Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða völd hefur forseti Bandaríkjanna?

Árni Helgason

Völd forseta Bandaríkjanna eru mikil, eins og nærri má láta. Bandaríkin eru á alla mælikvarða leiðandi afl í heiminum. Vegna hernaðar- og efnahagsstyrks hafa þau mikil áhrif innan alþjóðastofnana og því skiptir miklu máli hver situr í embætti forseta. Að sama skapi fer embætti Bandaríkjaforseta með mikil völd heima fyrir og hefur ríkt hlutverk innan bandarísku stjórnskipunarinnar.

Forsetinn skipar ríkisstjórn, embættismenn og mikinn fjölda opinberra starfsmanna eftir að hann tekur við. Völd forsetaembættisins eru margvísleg, allt frá því að hafa vald til að náða menn yfir í að vera yfirmaður heraflans. Í 2. gr. stjórnarskrár Bandaríkjanna eru flestar valdheimildir forsetans taldar upp en einnig er fjallað um neitunarvald hans gagnvart löggjöf sem er í 1. gr. stjórnarskrárinnar:
  • Æðsti handhafi framkvæmdarvalds
  • Neitunarvald gagnvart löggjöf frá þinginu
    • Hafni forseti löggjöf frá þinginu fer hún aftur til öldungardeildar þingsins sem verður þá að samþykkja hana með auknum meirihluta, 2/3 hluta atkvæða, til þess að hún öðlist gildi

  • Yfirmaður heraflans
    • Veitir forsetanum vald yfir öllum herafla Bandaríkjanna sem felur meðal annars í sér að forsetinn getur beitt sér fyrir hernaðaraðgerðum í garð annarra ríkja

  • Skipunarvald
    • Skipar meðal annars ríkisstjórn og skal ráðfæra sig við viðkomandi ráðherra áður en hann tekur ákvarðanir
    • Skipar hæstaréttardómara
    • Skipar mikinn fjölda embættismanna en þúsundir embættismanna eru skipaðir þegar nýr forseti tekur við

  • Getur kallað saman þingið í sérstökum aðstæðum
  • Náðunarvald
    • Forsetinn hefur vald til að náða dæmda sakamenn, með þeirri undantekningu að hann getur ekki náðað þá forseta, varaforseta og embættismenn sem þingið hefur ákært samkvæmt heimild í 4. gr. stjórnarskrárinnar (e. impeachment)

  • Gerir milliríkjasamninga og skipar sendiherra
    • Milliríkjasamningar eru háðir því að 2/3 hlutar öldungardeildarinnar samþykki

Heimildir:
  • The American Presidency – Origins and Development 1776-2002. Sidney M. Miklis and Michael Nelson. CQ Press. 2003.
  • United States Constitution

Mynd:

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

29.10.2009

Síðast uppfært

27.6.2023

Spyrjandi

Birgir Steinn Steinþórsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvaða völd hefur forseti Bandaríkjanna?“ Vísindavefurinn, 29. október 2009, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47540.

Árni Helgason. (2009, 29. október). Hvaða völd hefur forseti Bandaríkjanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47540

Árni Helgason. „Hvaða völd hefur forseti Bandaríkjanna?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2009. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47540>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða völd hefur forseti Bandaríkjanna?
Völd forseta Bandaríkjanna eru mikil, eins og nærri má láta. Bandaríkin eru á alla mælikvarða leiðandi afl í heiminum. Vegna hernaðar- og efnahagsstyrks hafa þau mikil áhrif innan alþjóðastofnana og því skiptir miklu máli hver situr í embætti forseta. Að sama skapi fer embætti Bandaríkjaforseta með mikil völd heima fyrir og hefur ríkt hlutverk innan bandarísku stjórnskipunarinnar.

Forsetinn skipar ríkisstjórn, embættismenn og mikinn fjölda opinberra starfsmanna eftir að hann tekur við. Völd forsetaembættisins eru margvísleg, allt frá því að hafa vald til að náða menn yfir í að vera yfirmaður heraflans. Í 2. gr. stjórnarskrár Bandaríkjanna eru flestar valdheimildir forsetans taldar upp en einnig er fjallað um neitunarvald hans gagnvart löggjöf sem er í 1. gr. stjórnarskrárinnar:
  • Æðsti handhafi framkvæmdarvalds
  • Neitunarvald gagnvart löggjöf frá þinginu
    • Hafni forseti löggjöf frá þinginu fer hún aftur til öldungardeildar þingsins sem verður þá að samþykkja hana með auknum meirihluta, 2/3 hluta atkvæða, til þess að hún öðlist gildi

  • Yfirmaður heraflans
    • Veitir forsetanum vald yfir öllum herafla Bandaríkjanna sem felur meðal annars í sér að forsetinn getur beitt sér fyrir hernaðaraðgerðum í garð annarra ríkja

  • Skipunarvald
    • Skipar meðal annars ríkisstjórn og skal ráðfæra sig við viðkomandi ráðherra áður en hann tekur ákvarðanir
    • Skipar hæstaréttardómara
    • Skipar mikinn fjölda embættismanna en þúsundir embættismanna eru skipaðir þegar nýr forseti tekur við

  • Getur kallað saman þingið í sérstökum aðstæðum
  • Náðunarvald
    • Forsetinn hefur vald til að náða dæmda sakamenn, með þeirri undantekningu að hann getur ekki náðað þá forseta, varaforseta og embættismenn sem þingið hefur ákært samkvæmt heimild í 4. gr. stjórnarskrárinnar (e. impeachment)

  • Gerir milliríkjasamninga og skipar sendiherra
    • Milliríkjasamningar eru háðir því að 2/3 hlutar öldungardeildarinnar samþykki

Heimildir:
  • The American Presidency – Origins and Development 1776-2002. Sidney M. Miklis and Michael Nelson. CQ Press. 2003.
  • United States Constitution

Mynd:

...