Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 43 svör fundust

Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni?

Kleine-Levin-heilkenni (e. Kleine-Levin syndrome), einnig þekkt sem þyrnirósarheilkenni, er ein tegund lotubundinnar svefnröskunar. Heilkennið er mjög sjaldgæft og hrjáir helst unglinga og þá fremur stráka en stelpur, en 70% þeirra sem hafa heilkennið eru karlkyns. Heilkennið einkennist af endurteknum en afturk...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Indland og höfuðborg þess?

Indland er í lýðveldi í Suður-Asíu, en það fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1947. Heildarflatarmál Indlands er 3.287.590 km2 sem er heldur minna en þegar landið var undir stjórn Bretlands. Búrma, sem nú kallast Mjanmar, klofnaði frá Indlandi árið 1937 og Pakistan skildi sig frá landinu árið 1947. Árið 1971 klofnaði...

Nánar

Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet) Algild og afstæð fátæktarmörk Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svoköll...

Nánar

Hvað er Angelman-heilkenni og hvernig lýsir það sér?

Angelman-heilkenni er erfðasjúkdómur. Örsök heilkennisins er í 70% tilvika sú að ákveðinn genabút vantar á litning 15 (15q11-q13) frá móður og slökkt er á þessum sama bút á litningi föðurs vegna sjaldgæfs fyrirbæris sem kallast erfðagreyping (e. genomic imprinting). Langoftast er þetta ný stökkbreyting (de novo). ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?

Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...

Nánar

Hvernig var líf kvenna í Kína á árunum 1000 f.Kr. til 200 f.Kr.?

Þar sem þetta tímabil spannar afar mikilvægt umbrotaskeið í sögu Kína til forna er rétt að veita fyrst örstutt yfirlit yfir það. Zhou-keisaraveldið tók við af hinu grimmilega Shang-veldi á 11. öld f.Kr. Fyrstu aldirnar var þetta friðsamlegt blómaskeið þar sem fjölmörg einkenni kínverskrar siðmenningar festust í se...

Nánar

Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?

Þegar orðið er framorðið, fólk á erfitt með einbeitingu og er jafnvel farið að haga sér kjánalega er það gjarnan kallað að vera í svefngalsa. Svefn er ein af grunnþörfum líkamans. Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund á nóttu en getur þó munað um 1-2 klukkustundum til eða frá milli manneskja....

Nánar

Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?

Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Briem rannsakað?

Kristín Briem er prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar tengist hreyfivísindum og þá sérstaklega hlutlægri greiningu á hreyfingu og athafnagetu mannsins. Ýmis kerfi líkamans þurfa að vinna saman til að við getum hreyft og athafnað okkur dags dagle...

Nánar

Hvernig skynjum við með húðinni?

Spyrjandi bætir við: Í hverju felst sálfræði húðskynjunar og eru einhverjir sérfræðingar hérna á Íslandi í þessari grein? Hvernig skilgreinir maður húðskynjun yfir höfuð? Flestum finnst húðskynjun vera það sjálfsögð að við veltum því ekki fyrir okkur hvernig lífið væri án hennar. Hvernig þætti okkur til dæmis ef...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Kolbrún Svavarsdóttir rannsakað?

Erla Kolbrún Svavarsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar á Landspítala. Rannsóknir hennar undanfarið hafa beinst að því að þróa og prófa ávinning af styrkleikamiðuðum meðferðarsamræðum við skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og fjölskyldur þe...

Nánar

Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?

Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949. Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustrí...

Nánar

Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?

Hér er gengið út frá því að einkum sé átt við “umhverfisrök" í merkingunni “náttúrufarsleg” eða “vistfræðileg” rök. Umhverfisrök eru aðeins ein tegund af þeim rökum sem heyrast í umræðu um virkjanir, en önnur rök sem notuð eru mætti flokka sem hagfræðileg, trúarleg, tilfinningaleg, menningarleg, siðfræðileg, vísi...

Nánar

Fleiri niðurstöður