Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?

Silja Bára Ómarsdóttir

Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin vegum en kostnaðurinn var slíkur að nær enginn hafði efni á því. Því fer þó fjarri að um sé að ræða almannatryggingar eins og þær þekkjast á Íslandi, því enn verða einstaklingar að kaupa sér tryggingar á einkamarkaði. Eitt stærsta framfaraskrefið er að þeir sem áður höfðu ekki aðgang að slíkum tryggingum á viðráðanlegu verði, um 32 milljónir manna, geta núna keypt sér tryggingar.

Bandaríkjamönnum hefur gengið illa að koma á fót heildstæðu almannatryggingakerfi. Ítrekaðar tilraunir hafa þó verið gerðar til þess, að minnsta kosti frá því að Franklin D. Roosevelt lagði fram tillögu sína um endurnýjaða réttindaskrá fyrir Bandaríkin árið 1944. Þá var öldungadeildarþingmaðurinn Teddy Kennedy mikill baráttumaður fyrir almannatryggingum meðan hann sat á þingi. Þessar tilraunir hafa skilað takmörkuðum árangri, fyrir utan Medicare og Medicaid, sem tryggja aldraða og hina verst settu.

Það er ýmislegt sem breytist við gildistöku nýju löggjafarinnar. Medicare og Medicaid halda áfram að starfa og það er sérstaklega mikilvægt að Medicaid mun nú veita öllum sem lifa undir fátæktarmörkum aðgang að sjúkratryggingum, en áður þurfti fólk að sýna fram á fátækt og til dæmis fötlun til að hafa aðgang að því kerfi. Ein mikilvægasta breytingin er þó að nú er bannað synja fólki um tryggingu sem þegar hefur verið greint með sjúkdóm. Þetta hefur verið algeng orsök þess að fólk hefur verið ótryggt. Sums staðar er jafnvel leyfilegt að synja umsækjendum um tryggingu á grundvelli þess að það búi við ofbeldi í nánu sambandi, sem telst áhættusöm iðja.


Barack Obama skrifar undir lög um sjúkratryggingar.

Litlum fyrirtækjum og fólki sem vill kaupa sína eigin tryggingu verður gert kleift að kaupa í „potti“ með fleirum í staðinn fyrir að reyna að fá afslátt fyrir fáa í einu. Lítil fyrirtæki fá skattaafslátt fyrir að bjóða starfsmönnum upp á tryggingar. Niðurgreiðsla verður í boði fyrir fólk með takmörkuð fjárráð og miðað verður við fjórföld fátæktarmörk. Þak verður sett á greiðslur á hverju ári. Þeir sem ekki kaupa tryggingar verða sektaðir við skattframtal. Afleiðingarnar af þessu er að 32 milljónir manna, sem eru ótryggðar í dag, fá sjúkratryggingar og 92% þeirra sem ekki fá tryggingar vegna aldurs verða þá tryggð. Fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn verða skylduð til að bjóða upp á tryggingar. Litlar breytingar verða annars á tryggingum fyrir þá sem nú þegar njóta slíks aðgangs.

Aðrar umbætur á tryggingamarkaði fela í sér að bjóða verður upp á fyrirbyggjandi læknisskoðanir. Þá geta börn verið á tryggingu foreldra til 26 ára aldurs í stað þess að detta út af henni við útskrift úr háskóla. Ekki verður hægt að segja upp tryggingu eftir að fólk veikist eða takmarka hámarkssjúkrakostnað yfir ævina. Að lokum þurfa tryggingafyrirtæki að nota 80-85% af iðgjöldum í heilbrigðisþjónustu, en í dag geta þau tekið meira til sín í rekstur. Helstu breytingar fyrir eldri borgara, sem margir hverjir þurfa að eyða háum upphæðum í lyf, er að þeir fá endurgreiðslu á þeim kostnaði þar til tryggingarnar fara að greiða allan kostnað árið 2020.

Heildarkostnaður við frumvarpið er 943 milljarðar bandaríkjadollara til tíu ára. Þessi upphæð fer aðallega í niðurgreiðslur til að fólk geti keypt sér tryggingar en lækkar væntanlega fjárlagahallann um 138 milljarða á sama tíma. Kostnaðurinn er einkum greiddur með gjaldlagningu á lyfjafyrirtæki og annan iðnað sem hagnast á auknu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Bandaríkin eyða nú þegar 2,5 billjónum dollara í heilbrigðiskerfið á ári hverju.

Það er mikil breyting að allur almenningur í Bandaríkjunum hafi aðgang að sjúkratryggingum. En lögin voru dýru verði keypt og gera enga grundvallarbreytingu á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna því enn hefur ekki verið stofnað opinbert heilbrigðiskerfi. Þá eru enn 23 milljónir sem ekki hafa aðgang að tryggingum, þar af sjö milljónir óskráðra innflytjenda. Ríkið veitir ekki tryggingar eins og vonir stóðu upphaflega til. 219 þingmenn demókrata í fulltrúadeildinni studdu frumvarpið. Enginn repúblikani studdi frumvarpið og þeir hafa hótað því að fella lögin úr gildi nái þeir meirihluta í þinginu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Silja Bára Ómarsdóttir

prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Útgáfudagur

23.7.2010

Spyrjandi

Bjarni Ólafsson, f. 1994

Tilvísun

Silja Bára Ómarsdóttir. „Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2010, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53429.

Silja Bára Ómarsdóttir. (2010, 23. júlí). Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53429

Silja Bára Ómarsdóttir. „Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2010. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53429>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?
Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin vegum en kostnaðurinn var slíkur að nær enginn hafði efni á því. Því fer þó fjarri að um sé að ræða almannatryggingar eins og þær þekkjast á Íslandi, því enn verða einstaklingar að kaupa sér tryggingar á einkamarkaði. Eitt stærsta framfaraskrefið er að þeir sem áður höfðu ekki aðgang að slíkum tryggingum á viðráðanlegu verði, um 32 milljónir manna, geta núna keypt sér tryggingar.

Bandaríkjamönnum hefur gengið illa að koma á fót heildstæðu almannatryggingakerfi. Ítrekaðar tilraunir hafa þó verið gerðar til þess, að minnsta kosti frá því að Franklin D. Roosevelt lagði fram tillögu sína um endurnýjaða réttindaskrá fyrir Bandaríkin árið 1944. Þá var öldungadeildarþingmaðurinn Teddy Kennedy mikill baráttumaður fyrir almannatryggingum meðan hann sat á þingi. Þessar tilraunir hafa skilað takmörkuðum árangri, fyrir utan Medicare og Medicaid, sem tryggja aldraða og hina verst settu.

Það er ýmislegt sem breytist við gildistöku nýju löggjafarinnar. Medicare og Medicaid halda áfram að starfa og það er sérstaklega mikilvægt að Medicaid mun nú veita öllum sem lifa undir fátæktarmörkum aðgang að sjúkratryggingum, en áður þurfti fólk að sýna fram á fátækt og til dæmis fötlun til að hafa aðgang að því kerfi. Ein mikilvægasta breytingin er þó að nú er bannað synja fólki um tryggingu sem þegar hefur verið greint með sjúkdóm. Þetta hefur verið algeng orsök þess að fólk hefur verið ótryggt. Sums staðar er jafnvel leyfilegt að synja umsækjendum um tryggingu á grundvelli þess að það búi við ofbeldi í nánu sambandi, sem telst áhættusöm iðja.


Barack Obama skrifar undir lög um sjúkratryggingar.

Litlum fyrirtækjum og fólki sem vill kaupa sína eigin tryggingu verður gert kleift að kaupa í „potti“ með fleirum í staðinn fyrir að reyna að fá afslátt fyrir fáa í einu. Lítil fyrirtæki fá skattaafslátt fyrir að bjóða starfsmönnum upp á tryggingar. Niðurgreiðsla verður í boði fyrir fólk með takmörkuð fjárráð og miðað verður við fjórföld fátæktarmörk. Þak verður sett á greiðslur á hverju ári. Þeir sem ekki kaupa tryggingar verða sektaðir við skattframtal. Afleiðingarnar af þessu er að 32 milljónir manna, sem eru ótryggðar í dag, fá sjúkratryggingar og 92% þeirra sem ekki fá tryggingar vegna aldurs verða þá tryggð. Fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn verða skylduð til að bjóða upp á tryggingar. Litlar breytingar verða annars á tryggingum fyrir þá sem nú þegar njóta slíks aðgangs.

Aðrar umbætur á tryggingamarkaði fela í sér að bjóða verður upp á fyrirbyggjandi læknisskoðanir. Þá geta börn verið á tryggingu foreldra til 26 ára aldurs í stað þess að detta út af henni við útskrift úr háskóla. Ekki verður hægt að segja upp tryggingu eftir að fólk veikist eða takmarka hámarkssjúkrakostnað yfir ævina. Að lokum þurfa tryggingafyrirtæki að nota 80-85% af iðgjöldum í heilbrigðisþjónustu, en í dag geta þau tekið meira til sín í rekstur. Helstu breytingar fyrir eldri borgara, sem margir hverjir þurfa að eyða háum upphæðum í lyf, er að þeir fá endurgreiðslu á þeim kostnaði þar til tryggingarnar fara að greiða allan kostnað árið 2020.

Heildarkostnaður við frumvarpið er 943 milljarðar bandaríkjadollara til tíu ára. Þessi upphæð fer aðallega í niðurgreiðslur til að fólk geti keypt sér tryggingar en lækkar væntanlega fjárlagahallann um 138 milljarða á sama tíma. Kostnaðurinn er einkum greiddur með gjaldlagningu á lyfjafyrirtæki og annan iðnað sem hagnast á auknu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Bandaríkin eyða nú þegar 2,5 billjónum dollara í heilbrigðiskerfið á ári hverju.

Það er mikil breyting að allur almenningur í Bandaríkjunum hafi aðgang að sjúkratryggingum. En lögin voru dýru verði keypt og gera enga grundvallarbreytingu á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna því enn hefur ekki verið stofnað opinbert heilbrigðiskerfi. Þá eru enn 23 milljónir sem ekki hafa aðgang að tryggingum, þar af sjö milljónir óskráðra innflytjenda. Ríkið veitir ekki tryggingar eins og vonir stóðu upphaflega til. 219 þingmenn demókrata í fulltrúadeildinni studdu frumvarpið. Enginn repúblikani studdi frumvarpið og þeir hafa hótað því að fella lögin úr gildi nái þeir meirihluta í þinginu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...