Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?

Jóhann M. Hauksson

Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sínum framgengt í samskiptum við önnur ríki.

Þegar hugað er að mætti ríkis er yfirleitt átt við hernaðarmátt, og einfaldasta svarið við spurningunni er það að Bandaríkjamenn hafi haft efni og vilja til að kosta stríðsrekstur og hernaðaruppbyggingu (í síðari heimsstyrjöldinni og í kalda stríðinu). En þá má spyrja hvaðan þau efni og sá vilji séu komin.

Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt, og það byggist á veraldlegum þáttum jafnt sem hugarfarslegum. Augljósasti þátturinn felst í landkostum Bandaríkjanna, en landið er stórt (þetta fjórða stærsta land veraldar er rúmlega níu milljónir ferkílómetra) og auðugt mjög, og skiptir varla máli til hvers er litið: landbúnaðar, iðnaðarhráefna, olíu og svo framvegis. Einnig er þar margt manna (274 milljónir; þriðja fjölmennasta ríki heims) sem yfirleitt eru vel menntaðir og hafa getað tekið þátt í efnahagslífinu, bæði sem framleiðendur og neytendur. Ekki hefur skemmt fyrir að þangað hafa streymt innflytjendur í stríðum straumum sem hafa lagt hart að sér, og oft fyrir lág laun.

En þetta ræður ekki úrslitum því að mörg ríki eru vel búin náttúruauðlindum eða fjölmenn en samt tiltölulega fátæk miðað við mannfjölda. Nægir að minnast á Kína, Indland eða Brasilíu, svo ekki sé minnst á lönd eins og Kongó (það sem áður hét Zaire) eða Indónesíu. Að sama skapi er hægur vandi að finna lönd sem búa að litlum náttúruauðlindum og eru tiltölulega fámenn, en þar sem fólk er almennt í góðum efnum. Danmörk og Svíþjóð koma upp í hugann, en einnig lönd eins og Sviss og Bretland (sem að vísu býr að kolum, sem kom sér vel í upphafi iðnvæðingarinnar). En hvað veldur því að þessi síðari lönd eru rík en hin fátæk? Samfélagsaðstæður, þar sem framleiðsla og verslun döfnuðu; í stuttu máli, kapítalisminn fékk að þrífast.


Kauphöllin í New York

Þetta á líka við um Bandaríkin. Bæði hefur þar verið trú á kapítalisma - og einkaframtak í framleiðslu og þjónustu - og fólk hefur getað stundað þá iðju að græða peninga (vart þarf að taka fram að margur maðurinn hefur lifað þar við sult og seyru, en það hefur ekki komið í veg fyrir mátt ríkisins). Vegna þessa kerfis hefur safnast upp mikið ríkidæmi og framleiðslukraftur. Þessi framleiðslukraftur hefur verið svo mikill að auðveldlega má færa rök fyrir því að Möndulveldin (Þýskaland, Ítalía og Japan) hafi tapað síðari heimsstyrjöldinni þegar Bandaríkin sneru hernaðarmætti sínum gegn þeim; að sigur Bandamanna (Bandaríkjanna, Breta og Sovétmanna) hafi aðeins verið spurning um tíma.

Í stuttu máli voru Bandaríkin langöflugasta ríki veraldar að heimsstyrjöldinni lokinni, þar sem mörg önnur lönd höfðu verið lögð í rúst. Þessir yfirburðir hafa haldist, þó að hlutfallslega hafi dregið úr þeim. Eftir heimsstyrjöldina kusu Bandaríkin að vernda markaðskerfið um víða veröld, þar sem þeim var það fært, og kemur þaðan vilji þeirra til að byggja upp herveldi.

Loks ber þess að geta að auður Bandaríkjanna gerir þeim kleift að hafa áhrif með því að veita fjármagni (sem þá er kallað „þróunaraðstoð") til hinna ýmsu landa heimsins. Þau geta þá skrúfað fyrir „aðstoðina" ef ríkið gerir ekki sem Bandaríkin bjóða. Þetta á til að mynda við um Egyptaland.

Í kjölfar þessa hefur mótast það sem oft er kallað Pax Americana, „ameríski friðurinn", sem líkt er við Pax Romana eða Pax Britannica; Rómarfriðinn til forna eða Bretafriðinn á 19. öld. Þetta er heimsveldi - sem byggist á kapítalisma um víða veröld - sem Bandaríkjamenn hafa mótað og eru reiðubúnir að verja með mætti sínum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

stjórnmálafræðingur

Útgáfudagur

14.2.2001

Síðast uppfært

21.3.2017

Spyrjandi

Skúli Halldórsson

Tilvísun

Jóhann M. Hauksson. „Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2001, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1336.

Jóhann M. Hauksson. (2001, 14. febrúar). Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1336

Jóhann M. Hauksson. „Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2001. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1336>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?
Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sínum framgengt í samskiptum við önnur ríki.

Þegar hugað er að mætti ríkis er yfirleitt átt við hernaðarmátt, og einfaldasta svarið við spurningunni er það að Bandaríkjamenn hafi haft efni og vilja til að kosta stríðsrekstur og hernaðaruppbyggingu (í síðari heimsstyrjöldinni og í kalda stríðinu). En þá má spyrja hvaðan þau efni og sá vilji séu komin.

Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt, og það byggist á veraldlegum þáttum jafnt sem hugarfarslegum. Augljósasti þátturinn felst í landkostum Bandaríkjanna, en landið er stórt (þetta fjórða stærsta land veraldar er rúmlega níu milljónir ferkílómetra) og auðugt mjög, og skiptir varla máli til hvers er litið: landbúnaðar, iðnaðarhráefna, olíu og svo framvegis. Einnig er þar margt manna (274 milljónir; þriðja fjölmennasta ríki heims) sem yfirleitt eru vel menntaðir og hafa getað tekið þátt í efnahagslífinu, bæði sem framleiðendur og neytendur. Ekki hefur skemmt fyrir að þangað hafa streymt innflytjendur í stríðum straumum sem hafa lagt hart að sér, og oft fyrir lág laun.

En þetta ræður ekki úrslitum því að mörg ríki eru vel búin náttúruauðlindum eða fjölmenn en samt tiltölulega fátæk miðað við mannfjölda. Nægir að minnast á Kína, Indland eða Brasilíu, svo ekki sé minnst á lönd eins og Kongó (það sem áður hét Zaire) eða Indónesíu. Að sama skapi er hægur vandi að finna lönd sem búa að litlum náttúruauðlindum og eru tiltölulega fámenn, en þar sem fólk er almennt í góðum efnum. Danmörk og Svíþjóð koma upp í hugann, en einnig lönd eins og Sviss og Bretland (sem að vísu býr að kolum, sem kom sér vel í upphafi iðnvæðingarinnar). En hvað veldur því að þessi síðari lönd eru rík en hin fátæk? Samfélagsaðstæður, þar sem framleiðsla og verslun döfnuðu; í stuttu máli, kapítalisminn fékk að þrífast.


Kauphöllin í New York

Þetta á líka við um Bandaríkin. Bæði hefur þar verið trú á kapítalisma - og einkaframtak í framleiðslu og þjónustu - og fólk hefur getað stundað þá iðju að græða peninga (vart þarf að taka fram að margur maðurinn hefur lifað þar við sult og seyru, en það hefur ekki komið í veg fyrir mátt ríkisins). Vegna þessa kerfis hefur safnast upp mikið ríkidæmi og framleiðslukraftur. Þessi framleiðslukraftur hefur verið svo mikill að auðveldlega má færa rök fyrir því að Möndulveldin (Þýskaland, Ítalía og Japan) hafi tapað síðari heimsstyrjöldinni þegar Bandaríkin sneru hernaðarmætti sínum gegn þeim; að sigur Bandamanna (Bandaríkjanna, Breta og Sovétmanna) hafi aðeins verið spurning um tíma.

Í stuttu máli voru Bandaríkin langöflugasta ríki veraldar að heimsstyrjöldinni lokinni, þar sem mörg önnur lönd höfðu verið lögð í rúst. Þessir yfirburðir hafa haldist, þó að hlutfallslega hafi dregið úr þeim. Eftir heimsstyrjöldina kusu Bandaríkin að vernda markaðskerfið um víða veröld, þar sem þeim var það fært, og kemur þaðan vilji þeirra til að byggja upp herveldi.

Loks ber þess að geta að auður Bandaríkjanna gerir þeim kleift að hafa áhrif með því að veita fjármagni (sem þá er kallað „þróunaraðstoð") til hinna ýmsu landa heimsins. Þau geta þá skrúfað fyrir „aðstoðina" ef ríkið gerir ekki sem Bandaríkin bjóða. Þetta á til að mynda við um Egyptaland.

Í kjölfar þessa hefur mótast það sem oft er kallað Pax Americana, „ameríski friðurinn", sem líkt er við Pax Romana eða Pax Britannica; Rómarfriðinn til forna eða Bretafriðinn á 19. öld. Þetta er heimsveldi - sem byggist á kapítalisma um víða veröld - sem Bandaríkjamenn hafa mótað og eru reiðubúnir að verja með mætti sínum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...