Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi?

Þórana Elín Dietz

Staðlar: GNP og HDI

Eins og fram kemur í ritinu Þróun og þróunaraðstoð eftir Jón Orm Halldórsson (1992), hafa flestar forsendur þróunaraðstoðar í heiminum reynst rangar (sjá einnig í Crewe og Harrison, 1999). Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, The Human Development Report 2003, kemur fram að síðastliðin tíu ár hafi fimmtíu lönd í heiminum orðið fátækari en áður, þrátt fyrir ásetning og sameinað átak heimsins gegn fátækt.

Þegar mæla á þróun eða vanþróun verður að hafa í huga að til þess eru notaðir mismunandi staðlar sem hafa ólík markmið að leiðarljósi. Því getur staða landa breyst út frá því hvað er verið að mæla og hvaða þættir felast í mælingunni. Oft er tekið mið af þjóðartekjum, lífslíkum og menntun, en stundum líka stöðu kvenna, útbreiðslu sjúkdóma á borð við alnæmi/eyðni (HIV/AIDS) og læsi, svo dæmi séu tekin. Ef ekki er tekið tillit til ólíkra þátta getur útkoman gefið óraunsanna mynd af stöðu mála - landstekjur segja til að mynda ekkert um stöðu kvenna eða ástand heilbrigðismála. Heildræn nálgun skiptir því máli þegar kemur að því að meta stöðu þjóða.



Ekki bara eymd: Síerraleónskar konur.

Ýmsir efnahagsstaðlar hafa verið notaðir til að bera saman þjóðir og ríki. Slíkum stöðlum er ætlað að mæla þróun, en að baki hverjum liggur ólík skilgreining á því hvað þróun er. Tveir slíkir staðlar eru GNP (Gross National Product, ísl. vergar þjóðartekjur) og HDI (Human Development Index, ísl. vísitala um þróun lífsgæða). GNP er í stuttu máli heildarverðmæti allrar fullbúinnar vöru sem framleidd er í tilteknu landi. Þegar GNP er reiknað er miðað við markaðsverð vöru og þjónustu og þann kostnað sem fylgir því að búa vöruna til.

Á GNP eru hins vegar annmarkar sem taka verður tillit til þegar heildarútkoman er skoðuð. GNP tekur til dæmis ekki mið af misskiptingu auðs. Land eða ríki getur haft háar þjóðartekjur, en bilið milli ríkra og fátækra getur verið breitt. Í annan stað fer ólaunuð vinna, sem er algeng í fátækari löndum heimsins, ekki inn í GNP og í þriðja lagi fer sá hluti framleiðslunnar sem neytt er innan veggja heimilisins, ekki inn í GNP. GNP-staðallinn er hins vegar ekki gagnslaus, ellegar væri hann líklega ekki notaður, hann hefur meðal annars sýnt fram á að staða fátækustu landa heimsins hefur versnað á undanförnum áratugum (HDR, 2003). GNP getur varpað ljósi á ákveðin mynstur út frá tilteknum forsendum, en segir ef til vill lítið um hvaða þýðingu þau hafa.



Innanlandsátök eru oft fylgifiskur fátæktar. Breskur hermaður heilsar börnum í höfuðborg Síerra Leóne, Freetown.

HDI-staðallinn tekur einkum mið af þremur þáttum: lífslíkum, menntun og kaupmætti. Hann er því ólíkur hinum að tekið er tillit til fleiri þátta en hagrænna. Hins vegar má gagnrýna HDI fyrir að ná ekki yfir vinnu sem unnin er inni á heimilum og fyrir að skipa þjóðum sem stunda viðskipti í formi peninga, í hærra sæti en hinum sem gera það ekki og leggja þannig ofuráherslu á peningahagkerfi.

Eins og fram kemur hér að ofan gera staðlar á borð við HDI og GNP ráð fyrir einsleitni og stöðugleika innan þess lands eða ríkis sem verið er að mæla og því getur fjölbreyttur og flókinn veruleiki oft orðið undir í slíkum mælingum. Það sem svona staðlar geta hins vegar gert, er að gefa okkur hugmynd um hvernig lönd og ríki heimsins standa í samanburði við hvert annað, hvar þörfin er brýnust og hvort og hvernig aðstæður hafa breyst.

Fátækustu og ríkustu lönd heims

Í fyrrnefndri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er hægt að nálgast upplýsingar um stöðu 175 ríkja og landa út frá stöðlum eins og þeim sem lýst var hér að ofan. Í fimm efstu sætunum eru: Noregur, Ísland, Svíþjóð, Ástralía og Holland (í þessari röð). Í fimm neðstu sætunum eru hins vegar Afríkuríkin Mósambík, Búrúndí, Malí, Búrkína Fasó, Níger og Síerra Leóne í því neðsta. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur eftirfarandi fram:
  • Um milljarður manna lifir á minna en einum dollara á dag.
  • Aðeins eitt barn af hverjum fimm lýkur grunnskóla.
  • HIV/AIDS heldur áfram að breiðast út og meira en fjórtán milljónir barna misstu annað eða báða foreldra sína úr sjúkdómnum árið 2001. Talið er að fjöldi smitaðra eigi eftir að tvöfaldast fyrir árið 2010.
  • Næstum áttahundruð milljónir manna, eða um 15% jarðarbúa þjáist af krónísku hungri dag hvern.
  • Um hálf milljón kvenna deyr við barnsburð á hverju ári, eða ein á hverri mínútu. Konur sunnan Sahara eru eitthundrað sinnum líklegri til að látast í kjölfar barnsburðar en konur í Vestur-Evrópu.

Í skýrslunni er bent á að þróunaraðgerðir eigi ekki einungis að stefna að auknum hagnaði, heldur verði einnig að sjá um réttláta skiptingu hans. Mörg lönd hafa næga innkomu til að binda enda á fátækt, en af pólitískum ástæðum skilar fjármagnið sér ekki til þeirra sem mest þurfa á því að halda. Í ýmsum löndum eru tæknilega fullbúin sjúkrahús byggð í borgum þar sem lítil sveitasjúkrahús eru mest aðkallandi, háskólum er komið á laggirnar þar sem grunnskóla vantar og þróunarhjálp er skipulögð án samráðs við heimamenn sem veldur því að mörg verkefnanna mistakast. Því er ljóst að efnahagslegur auður þjóða kemur ekki í veg fyrir fátækt íbúa og þess vegna ætti ekki að horfa til þess eingöngu þegar þróun er mæld. Frelsi, virðing og atorka fólks er nokkuð sem ekki er hægt að líta framhjá þegar þróun er mæld.

Að lokum

Í hugtakinu þróun felst sú hugmynd að eitthvað færist af einu stigi yfir á annað og færist þá nær takmarki sem oftast er tengt framförum. Í hugum margra eru samfélög á ólíkum stað í slíkri þróun, þar sem „hefðbundin samfélög“ eru aftar á mælistiku þróunar en iðnvædd samfélög Vesturlanda. Í þessu samhengi er oft talað um fyrsta og þriðja heims lönd, þar sem í seinni hópinn falla hin svokölluðu þróunarlönd. Í þann flokk hafa verið sett lönd og ríki hvaðanæva að sem eiga fátt annað sameiginlegt en að vera flokkuð saman á þennan máta. Hér er um að ræða rótgróinn hugsunarhátt sem felur í sér vestrænt gildismat og því má velta fyrir sér hversu gagnlegt hugtak á borð við „þróunarlönd“ er. Að minnsta kosti lýsir það ekki þeim óumræðanlega fjölbreytileika sem einkennir samfélögin og fólkið sem í þeim býr.

Heimildir og myndir:
  • Crewe, E. og Harrison, E. (1998). Whose Development?: An Ethnography of Aid. London: Zed Books.
  • Escobar, E. (1995). Encountering Development: The Making and Unmaking of the Third World. Princeton: Princeton University Press.
  • Grillo, R. D. og Stirrat, R. L. (1997). Discourses of Development: Anthropological Perspectives. Oxford: Berg.
  • Jón Ormur Halldórsson. (1992). Þróun og þróunaraðstoð. Reykjavík: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.
  • The Global Fund for Women
  • The Human Development Report 2003
  • Time Online Edition


Tengd svör á Vísindavefnum:

Höfundur

meistaranemi í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.2.2004

Spyrjandi

Andri Stefánsson, f. 1988

Tilvísun

Þórana Elín Dietz. „Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2004, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3990.

Þórana Elín Dietz. (2004, 6. febrúar). Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3990

Þórana Elín Dietz. „Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2004. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3990>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi?
Staðlar: GNP og HDI

Eins og fram kemur í ritinu Þróun og þróunaraðstoð eftir Jón Orm Halldórsson (1992), hafa flestar forsendur þróunaraðstoðar í heiminum reynst rangar (sjá einnig í Crewe og Harrison, 1999). Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, The Human Development Report 2003, kemur fram að síðastliðin tíu ár hafi fimmtíu lönd í heiminum orðið fátækari en áður, þrátt fyrir ásetning og sameinað átak heimsins gegn fátækt.

Þegar mæla á þróun eða vanþróun verður að hafa í huga að til þess eru notaðir mismunandi staðlar sem hafa ólík markmið að leiðarljósi. Því getur staða landa breyst út frá því hvað er verið að mæla og hvaða þættir felast í mælingunni. Oft er tekið mið af þjóðartekjum, lífslíkum og menntun, en stundum líka stöðu kvenna, útbreiðslu sjúkdóma á borð við alnæmi/eyðni (HIV/AIDS) og læsi, svo dæmi séu tekin. Ef ekki er tekið tillit til ólíkra þátta getur útkoman gefið óraunsanna mynd af stöðu mála - landstekjur segja til að mynda ekkert um stöðu kvenna eða ástand heilbrigðismála. Heildræn nálgun skiptir því máli þegar kemur að því að meta stöðu þjóða.



Ekki bara eymd: Síerraleónskar konur.

Ýmsir efnahagsstaðlar hafa verið notaðir til að bera saman þjóðir og ríki. Slíkum stöðlum er ætlað að mæla þróun, en að baki hverjum liggur ólík skilgreining á því hvað þróun er. Tveir slíkir staðlar eru GNP (Gross National Product, ísl. vergar þjóðartekjur) og HDI (Human Development Index, ísl. vísitala um þróun lífsgæða). GNP er í stuttu máli heildarverðmæti allrar fullbúinnar vöru sem framleidd er í tilteknu landi. Þegar GNP er reiknað er miðað við markaðsverð vöru og þjónustu og þann kostnað sem fylgir því að búa vöruna til.

Á GNP eru hins vegar annmarkar sem taka verður tillit til þegar heildarútkoman er skoðuð. GNP tekur til dæmis ekki mið af misskiptingu auðs. Land eða ríki getur haft háar þjóðartekjur, en bilið milli ríkra og fátækra getur verið breitt. Í annan stað fer ólaunuð vinna, sem er algeng í fátækari löndum heimsins, ekki inn í GNP og í þriðja lagi fer sá hluti framleiðslunnar sem neytt er innan veggja heimilisins, ekki inn í GNP. GNP-staðallinn er hins vegar ekki gagnslaus, ellegar væri hann líklega ekki notaður, hann hefur meðal annars sýnt fram á að staða fátækustu landa heimsins hefur versnað á undanförnum áratugum (HDR, 2003). GNP getur varpað ljósi á ákveðin mynstur út frá tilteknum forsendum, en segir ef til vill lítið um hvaða þýðingu þau hafa.



Innanlandsátök eru oft fylgifiskur fátæktar. Breskur hermaður heilsar börnum í höfuðborg Síerra Leóne, Freetown.

HDI-staðallinn tekur einkum mið af þremur þáttum: lífslíkum, menntun og kaupmætti. Hann er því ólíkur hinum að tekið er tillit til fleiri þátta en hagrænna. Hins vegar má gagnrýna HDI fyrir að ná ekki yfir vinnu sem unnin er inni á heimilum og fyrir að skipa þjóðum sem stunda viðskipti í formi peninga, í hærra sæti en hinum sem gera það ekki og leggja þannig ofuráherslu á peningahagkerfi.

Eins og fram kemur hér að ofan gera staðlar á borð við HDI og GNP ráð fyrir einsleitni og stöðugleika innan þess lands eða ríkis sem verið er að mæla og því getur fjölbreyttur og flókinn veruleiki oft orðið undir í slíkum mælingum. Það sem svona staðlar geta hins vegar gert, er að gefa okkur hugmynd um hvernig lönd og ríki heimsins standa í samanburði við hvert annað, hvar þörfin er brýnust og hvort og hvernig aðstæður hafa breyst.

Fátækustu og ríkustu lönd heims

Í fyrrnefndri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er hægt að nálgast upplýsingar um stöðu 175 ríkja og landa út frá stöðlum eins og þeim sem lýst var hér að ofan. Í fimm efstu sætunum eru: Noregur, Ísland, Svíþjóð, Ástralía og Holland (í þessari röð). Í fimm neðstu sætunum eru hins vegar Afríkuríkin Mósambík, Búrúndí, Malí, Búrkína Fasó, Níger og Síerra Leóne í því neðsta. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur eftirfarandi fram:
  • Um milljarður manna lifir á minna en einum dollara á dag.
  • Aðeins eitt barn af hverjum fimm lýkur grunnskóla.
  • HIV/AIDS heldur áfram að breiðast út og meira en fjórtán milljónir barna misstu annað eða báða foreldra sína úr sjúkdómnum árið 2001. Talið er að fjöldi smitaðra eigi eftir að tvöfaldast fyrir árið 2010.
  • Næstum áttahundruð milljónir manna, eða um 15% jarðarbúa þjáist af krónísku hungri dag hvern.
  • Um hálf milljón kvenna deyr við barnsburð á hverju ári, eða ein á hverri mínútu. Konur sunnan Sahara eru eitthundrað sinnum líklegri til að látast í kjölfar barnsburðar en konur í Vestur-Evrópu.

Í skýrslunni er bent á að þróunaraðgerðir eigi ekki einungis að stefna að auknum hagnaði, heldur verði einnig að sjá um réttláta skiptingu hans. Mörg lönd hafa næga innkomu til að binda enda á fátækt, en af pólitískum ástæðum skilar fjármagnið sér ekki til þeirra sem mest þurfa á því að halda. Í ýmsum löndum eru tæknilega fullbúin sjúkrahús byggð í borgum þar sem lítil sveitasjúkrahús eru mest aðkallandi, háskólum er komið á laggirnar þar sem grunnskóla vantar og þróunarhjálp er skipulögð án samráðs við heimamenn sem veldur því að mörg verkefnanna mistakast. Því er ljóst að efnahagslegur auður þjóða kemur ekki í veg fyrir fátækt íbúa og þess vegna ætti ekki að horfa til þess eingöngu þegar þróun er mæld. Frelsi, virðing og atorka fólks er nokkuð sem ekki er hægt að líta framhjá þegar þróun er mæld.

Að lokum

Í hugtakinu þróun felst sú hugmynd að eitthvað færist af einu stigi yfir á annað og færist þá nær takmarki sem oftast er tengt framförum. Í hugum margra eru samfélög á ólíkum stað í slíkri þróun, þar sem „hefðbundin samfélög“ eru aftar á mælistiku þróunar en iðnvædd samfélög Vesturlanda. Í þessu samhengi er oft talað um fyrsta og þriðja heims lönd, þar sem í seinni hópinn falla hin svokölluðu þróunarlönd. Í þann flokk hafa verið sett lönd og ríki hvaðanæva að sem eiga fátt annað sameiginlegt en að vera flokkuð saman á þennan máta. Hér er um að ræða rótgróinn hugsunarhátt sem felur í sér vestrænt gildismat og því má velta fyrir sér hversu gagnlegt hugtak á borð við „þróunarlönd“ er. Að minnsta kosti lýsir það ekki þeim óumræðanlega fjölbreytileika sem einkennir samfélögin og fólkið sem í þeim býr.

Heimildir og myndir:
  • Crewe, E. og Harrison, E. (1998). Whose Development?: An Ethnography of Aid. London: Zed Books.
  • Escobar, E. (1995). Encountering Development: The Making and Unmaking of the Third World. Princeton: Princeton University Press.
  • Grillo, R. D. og Stirrat, R. L. (1997). Discourses of Development: Anthropological Perspectives. Oxford: Berg.
  • Jón Ormur Halldórsson. (1992). Þróun og þróunaraðstoð. Reykjavík: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.
  • The Global Fund for Women
  • The Human Development Report 2003
  • Time Online Edition


Tengd svör á Vísindavefnum:...