Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 19 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið er mótfallið því að Íranir eignist kjarnorkuvopn því það gæti raskað valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum, og þar með víðar í heiminum. Kjarnorkuvopn búa yfir miklum eyðileggingarmætti og geta þurrkað út heilu borgirnar. Nokkur...

category-iconHugvísindi

Hverjir aðrir en Bandaríkjaforseti höfðu vald yfir kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna á fyrri hluta kalda stríðsins?

Bandaríkjaforseti var sá eini, sem hafði úrslitavald um beitingu kjarnorkuvopna, en það var í verkahring framkvæmdastjórnar Kjarnorkustofnunar Bandaríkjanna, Atomic Energy Comission, að hafa vald yfir slíkum vopnum og eftirlit með framleiðslu þeirra. Eftir seinni heimsstyrjöld sá Harry S. Truman (1884-1972), Ba...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til?

Upphafleg spurning hljóðaði svona: Hversu margar kjarnorkusprengjur hafa verið búnar til? Ómögulegt er að gefa upp nákvæma tölu yfir þær kjarnorkusprengjur sem búnar hafa verið til. Töluverð leyndarhyggja hefur ríkt um kjarnorkubirgðir ríkja en þó hafa Bandaríkin, Rússland, Bretland og Frakkland, að hluta til ...

category-iconVísindi almennt

Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn og hve mikið af þeim eiga þau?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Mikið er talað um hvað Bandaríkjamenn og Rússar eigi mikið af kjarnorkusprengjum. Hvað eiga Frakkar og Bretar margar?Árið 1997 var talið að 35.300-38.000 kjarnavopn væru í heiminum, og skiptust svona milli þeirra fimm ríkja sem þá voru yfirlýst kjarnorkuveldi. LandHeildarfjöldi...

category-iconLandafræði

Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?

Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949. Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustrí...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju gekk Úkraína ekki í NATO fyrir löngu?

Útþensla Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs var hvorki fyrirsjáanleg né sérstaklega tekin til umræðu þegar samið var um sameiningu Þýskalands árið 1990. Það varð hins vegar fljótlega ljóst, eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur og Rússland tók við hlutverki þeirra og skuldbindingum á alþjóðlegum vet...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru kjarnorkusprengjur svona kraftmiklar?

Fyrst er þess að geta að það eru ekki einungis kjarnorkusprengjur mannanna sem eru kraftmiklar heldur er kjarnorka langöflugasta náttúrlega orkulindin í sólkerfinu. Margar aðrar orkumyndir eiga rætur að rekja til kjarnasamruna í sólinni, samanber svar sama höfundar við spurningunni Hvað er helst því til fyrirstöðu...

category-iconHagfræði

Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?

Öll spurningin hljóðaði svona: Gæti Ísland og íslenska þjóðin verið sjálfbær ef landið myndi lokast eða það þyrfti að loka landinu til lengri tíma? hvort sem það yrði vegna stríðs eða heimsfaraldrar. Ólíklegt er að styrjöld eða heimsfaraldur krefðust algjörrar lokunar landsins. Í styrjöld sem takmarkaðist v...

category-iconHugvísindi

Um hvað snerist Kúbudeilan?

Í stuttu máli snerist Kúbudeilan um vígbúnaðarkapphlaup og pólitískt stolt risaveldanna. Þau áttu bágt með að gefa eftir þegar deilan hafði náð ákveðnu stigi og eins hafa ýmsir fræðimenn fullyrt að Nikita Krúséff Sovétleiðtogi hafi teflt djarfan leik til að styrkja sig í sessi eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima o...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig verka nifteindasprengjur og hver er munurinn á þeim og hefðbundnum kjarnavopnum?

Í kjarnorkuvopnakapphlaupinu á áttunda og níunda áratug 20. aldar þróuðu risaveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, meðal annars svokallaðar nifteindasprengjur. Þeim var ætlað að draga úr þeim ágalla sem "venjuleg" kjarnavopn hafa í augum herforingja að þau valda svo mikilli og varanlegri eyðileggingu kringum spren...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?

Það er í raun kalda stríðinu að þakka að gammablossar uppgötvuðust, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í hinum sýnilega alheimi. Á 7. áratug síðustu aldar skutu Bandaríkjamenn á loft Vela-gervitunglunum sem meðal annars innihéldu gammageislamælitæki. Tilgangur þeirra var að fylgjast með Sovétmönnum, að þeir bry...

category-iconStærðfræði

Hver var John von Neumann og hvert var framlag hans til vísindanna?

John von Neumann (1903-1957) var með eindæmum afkastamikill vísindamaður. Þótt hann væri fyrst og fremst stærðfræðingur og afkastaði miklu í þeirri grein þá liggja einnig eftir hann verk á fjölmörgum öðrum sviðum sem hvert og eitt myndu líklega duga til að halda nafni hans uppi. Sá sem hér styður á lyklaborð hefur...

category-iconHugvísindi

Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því?

Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um kalda stríðið og vígbúnaðarkapphlaupið sem því fylgdi. Hér er reynt að svara þeim Kristborgu Ágústsdóttur, Davíð Sigurðarsyni, Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur, Einari Hafliðasyni, Ernu Valdísi Jónsdóttur, Söndru Guðmundsdóttur, Berglindi Þorsteinsdóttur, Jarþrúði Hólmdís...

category-iconEfnafræði

Gætu kjarnorkuver knúin þóríni leyst orkuvanda heimsins?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er raunhæft að ætla að kjarnorkuver knúin þóríni geti leyst orkuvanda heimsins að einhverju eða miklu leyti? Er mikill geislavirkur úrgangur af slíku ferli? Einnig hefur verið spurt: Af hverju er þórín ekki vinsælla en úran fyrir kjarnorku? Þórín er áhugaverður orkugjafi. Ef fa...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?

Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandarík...

Fleiri niðurstöður