Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvað segir vísindasamfélagið um áhrif lífeyrisskuldbindinga á skattbyrði?

Þórólfur Matthíasson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Samanburður á skattbyrði milli Norðurlandanna er leikfimi út af fyrir sig þar sem skattprósentan er misjöfn. Hins vegar er iðulega ekki gert ráð fyrir réttum forsendum í þessum samanburði. Mig langar að fá álit vísindasamfélagsins á því hvernig eigi að reikna inn lífeyrisskuldbindingar á Íslandi í þennan samanburð þannig að verið sé að bera saman sambærilegar stærðir.

Það er rétt athugað hjá fyrirspyrjanda að lífeyrisgreiðslur eru að hluta til fjármagnaðar með öðrum hætti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Reyndar er það svo að útgjaldaflokkar sem eru fjármagnaðir af sköttum í einu landi geta verið fjármagnaðir af einkaaðilum annars staðar. Sem dæmi má nefna heilbrigðisútgjöld sem eru fjármögnuð að umtalsverðu leyti af hinu opinbera í mörgum löndum Evrópu en af einkaaðilum í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA).

Óbeint fjármagnar þó hið opinbera í BNA hluta heilbrigðisútgjalda þar sem tryggingarútgjöld geta myndað frádráttarstofn til skatts bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Árið 2016 er talið að þessi útgjöld geti numið um 216 milljörðum dollara (um 1-1,5% af VLF).[1] Þessi útgjöld eru kölluð skattaútgjöld (e. tax expenditure). Eðlilega endurspeglar samanburður milli landa þann mun sem er á fyrirkomulagi heilbrigðistrygginga: Skattbyrði er lægri, allt annað líkt, í löndum þar sem heilbrigðistryggingar eru á ábyrgð einkaaðila og ekki hins opinbera.

Sé lífeyrir fjármagnaður með sköttum telst skattbyrði hærri, allt annað líkt, en sé lífeyrir fjármagnaður með iðgjöldum (framlagi) einstaklinga. Myndin er tekin í Stokkhólmi.

Yfirleitt eru lífeyristryggingar meðhöndlaðar á sama hátt og heilbrigðistryggingarnar. Sé lífeyrir fjármagnaður með sköttum telst skattbyrði hærri, allt annað líkt, en sé lífeyrir fjármagnaður með iðgjöldum (framlagi) einstaklinga. Skiptir engu hvort um sjóðasöfnun eða gegnumstreymiskerfi er að ræða. Nú má reyndar hafa uppi þá mótbáru þegar íslenska lífeyriskerfið á í hluta að iðgjöld til þess séu lögbundin. Iðgjöldin, framlög launþega og vinnuveitenda, séu því í raun skattur en ekki frjáls sparnaður.

Til gamans má geta þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði lífeyrisiðgjöldum skil í skýrslu sem tekin var saman um íslenska skattkerfið.[2] Þeir benda á að skattar og iðgjöld til félagslegra trygginga á Íslandi árið 2007 hafi numið 40,9% af VLF, samanborið við 48,7% í Danmörku, 43% í Finnlandi, 43,6% í Noregi og 48,3% í Svíþjóð. Jafnframt benda þeir á að væri skyldugreiðslum til lífeyrissjóða bætt við væri skattbyrðin 48,5% af VLF það ár. Ísland fær þá úr því að vera með lægstu skattbyrði á Norðurlöndum í það að vera nánast með sömu skattbyrði og það Norðurlandanna sem var með hvað hæsta skattbyrði það ár (Danmörk).

Tilvísanir:
  1. ^ What are the largest tax expenditures? - Tax Policy Center. (Skoðað 28.11.2016).
  2. ^ Escolano, J., Matheson, T., Heady, C., & G., M. (2010). Improving the Equity and Revenue Productivitity of the Icelandic Tax System. International Monetary Fund, Fiscal Affairs Department. New York: IMF. (Skoðað 28.11.2016).

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.11.2016

Spyrjandi

Stefán Matthíasson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvað segir vísindasamfélagið um áhrif lífeyrisskuldbindinga á skattbyrði?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2016. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73060.

Þórólfur Matthíasson. (2016, 30. nóvember). Hvað segir vísindasamfélagið um áhrif lífeyrisskuldbindinga á skattbyrði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73060

Þórólfur Matthíasson. „Hvað segir vísindasamfélagið um áhrif lífeyrisskuldbindinga á skattbyrði?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2016. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73060>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað segir vísindasamfélagið um áhrif lífeyrisskuldbindinga á skattbyrði?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Samanburður á skattbyrði milli Norðurlandanna er leikfimi út af fyrir sig þar sem skattprósentan er misjöfn. Hins vegar er iðulega ekki gert ráð fyrir réttum forsendum í þessum samanburði. Mig langar að fá álit vísindasamfélagsins á því hvernig eigi að reikna inn lífeyrisskuldbindingar á Íslandi í þennan samanburð þannig að verið sé að bera saman sambærilegar stærðir.

Það er rétt athugað hjá fyrirspyrjanda að lífeyrisgreiðslur eru að hluta til fjármagnaðar með öðrum hætti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Reyndar er það svo að útgjaldaflokkar sem eru fjármagnaðir af sköttum í einu landi geta verið fjármagnaðir af einkaaðilum annars staðar. Sem dæmi má nefna heilbrigðisútgjöld sem eru fjármögnuð að umtalsverðu leyti af hinu opinbera í mörgum löndum Evrópu en af einkaaðilum í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA).

Óbeint fjármagnar þó hið opinbera í BNA hluta heilbrigðisútgjalda þar sem tryggingarútgjöld geta myndað frádráttarstofn til skatts bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Árið 2016 er talið að þessi útgjöld geti numið um 216 milljörðum dollara (um 1-1,5% af VLF).[1] Þessi útgjöld eru kölluð skattaútgjöld (e. tax expenditure). Eðlilega endurspeglar samanburður milli landa þann mun sem er á fyrirkomulagi heilbrigðistrygginga: Skattbyrði er lægri, allt annað líkt, í löndum þar sem heilbrigðistryggingar eru á ábyrgð einkaaðila og ekki hins opinbera.

Sé lífeyrir fjármagnaður með sköttum telst skattbyrði hærri, allt annað líkt, en sé lífeyrir fjármagnaður með iðgjöldum (framlagi) einstaklinga. Myndin er tekin í Stokkhólmi.

Yfirleitt eru lífeyristryggingar meðhöndlaðar á sama hátt og heilbrigðistryggingarnar. Sé lífeyrir fjármagnaður með sköttum telst skattbyrði hærri, allt annað líkt, en sé lífeyrir fjármagnaður með iðgjöldum (framlagi) einstaklinga. Skiptir engu hvort um sjóðasöfnun eða gegnumstreymiskerfi er að ræða. Nú má reyndar hafa uppi þá mótbáru þegar íslenska lífeyriskerfið á í hluta að iðgjöld til þess séu lögbundin. Iðgjöldin, framlög launþega og vinnuveitenda, séu því í raun skattur en ekki frjáls sparnaður.

Til gamans má geta þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði lífeyrisiðgjöldum skil í skýrslu sem tekin var saman um íslenska skattkerfið.[2] Þeir benda á að skattar og iðgjöld til félagslegra trygginga á Íslandi árið 2007 hafi numið 40,9% af VLF, samanborið við 48,7% í Danmörku, 43% í Finnlandi, 43,6% í Noregi og 48,3% í Svíþjóð. Jafnframt benda þeir á að væri skyldugreiðslum til lífeyrissjóða bætt við væri skattbyrðin 48,5% af VLF það ár. Ísland fær þá úr því að vera með lægstu skattbyrði á Norðurlöndum í það að vera nánast með sömu skattbyrði og það Norðurlandanna sem var með hvað hæsta skattbyrði það ár (Danmörk).

Tilvísanir:
  1. ^ What are the largest tax expenditures? - Tax Policy Center. (Skoðað 28.11.2016).
  2. ^ Escolano, J., Matheson, T., Heady, C., & G., M. (2010). Improving the Equity and Revenue Productivitity of the Icelandic Tax System. International Monetary Fund, Fiscal Affairs Department. New York: IMF. (Skoðað 28.11.2016).

Mynd:

...