Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Bandaríkjaforseti var sá eini, sem hafði úrslitavald um beitingu kjarnorkuvopna, en það var í verkahring framkvæmdastjórnar Kjarnorkustofnunar Bandaríkjanna, Atomic Energy Comission, að hafa vald yfir slíkum vopnum og eftirlit með framleiðslu þeirra.
Eftir seinni heimsstyrjöld sá Harry S. Truman (1884-1972), Bandaríkjaforseti (1945-1953) – sem hafði fyrirskipað kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki – til þess að öll málefni sem vörðuðu kjarnorku og kjarnorkuvopn yrðu í borgaralegum höndum, og að Bandaríkjaher hefði ekkert ákvörðunarvald í þeim efnum. Það breytti því ekki, að hann gerði kjarnorkuvopn að lykilþætti í hermálastefnu Bandaríkjanna og gaf í skyn að hann væri reiðubúinn að beita þeim, til dæmis í Kóreustríðinu. En hann leit aldrei svo á að kjarnorkuvopn væru „venjuleg vopn“ eins og sumir yfirmenn Bandaríkjahers, heldur „byltingarafl“ vegna tortímingarkrafts þeirra.
Því studdi Truman árið 1946 þingsályktunartillögu öldungardeildarþingmannsins Briens McMahons um að borgaralegri kjarnorkustofnun yrði komið á fót, sem hefði vald yfir kjarnorkuvopnum og kjarnorku í hernaðar- og efnahagsskyni. Hann beitti sér gegn annarri þingsályktunartillögu um að fela Bandaríkjaher yfirumsjón með kjarnorkuáætlun Bandaríkjastjórnar og var hún felld.
Tillaga McMahons var samþykkt og framkvæmdastjórn Kjarnorkustofnunarinnar skipuð árið 1946. Reyndar var komið á sérstakri samráðsnefnd milli Kjarnorkustofnunarinnar og deilda Bandaríkjahers án þess þó að skerða sjálfstæði hennar. Hins vegar gat Kjarnorkustofnunin aðeins heimilað notkun kjarnorkuvopna eftir að hafa fengið til þess beina fyrirskipun frá Bandaríkjaforseta.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Valur Ingimundarson. „Hverjir aðrir en Bandaríkjaforseti höfðu vald yfir kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna á fyrri hluta kalda stríðsins?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2000, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1146.
Valur Ingimundarson. (2000, 20. nóvember). Hverjir aðrir en Bandaríkjaforseti höfðu vald yfir kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna á fyrri hluta kalda stríðsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1146
Valur Ingimundarson. „Hverjir aðrir en Bandaríkjaforseti höfðu vald yfir kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna á fyrri hluta kalda stríðsins?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2000. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1146>.