Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík

Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?

Geir Sigurðsson

Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949.

Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustríðinu 1950-1953 voru mannfall og eyðilegging í Norður-Kóreu mun meiri en fyrir sunnan. Öll iðnaðarmannvirki og nánast allir innviðir tortímdust í látlausum sprengjuárásum Bandaríkjamanna á landið. Hlutfall látinna kann að hafa verið allt að tveimur milljónum eða um 20% af heildaríbúafjölda landsins landsins. Í kjölfar stríðsins hófst markviss uppbyggingarstefna en jafnframt eindregin einangrunarstefna með ofuráherslu á varnarmál til að tryggja að Norður-Kórea biði aldrei hernaðarósigur fyrir öðru ríki. Þetta víggirðishugarfar hefur meðal annars haft í för með sér að afar stórum hluta þjóðarframleiðslu Norður-Kóreu (allt að 15-20%) hefur verið og er enn varið til varnar- og hernaðarmála. Einangrunarstefnan felst fyrst og fremst í juche-hugmyndafræðinni sem merkir „sjálfsbjörg“ eða „sjálfræði“ og snýst um að gera Norður-Kóreu fyllilega óháð öðrum ríkjum hvað varðar nauðsynjar og aðföng.

Juche-turninn sem stendur við austurárbakka Taedong-árinnar í Pjongjang, beint á móti Kim Il Sung-torgi sem er á vesturbakkanum. Juche-hugmyndafræðin snýst um að gera Norður-Kóreu fyllilega óháða öðrum ríkjum hvað varðar nauðsynjar og aðföng. Turninn var reistur í tilefni sjötugsafmælis Kim Il Sung.

Vegna þess hversu miklu stjórnvöld verja til varnarmála hafa lífsskilyrði í landinu almennt verið fábrotin. Lífsgæði eru best í höfuðborginni Pjongjang sem er á margan hátt nútímaleg borg en einungis útvaldir hafa fengið að taka sér búsetu þar. Annars staðar eru lífsgæði lakari og misskipting landsins því talsverð. Fæðuskortur hefur verið viðvarandi frá stofnun ríkisins, enda akurlendi af skornum skammti og ræktunartíminn stuttur vegna tíðarfars, en alvarlegasti tíminn voru árin 1995-1997 þegar fæðuskorturinn leiddi til hungursneyðar. Talið er að á bilinu 600 þúsund til 1 milljón manna hafi þá látið lífið. Sumir nefna jafnvel enn hærri tölur.

Stjórnarfari í Norður-Kóreu er best lýst sem alræðisskipulagi sem leitast við að viðhalda þröngu hugmyndafræðilegu aðhaldi og sterkri persónudýrkun leiðtoganna sem hingað til hafa verið þrír; Kim Il Sung, sonur hans Kim Jong Il og sonur hins síðarnefnda Kim Jong Un. Væntanlega hefur engu ríki heims tekist jafn vel að koma í veg fyrir að íbúar landsins geti aflað sér upplýsinga um veröldina utan landamæranna. Fjölmiðlar eru allir á vegum ríkisvaldsins. Þar er fólki talin trú um að utanaðkomandi árás sé stöðugt yfirvofandi, að markmiðið sé eyðilegging landsins að nýju og að allir þurfi því að vera í viðbragðsstöðu. Einungis fáir útvaldir hafa aðgang að Internetinu og þá væntanlega í takmarkaðri mynd.

Samkvæmt frásögnum sjónarvotta eru örlög pólitískra andstæðinga og þeirra sem nást við að reyna landflótta óblíð. Þeir munu settir í vinnubúðir sem margir halda fram að séu raunverulegar dauðabúðir. Ættingjar þeirra sem tekst að flýja land eiga jafnframt á hættu að verða refsað harðlega fyrir. Með slíkri ógnarstjórn tekst yfirvöldum að draga mjög úr fjölda þeirra sem reyna að flýja land, enda hefðbundin hollusta við fjölskylduna mjög höfð í heiðri í Norður-Kóreu.

Styttur af feðgunum Kim Il Sung og Kim Jong Il. Í Norður-Kóreu er alræðisskipulag sem leitast við að viðhalda þröngu hugmyndafræðilegu aðhaldi og sterkri persónudýrkun leiðtoganna.

Norður-kóresk stjórnvöld hafa þótt afar óútreiknanleg. Oftar en einu sinni hafa verið merki um hugsanlega stefnubreytingu og aukna opnun gagnvart umheiminum en það hefur ekki gengið eftir hingað til. Einnig hafa stjórnvöld þótt ótraustvekjandi í öllum þeim samningaumleitunum um afkjarnorkuvæðingu sem hafa átt sér stað síðan á tíunda áratug 20. aldar, enda þótt viðsemjendur þeirra, þá einkum Bandaríkjamenn, hafi samtímis verið sveiflukenndir í stefnu sinni gagnvart Norður-Kóreu, hugsanlega vegna þess að yfirvöld vestra hafa oft ranglega gert ráð fyrir falli stjórnvalda.

Með upplausn Sovétríkjanna árið 1991 glataði Norður-Kórea mikilvægasta fjárstuðningsaðila sínum. Í kjölfarið hefur ríkið þjáðst af gjaldeyrisskorti vegna takmarkaðrar útflutningsgetu. Fyrir vikið hafa stjórnvöld tekið upp ýmsar vafasamar og jafnvel spilltar leiðir til að afla sér gjaldeyris, til dæmis peningafölsun, þróun kjarnorkuvopna og útflutning verkamanna, einkum til Rússlands og Kína, sem greiða yfirvöldum hluta launa sinna. Ljóst er að þessu muni ekki linna nema róttæk stefnubreyting eigi sér stað með aukinni opnun gagnvart umheiminum en slík breyting virðist ekki vera yfirvofandi.

Heimildir:
  • French, Paul. North Korea. The Paranoid Peninsula. A Modern History. London og New York: Zed Books, 2007.
  • Lukin, Artyom og Lyudmila Zakharova. „Russia-North Korea Economic Ties: Is There More Than Meets the Eye?“ Foreign Policy Research Institute (2017): http://www.fpri.org.
  • Seth, Michael J. A Concise History of Modern Korea. From the Late Nineteenth Century to the Present. Lanhan o.fl.: Rowman and Littlefield, 2010.

Myndir:

Höfundur

Geir Sigurðsson

heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum

Útgáfudagur

30.1.2019

Spyrjandi

Helena Ósk Örvarsdóttir

Tilvísun

Geir Sigurðsson. „Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt? “ Vísindavefurinn, 30. janúar 2019. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71967.

Geir Sigurðsson. (2019, 30. janúar). Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71967

Geir Sigurðsson. „Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt? “ Vísindavefurinn. 30. jan. 2019. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71967>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?
Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949.

Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustríðinu 1950-1953 voru mannfall og eyðilegging í Norður-Kóreu mun meiri en fyrir sunnan. Öll iðnaðarmannvirki og nánast allir innviðir tortímdust í látlausum sprengjuárásum Bandaríkjamanna á landið. Hlutfall látinna kann að hafa verið allt að tveimur milljónum eða um 20% af heildaríbúafjölda landsins landsins. Í kjölfar stríðsins hófst markviss uppbyggingarstefna en jafnframt eindregin einangrunarstefna með ofuráherslu á varnarmál til að tryggja að Norður-Kórea biði aldrei hernaðarósigur fyrir öðru ríki. Þetta víggirðishugarfar hefur meðal annars haft í för með sér að afar stórum hluta þjóðarframleiðslu Norður-Kóreu (allt að 15-20%) hefur verið og er enn varið til varnar- og hernaðarmála. Einangrunarstefnan felst fyrst og fremst í juche-hugmyndafræðinni sem merkir „sjálfsbjörg“ eða „sjálfræði“ og snýst um að gera Norður-Kóreu fyllilega óháð öðrum ríkjum hvað varðar nauðsynjar og aðföng.

Juche-turninn sem stendur við austurárbakka Taedong-árinnar í Pjongjang, beint á móti Kim Il Sung-torgi sem er á vesturbakkanum. Juche-hugmyndafræðin snýst um að gera Norður-Kóreu fyllilega óháða öðrum ríkjum hvað varðar nauðsynjar og aðföng. Turninn var reistur í tilefni sjötugsafmælis Kim Il Sung.

Vegna þess hversu miklu stjórnvöld verja til varnarmála hafa lífsskilyrði í landinu almennt verið fábrotin. Lífsgæði eru best í höfuðborginni Pjongjang sem er á margan hátt nútímaleg borg en einungis útvaldir hafa fengið að taka sér búsetu þar. Annars staðar eru lífsgæði lakari og misskipting landsins því talsverð. Fæðuskortur hefur verið viðvarandi frá stofnun ríkisins, enda akurlendi af skornum skammti og ræktunartíminn stuttur vegna tíðarfars, en alvarlegasti tíminn voru árin 1995-1997 þegar fæðuskorturinn leiddi til hungursneyðar. Talið er að á bilinu 600 þúsund til 1 milljón manna hafi þá látið lífið. Sumir nefna jafnvel enn hærri tölur.

Stjórnarfari í Norður-Kóreu er best lýst sem alræðisskipulagi sem leitast við að viðhalda þröngu hugmyndafræðilegu aðhaldi og sterkri persónudýrkun leiðtoganna sem hingað til hafa verið þrír; Kim Il Sung, sonur hans Kim Jong Il og sonur hins síðarnefnda Kim Jong Un. Væntanlega hefur engu ríki heims tekist jafn vel að koma í veg fyrir að íbúar landsins geti aflað sér upplýsinga um veröldina utan landamæranna. Fjölmiðlar eru allir á vegum ríkisvaldsins. Þar er fólki talin trú um að utanaðkomandi árás sé stöðugt yfirvofandi, að markmiðið sé eyðilegging landsins að nýju og að allir þurfi því að vera í viðbragðsstöðu. Einungis fáir útvaldir hafa aðgang að Internetinu og þá væntanlega í takmarkaðri mynd.

Samkvæmt frásögnum sjónarvotta eru örlög pólitískra andstæðinga og þeirra sem nást við að reyna landflótta óblíð. Þeir munu settir í vinnubúðir sem margir halda fram að séu raunverulegar dauðabúðir. Ættingjar þeirra sem tekst að flýja land eiga jafnframt á hættu að verða refsað harðlega fyrir. Með slíkri ógnarstjórn tekst yfirvöldum að draga mjög úr fjölda þeirra sem reyna að flýja land, enda hefðbundin hollusta við fjölskylduna mjög höfð í heiðri í Norður-Kóreu.

Styttur af feðgunum Kim Il Sung og Kim Jong Il. Í Norður-Kóreu er alræðisskipulag sem leitast við að viðhalda þröngu hugmyndafræðilegu aðhaldi og sterkri persónudýrkun leiðtoganna.

Norður-kóresk stjórnvöld hafa þótt afar óútreiknanleg. Oftar en einu sinni hafa verið merki um hugsanlega stefnubreytingu og aukna opnun gagnvart umheiminum en það hefur ekki gengið eftir hingað til. Einnig hafa stjórnvöld þótt ótraustvekjandi í öllum þeim samningaumleitunum um afkjarnorkuvæðingu sem hafa átt sér stað síðan á tíunda áratug 20. aldar, enda þótt viðsemjendur þeirra, þá einkum Bandaríkjamenn, hafi samtímis verið sveiflukenndir í stefnu sinni gagnvart Norður-Kóreu, hugsanlega vegna þess að yfirvöld vestra hafa oft ranglega gert ráð fyrir falli stjórnvalda.

Með upplausn Sovétríkjanna árið 1991 glataði Norður-Kórea mikilvægasta fjárstuðningsaðila sínum. Í kjölfarið hefur ríkið þjáðst af gjaldeyrisskorti vegna takmarkaðrar útflutningsgetu. Fyrir vikið hafa stjórnvöld tekið upp ýmsar vafasamar og jafnvel spilltar leiðir til að afla sér gjaldeyris, til dæmis peningafölsun, þróun kjarnorkuvopna og útflutning verkamanna, einkum til Rússlands og Kína, sem greiða yfirvöldum hluta launa sinna. Ljóst er að þessu muni ekki linna nema róttæk stefnubreyting eigi sér stað með aukinni opnun gagnvart umheiminum en slík breyting virðist ekki vera yfirvofandi.

Heimildir:
  • French, Paul. North Korea. The Paranoid Peninsula. A Modern History. London og New York: Zed Books, 2007.
  • Lukin, Artyom og Lyudmila Zakharova. „Russia-North Korea Economic Ties: Is There More Than Meets the Eye?“ Foreign Policy Research Institute (2017): http://www.fpri.org.
  • Seth, Michael J. A Concise History of Modern Korea. From the Late Nineteenth Century to the Present. Lanhan o.fl.: Rowman and Littlefield, 2010.

Myndir:

...