Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur fær sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í ríkinu alla kjörmenn þess.

Kjörmenn eru samtals 538 og því þarf frambjóðandi að fá að minnsta kosti 270 kjörmenn til að sigra. Fjöldi kjörmanna í hinum ýmsu ríkjum er í þokkalegu samræmi við kjósendafjöldann, en þó svolítið skekktur minni ríkjum í hag. Kjörmenn hvers ríkis eru jafnmargir og þingmenn þess í heild, það er að segja bæði fulltrúadeildarmenn og öldungadeildarmenn. Fjöldi fulltrúardeildarmanna ræðst af fólksfjölda en fjöldi öldungadeildarþingmanna er óháður honum því að þeir eru ávallt tveir, óháð íbúafjölda ríkisins. Þannig hafa fámennustu ríkin, eins og til dæmis Alaska, Wyoming og Montana, yfir þremur kjörmönnum að ráða en þessi ríki hafa aðeins einn fulltrúardeildarþingmann hvert. Kalifornía, sem er langfjölmennasta ríkið, hefur 54 kjörmenn en næst koma New York með 33 og Texas með 32.

Hugsum okkur til dæmis að annar frambjóðandinn fái tæpan meirihluta í öllum þeim ríkjum þar sem hann ber sigur af hólmi, en hinn vinni öll "sín" ríki með ríflegum atkvæðamun. Ef fyrrtöldu ríkin ráða yfir nokkru fleiri kjörmönnum, getur vel svo farið að frambjóðandinn sem sigraði í þeim vinni líka kosningarnar í heild þó að hann hafi fengið færri atkvæði en hinn yfir allt landið. Ef Bush fer að lokum með sigur af hólmi í kosningunum núna eru ástæðurnar af þessum toga.

Úrslit hafa tvisvar áður orðið á þessa leið þótt langt sé nú um liðið. -- Árið 1876 fékk Rutherford B. Hayes einum kjörmanni meira en Samuel J. Tilden þrátt fyrir að hafa aðeins 48% atkvæða á móti 51% atkvæða sem Tilden fékk. Það var stuðningur lítilla ríkja sem tryggði Hayes forsetastólinn. -- Benjamin Harrison varð forseti 1888 með 48% atkvæða á bak við sig en Grover Cleveland fékk þá 49% atkvæða. Cleveland hafði mest af sínu fylgi í Suðurríkjunum og fylgismenn kjörmannakerfisins benda á að þarna hafi það þjónað þeim tilgangi sínum að koma í veg fyrir að frambjóðandi sem hefði allt sitt fylgi úr einum landshluta næði kjöri.

Árið 1824 gerðist það einnig í bandarískum forsetakosningum að frambjóðandinn sem hlaut flest atkvæði varð ekki fyrir valinu. Andrew Jackson hlaut þá 38.000 fleiri atkvæði en John Quincy Adams en hvorugur náði meirihluta kjörmanna. Í tilvikum sem þessu þegar tveir frambjóðendur hljóta jafnmarga kjörmenn á fulltrúadeild þingsins að velja forseta. Fulltrúadeildin kaus John Quincy Adams sem átti það sameiginlegt með George W. Bush að vera sonur fyrrverandi forseta því að John Adams, faðir Johns Quincys, var forseti Bandaríkjanna 1797-1801.

Hinn umdeildi kjörseðill í Palm Beach-sýslu í Flórída

Lög og reglur um forsetakosningar í Bandaríkjunum fela í rauninni í sér talsverðar líkur á að þetta geti gerst, ekki síst þegar tveir álíka sterkir stjórnmálaflokkar takast á. Þess vegna mætti allt eins snúa spurningunni við og spyrja hvers vegna þetta hafi þá ekki gerst eða legið við borð oftar en raun ber vitni. Svarið við því gæti falist í einsleitninni í bandarísku þjóðfélagi. Ef flokkadrættir sem tengjast landafræði hefðu verið þar meiri, þannig að meiri munur væri til dæmis á fylgi flokkana eftir ríkjum, þá hefði forsetakjör á skjön við meirihluta atkvæða orðið algengara en það hefur verið.

Rétt er að benda á að kjörmenn eru ekki bundnir af stuðningsyfirlýsingu sinni við frambjóðanda samkvæmt bandarískum alríkislögum. Komið hefur fyrir að einstakir kjörmenn hafi á endanum greitt atkvæði með öðrum frambjóðanda en þeir höfðu verið kjörnir til að styðja, þótt það hafi aldrei ráðið úrslitum. Reyndar hafa kjörmenn staðið við fyrri fyrirheit sín í 99% tilvika enda eru þeir tilnefndir af flokkunum sjálfum og væntanlega úr hópi dyggra stuðningsmanna þeirra. Sum ríki koma reyndar í veg fyrir þetta með lagasetningum og eru viðurlögin annaðhvort á formi sekta eða jafnvel þannig að kjörmaðurinn missir sæti sitt og staðgengill er settur í hans stað. Þetta þýðir þó að úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast aldrei endanlega fyrr en atkvæðagreiðsla kjörmannanna hefur farið fram. Kjörmenn greiða atkvæði 18. desember og atkvæði þeirra eru svo talin í þinginu 6. janúar.

Kosningalög eru eins konar leikreglur sem menn hafa valið að setja vitandi vits. Þeir sem settu umrædd lög í Bandaríkjunum endur fyrir löngu hafa vafalítið gert sér grein fyrir því að sú staða gæti komið upp sem spyrjandi lýsir, en þeir hafa sett önnur markmið ofar, -- markmið sem eiga ef til vill ekki eins vel við nú á dögum. Hugmyndin að þessu kerfi er komin frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar. Kjörmannakerfið átti að vera eins konar málamiðlun milli þess að láta almenning um að velja forseta og að láta þingið sjá um það. Einnig átti kerfið, eins og minnst er á hér á undan, að vinna gegn því að frambjóðandi sem aðeins hefði stuðning innan ákveðins landshluta yrði forseti. Sömuleiðis er ljóst að þetta kerfi undirstrikar sérstöðu og sjálfræði ríkjanna og endurspeglar þá staðreynd að Bandaríkin eru sambandsríki einstakra fylkja eða ríkja sem hafa umtalsvert sjálfstæði í eigin málum, til dæmis eigin þing og eigin löggjöf í ýmsum efnum.

Íslendingar hafa kynnst svipuðum vanköntum á kosningalögum þegar stjórnmálaflokkur nær meirihluta, til dæmis í sveitarstjórn, án þess að hafa meirihluta kjósenda á bak við sig. Sá er þó munurinn að við beitum hlutfallskosningum og ekki hafa komið fram tillögur um betri reglur sem gætu dregið úr líkum á þessu með einföldum hætti. Í Bandaríkjunum væri mönnum hins vegar í lófa lagið að setja fyrir þennan leka ef þeir kærðu sig um.

Kjörmannakerfið hefur löngum verið umdeilt meðal Bandaríkjamanna og síðustu 200 árin hafa 700 breytingartillögur við það verið lagðar fram – fleiri en um nokkurt annað efni í bandarísku stjórnarskránni. Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti landsmanna láta afnema þetta kerfi, til dæmis voru 75% á móti því í könnun sem gerð var 1981. Í könnun sem gerð var 1987 vildu 69% bandarískra lögmanna að kerfið yrði afnumið en kjörmannakerfið hefur hins vegar notið stuðnings stjórnmálafræðinga. Raunin hefur orðið sú að kerfið er enn við lýði eftir 200 ár, hvað svo sem koma skal.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

12.11.2000

Spyrjandi

Víglundur Pétursson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1120.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 12. nóvember). Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1120

Þorsteinn Vilhjálmsson og Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1120>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?
Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur fær sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í ríkinu alla kjörmenn þess.

Kjörmenn eru samtals 538 og því þarf frambjóðandi að fá að minnsta kosti 270 kjörmenn til að sigra. Fjöldi kjörmanna í hinum ýmsu ríkjum er í þokkalegu samræmi við kjósendafjöldann, en þó svolítið skekktur minni ríkjum í hag. Kjörmenn hvers ríkis eru jafnmargir og þingmenn þess í heild, það er að segja bæði fulltrúadeildarmenn og öldungadeildarmenn. Fjöldi fulltrúardeildarmanna ræðst af fólksfjölda en fjöldi öldungadeildarþingmanna er óháður honum því að þeir eru ávallt tveir, óháð íbúafjölda ríkisins. Þannig hafa fámennustu ríkin, eins og til dæmis Alaska, Wyoming og Montana, yfir þremur kjörmönnum að ráða en þessi ríki hafa aðeins einn fulltrúardeildarþingmann hvert. Kalifornía, sem er langfjölmennasta ríkið, hefur 54 kjörmenn en næst koma New York með 33 og Texas með 32.

Hugsum okkur til dæmis að annar frambjóðandinn fái tæpan meirihluta í öllum þeim ríkjum þar sem hann ber sigur af hólmi, en hinn vinni öll "sín" ríki með ríflegum atkvæðamun. Ef fyrrtöldu ríkin ráða yfir nokkru fleiri kjörmönnum, getur vel svo farið að frambjóðandinn sem sigraði í þeim vinni líka kosningarnar í heild þó að hann hafi fengið færri atkvæði en hinn yfir allt landið. Ef Bush fer að lokum með sigur af hólmi í kosningunum núna eru ástæðurnar af þessum toga.

Úrslit hafa tvisvar áður orðið á þessa leið þótt langt sé nú um liðið. -- Árið 1876 fékk Rutherford B. Hayes einum kjörmanni meira en Samuel J. Tilden þrátt fyrir að hafa aðeins 48% atkvæða á móti 51% atkvæða sem Tilden fékk. Það var stuðningur lítilla ríkja sem tryggði Hayes forsetastólinn. -- Benjamin Harrison varð forseti 1888 með 48% atkvæða á bak við sig en Grover Cleveland fékk þá 49% atkvæða. Cleveland hafði mest af sínu fylgi í Suðurríkjunum og fylgismenn kjörmannakerfisins benda á að þarna hafi það þjónað þeim tilgangi sínum að koma í veg fyrir að frambjóðandi sem hefði allt sitt fylgi úr einum landshluta næði kjöri.

Árið 1824 gerðist það einnig í bandarískum forsetakosningum að frambjóðandinn sem hlaut flest atkvæði varð ekki fyrir valinu. Andrew Jackson hlaut þá 38.000 fleiri atkvæði en John Quincy Adams en hvorugur náði meirihluta kjörmanna. Í tilvikum sem þessu þegar tveir frambjóðendur hljóta jafnmarga kjörmenn á fulltrúadeild þingsins að velja forseta. Fulltrúadeildin kaus John Quincy Adams sem átti það sameiginlegt með George W. Bush að vera sonur fyrrverandi forseta því að John Adams, faðir Johns Quincys, var forseti Bandaríkjanna 1797-1801.

Hinn umdeildi kjörseðill í Palm Beach-sýslu í Flórída

Lög og reglur um forsetakosningar í Bandaríkjunum fela í rauninni í sér talsverðar líkur á að þetta geti gerst, ekki síst þegar tveir álíka sterkir stjórnmálaflokkar takast á. Þess vegna mætti allt eins snúa spurningunni við og spyrja hvers vegna þetta hafi þá ekki gerst eða legið við borð oftar en raun ber vitni. Svarið við því gæti falist í einsleitninni í bandarísku þjóðfélagi. Ef flokkadrættir sem tengjast landafræði hefðu verið þar meiri, þannig að meiri munur væri til dæmis á fylgi flokkana eftir ríkjum, þá hefði forsetakjör á skjön við meirihluta atkvæða orðið algengara en það hefur verið.

Rétt er að benda á að kjörmenn eru ekki bundnir af stuðningsyfirlýsingu sinni við frambjóðanda samkvæmt bandarískum alríkislögum. Komið hefur fyrir að einstakir kjörmenn hafi á endanum greitt atkvæði með öðrum frambjóðanda en þeir höfðu verið kjörnir til að styðja, þótt það hafi aldrei ráðið úrslitum. Reyndar hafa kjörmenn staðið við fyrri fyrirheit sín í 99% tilvika enda eru þeir tilnefndir af flokkunum sjálfum og væntanlega úr hópi dyggra stuðningsmanna þeirra. Sum ríki koma reyndar í veg fyrir þetta með lagasetningum og eru viðurlögin annaðhvort á formi sekta eða jafnvel þannig að kjörmaðurinn missir sæti sitt og staðgengill er settur í hans stað. Þetta þýðir þó að úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast aldrei endanlega fyrr en atkvæðagreiðsla kjörmannanna hefur farið fram. Kjörmenn greiða atkvæði 18. desember og atkvæði þeirra eru svo talin í þinginu 6. janúar.

Kosningalög eru eins konar leikreglur sem menn hafa valið að setja vitandi vits. Þeir sem settu umrædd lög í Bandaríkjunum endur fyrir löngu hafa vafalítið gert sér grein fyrir því að sú staða gæti komið upp sem spyrjandi lýsir, en þeir hafa sett önnur markmið ofar, -- markmið sem eiga ef til vill ekki eins vel við nú á dögum. Hugmyndin að þessu kerfi er komin frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar. Kjörmannakerfið átti að vera eins konar málamiðlun milli þess að láta almenning um að velja forseta og að láta þingið sjá um það. Einnig átti kerfið, eins og minnst er á hér á undan, að vinna gegn því að frambjóðandi sem aðeins hefði stuðning innan ákveðins landshluta yrði forseti. Sömuleiðis er ljóst að þetta kerfi undirstrikar sérstöðu og sjálfræði ríkjanna og endurspeglar þá staðreynd að Bandaríkin eru sambandsríki einstakra fylkja eða ríkja sem hafa umtalsvert sjálfstæði í eigin málum, til dæmis eigin þing og eigin löggjöf í ýmsum efnum.

Íslendingar hafa kynnst svipuðum vanköntum á kosningalögum þegar stjórnmálaflokkur nær meirihluta, til dæmis í sveitarstjórn, án þess að hafa meirihluta kjósenda á bak við sig. Sá er þó munurinn að við beitum hlutfallskosningum og ekki hafa komið fram tillögur um betri reglur sem gætu dregið úr líkum á þessu með einföldum hætti. Í Bandaríkjunum væri mönnum hins vegar í lófa lagið að setja fyrir þennan leka ef þeir kærðu sig um.

Kjörmannakerfið hefur löngum verið umdeilt meðal Bandaríkjamanna og síðustu 200 árin hafa 700 breytingartillögur við það verið lagðar fram – fleiri en um nokkurt annað efni í bandarísku stjórnarskránni. Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti landsmanna láta afnema þetta kerfi, til dæmis voru 75% á móti því í könnun sem gerð var 1981. Í könnun sem gerð var 1987 vildu 69% bandarískra lögmanna að kerfið yrði afnumið en kjörmannakerfið hefur hins vegar notið stuðnings stjórnmálafræðinga. Raunin hefur orðið sú að kerfið er enn við lýði eftir 200 ár, hvað svo sem koma skal.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...