Hversu margir starfa við landbúnað á Íslandi og hversu margir við sjávarútveg?

EDS

Í stuttu máli sagt vinna flestir Íslendingar störf sem tengjast þjónustu.

Hagstofa Íslands hefur um alllangt skeið gert vinnumarkaðsrannsóknir í því skyni að afla haldbærra og greinargóðra gagna um vinnumarkaðinn hér á landi. Þetta svar er byggt á niðurstöðum úr þeim rannsóknum eins og þær birtast á vef Hagstofunnar.

Ef störfum er skipt í mjög grófa flokka þar sem landbúnaður og fiskveiðar mynda einn flokk, öll framleiðslustarfsemi sett saman í annan flokk og öll þjónustustarfsemi í þann þriðja kemur í ljós að árið 2012 var um 5,8% vinnuafls starfandi við landbúnað og fiskveiðar, 18,2% vinnuafls sinnti störfum sem teljast til framleiðslustarfsemi en rúmlega þrír fjórðu, eða 76%, vann störf sem tengjast þjónustu.

Hagstofan er líka með ýtarlegri flokkun þar sem landbúnaður og fiskveiðar eru ekki sett saman og framleiðslu- og þjónustustarfsemi nánar greind niður. Ef sú flokkun er skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega flestir starfa við verslunar- og viðgerðaþjónustu en þar á eftir koma fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónusta eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Hér er gefið upp hlutfall en spurt var sérstaklega um hversu margir starfa í landbúnaði og sjávarútvegi. Árið 2012 unnu um 4.900 við landbúnað, 4.800 við fiskveiðar og 4.100 við fiskvinnslu.

Mynd: Unnin upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands.

Höfundur

Útgáfudagur

11.3.2014

Spyrjandi

Kristján Helgi Carrasco

Tilvísun

EDS. „Hversu margir starfa við landbúnað á Íslandi og hversu margir við sjávarútveg?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2014. Sótt 8. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=52720.

EDS. (2014, 11. mars). Hversu margir starfa við landbúnað á Íslandi og hversu margir við sjávarútveg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52720

EDS. „Hversu margir starfa við landbúnað á Íslandi og hversu margir við sjávarútveg?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2014. Vefsíða. 8. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52720>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir starfa við landbúnað á Íslandi og hversu margir við sjávarútveg?
Í stuttu máli sagt vinna flestir Íslendingar störf sem tengjast þjónustu.

Hagstofa Íslands hefur um alllangt skeið gert vinnumarkaðsrannsóknir í því skyni að afla haldbærra og greinargóðra gagna um vinnumarkaðinn hér á landi. Þetta svar er byggt á niðurstöðum úr þeim rannsóknum eins og þær birtast á vef Hagstofunnar.

Ef störfum er skipt í mjög grófa flokka þar sem landbúnaður og fiskveiðar mynda einn flokk, öll framleiðslustarfsemi sett saman í annan flokk og öll þjónustustarfsemi í þann þriðja kemur í ljós að árið 2012 var um 5,8% vinnuafls starfandi við landbúnað og fiskveiðar, 18,2% vinnuafls sinnti störfum sem teljast til framleiðslustarfsemi en rúmlega þrír fjórðu, eða 76%, vann störf sem tengjast þjónustu.

Hagstofan er líka með ýtarlegri flokkun þar sem landbúnaður og fiskveiðar eru ekki sett saman og framleiðslu- og þjónustustarfsemi nánar greind niður. Ef sú flokkun er skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega flestir starfa við verslunar- og viðgerðaþjónustu en þar á eftir koma fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónusta eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Hér er gefið upp hlutfall en spurt var sérstaklega um hversu margir starfa í landbúnaði og sjávarútvegi. Árið 2012 unnu um 4.900 við landbúnað, 4.800 við fiskveiðar og 4.100 við fiskvinnslu.

Mynd: Unnin upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands. ...