Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:49 • Sest 17:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:38 • Síðdegis: 16:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:55 • Síðdegis: 22:21 í Reykjavík

Ef lyfjasendingar hættu að berast hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?

Mímir Arnórsson

Ætla má að lyfjabirgðir í landinu séu til um það bil eins mánaðar, sjaldan meiri og stundum minni.

Það er engin bein kvöð á innflytjendum eða framleiðendum lyfja að eiga birgðir til ákveðins tíma. Í lyfjalögum stendur þó að lyfjaheildsölu sé skylt að eiga nægar birgðir, að mati heilbrigðisyfirvalda, af tilteknum nauðsynlegum lyfjum (e. Essential Drug List) sem veitt hefur verið markaðsleyfi fyrir hér á landi og lyfjaheildsalan annast dreifingu á.

Birgðahald lyfja er mjög kostnaðarsamt. Ef við gerum ráð fyrir því að vextir séu 10% þá má ætla að fjármagnskostnaður af þriggja mánaða birgðum af lyfjum fyrir landið sé um 35 milljónir króna á mánuði eða rúmar 400 milljónir króna á ári. Þar sem lyfjaverð er mjög hátt á Íslandi myndi þessi kostnaður hækka það enn frekar en nú er.

Birgðahald stjórnast því að mestu af því að gera birgðakostnað sem minnstan. Þeir sem mega kaupa lyf í heildsölu hafa að jafnaði mánaðarfrest til greiðslu. Af þessu leiðir að birgðir þeirra eru að jafnaði til eins mánaðar til að losna við fjármagnskostnað.

Almennt má ætla að lyfjabirgðir í landinu séu til um eins mánaðar en lyfjaheildsölum er skylt samkvæmt lögum að eiga nægar birgðir af tilteknum nauðsynlegum lyfjum.

En það er fleira sem hefur áhrif á birgðahald lyfja. Kröfur um geymsluaðstæður eru mjög strangar og dýrar. Þess vegna vilja innflytjendur og framleiðendur ekki eiga miklar birgðir. Birgðir lyfja sem geyma þarf í kæli gætu því verið til skemmri tíma en eins mánaðar. Sama á við um lyf sem taka mikið pláss, til dæmis dreypilyf, en dreypilyfjanotkun á mánuði er um 20.000 lítrar.

Innflutning lyfja (um 80% af heildarmarkaði) er ekki hægt að ákveða eftir hendinni. Lyfjakaup eru skipulögð að minnsta kosti eitt ár fram í tímann og stundum er erfitt að breyta innkaupaáætlun. Ef aukning verður á sölu getur hún leitt til skorts. Af tæplega 4.000 vörunúmerum lyfja skortir alltaf 100 á hverjum tíma. Ef óróleiki verður á lyfjamarkaði gæti það líka leitt til skorts jafnvel þótt aðflutningsleiðir væru eðlilegar.

Út frá því sem hér greinir mætti ætla að lyfjabirgðir í landinu væru til um það bil eins mánaðar, sjaldan meiri og stundum minni. Birgðir lyfja sem framleidd eru hérlendis til útflutnings geta stundum verið miklar sérstaklega rétt eftir að lota kemur úr framleiðslu. Ef aðflutningur lyfja teppist myndi útflutningur sjálfsagt gera það líka. Við myndum því njóta góðs af birgðum lyfja sem framleidd eru í landinu, ef heppnin er með okkur, en þetta eru mjög fáar tegundir. Íslensk lyfjaframleiðsla er háð innflutningi hráefnis.

Þar sem vöruflutningar til og frá landinu eru mjög góðir hefur ekki þótt nauðsynlegt að hafa miklar birgðir lyfja hér við eðlilegar aðstæður. Á hinn bóginn gæti maður ímyndað sér að ef vá beri að höndum yrði auðveldara fyrir smáþjóð að útvega sér lyfjabirgðir en stórþjóð. Þetta kom til að mynda fram þegar heimsfaraldur inflúensu var í aðsigi, þá skorti ekki bóluefni hér enda íbúafjöldi hér á borð við miðlungsborg á Norðurlöndum.

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ef algert aðflutningsbann yrði sett á lyf, eða lyfjasendingar hættu að berast til landsins af öðrum ástæðum, hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?

Höfundur

lyfjafræðingur, deildarstjóri upplýsingadeildar hjá Lyfjastofnun

Útgáfudagur

30.11.2012

Spyrjandi

Starkaður Hróbjartsson

Tilvísun

Mímir Arnórsson. „Ef lyfjasendingar hættu að berast hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2012. Sótt 26. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=63410.

Mímir Arnórsson. (2012, 30. nóvember). Ef lyfjasendingar hættu að berast hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63410

Mímir Arnórsson. „Ef lyfjasendingar hættu að berast hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2012. Vefsíða. 26. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63410>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef lyfjasendingar hættu að berast hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?
Ætla má að lyfjabirgðir í landinu séu til um það bil eins mánaðar, sjaldan meiri og stundum minni.

Það er engin bein kvöð á innflytjendum eða framleiðendum lyfja að eiga birgðir til ákveðins tíma. Í lyfjalögum stendur þó að lyfjaheildsölu sé skylt að eiga nægar birgðir, að mati heilbrigðisyfirvalda, af tilteknum nauðsynlegum lyfjum (e. Essential Drug List) sem veitt hefur verið markaðsleyfi fyrir hér á landi og lyfjaheildsalan annast dreifingu á.

Birgðahald lyfja er mjög kostnaðarsamt. Ef við gerum ráð fyrir því að vextir séu 10% þá má ætla að fjármagnskostnaður af þriggja mánaða birgðum af lyfjum fyrir landið sé um 35 milljónir króna á mánuði eða rúmar 400 milljónir króna á ári. Þar sem lyfjaverð er mjög hátt á Íslandi myndi þessi kostnaður hækka það enn frekar en nú er.

Birgðahald stjórnast því að mestu af því að gera birgðakostnað sem minnstan. Þeir sem mega kaupa lyf í heildsölu hafa að jafnaði mánaðarfrest til greiðslu. Af þessu leiðir að birgðir þeirra eru að jafnaði til eins mánaðar til að losna við fjármagnskostnað.

Almennt má ætla að lyfjabirgðir í landinu séu til um eins mánaðar en lyfjaheildsölum er skylt samkvæmt lögum að eiga nægar birgðir af tilteknum nauðsynlegum lyfjum.

En það er fleira sem hefur áhrif á birgðahald lyfja. Kröfur um geymsluaðstæður eru mjög strangar og dýrar. Þess vegna vilja innflytjendur og framleiðendur ekki eiga miklar birgðir. Birgðir lyfja sem geyma þarf í kæli gætu því verið til skemmri tíma en eins mánaðar. Sama á við um lyf sem taka mikið pláss, til dæmis dreypilyf, en dreypilyfjanotkun á mánuði er um 20.000 lítrar.

Innflutning lyfja (um 80% af heildarmarkaði) er ekki hægt að ákveða eftir hendinni. Lyfjakaup eru skipulögð að minnsta kosti eitt ár fram í tímann og stundum er erfitt að breyta innkaupaáætlun. Ef aukning verður á sölu getur hún leitt til skorts. Af tæplega 4.000 vörunúmerum lyfja skortir alltaf 100 á hverjum tíma. Ef óróleiki verður á lyfjamarkaði gæti það líka leitt til skorts jafnvel þótt aðflutningsleiðir væru eðlilegar.

Út frá því sem hér greinir mætti ætla að lyfjabirgðir í landinu væru til um það bil eins mánaðar, sjaldan meiri og stundum minni. Birgðir lyfja sem framleidd eru hérlendis til útflutnings geta stundum verið miklar sérstaklega rétt eftir að lota kemur úr framleiðslu. Ef aðflutningur lyfja teppist myndi útflutningur sjálfsagt gera það líka. Við myndum því njóta góðs af birgðum lyfja sem framleidd eru í landinu, ef heppnin er með okkur, en þetta eru mjög fáar tegundir. Íslensk lyfjaframleiðsla er háð innflutningi hráefnis.

Þar sem vöruflutningar til og frá landinu eru mjög góðir hefur ekki þótt nauðsynlegt að hafa miklar birgðir lyfja hér við eðlilegar aðstæður. Á hinn bóginn gæti maður ímyndað sér að ef vá beri að höndum yrði auðveldara fyrir smáþjóð að útvega sér lyfjabirgðir en stórþjóð. Þetta kom til að mynda fram þegar heimsfaraldur inflúensu var í aðsigi, þá skorti ekki bóluefni hér enda íbúafjöldi hér á borð við miðlungsborg á Norðurlöndum.

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ef algert aðflutningsbann yrði sett á lyf, eða lyfjasendingar hættu að berast til landsins af öðrum ástæðum, hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?
...