Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?

Guðný Björk Eydal

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet)

Algild og afstæð fátæktarmörk

Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line) árið 1899. Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu. Hann aflaði svo nákvæmra upplýsinga um tekjur og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem duguðu fyrir nauðsynjum sem fátæka (Rowntree, [1901] 2000).

Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt, til dæmis í Bandaríkjunum. Algengara er þó að miða við svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps.

Evrópusambandið notar þessa aðferð við mælingar á fátækt meðal aðildarríkja og er þar miðað við að einstaklingur sé fátækur ef tekjur hans eru lægri en 50% af miðgildi ráðstöfunartekna landa hans. Í þeim mælingum er einnig tekið tillit til fjölskyldustærðar og reiknað með að maki þurfi 70% af tekjum sambýlismanns eða -konu sinnar og börn þarfnist 50% af tekjum fullorðinnar manneskju (Guðný Björk Eydal, 2004).

OECD hefur einnig miðað við afstæð fátæktarmörk í sínum mælingum og tekið tillit til fjölskyldustærðar en með öðrum hætti (maki 50% og börn 30%). Þegar afstæðri skilgreiningu er beitt er algengt að fleiri en ein fátæktarmörk séu reiknuð, til dæmis með því að reikna bæði út fátæktarmörk miðað við 40% og 60% af miðgildi tekna.


Heimilislaus maður. Myndin er fengin af síðunni 1 Adventure og er birt með leyfi höfundar, Benjamins Pfeiffers.

Fátækt á Íslandi

Hérlendis hafa ekki verið gerðar reglubundnar mælingar á fátækt og þekking á þróun og umfangi fátæktar er því takmörkuð. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson tóku þátt í norrænu rannsóknarverkefni á vegum norrænu ráðherranefndarinnar þar sem fátækt á Norðurlöndum var mæld. Stuðst var við afstæða skilgreiningu fátæktarþar sem fátækramörk voru miðuð við 50% af miðgildi ráðstöfunartekna, eftir að tekið hafði verið tillit til fjölskyldustærðar með sömu viðmiðum og notuð eru innan Evrópusambandsins. Rannsóknirnar sýndu fram á að árið 1988 bjuggu tæplega 8% íslensku þjóðarinnar við fátækt. Það ár mældist sérstaklega mikil fátækt meðal þeirra sem voru 65 ára og eldri hérlendis eða 12,4%.

Árið 1997-8 var mælingin endurtekin og þá reyndust 6,8% búa við fátækt og hlutfall fátækra eldri borgara hafði lækkað niður í 4,3%. Samkvæmt þessum niðurstöðum var fátækt talsvert meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum (5,3% í Danmörku, 4,9% í Svíþjóð, 4,1% í Finnland og 3,5% í Noregi) (Stefán Ólafsson, 1999; Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson, 2000).

Í rannsókn á einkennum og aðstæðum fátækra á Íslandi við upphaf nýrrar aldar skilgreindi Harpa Njáls (2003) algild fátæktarmörk út frá mati á lágmarksframfærslukostnaði. Niðurstöður hennar voru að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægðu ekki til grunnframfærslu.

Því miður hafa hvorki verið gerðar reglubundnar rannsóknir né langtímarannsóknir á þróun fátæktar hérlendis og því er erfitt að leggja mat á hver hún hefur verið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

 • Guðný Björk Eydal (2004). Velferðarríkið og hin íslenska leið: Framlag íslenskrar félagsfræði til velferðarrannsókna. Í Þóroddur Bjarnason og Helgi Gunnlaugsson (Ritstj.), Íslensk Félagsfræði. Landnám Alþjóðlegrar Fræðigreinar, bls. 226-246. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
 • Harpa Njáls (2003) Fátækt á Íslandi við upphaf nýrrar aldar- Hin dulda félagsgerð borgarsamfélagsins Reykjavík: Borgarfræðisetur.
 • Rowntree, Seebohm B. (2000). Poverty A study of town life. Bristol: The Policy Press.
 • Stefán Ólafsson (1999). Íslenska leiðin: Almannatryggingar og velferð í fjölþjóðlegum samanburði. Reykjavik: Háskólaútgáfan og Tryggingastofnun Ríkisins.
 • Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson (2000). Poverty in Iceland. Í Björn Gustafsson og Peder J. Pedersen (ritstj.) Poverty and Low Income in the Nordic Countries, bls. 101-130. Aldershot: Ashgate.
 • Myndin er fengin af síðunni 1 Adventure Texas Photography Blog. Höfundur myndar er Benjamin Pfeiffer.

Höfundur

Guðný Björk Eydal

prófessor við félgasráðgjafadeild HÍ

Útgáfudagur

22.5.2006

Spyrjandi

Arnar Arngrímsson
Auður Reynisdóttir, f. 1986,
Esther Torfadóttir, f. 1986
Elísabet Einarsdóttir

Tilvísun

Guðný Björk Eydal. „Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2006. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5960.

Guðný Björk Eydal. (2006, 22. maí). Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5960

Guðný Björk Eydal. „Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2006. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5960>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet)

Algild og afstæð fátæktarmörk

Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line) árið 1899. Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu. Hann aflaði svo nákvæmra upplýsinga um tekjur og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem duguðu fyrir nauðsynjum sem fátæka (Rowntree, [1901] 2000).

Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt, til dæmis í Bandaríkjunum. Algengara er þó að miða við svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps.

Evrópusambandið notar þessa aðferð við mælingar á fátækt meðal aðildarríkja og er þar miðað við að einstaklingur sé fátækur ef tekjur hans eru lægri en 50% af miðgildi ráðstöfunartekna landa hans. Í þeim mælingum er einnig tekið tillit til fjölskyldustærðar og reiknað með að maki þurfi 70% af tekjum sambýlismanns eða -konu sinnar og börn þarfnist 50% af tekjum fullorðinnar manneskju (Guðný Björk Eydal, 2004).

OECD hefur einnig miðað við afstæð fátæktarmörk í sínum mælingum og tekið tillit til fjölskyldustærðar en með öðrum hætti (maki 50% og börn 30%). Þegar afstæðri skilgreiningu er beitt er algengt að fleiri en ein fátæktarmörk séu reiknuð, til dæmis með því að reikna bæði út fátæktarmörk miðað við 40% og 60% af miðgildi tekna.


Heimilislaus maður. Myndin er fengin af síðunni 1 Adventure og er birt með leyfi höfundar, Benjamins Pfeiffers.

Fátækt á Íslandi

Hérlendis hafa ekki verið gerðar reglubundnar mælingar á fátækt og þekking á þróun og umfangi fátæktar er því takmörkuð. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson tóku þátt í norrænu rannsóknarverkefni á vegum norrænu ráðherranefndarinnar þar sem fátækt á Norðurlöndum var mæld. Stuðst var við afstæða skilgreiningu fátæktarþar sem fátækramörk voru miðuð við 50% af miðgildi ráðstöfunartekna, eftir að tekið hafði verið tillit til fjölskyldustærðar með sömu viðmiðum og notuð eru innan Evrópusambandsins. Rannsóknirnar sýndu fram á að árið 1988 bjuggu tæplega 8% íslensku þjóðarinnar við fátækt. Það ár mældist sérstaklega mikil fátækt meðal þeirra sem voru 65 ára og eldri hérlendis eða 12,4%.

Árið 1997-8 var mælingin endurtekin og þá reyndust 6,8% búa við fátækt og hlutfall fátækra eldri borgara hafði lækkað niður í 4,3%. Samkvæmt þessum niðurstöðum var fátækt talsvert meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum (5,3% í Danmörku, 4,9% í Svíþjóð, 4,1% í Finnland og 3,5% í Noregi) (Stefán Ólafsson, 1999; Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson, 2000).

Í rannsókn á einkennum og aðstæðum fátækra á Íslandi við upphaf nýrrar aldar skilgreindi Harpa Njáls (2003) algild fátæktarmörk út frá mati á lágmarksframfærslukostnaði. Niðurstöður hennar voru að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægðu ekki til grunnframfærslu.

Því miður hafa hvorki verið gerðar reglubundnar rannsóknir né langtímarannsóknir á þróun fátæktar hérlendis og því er erfitt að leggja mat á hver hún hefur verið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

 • Guðný Björk Eydal (2004). Velferðarríkið og hin íslenska leið: Framlag íslenskrar félagsfræði til velferðarrannsókna. Í Þóroddur Bjarnason og Helgi Gunnlaugsson (Ritstj.), Íslensk Félagsfræði. Landnám Alþjóðlegrar Fræðigreinar, bls. 226-246. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
 • Harpa Njáls (2003) Fátækt á Íslandi við upphaf nýrrar aldar- Hin dulda félagsgerð borgarsamfélagsins Reykjavík: Borgarfræðisetur.
 • Rowntree, Seebohm B. (2000). Poverty A study of town life. Bristol: The Policy Press.
 • Stefán Ólafsson (1999). Íslenska leiðin: Almannatryggingar og velferð í fjölþjóðlegum samanburði. Reykjavik: Háskólaútgáfan og Tryggingastofnun Ríkisins.
 • Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson (2000). Poverty in Iceland. Í Björn Gustafsson og Peder J. Pedersen (ritstj.) Poverty and Low Income in the Nordic Countries, bls. 101-130. Aldershot: Ashgate.
 • Myndin er fengin af síðunni 1 Adventure Texas Photography Blog. Höfundur myndar er Benjamin Pfeiffer.
...