Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?

Þórólfur Matthíasson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Gæti Ísland og íslenska þjóðin verið sjálfbær ef landið myndi lokast eða það þyrfti að loka landinu til lengri tíma? hvort sem það yrði vegna stríðs eða heimsfaraldrar.

Ólíklegt er að styrjöld eða heimsfaraldur krefðust algjörrar lokunar landsins. Í styrjöld sem takmarkaðist við notkun hefðbundinna vopna myndi Ísland verða viðkomustaður eða dvalarstaður vopnaðra sveita rétt eins og í seinni heimstyrjöldinni. Við þær aðstæður yrði birgðastaða og vistir líklega neðarlega á forgangslista ráðamanna. Kæmi til styrjaldar þar sem kjarnorkuvopnum væri beitt í ríkum mæli yrði sjálfbærnihugtakið merkingarlítið.

Fiskiskipaflotinn er knúinn með innfluttu eldsneyti. Ef landið einangraðist alveg mundu fiskveiðar því ekki tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar.

Í heimsfaraldri er æskilegt að takmarka komur til landsins eins mikið og mögulegt er. En það þýðir ekki að stöðva þurfi skipakomur eða komur annarra flutningsfara til landsins. Vel er hægt að skipuleggja fermingu og affermingu skipa og flugvéla án þess að skipshöfn eða flugáhöfn hafi nokkur samskipti við innlenda aðila. Þannig gæti vöruframleiðsla, vöruútflutningur og vöruinnflutningur haldist óhaggaður. En í báðum sviðsmyndum, heimsfaraldi og styrjöld, yrði að gera ráð fyrir hruni ferðamannaiðnaðar. Í styrjaldarsviðsmyndinni gæti þjónusta við hernaðaraðila komið í staðinn fyrir þjónustu við ferðamenn. Hugsanlega væri slík þjónusta veitt á grunni þvingunar (hernáms) en ekki viðskipta. Til lengri tíma litið hafði seinni heimstyrjöldin mikil jákvæð efnahagsleg áhrif á Íslandi. Ekki er hægt að bóka að lukkan yrði landi og þjóð jafn hliðholl kæmi til alvarlegra styrjaldarátaka í okkar heimshluta í náinni framtíð.

Þær raskanir sem myndu fylgja atburðum sem lýst er í spurningunni myndu því að öllum líkindum hafa í för með sér verulegan samdrátt í lífsgæðum og lífskjörum. Lokun vegna heimsfaraldurs myndi valda tekjusamdrætti og atvinnuleysi. Umfangsmikil hernaðarátök myndu líklega hafa í för með sér hátt atvinnustig, jafnvel í formi þegnskylduvinnu eða öðrum formum þvingaðs vinnuframlags.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir tókst á við spurninguna um áhrif samgönguleysis á efnahagslífið í bók sinni Eyland. Í bók Sigríðar veit enginn á Íslandi hvers vegna skipin hættu að koma og hvers vegna farfuglar boðuðu ekki lengur vorkomu eða hvers vegna erlendar útvarps- og sjónvarpsstöðvar voru þögular eða hvers vegna enginn svaraði væri hringt í erlend símanúmer. Þannig víkur hún sér fimlega undan því að svara spurningunni um það hvað gæti orsakað algjört sambandsleysi Íslands við umheiminn.

Lífsnauðsynleg lyf eru meðal þess sem fljótt færi að skorta ef Ísland lokaðist alveg af.

Bók Sigríðar gefur sannfærandi svar við spurningunni: Hver er versta sviðsmyndin ef Íslandi væri lokað gagnvart öllu samneyti við önnur lönd. Útflutningsframleiðsla myndi leggjast af eftir tiltölulega skamman tíma. Mjög fljótlega færi að bera á skorti á nauðsynlegum lyfjum, lækningatækjum og varahlutum. „Blómlegur“ svartur markaður með lyf myndi spretta upp. Smám saman hægðist á öllu í hagkerfinu. Raforkuframleiðsla héldi áfram um hríð, en drægist saman þegar taka þyrfti einingar úr rekstri vegna skorts á varahlutum. Sjávarútvegur og landbúnaður gætu starfað eitthvað áfram en þegar skortur á innfluttu eldsneyti og áburði byrjaði að bíta kæmi í ljós að þessar atvinnugreinar gætu ekki brauðfætt þjóðina án innfluttra aðfanga. Bókin Eyland lýsir svo hvernig þessar aðstæður kalla fram samfélagsleg upplausn, gengjamyndun og jafnvel blóðug átök.

Það má með nokkrum sanni segja að það sé frekar á valdi skálda og rithöfunda en vísindamanna að svara spurningunni sem fram var sett.

Myndir:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.3.2020

Spyrjandi

Hákon Arnarson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2020. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78772.

Þórólfur Matthíasson. (2020, 3. mars). Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78772

Þórólfur Matthíasson. „Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2020. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78772>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Gæti Ísland og íslenska þjóðin verið sjálfbær ef landið myndi lokast eða það þyrfti að loka landinu til lengri tíma? hvort sem það yrði vegna stríðs eða heimsfaraldrar.

Ólíklegt er að styrjöld eða heimsfaraldur krefðust algjörrar lokunar landsins. Í styrjöld sem takmarkaðist við notkun hefðbundinna vopna myndi Ísland verða viðkomustaður eða dvalarstaður vopnaðra sveita rétt eins og í seinni heimstyrjöldinni. Við þær aðstæður yrði birgðastaða og vistir líklega neðarlega á forgangslista ráðamanna. Kæmi til styrjaldar þar sem kjarnorkuvopnum væri beitt í ríkum mæli yrði sjálfbærnihugtakið merkingarlítið.

Fiskiskipaflotinn er knúinn með innfluttu eldsneyti. Ef landið einangraðist alveg mundu fiskveiðar því ekki tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar.

Í heimsfaraldri er æskilegt að takmarka komur til landsins eins mikið og mögulegt er. En það þýðir ekki að stöðva þurfi skipakomur eða komur annarra flutningsfara til landsins. Vel er hægt að skipuleggja fermingu og affermingu skipa og flugvéla án þess að skipshöfn eða flugáhöfn hafi nokkur samskipti við innlenda aðila. Þannig gæti vöruframleiðsla, vöruútflutningur og vöruinnflutningur haldist óhaggaður. En í báðum sviðsmyndum, heimsfaraldi og styrjöld, yrði að gera ráð fyrir hruni ferðamannaiðnaðar. Í styrjaldarsviðsmyndinni gæti þjónusta við hernaðaraðila komið í staðinn fyrir þjónustu við ferðamenn. Hugsanlega væri slík þjónusta veitt á grunni þvingunar (hernáms) en ekki viðskipta. Til lengri tíma litið hafði seinni heimstyrjöldin mikil jákvæð efnahagsleg áhrif á Íslandi. Ekki er hægt að bóka að lukkan yrði landi og þjóð jafn hliðholl kæmi til alvarlegra styrjaldarátaka í okkar heimshluta í náinni framtíð.

Þær raskanir sem myndu fylgja atburðum sem lýst er í spurningunni myndu því að öllum líkindum hafa í för með sér verulegan samdrátt í lífsgæðum og lífskjörum. Lokun vegna heimsfaraldurs myndi valda tekjusamdrætti og atvinnuleysi. Umfangsmikil hernaðarátök myndu líklega hafa í för með sér hátt atvinnustig, jafnvel í formi þegnskylduvinnu eða öðrum formum þvingaðs vinnuframlags.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir tókst á við spurninguna um áhrif samgönguleysis á efnahagslífið í bók sinni Eyland. Í bók Sigríðar veit enginn á Íslandi hvers vegna skipin hættu að koma og hvers vegna farfuglar boðuðu ekki lengur vorkomu eða hvers vegna erlendar útvarps- og sjónvarpsstöðvar voru þögular eða hvers vegna enginn svaraði væri hringt í erlend símanúmer. Þannig víkur hún sér fimlega undan því að svara spurningunni um það hvað gæti orsakað algjört sambandsleysi Íslands við umheiminn.

Lífsnauðsynleg lyf eru meðal þess sem fljótt færi að skorta ef Ísland lokaðist alveg af.

Bók Sigríðar gefur sannfærandi svar við spurningunni: Hver er versta sviðsmyndin ef Íslandi væri lokað gagnvart öllu samneyti við önnur lönd. Útflutningsframleiðsla myndi leggjast af eftir tiltölulega skamman tíma. Mjög fljótlega færi að bera á skorti á nauðsynlegum lyfjum, lækningatækjum og varahlutum. „Blómlegur“ svartur markaður með lyf myndi spretta upp. Smám saman hægðist á öllu í hagkerfinu. Raforkuframleiðsla héldi áfram um hríð, en drægist saman þegar taka þyrfti einingar úr rekstri vegna skorts á varahlutum. Sjávarútvegur og landbúnaður gætu starfað eitthvað áfram en þegar skortur á innfluttu eldsneyti og áburði byrjaði að bíta kæmi í ljós að þessar atvinnugreinar gætu ekki brauðfætt þjóðina án innfluttra aðfanga. Bókin Eyland lýsir svo hvernig þessar aðstæður kalla fram samfélagsleg upplausn, gengjamyndun og jafnvel blóðug átök.

Það má með nokkrum sanni segja að það sé frekar á valdi skálda og rithöfunda en vísindamanna að svara spurningunni sem fram var sett.

Myndir:...