Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?

Kolfinna Tómasdóttir

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið er mótfallið því að Íranir eignist kjarnorkuvopn því það gæti raskað valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum, og þar með víðar í heiminum.

Kjarnorkuvopn búa yfir miklum eyðileggingarmætti og geta þurrkað út heilu borgirnar. Nokkur lönd nýta kjarnorku til rafmagnsframleiðslu og er Íran eitt þeirra. Alþjóðasamfélagið hefur hins vegar staðið gegn því að Íranir eignist kjarnorkuvopn. Um nokkurra áratuga skeið hafa Íranir unnið að þróun slíkra vopna og ávallt haldið því fram að það sé gert í friðarskyni. Mohammed Reza Shah (1919-1980), sem var keisari Írans frá 1941 til 1979, stuðlaði að byggingu kjarnorkuvera í Íran og var jákvæð afstaða keisarans til kjarnorku meðal annars notuð til sannfæra bandarískan almenning um ágæti kjarnorkuvera.[1] Alþjóðasamfélagið hefur þó ekki treyst útskýringum Írana um að kjarnorkuáætlun landins sé einvörðungu sett fram friðsamlegum tilgangi, sér í lagi eftir stofnun íslamsk lýðveldis í Íran árið 1979. Þess vegna hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt á fjölda þvingunaraðgerða gagnvart Íran. Einstök ríki Sameinuðu þjóðanna, til að mynda Bandaríkin, hafa til viðbótar lagt á einhliða þvingunaraðgerðir.

Þáverandi varaforseti Írans, Eshaq Jahangiri (til vinstri á myndinni) í Bushehr-kjarnorkuverinu árið 2016.

Ríki sem sjálf nýta kjarnorku og eiga kjarnorkuvopn eru mest mótfallin slíkum vopnum í Íran. Síðustu áratugi hafa Bandaríkin og alþjóðasamfélagið reynt að hindra allar tilraunir Írana til að kjarnorkuvopn vopn. Ein helsta röksemd þessara aðila er að kjarnorkuvopnaeign Írana mundi vera bein ógn við Ísrael, en á milli Ísraelsríkis og Bandaríkjanna eru náin tengsl. Þannig mundu kjarnorkuvopn í eigu Írana einnig ógna öryggi Bandaríkjanna, Evrópuþjóða og öðrum bandamönnum þeirra.[2] Íranskir leiðtogar hafa ítrekað lýst því yfir að Ísrael skuli „þurrkað út af kortinu“ og leiða má að því líkum að með kjarnorkuvopnum gætu Íranir staðið við þær hótanir. Nýlegir atburðir í Mið-Austurlöndum hafa kynt enn frekar undir óvild Írana í garð Ísraela, en helsti kjarnorkusérfræðingur Írans var myrtur með aðstoð ísraelskra hátæknivopna í september 2021 á íranskri grundu.[3] Bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, þar á meðal Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og önnur lönd, hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stefnu Írans gagnvart Ísrael og hafa enn fremur aukið vopnakaup sín vegna hennar. Með auknum kaupum á vopnum eru ríkin að undirbúa sig fyrir ógn sem gæti verið framundan.[4]

Frá sjónarhóli Írana er núverandi staða snúin og býsna þversagnakennd. Þróun íranskra stjórnvalda á kjarnorkuvopnum gæti hæglega orðið ástæða innrásar frá Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Aftur á móti er ansi líklegt að ef írönskum stjórnvöldum tækist að koma sér upp kjarnorkuvopnum væri staða þeirra tryggari gagnvart erlendum ríkjum. Innrás sem gæti hrundið af stað kjarnorkustyrjöld verður að teljast töluvert áhættumeiri, og þar af leiðandi ólíklegri, en innrás sem hefði að mestu aðeins áhrif innan landamæra eins þjóðríkis. Þróun kjarnorkuvopna eru því áhættusöm fyrir írönsk stjórnvöld, en gæti jafnframt verið það eina sem tryggt gæti afkomu Íslamska lýðveldisins til frambúðar.[5]

Bandaríkin, og aðrar þjóðir, kaupa mikla olíu frá Mið-Austurlöndum. Því er mikilvægt fyrir þessi lönd að ákveðin ró sé á svæðinu. Bandaríkin virðast þó ekki láta eigin þvingunaraðgerðir eða alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Íran, stöðva sig við kaup á olíu. Í mars 2021 keyptu Bandaríkin til að mynda eina milljón olíutunna af íranskri hráolíu. Bandaríkin hafa áður farið þvert gegn settum þvingunaraðgerðum sem banna olíuviðskipti við Íran. Í október 2020 keyptu Bandaríkjamenn um 36.000 tunnur af olíu og einnig árið 1991.[6]

Kjarnorkuvopn í Íran gætu vissulega haft áhrif á frið í Mið-Austurlöndum. Að mati Bandaríkjanna og alþjóðasamfélagsins mundu kjarnorkuvopn í Íran ógna heimsfriði og mögulega hvetja aðrar þjóðir Mið-Austurlanda til að þróa kjarnorkuvopn.

Tilvísanir:
  1. ^ Vera Illugadóttir: „Gettu hver er að auðga úran?“, https://lemurinn.is/2012/03/02/gettu-hver-er-ad-audga-uran/. (Sótt 7.11.2021).
  2. ^ ADL: „Fighting Hate for Good“: https://www.adl.org/resources/fact-sheets/the-iranian-nuclear-threat-why-it-matters. (Sótt 7.11.2021).
  3. ^ Ronen Bergman and Farnaz Fassihi: „The Scientist and the A.I.-Assisted, Remote-Control Killing Machine“, https://www.nytimes.com/2021/09/18/world/middleeast/iran-nuclear-fakhrizadeh-assassination-israel.html. (Sótt 7.11.2021).
  4. ^ Reuters: „U.S. Records Show Iran Oil Cargo Landed one Month after Ship Seizure“, https://www.reuters.com/business/energy/us-imports-rare-iranian-oil-march-despite-sanctions-eia-data-2021-05-31/. (Sótt 7.11.2021).
  5. ^ Michael R. Gordon og Judith Miller: „Threats and Response: The Iraqis; U.S. says Hussein Intensifies Quest for A-bomb Parts“, https://www.nytimes.com/2002/09/08/world/threats-responses-iraqis-us-says-hussein-intensifies-quest-for-bomb-parts.html. (Sótt 7.11.2021).
  6. ^ CGTN: „U.S. Imports 1m Barrels of Pil from Iran Despite Sanctions: EIA Data“, https://news.cgtn.com/news/2021-06-01/U-S-imports-1m-barrels-of-oil-from-Iran-despite-sanctions-EIA-data-10JHJUsQwj6/index.html. (Sótt 7.11.2021).

Upprunalega spurningin var:

Hvaða rök hafa Bandaríkjamenn fyrir því að þeir megi eiga kjarnorkuvopn en ekki Íranar?


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF303G Íran: Saga og menning á 20. og 21. öld haustið 2021. Kjartan Orri Þórsson, aðjúnkt við Deild menntunar og margbreytileika, hafði umsjón með námskeiðinu.

Höfundur

Kolfinna Tómasdóttir

nemi í Mið-Austurlandafræðum við HÍ

Útgáfudagur

26.1.2022

Spyrjandi

Ingólfur Björnsson

Tilvísun

Kolfinna Tómasdóttir. „Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2022, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23476.

Kolfinna Tómasdóttir. (2022, 26. janúar). Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23476

Kolfinna Tómasdóttir. „Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2022. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23476>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið er mótfallið því að Íranir eignist kjarnorkuvopn því það gæti raskað valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum, og þar með víðar í heiminum.

Kjarnorkuvopn búa yfir miklum eyðileggingarmætti og geta þurrkað út heilu borgirnar. Nokkur lönd nýta kjarnorku til rafmagnsframleiðslu og er Íran eitt þeirra. Alþjóðasamfélagið hefur hins vegar staðið gegn því að Íranir eignist kjarnorkuvopn. Um nokkurra áratuga skeið hafa Íranir unnið að þróun slíkra vopna og ávallt haldið því fram að það sé gert í friðarskyni. Mohammed Reza Shah (1919-1980), sem var keisari Írans frá 1941 til 1979, stuðlaði að byggingu kjarnorkuvera í Íran og var jákvæð afstaða keisarans til kjarnorku meðal annars notuð til sannfæra bandarískan almenning um ágæti kjarnorkuvera.[1] Alþjóðasamfélagið hefur þó ekki treyst útskýringum Írana um að kjarnorkuáætlun landins sé einvörðungu sett fram friðsamlegum tilgangi, sér í lagi eftir stofnun íslamsk lýðveldis í Íran árið 1979. Þess vegna hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt á fjölda þvingunaraðgerða gagnvart Íran. Einstök ríki Sameinuðu þjóðanna, til að mynda Bandaríkin, hafa til viðbótar lagt á einhliða þvingunaraðgerðir.

Þáverandi varaforseti Írans, Eshaq Jahangiri (til vinstri á myndinni) í Bushehr-kjarnorkuverinu árið 2016.

Ríki sem sjálf nýta kjarnorku og eiga kjarnorkuvopn eru mest mótfallin slíkum vopnum í Íran. Síðustu áratugi hafa Bandaríkin og alþjóðasamfélagið reynt að hindra allar tilraunir Írana til að kjarnorkuvopn vopn. Ein helsta röksemd þessara aðila er að kjarnorkuvopnaeign Írana mundi vera bein ógn við Ísrael, en á milli Ísraelsríkis og Bandaríkjanna eru náin tengsl. Þannig mundu kjarnorkuvopn í eigu Írana einnig ógna öryggi Bandaríkjanna, Evrópuþjóða og öðrum bandamönnum þeirra.[2] Íranskir leiðtogar hafa ítrekað lýst því yfir að Ísrael skuli „þurrkað út af kortinu“ og leiða má að því líkum að með kjarnorkuvopnum gætu Íranir staðið við þær hótanir. Nýlegir atburðir í Mið-Austurlöndum hafa kynt enn frekar undir óvild Írana í garð Ísraela, en helsti kjarnorkusérfræðingur Írans var myrtur með aðstoð ísraelskra hátæknivopna í september 2021 á íranskri grundu.[3] Bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, þar á meðal Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og önnur lönd, hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stefnu Írans gagnvart Ísrael og hafa enn fremur aukið vopnakaup sín vegna hennar. Með auknum kaupum á vopnum eru ríkin að undirbúa sig fyrir ógn sem gæti verið framundan.[4]

Frá sjónarhóli Írana er núverandi staða snúin og býsna þversagnakennd. Þróun íranskra stjórnvalda á kjarnorkuvopnum gæti hæglega orðið ástæða innrásar frá Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Aftur á móti er ansi líklegt að ef írönskum stjórnvöldum tækist að koma sér upp kjarnorkuvopnum væri staða þeirra tryggari gagnvart erlendum ríkjum. Innrás sem gæti hrundið af stað kjarnorkustyrjöld verður að teljast töluvert áhættumeiri, og þar af leiðandi ólíklegri, en innrás sem hefði að mestu aðeins áhrif innan landamæra eins þjóðríkis. Þróun kjarnorkuvopna eru því áhættusöm fyrir írönsk stjórnvöld, en gæti jafnframt verið það eina sem tryggt gæti afkomu Íslamska lýðveldisins til frambúðar.[5]

Bandaríkin, og aðrar þjóðir, kaupa mikla olíu frá Mið-Austurlöndum. Því er mikilvægt fyrir þessi lönd að ákveðin ró sé á svæðinu. Bandaríkin virðast þó ekki láta eigin þvingunaraðgerðir eða alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Íran, stöðva sig við kaup á olíu. Í mars 2021 keyptu Bandaríkin til að mynda eina milljón olíutunna af íranskri hráolíu. Bandaríkin hafa áður farið þvert gegn settum þvingunaraðgerðum sem banna olíuviðskipti við Íran. Í október 2020 keyptu Bandaríkjamenn um 36.000 tunnur af olíu og einnig árið 1991.[6]

Kjarnorkuvopn í Íran gætu vissulega haft áhrif á frið í Mið-Austurlöndum. Að mati Bandaríkjanna og alþjóðasamfélagsins mundu kjarnorkuvopn í Íran ógna heimsfriði og mögulega hvetja aðrar þjóðir Mið-Austurlanda til að þróa kjarnorkuvopn.

Tilvísanir:
  1. ^ Vera Illugadóttir: „Gettu hver er að auðga úran?“, https://lemurinn.is/2012/03/02/gettu-hver-er-ad-audga-uran/. (Sótt 7.11.2021).
  2. ^ ADL: „Fighting Hate for Good“: https://www.adl.org/resources/fact-sheets/the-iranian-nuclear-threat-why-it-matters. (Sótt 7.11.2021).
  3. ^ Ronen Bergman and Farnaz Fassihi: „The Scientist and the A.I.-Assisted, Remote-Control Killing Machine“, https://www.nytimes.com/2021/09/18/world/middleeast/iran-nuclear-fakhrizadeh-assassination-israel.html. (Sótt 7.11.2021).
  4. ^ Reuters: „U.S. Records Show Iran Oil Cargo Landed one Month after Ship Seizure“, https://www.reuters.com/business/energy/us-imports-rare-iranian-oil-march-despite-sanctions-eia-data-2021-05-31/. (Sótt 7.11.2021).
  5. ^ Michael R. Gordon og Judith Miller: „Threats and Response: The Iraqis; U.S. says Hussein Intensifies Quest for A-bomb Parts“, https://www.nytimes.com/2002/09/08/world/threats-responses-iraqis-us-says-hussein-intensifies-quest-for-bomb-parts.html. (Sótt 7.11.2021).
  6. ^ CGTN: „U.S. Imports 1m Barrels of Pil from Iran Despite Sanctions: EIA Data“, https://news.cgtn.com/news/2021-06-01/U-S-imports-1m-barrels-of-oil-from-Iran-despite-sanctions-EIA-data-10JHJUsQwj6/index.html. (Sótt 7.11.2021).

Upprunalega spurningin var:

Hvaða rök hafa Bandaríkjamenn fyrir því að þeir megi eiga kjarnorkuvopn en ekki Íranar?


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF303G Íran: Saga og menning á 20. og 21. öld haustið 2021. Kjartan Orri Þórsson, aðjúnkt við Deild menntunar og margbreytileika, hafði umsjón með námskeiðinu.

...