum þunga á tekjuhópa, bæði eftir eðli og uppruna teknanna og eftir umfangi þeirra. Þannig er tekjuskattur af launatekjum að jafnaði hærri af mjög háum tekjum en af mjög lágum tekjum. Skattur af fjármagnstekjum er annar en skattur af launatekjum og dreifing þeirra tekna mismunandi og sama á við um tekjur af eftirsóttum náttúruauðlindum. Óbeinir skattar leggjast af mismiklum þunga á ólíka neysluvöruflokka. Það getur haft áhrif á dreifingu skattbyrði milli tekjuhópa ef neyslumynstur tekjuhópa er ólíkt og þá sérstaklega hversu stór hluti teknanna fer til neyslu á skattskyldri vöru og þjónustu. Af þeim ástæðum eru óbeinir skattar andstætt beinum sköttum jafnan með fallandi skattbyrði. Skattheimtan hefur þannig óbein áhrif á tekjuskiptinguna.

Skattar leggjast af mismiklum þunga á tekjuhópa, bæði eftir eðli og uppruna teknanna og eftir umfangi þeirra. Þannig er tekjuskattur af launatekjum að jafnaði hærri af mjög háum tekjum en af mjög lágum tekjum. Skattur af fjármagnstekjum er annar en skattur af launatekjum og dreifing þeirra tekna mismunandi og sama á við um tekjur af eftirsóttum náttúruauðlindum.

Alla jafna er tekjuskiptingin „eftir tekjuskatt“ jafnari en tekjuskipting „fyrir skatt“. Það er þó ekki algilt. Þannig fullyrðir auðkýfingurinn Warren Buffett að hann greiði lægri skatt hlutfallslega en einkaritari hans gerir.[1] Ástæðan er að samsetning tekna Buffetts er hagstæð með tilliti til skattgreiðslna samanborið við samsetningu tekna einkaritarans þar sem tekjur Buffetts eru að langmestu leyti tilkomnar vegna virðisaukningar verðbréfa sem bera tiltölulega lágan skatt samanborið við launatekjuskatt ritarans. Vegna óbeinu skattanna, einkum ef þeir eru stór hluti skatttekna, getur þetta þó snúist við og heildarskattbyrði á lágar tekjur og miðlungstekjur orðið meiri en á hærri tekjur.

Útgjaldakerfi hins opinbera hafa óbein áhrif á dreifingu verðmæta í þjóðfélaginu rétt eins og skattkerfið. Á Norðurlöndum er menntun sem hið opinbera veitir ýmist veitt endurgjaldslaust eða gegn gjaldi sem ekki endurspeglar kostnaðinn við að veita menntunina. Sama á við um marga þætti heilbrigðisþjónustunnar, auk þess sem umfang félagslegrar þjónustu er mikið. Efnahagur hefur því ekki eins mikil áhrif á notkun þjóðfélagsþegnanna á þjónustu heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins á Norðurlöndum og víða annars staðar. Þessir þættir eru mikilvægir þræðir í uppbyggingu hins skandinavíska þjóðfélagslíkans.[2][3]

Skandinavíska skattalíkanið

Í Evrópu eru ríkjandi tvær höfuðstefnur um uppbyggingu skattkerfa. Annars vegar er samræmd skattlagning (e. comprehensive taxation) og hins vegar er tvenndarskattlagning (e. dual taxation).[4][5]

Með samræmdri skattlagningu er áhersla lögð á að meðhöndla tekjur einstaklinga með sama hætti óháð uppruna. Þannig er leitast við að skattlagning fjármagnstekna sé svipuð skattlagningu launatekna. Fyrir þessu eru bæði sanngirnis- og hagkvæmnisrök. Sanngirnisrökin lúta að því að króna sé króna hvort sem hennar var aflað fyrir tilstuðlan þjónustu fjármagns eða vinnuafls. Í vel útfærðu kerfi byggðu á samræmdri skattlagningu myndi vandamál Warren Buffetts sem nefnt var hér að framan ekki koma upp. Hagkvæmnisrökin lúta að því að séu allar tekjur einstaklinga meðhöndlaðar með sama hætti sparist fé í yfirferð skattframtala og í skattaeftirlit.

Í Evrópu eru ríkjandi tvær höfuðstefnur um uppbyggingu skattkerfa. Annars vegar er samræmd skattlagning (e. comprehensive taxation) og hins vegar er tvenndarskattlagning (e. dual taxation)

Eins og rakið er í greininni „Tvenndarskattlagning - norræna skattalíkanið“ er norræna tvenndarskattlagningin tilraun til að leysa tvíþætt vandamál: Annars vegar vegna vilja stjórnvalda til að halda uppi víðfeðmara velferðar- og almannaþjónustukerfi en gerist í samkeppnis- og nágrannalöndum. Hins vegar að skapa umhverfi sem er aðlaðandi fyrir fyrirtæki sem eru í samkeppni við fyrirtæki staðsett í öðrum löndum þar sem tekjuöflunarþörf hins opinbera er minni. Tvenndarskattlagningarlíkanið leysir þennan vanda með því að haga skattlagningu framleiðsluþátta (vinnuafls og fjármagns) eftir hreyfanleika. Auðhreyfanlegir framleiðsluþættir (fjármagn) eru skattlagðir með svipuðum hætti og í samkeppnislöndum, tregheyfanlegir framleiðsluþættir (vinnuafl) eru skattlagðir í samræmi við tekjuöflunarþörf hins opinbera. Þessi aðferðafræði hefur gengið upp með þeim ágætum að hagfræðingar og stjórnmálamenn víða um lönd telja sig hafa nokkuð af að læra.[6]

Einstakir skattstofnar

Fjármagnstekjuskattur einstaklinga í Noregi og Svíþjóð er svipaður og í Bandaríkjunum, en í Danmörku er hann talsvert hærri (fer hæst í um 30% í Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum en er um 47% í Danmörku).[7] Vera kann að þessi munur milli landanna stafi af og móti félagsform atvinnufyrirtækja í Danmörku, en þar er algengt að sjálfseignarstofnanir komi að mikilvægum þáttum rekstrar. Tekjuskattur fyrirtækja á hinum Norðurlöndunum er svipaður og í öðrum OECD-löndum, á bilinu 22 til 27%, umtalsvert lægri en í Bandaríkjunum. Á Íslandi er hann 20% eins og fjármagnstekjuskatturinn. Heildarskattlagning á eignatekjur er oft sýnd sem tekjuskattur á hagnað félaga að viðbættum fjármagnstekjuskatti á arð, það er hagnað að frádregnum skatti á hann. Í samanburðarlöndunum er þannig reiknaður samanlagði skattur 46-50% en á Íslandi 36%.

Skattar á launatekjur

Í doktorsritgerð sinni gerir hagfræðingurinn Axel Hall býsna ýtarlegan samanburð á formi skattlagningar á launatekjum á Norðurlöndum og á Íslandi. Niðurstaða hans er að skattar sem hlutfall tekna sé lægst á Íslandi, en hins vegar aukist jaðarskattar hraðar á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Samanburður á jaðarsköttum er gefinn í töflu 2-1 í ritgerð Axels og er sú tafla endurbirt hér.

Samanburður á jaðarsköttum (e. marginal tax) milli Norðurlandanna.

Tafla 2-2 í ritgerð Axels gefur svo ýtarlegra yfirlit miðað við skattkerfin eins og þau voru árið 2010.

Ýtarlegt yfirlit yfir skattkerfi Norðurlandanna.

Meginniðurstaða Axels er að meðalskattur (skattgreiðslur sem hlutfall launatekna) sé lægstur á Íslandi og hæstur í Svíþjóð, en að skattgreiðslur aukist hraðar með tekjuaukningu á Íslandi en nokkru hinna Norðurlandanna (stighækkun, e. progressivity, tekjuskattkerfisins sé mest á Íslandi).

Virðisaukaskattur er á svipuðu róli á Norðurlöndum, 25% í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, 24% í Finnlandi.[8][9] Að þessu leyti er skattbyrðin svipuð á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum.

Þegar kemur að skattlagningu náttúruauðlinda sker Noregur sig nokkuð úr, en auk 27% tekjuskatts fyrirtækja greiða félög sem vinna olíu auðlindaskatt sem nemur 51% af reiknuðum hagnaði.[10] Á Íslandi hefur er renta af náttúruauðlindum ekki skattlögð sérstaklega ef frá eru talin veiðigjöld sem reikna má með að séu um 10% af rentu í sjávarútvegi.

Greiðslur í heilbrigðis- og menntakerfi

Kaupmáttarleiðrétt útgjöld vegna heilbrigðismála eru yfir OECD-meðaltali á öllum Norðurlöndum nema Finnlandi, þar sem útgjöldin eru rétt undir meðaltalinu. Saman fer lág hlutdeild notenda í útgjöldum og há útgjöld. Þannig er hlutdeild notenda (sjúkra og annarra notenda þjónustunnar) 15-16% af heildarútgjöldum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, en 19% á Íslandi og 25% í Finnlandi. Þá er verulegur munur á umfangi útgjaldanna. Þannig eru útgjöldin um 60% hærri í Noregi í heildina en á Íslandi, sjá töflu 9.1 úr Health at a Glance.[11]

Kaupmáttarleiðrétt útgjöld vegna heilbrigðismála í dölum (e. Per capita USD PPP). Taflan sýnir heildarútgjöld, auk hlutfalls notendaútgjalda. Tölurnar eru frá árinu 2013 (eða 2012 ef gögn vantar fyrir árið 2013). Taflan sýnir einungis hluta gagnanna en áhugasömum lesandum er bent á töflu 9.1 í áðurnefndri skýrslu.

Land
Heild
Hlutfall einkareksturs
Bandaríkin
8.713
52%
Sviss
6.325
33%
Noregur
5.862
15%
Holland
5.131
12%
Svíþjóð
4.904
16%
Þýskaland
4.819
24%
Danmörk
4.553
16%
Austurríki
4.553
24%
Lúxemborg
4.371
17%
Kanada
4.351
29%
Belgía
4.256
22%
Frakkland
4.124
21%
Ástralía
3.866
32%
Japan
3.713
17%
Ísland
3.677
19%
Írland
3.663
32%
OECD-meðaltal
3.453
27%
Finnland
3.442
25%
Nýja-Sjáland
3.328
20%
Bretland
3.235
17%

Svipaða sögu er að segja af menntamálum. Einkenni norrænu þjóðanna er mjög lág kostnaðarþátttaka notenda, hvort heldur er á háskólastigi eða á lægri skólastigum eins og sjá má af meðfylgjandi töflu.[12]

Hlutfallsleg kostnaðarþátttaka notenda vegna menntamála. Tölurnar eru frá árinu 2013 (eða 2012 eða 2014 ef gögn vantar fyrir árið 2013).

Land
Lægri skólastig
Háskólastig
Suður-Kórea
16%
68%
Japan
7%
65%
Bandaríkin
8%
64%
Síle
21%
62%
Ástralía
18%
58%
Ísrael
11%
50%
Kólumbía
23%
49%
Nýja-Sjáland
17%
48%
Kanada
8%
48%
Bretland
16%
43%
Portúgal
12%
42%
Kosta Ríka
15%
39%
Ungverjaland
8%
37%
Rússland
4%
35%
Ítalía
4%
33%
Mexíkó
17%
32%
Lettland
2%
32%
Spánn
12%
31%
OECD-meðaltal
9%
30%
Holland
13%
30%
Litháen
3%
25%
Slóvakía
11%
24%
Tékkland
9%
23%
Írland
5%
22%
EU22-meðaltal
7%
22%
Frakkland
9%
21%
Tyrkland
13%
20%
Pólland
8%
20%
Eistland
2%
18%
Þýskaland
13%
14%
Slóvenía
9%
13%
Belgía
4%
11%
Svíþjóð
0%
10%
Ísland
4%
9%
Danmörk
3%
6%
Austurríki
4%
5%
Noregur
0%
4%
Finnland
1%
4%
Argentína
15%
1%

Samantekt

Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér eru opinber útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu á Norðurlöndum há samanborið við önnur OECD-lönd. Þó eru nokkur lönd sem eru með hærra hlutfall.[13]

Opinber útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu.

Ísland er með nokkuð lægra hlutfall en hin löndin sem teljast norræn. Að hluta má skýra þann mun með fyrirkomulagi lífeyrismála, en hlutur hins opinbera í lífeyrisgreiðslum er víða talsvert hærri en á Íslandi. Það má því slá því föstu að skattkerfið íslenska aflar mikilla tekna í samanburði við skattkerfi margra annarra landa innan OECD. Skattkerfið er á ytra borði mjög líkt norrænu kerfunum. Fyrirkomulag óbeinna skatta er svipað í öllum löndunum. Öll löndin búa við einhvers konar afbrigði tvenndarskattlagningar með tiltölulega háa skatta á launatekjur og fremur lága skatta á fjármagnstekjur og tekjur fyrirtækja, einkum á Íslandi. En þegar aðeins er skyggnst undir yfirborðið dregur úr samsvöruninni.

Grundvöllur atvinnustarfseminnar á Íslandi og í Noregi hvílir á auðlindanýtingu, en á iðnaðarframleiðslu og þjónustustarfsemi í hinum löndunum þremur. Noregur hefur aðlagað skattkerfi sitt að þessari staðreynd eins og rakið var að ofan. Fyrirtæki sem taka þátt í vinnslu olíu í norskri lögsögu borga auka hagnaðarskatt sem nemur 51% af hagnaði. Þeirri skattlagningu er ætlaður margþættur tilgangur, til dæmis að efla grundvöll velferðarkerfisins til framtíðar litið og að draga úr þrýstingi á gengi norsku krónunnar svo aðrar atvinnugreinar hafi starfsfrið. Almennt má segja að stjórnmálamenn og embættismenn skattkerfisins hafi lagt sig fram um að vanda sig þegar skattkerfin hafa verið endurskoðuð minnugir þess að skattar hafa margvísleg áhrif, sum augljós, önnur ekki.

Tilvísanir:
 1. ^ Buffett says he's still paying lower tax rate than his secretary - CNN Money. (Skoðað 29.05.2017).
 2. ^ Erling Barth, Karl O. Moene, Fredrik Willumsen. The Scandinavian model—An interpretation. Journal of Public Economics, Volume 117, September 2014, Pages 60-72. (Skoðað 29.05.2017).
 3. ^ Kalle Moene - Den skandinaviske modellen - YouTube (Skoðað 29.05.2017).
 4. ^ Þórólfur Matthíasson. Tvenndarskattlagning - norræna skattalíkanið. Vísbending, 27. árgangur 2009, 48. tölublað. (Skoðað 29.05.2017).
 5. ^ Peter Birch Sørensen. Dual Income Taxes: a Nordic Tax System. (Skoðað 29.05.2017).
 6. ^ The Nordic countries: The next supermodel - The Economist. (Skoðað 29.05.2017).
 7. ^ How Scandinavian Countries Pay for Their Government Spending - Tax Foundation. (Skoðað 29.05.2017).
 8. ^ VAT rates applied in the Member States of the European Union. (Skoðað 29.05.2017).
 9. ^ VAT in Norway - TaxNorway. (Skoðað 29.05.2017).
 10. ^ Oil and gas taxation in Norway - Deloitte. (Skoðað 29.05.2017).
 11. ^ Health at a Glance 2015: OECD Indicators. (Skoðað 29.05.2017).
 12. ^ Education at a Glance 2016: OECD Indicators. (Skoðað 29.05.2017).
 13. ^ General government - General government spending - OECD Data. (Skoðað 29.05.2017).

Myndir:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.6.2017

Spyrjandi

Torfi Tulinius

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Dreifir íslenska skattkerfið verðmætum verr en skattkerfi hinna Norðurlandanna? “ Vísindavefurinn, 1. júní 2017. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74114.

Þórólfur Matthíasson. (2017, 1. júní). Dreifir íslenska skattkerfið verðmætum verr en skattkerfi hinna Norðurlandanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74114

Þórólfur Matthíasson. „Dreifir íslenska skattkerfið verðmætum verr en skattkerfi hinna Norðurlandanna? “ Vísindavefurinn. 1. jún. 2017. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74114>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Dreifir íslenska skattkerfið verðmætum verr en skattkerfi hinna Norðurlandanna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Stendur íslenska skattkerfið sig verr í að endurdreifa verðmætum í þjóðfélaginu og standa undir menntuðu velferðarsamfélagi en skattkerfin í Noregi, Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi?

Skatt- og útgjaldakerfi hins opinbera hafa margvísleg áhrif á dreifingu verðmæta milli þjóðfélagsþegnanna. Ekkert einfalt svar er við þeirri spurningu hvort eitt kerfi standi sig betur eða verr en önnur í þeim efnum. Til þess eru matskennd gildisatriði of mörg og samanburður flókinn af tæknilegum ástæðum. Til einföldunar má skipta spurningunni og svörum við henni í þrjá þætti. Í fyrsta lagi ræður umfang velferðarkerfanna, það er samneyslan sem hlutfall þjóðarframleiðslu miklu. Í öðru lagi hefur gerð skattkerfisins, það er hvernig það dreifir skattbyrðinni á þegnana mikil áhrif og í þriðja lagi ráða útgjaldakerfin miklu um hvernig samneyslan nýtist einstökum þjóðfélagshópum.

Skattar leggjast af mismiklum þunga á tekjuhópa, bæði eftir eðli og uppruna teknanna og eftir umfangi þeirra. Þannig er tekjuskattur af launatekjum að jafnaði hærri af mjög háum tekjum en af mjög lágum tekjum. Skattur af fjármagnstekjum er annar en skattur af launatekjum og dreifing þeirra tekna mismunandi og sama á við um tekjur af eftirsóttum náttúruauðlindum. Óbeinir skattar leggjast af mismiklum þunga á ólíka neysluvöruflokka. Það getur haft áhrif á dreifingu skattbyrði milli tekjuhópa ef neyslumynstur tekjuhópa er ólíkt og þá sérstaklega hversu stór hluti teknanna fer til neyslu á skattskyldri vöru og þjónustu. Af þeim ástæðum eru óbeinir skattar andstætt beinum sköttum jafnan með fallandi skattbyrði. Skattheimtan hefur þannig óbein áhrif á tekjuskiptinguna.

Skattar leggjast af mismiklum þunga á tekjuhópa, bæði eftir eðli og uppruna teknanna og eftir umfangi þeirra. Þannig er tekjuskattur af launatekjum að jafnaði hærri af mjög háum tekjum en af mjög lágum tekjum. Skattur af fjármagnstekjum er annar en skattur af launatekjum og dreifing þeirra tekna mismunandi og sama á við um tekjur af eftirsóttum náttúruauðlindum.

Alla jafna er tekjuskiptingin „eftir tekjuskatt“ jafnari en tekjuskipting „fyrir skatt“. Það er þó ekki algilt. Þannig fullyrðir auðkýfingurinn Warren Buffett að hann greiði lægri skatt hlutfallslega en einkaritari hans gerir.[1] Ástæðan er að samsetning tekna Buffetts er hagstæð með tilliti til skattgreiðslna samanborið við samsetningu tekna einkaritarans þar sem tekjur Buffetts eru að langmestu leyti tilkomnar vegna virðisaukningar verðbréfa sem bera tiltölulega lágan skatt samanborið við launatekjuskatt ritarans. Vegna óbeinu skattanna, einkum ef þeir eru stór hluti skatttekna, getur þetta þó snúist við og heildarskattbyrði á lágar tekjur og miðlungstekjur orðið meiri en á hærri tekjur.

Útgjaldakerfi hins opinbera hafa óbein áhrif á dreifingu verðmæta í þjóðfélaginu rétt eins og skattkerfið. Á Norðurlöndum er menntun sem hið opinbera veitir ýmist veitt endurgjaldslaust eða gegn gjaldi sem ekki endurspeglar kostnaðinn við að veita menntunina. Sama á við um marga þætti heilbrigðisþjónustunnar, auk þess sem umfang félagslegrar þjónustu er mikið. Efnahagur hefur því ekki eins mikil áhrif á notkun þjóðfélagsþegnanna á þjónustu heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins á Norðurlöndum og víða annars staðar. Þessir þættir eru mikilvægir þræðir í uppbyggingu hins skandinavíska þjóðfélagslíkans.[2][3]

Skandinavíska skattalíkanið

Í Evrópu eru ríkjandi tvær höfuðstefnur um uppbyggingu skattkerfa. Annars vegar er samræmd skattlagning (e. comprehensive taxation) og hins vegar er tvenndarskattlagning (e. dual taxation).[4][5]

Með samræmdri skattlagningu er áhersla lögð á að meðhöndla tekjur einstaklinga með sama hætti óháð uppruna. Þannig er leitast við að skattlagning fjármagnstekna sé svipuð skattlagningu launatekna. Fyrir þessu eru bæði sanngirnis- og hagkvæmnisrök. Sanngirnisrökin lúta að því að króna sé króna hvort sem hennar var aflað fyrir tilstuðlan þjónustu fjármagns eða vinnuafls. Í vel útfærðu kerfi byggðu á samræmdri skattlagningu myndi vandamál Warren Buffetts sem nefnt var hér að framan ekki koma upp. Hagkvæmnisrökin lúta að því að séu allar tekjur einstaklinga meðhöndlaðar með sama hætti sparist fé í yfirferð skattframtala og í skattaeftirlit.

Í Evrópu eru ríkjandi tvær höfuðstefnur um uppbyggingu skattkerfa. Annars vegar er samræmd skattlagning (e. comprehensive taxation) og hins vegar er tvenndarskattlagning (e. dual taxation)

Eins og rakið er í greininni „Tvenndarskattlagning - norræna skattalíkanið“ er norræna tvenndarskattlagningin tilraun til að leysa tvíþætt vandamál: Annars vegar vegna vilja stjórnvalda til að halda uppi víðfeðmara velferðar- og almannaþjónustukerfi en gerist í samkeppnis- og nágrannalöndum. Hins vegar að skapa umhverfi sem er aðlaðandi fyrir fyrirtæki sem eru í samkeppni við fyrirtæki staðsett í öðrum löndum þar sem tekjuöflunarþörf hins opinbera er minni. Tvenndarskattlagningarlíkanið leysir þennan vanda með því að haga skattlagningu framleiðsluþátta (vinnuafls og fjármagns) eftir hreyfanleika. Auðhreyfanlegir framleiðsluþættir (fjármagn) eru skattlagðir með svipuðum hætti og í samkeppnislöndum, tregheyfanlegir framleiðsluþættir (vinnuafl) eru skattlagðir í samræmi við tekjuöflunarþörf hins opinbera. Þessi aðferðafræði hefur gengið upp með þeim ágætum að hagfræðingar og stjórnmálamenn víða um lönd telja sig hafa nokkuð af að læra.[6]

Einstakir skattstofnar

Fjármagnstekjuskattur einstaklinga í Noregi og Svíþjóð er svipaður og í Bandaríkjunum, en í Danmörku er hann talsvert hærri (fer hæst í um 30% í Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum en er um 47% í Danmörku).[7] Vera kann að þessi munur milli landanna stafi af og móti félagsform atvinnufyrirtækja í Danmörku, en þar er algengt að sjálfseignarstofnanir komi að mikilvægum þáttum rekstrar. Tekjuskattur fyrirtækja á hinum Norðurlöndunum er svipaður og í öðrum OECD-löndum, á bilinu 22 til 27%, umtalsvert lægri en í Bandaríkjunum. Á Íslandi er hann 20% eins og fjármagnstekjuskatturinn. Heildarskattlagning á eignatekjur er oft sýnd sem tekjuskattur á hagnað félaga að viðbættum fjármagnstekjuskatti á arð, það er hagnað að frádregnum skatti á hann. Í samanburðarlöndunum er þannig reiknaður samanlagði skattur 46-50% en á Íslandi 36%.

Skattar á launatekjur

Í doktorsritgerð sinni gerir hagfræðingurinn Axel Hall býsna ýtarlegan samanburð á formi skattlagningar á launatekjum á Norðurlöndum og á Íslandi. Niðurstaða hans er að skattar sem hlutfall tekna sé lægst á Íslandi, en hins vegar aukist jaðarskattar hraðar á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Samanburður á jaðarsköttum er gefinn í töflu 2-1 í ritgerð Axels og er sú tafla endurbirt hér.

Samanburður á jaðarsköttum (e. marginal tax) milli Norðurlandanna.

Tafla 2-2 í ritgerð Axels gefur svo ýtarlegra yfirlit miðað við skattkerfin eins og þau voru árið 2010.

Ýtarlegt yfirlit yfir skattkerfi Norðurlandanna.

Meginniðurstaða Axels er að meðalskattur (skattgreiðslur sem hlutfall launatekna) sé lægstur á Íslandi og hæstur í Svíþjóð, en að skattgreiðslur aukist hraðar með tekjuaukningu á Íslandi en nokkru hinna Norðurlandanna (stighækkun, e. progressivity, tekjuskattkerfisins sé mest á Íslandi).

Virðisaukaskattur er á svipuðu róli á Norðurlöndum, 25% í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, 24% í Finnlandi.[8][9] Að þessu leyti er skattbyrðin svipuð á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum.

Þegar kemur að skattlagningu náttúruauðlinda sker Noregur sig nokkuð úr, en auk 27% tekjuskatts fyrirtækja greiða félög sem vinna olíu auðlindaskatt sem nemur 51% af reiknuðum hagnaði.[10] Á Íslandi hefur er renta af náttúruauðlindum ekki skattlögð sérstaklega ef frá eru talin veiðigjöld sem reikna má með að séu um 10% af rentu í sjávarútvegi.

Greiðslur í heilbrigðis- og menntakerfi

Kaupmáttarleiðrétt útgjöld vegna heilbrigðismála eru yfir OECD-meðaltali á öllum Norðurlöndum nema Finnlandi, þar sem útgjöldin eru rétt undir meðaltalinu. Saman fer lág hlutdeild notenda í útgjöldum og há útgjöld. Þannig er hlutdeild notenda (sjúkra og annarra notenda þjónustunnar) 15-16% af heildarútgjöldum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, en 19% á Íslandi og 25% í Finnlandi. Þá er verulegur munur á umfangi útgjaldanna. Þannig eru útgjöldin um 60% hærri í Noregi í heildina en á Íslandi, sjá töflu 9.1 úr Health at a Glance.[11]

Kaupmáttarleiðrétt útgjöld vegna heilbrigðismála í dölum (e. Per capita USD PPP). Taflan sýnir heildarútgjöld, auk hlutfalls notendaútgjalda. Tölurnar eru frá árinu 2013 (eða 2012 ef gögn vantar fyrir árið 2013). Taflan sýnir einungis hluta gagnanna en áhugasömum lesandum er bent á töflu 9.1 í áðurnefndri skýrslu.

Land
Heild
Hlutfall einkareksturs
Bandaríkin
8.713
52%
Sviss
6.325
33%
Noregur
5.862
15%
Holland
5.131
12%
Svíþjóð
4.904
16%
Þýskaland
4.819
24%
Danmörk
4.553
16%
Austurríki
4.553
24%
Lúxemborg
4.371
17%
Kanada
4.351
29%
Belgía
4.256
22%
Frakkland
4.124
21%
Ástralía
3.866
32%
Japan
3.713
17%
Ísland
3.677
19%
Írland
3.663
32%
OECD-meðaltal
3.453
27%
Finnland
3.442
25%
Nýja-Sjáland
3.328
20%
Bretland
3.235
17%

Svipaða sögu er að segja af menntamálum. Einkenni norrænu þjóðanna er mjög lág kostnaðarþátttaka notenda, hvort heldur er á háskólastigi eða á lægri skólastigum eins og sjá má af meðfylgjandi töflu.[12]

Hlutfallsleg kostnaðarþátttaka notenda vegna menntamála. Tölurnar eru frá árinu 2013 (eða 2012 eða 2014 ef gögn vantar fyrir árið 2013).

Land
Lægri skólastig
Háskólastig
Suður-Kórea
16%
68%
Japan
7%
65%
Bandaríkin
8%
64%
Síle
21%
62%
Ástralía
18%
58%
Ísrael
11%
50%
Kólumbía
23%
49%
Nýja-Sjáland
17%
48%
Kanada
8%
48%
Bretland
16%
43%
Portúgal
12%
42%
Kosta Ríka
15%
39%
Ungverjaland
8%
37%
Rússland
4%
35%
Ítalía
4%
33%
Mexíkó
17%
32%
Lettland
2%
32%
Spánn
12%
31%
OECD-meðaltal
9%
30%
Holland
13%
30%
Litháen
3%
25%
Slóvakía
11%
24%
Tékkland
9%
23%
Írland
5%
22%
EU22-meðaltal
7%
22%
Frakkland
9%
21%
Tyrkland
13%
20%
Pólland
8%
20%
Eistland
2%
18%
Þýskaland
13%
14%
Slóvenía
9%
13%
Belgía
4%
11%
Svíþjóð
0%
10%
Ísland
4%
9%
Danmörk
3%
6%
Austurríki
4%
5%
Noregur
0%
4%
Finnland
1%
4%
Argentína
15%
1%

Samantekt

Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér eru opinber útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu á Norðurlöndum há samanborið við önnur OECD-lönd. Þó eru nokkur lönd sem eru með hærra hlutfall.[13]

Opinber útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu.

Ísland er með nokkuð lægra hlutfall en hin löndin sem teljast norræn. Að hluta má skýra þann mun með fyrirkomulagi lífeyrismála, en hlutur hins opinbera í lífeyrisgreiðslum er víða talsvert hærri en á Íslandi. Það má því slá því föstu að skattkerfið íslenska aflar mikilla tekna í samanburði við skattkerfi margra annarra landa innan OECD. Skattkerfið er á ytra borði mjög líkt norrænu kerfunum. Fyrirkomulag óbeinna skatta er svipað í öllum löndunum. Öll löndin búa við einhvers konar afbrigði tvenndarskattlagningar með tiltölulega háa skatta á launatekjur og fremur lága skatta á fjármagnstekjur og tekjur fyrirtækja, einkum á Íslandi. En þegar aðeins er skyggnst undir yfirborðið dregur úr samsvöruninni.

Grundvöllur atvinnustarfseminnar á Íslandi og í Noregi hvílir á auðlindanýtingu, en á iðnaðarframleiðslu og þjónustustarfsemi í hinum löndunum þremur. Noregur hefur aðlagað skattkerfi sitt að þessari staðreynd eins og rakið var að ofan. Fyrirtæki sem taka þátt í vinnslu olíu í norskri lögsögu borga auka hagnaðarskatt sem nemur 51% af hagnaði. Þeirri skattlagningu er ætlaður margþættur tilgangur, til dæmis að efla grundvöll velferðarkerfisins til framtíðar litið og að draga úr þrýstingi á gengi norsku krónunnar svo aðrar atvinnugreinar hafi starfsfrið. Almennt má segja að stjórnmálamenn og embættismenn skattkerfisins hafi lagt sig fram um að vanda sig þegar skattkerfin hafa verið endurskoðuð minnugir þess að skattar hafa margvísleg áhrif, sum augljós, önnur ekki.

Tilvísanir:
 1. ^ Buffett says he's still paying lower tax rate than his secretary - CNN Money. (Skoðað 29.05.2017).
 2. ^ Erling Barth, Karl O. Moene, Fredrik Willumsen. The Scandinavian model—An interpretation. Journal of Public Economics, Volume 117, September 2014, Pages 60-72. (Skoðað 29.05.2017).
 3. ^ Kalle Moene - Den skandinaviske modellen - YouTube (Skoðað 29.05.2017).
 4. ^ Þórólfur Matthíasson. Tvenndarskattlagning - norræna skattalíkanið. Vísbending, 27. árgangur 2009, 48. tölublað. (Skoðað 29.05.2017).
 5. ^ Peter Birch Sørensen. Dual Income Taxes: a Nordic Tax System. (Skoðað 29.05.2017).
 6. ^ The Nordic countries: The next supermodel - The Economist. (Skoðað 29.05.2017).
 7. ^ How Scandinavian Countries Pay for Their Government Spending - Tax Foundation. (Skoðað 29.05.2017).
 8. ^ VAT rates applied in the Member States of the European Union. (Skoðað 29.05.2017).
 9. ^ VAT in Norway - TaxNorway. (Skoðað 29.05.2017).
 10. ^ Oil and gas taxation in Norway - Deloitte. (Skoðað 29.05.2017).
 11. ^ Health at a Glance 2015: OECD Indicators. (Skoðað 29.05.2017).
 12. ^ Education at a Glance 2016: OECD Indicators. (Skoðað 29.05.2017).
 13. ^ General government - General government spending - OECD Data. (Skoðað 29.05.2017).

Myndir:

...