Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvað er lyfleysa og lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað sjúklingum?

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023)

Við klínískar rannsóknir á virkni lyfjaefna er rannsóknin oft gerð með notkun lyfjaefnis og lyfleysu (e. placebo) eða sýndarlyfs sem er eins að útliti og bragði og lyfjaefnið. Rannsóknin er oft tvíblind þar sem hvorki sjúklingar né rannsakendur vita hver fær hið virka efni og hver fær lyfleysuna. Við mat á niðurstöðum rannsóknarinnar kemur svo í ljós að lyfleysan hafði jákvæð áhrif á sjúklingana en þau áhrif eru yfirleitt minni en áhrif lyfjaefnisins.

Lyfleysuáhrifin eru áhrif vonarinnar þegar sjúklingurinn hefur tiltrú á lækninum og aðgerðum hans. Vonin og trúin á batann sýnir áhrif jákvæðrar hugsunar og er unnt að mæla þessi áhrif í slíkum rannsóknum og geta þau verið mikil, til dæmis 30% betra ástand við notkun á lyfleysu borið saman við ástandið án lyfleysu.

Ef lyfleysuáhrif eða máttur vonarinnar hjálpar fólki hvernig er þá unnt að nota slík jákvæð áhrif til að hjálpa fólki og styrkja batann? Vandamálið er að sjúklingurinn verður að trúa því að hann sé að fá raunverulega læknismeðferð en ekki sýndarmeðferð til þess að þetta virki. Læknirinn er í vanda. Hann segir ósatt ef hann segir sjúklingnum ekki að hann fái lyfleysu eða sýndarmeðferð. Ef hann segir sjúklingnum sannleikann, að hann sé að fá lyfleysu, þá virkar sýndarmeðferðin ekki.

Lyfleysa eða sýndarlyf er eins í útliti og á bragðið og lyfjaefni. Nýlegar rannsóknir sýna að lyfleysur geta leitt til raunverulegs bata. En það eru takmörk fyrir áhrifum þeirra eða annarra sýndaraðgerða. Ekki er til dæmis unnt að bæta brotinn handlegg með þeim. Lyfleysuáhrifin eru talin virka einkum á sjúkdómseinkennin en síður á orsök sjúkdómsins.

Það er ekki líklegt að þú heyrir lækninn ræða þetta en sýndarmeðferð getur haft mjög jákvæð áhrif. Hún hefur til dæmis gefist vel við verkjum, ógleði, þunglyndi og fleiru, hvort sem notaðar voru sykurpillur, saltlausnir eða sýndaruppskurðir. Áhrifin voru oft næstum jafngóð og við hefðbundna meðferð.

Lyfleysuáhrifin skapa lyfjafyrirtækjum erfiðleika ef lyfjaefnið virkar lítið betur en lyfleysan í klínískum rannsóknum því þá verður lyfjaefnið ekki samþykkt sem lyf af viðkomandi yfirvöldum, til dæmis FDA (Food and Drug Administration) eða fæðu- og lyfjaeftirlitinu í Bandaríkjunum.

Nú hafa upplýsingar um lyfleysuáhrif aukist svo að heilbrigðisstarfsmenn spyrja: ef lyfleysuáhrif hjálpa sjúklingum ættum við þá ekki að nýta þau? Lyfleysur hafa ekki aukaverkanir og kosta lítið. Að undanförnu hafa rannsóknir staðfest að þær geta leitt til raunverulegs bata við ýmsar aðstæður.

Í breska læknatímaritinu Lancet var fjallað um mögulega notkun á lyfleysum í lækningaskyni. Þetta er erfitt viðfangs. Ted Kaptchuk, dósent við Harvard Medical School, og einn af höfundum greinarinnar í Lancet segir:
Á síðustu 10 árum höfum við náð verulegum árangri við að sýna fram á líffræðilega hlið lyfleysuáhrifanna. Viðfangsefnið er að sýna hvernig við getum hagnýtt þetta mikilvæga fyrirbæri á þann hátt að það samrýmist trausti sjúklings á lækni sínum og upplýstu samþykki.

Það eru takmörk fyrir slíkum áhrifum af völdum lyfleysu eða annarra sýndaraðgerða. Það er til dæmis ekki unnt að bæta brotinn handlegg með þessum hætti. Lyfleysuáhrifin eru talin virka einkum á sjúkdómseinkennin en síður á orsök sjúkdómsins þó dæmi séu um það.

Enn eru mjög skiptar skoðanir um þessi áhrif og halda andstæðingarnir því fram að lyfleysu sé oft þakkaður bati sem hefði orðið hvort eð var. Meðmælendur telja skynsamlegt að reyna að örva hæfileika líkamans til að lækna sig sjálfur en í því felist lyfleysuáhrifin. Lyfleysuáhrifin sýna jafnframt hvaða áhrif viðmót lækna og hjúkrunarfræðinga hafa á sjúklinginn, jákvæðni þeirra og uppörvun.

Sýndarmeðferð er ekki ný í læknisfræði og segja má að allt fram á 20. öld hafi saga læknisfræðinnar einkennst af sýndarmeðferð. Eftir seinni heimsstyrjöldina komu fram lyf sem raunverulega læknuðu sjúkdóma og ýttu til hliðar lyfleysum eða sýndarmeðferðum. Áhersla var síðar lögð á upplýst samþykki, það er sjúklingar fengu rétt til upplýsinga um meðferðina og veittu samþykki fyrir henni.

Á síðasta áratug hafa rannsóknir vakið aukinn áhuga á lyfleysum sem meðferðarúrræði. Eru það til dæmis rannsóknir á heila og verkjalyfjum en heilinn framleiðir eigin verkjastillandi efni sem lyfleysan hefur áhrif á og hafa fleiri slíkar rannsóknir verið kynntar.

Ræða menn nú um leiðir til að nýta þessi áhrif vonar og jákvæðni sjúklingsins í bættri meðferð og betri líðan. Mikilvægasti þátturinn er viðmót læknisins og sú von sem hann gefur sjúklingnum.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona:

  • Gætuð þið útskýrt lyfleysu fyrir mér og nefnt dæmi um slíkt?
  • Hvað er placebo?

Höfundur

prófessor emeritus í efnafræði við HÍ

Útgáfudagur

1.2.2012

Spyrjandi

Katla Hrund Karlsdóttir, Jörgen Ágústsson

Tilvísun

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). „Hvað er lyfleysa og lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað sjúklingum?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2012. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31380.

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). (2012, 1. febrúar). Hvað er lyfleysa og lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað sjúklingum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31380

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). „Hvað er lyfleysa og lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað sjúklingum?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2012. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31380>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er lyfleysa og lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað sjúklingum?
Við klínískar rannsóknir á virkni lyfjaefna er rannsóknin oft gerð með notkun lyfjaefnis og lyfleysu (e. placebo) eða sýndarlyfs sem er eins að útliti og bragði og lyfjaefnið. Rannsóknin er oft tvíblind þar sem hvorki sjúklingar né rannsakendur vita hver fær hið virka efni og hver fær lyfleysuna. Við mat á niðurstöðum rannsóknarinnar kemur svo í ljós að lyfleysan hafði jákvæð áhrif á sjúklingana en þau áhrif eru yfirleitt minni en áhrif lyfjaefnisins.

Lyfleysuáhrifin eru áhrif vonarinnar þegar sjúklingurinn hefur tiltrú á lækninum og aðgerðum hans. Vonin og trúin á batann sýnir áhrif jákvæðrar hugsunar og er unnt að mæla þessi áhrif í slíkum rannsóknum og geta þau verið mikil, til dæmis 30% betra ástand við notkun á lyfleysu borið saman við ástandið án lyfleysu.

Ef lyfleysuáhrif eða máttur vonarinnar hjálpar fólki hvernig er þá unnt að nota slík jákvæð áhrif til að hjálpa fólki og styrkja batann? Vandamálið er að sjúklingurinn verður að trúa því að hann sé að fá raunverulega læknismeðferð en ekki sýndarmeðferð til þess að þetta virki. Læknirinn er í vanda. Hann segir ósatt ef hann segir sjúklingnum ekki að hann fái lyfleysu eða sýndarmeðferð. Ef hann segir sjúklingnum sannleikann, að hann sé að fá lyfleysu, þá virkar sýndarmeðferðin ekki.

Lyfleysa eða sýndarlyf er eins í útliti og á bragðið og lyfjaefni. Nýlegar rannsóknir sýna að lyfleysur geta leitt til raunverulegs bata. En það eru takmörk fyrir áhrifum þeirra eða annarra sýndaraðgerða. Ekki er til dæmis unnt að bæta brotinn handlegg með þeim. Lyfleysuáhrifin eru talin virka einkum á sjúkdómseinkennin en síður á orsök sjúkdómsins.

Það er ekki líklegt að þú heyrir lækninn ræða þetta en sýndarmeðferð getur haft mjög jákvæð áhrif. Hún hefur til dæmis gefist vel við verkjum, ógleði, þunglyndi og fleiru, hvort sem notaðar voru sykurpillur, saltlausnir eða sýndaruppskurðir. Áhrifin voru oft næstum jafngóð og við hefðbundna meðferð.

Lyfleysuáhrifin skapa lyfjafyrirtækjum erfiðleika ef lyfjaefnið virkar lítið betur en lyfleysan í klínískum rannsóknum því þá verður lyfjaefnið ekki samþykkt sem lyf af viðkomandi yfirvöldum, til dæmis FDA (Food and Drug Administration) eða fæðu- og lyfjaeftirlitinu í Bandaríkjunum.

Nú hafa upplýsingar um lyfleysuáhrif aukist svo að heilbrigðisstarfsmenn spyrja: ef lyfleysuáhrif hjálpa sjúklingum ættum við þá ekki að nýta þau? Lyfleysur hafa ekki aukaverkanir og kosta lítið. Að undanförnu hafa rannsóknir staðfest að þær geta leitt til raunverulegs bata við ýmsar aðstæður.

Í breska læknatímaritinu Lancet var fjallað um mögulega notkun á lyfleysum í lækningaskyni. Þetta er erfitt viðfangs. Ted Kaptchuk, dósent við Harvard Medical School, og einn af höfundum greinarinnar í Lancet segir:
Á síðustu 10 árum höfum við náð verulegum árangri við að sýna fram á líffræðilega hlið lyfleysuáhrifanna. Viðfangsefnið er að sýna hvernig við getum hagnýtt þetta mikilvæga fyrirbæri á þann hátt að það samrýmist trausti sjúklings á lækni sínum og upplýstu samþykki.

Það eru takmörk fyrir slíkum áhrifum af völdum lyfleysu eða annarra sýndaraðgerða. Það er til dæmis ekki unnt að bæta brotinn handlegg með þessum hætti. Lyfleysuáhrifin eru talin virka einkum á sjúkdómseinkennin en síður á orsök sjúkdómsins þó dæmi séu um það.

Enn eru mjög skiptar skoðanir um þessi áhrif og halda andstæðingarnir því fram að lyfleysu sé oft þakkaður bati sem hefði orðið hvort eð var. Meðmælendur telja skynsamlegt að reyna að örva hæfileika líkamans til að lækna sig sjálfur en í því felist lyfleysuáhrifin. Lyfleysuáhrifin sýna jafnframt hvaða áhrif viðmót lækna og hjúkrunarfræðinga hafa á sjúklinginn, jákvæðni þeirra og uppörvun.

Sýndarmeðferð er ekki ný í læknisfræði og segja má að allt fram á 20. öld hafi saga læknisfræðinnar einkennst af sýndarmeðferð. Eftir seinni heimsstyrjöldina komu fram lyf sem raunverulega læknuðu sjúkdóma og ýttu til hliðar lyfleysum eða sýndarmeðferðum. Áhersla var síðar lögð á upplýst samþykki, það er sjúklingar fengu rétt til upplýsinga um meðferðina og veittu samþykki fyrir henni.

Á síðasta áratug hafa rannsóknir vakið aukinn áhuga á lyfleysum sem meðferðarúrræði. Eru það til dæmis rannsóknir á heila og verkjalyfjum en heilinn framleiðir eigin verkjastillandi efni sem lyfleysan hefur áhrif á og hafa fleiri slíkar rannsóknir verið kynntar.

Ræða menn nú um leiðir til að nýta þessi áhrif vonar og jákvæðni sjúklingsins í bættri meðferð og betri líðan. Mikilvægasti þátturinn er viðmót læknisins og sú von sem hann gefur sjúklingnum.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona:

  • Gætuð þið útskýrt lyfleysu fyrir mér og nefnt dæmi um slíkt?
  • Hvað er placebo?
...