Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?

Silja Bára Ómarsdóttir

Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gert það að verkum að ráðið getur ekki samþykkt bindandi ályktanir um aðgerðir gegn Ísrael og þótt öryggisráðið hafi fundað um aðgerðir Ísraelshers gegn skipaflotanum sem átti að sigla með mannúðargögn til Gaza í maí 2010 voru engar aðgerðir samþykktar og niðurstaða fundarins var gefin út í formi yfirlýsingar forseta ráðsins frekar en ályktun.

Þegar Barack Obama bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna vonuðu Palestínumenn víða um heim að hann yrði ekki jafnhandgenginn Ísrael og fyrirrennarar hans. Þetta var meðal annars byggt á ummælum hans snemma á árinu 2007, um að enginn hópur væri jafnþjáður og Palestínumenn. Þann 5. júní 2008, daginn sem hann náði tilskildum fjölda kjörmanna til að fá útnefningu demókrataflokksins, hélt Obama hins vegar ræðu hjá AIPAC (ísraelskum þrýstihóp í Bandaríkjunum) þar sem hann hét fullum stuðningi við öryggi Ísraelsríkis, þar með talið við hernaðarlega yfirburði Ísraels á svæðinu. Væntingar margra til hans dvínuðu verulega eftir þessa ræðu.


Benjamín Netanyahu og Barack Obama ræðast við.

Þrátt fyrir að hafa vakið vonir Ísraela um áframhaldandi stuðning við Ísraelsríki lét Obama það skýrt í ljós þegar hann tók við völdum að hann myndi ekki viðhalda hinu nána sambandi sem forveri hans, George W. Bush, hafði ræktað við Ísrael. Ríkisstjórn hans hefur reynt að þræða einstigi milli þess að viðhalda jákvæðu sambandi og veita ekki beinan stuðning við stefnu Ísraels. Þannig hélt Joe Biden, varaforseti Obama, ræðu um mikilvægi sambandsríkjanna tveggja hjá AIPAC vorið 2009 um leið og Rose Gottemoellar, aðstoðarutanríkisráðherra, ræddi um nauðsyn þess að Ísraelsríki færi eftir alþjóðasamningum um kjarnorkuvopn, en Bandaríkin hafa aldrei áður tekið opinberlega á kjarnorkustefnu Ísraels. Þá lýsti Obama því skýrt yfir að Bandaríkin styddu nú við tveggja ríkja lausn, það er stofnun palestínsks ríkis við hlið hins ísraelska. Skömmu síðar hélt hann ræðu í Kaíró, þar sem hann lagði áherslu á tilvistarrétt Ísraels og Palestínu. Meðal annars sagði hann að Bandaríkin myndu ekki snúa baki við lögmætum væntingum Palestínumanna um eigið ríki.

Í Kaíró-ræðu sinni lýsti Obama því einnig yfir að Bandaríkin viðurkenndu ekki lögmæti ísraelskra landtökubyggða á hinum hernumdu svæðum Palestínu. Það var því mikið áfall fyrir bandarísk stjórnvöld þegar áform um 1600 nýbyggingar fyrir Ísraela í Austur-Jerúsalem (sem er palestínskt svæði) voru kynnt meðan Joe Biden var í opinberri heimsókn í Ísrael. Enn og aftur reyndi á samband ríkjanna tveggja og ferð aðalsamningamanns Obama í málefnum Ísraels og Palestínu var aflýst. Fundur Obama og Benjamíns Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var snubbóttur og það olli miklum titringi í Ísrael að Obama gekk út af fundinum þegar Netanyahu neitaði að lofa breytingum á landtökustefnunni. Fundi milli æðstu ráðamanna Ísraels og Bandaríkjanna hefur aldrei áður lokið þannig svo vitað sé.

Stefna Bandaríkjanna er eftir sem áður að viðurkenna skuli tilvistarrétt Ísraelsríkis og stuðla að friðsamlegri lausn ágreinings Ísraela og Palestínumanna í sátt við nágrannaríkin. Þótt dregið hafi úr væntingum til Obama skömmu áður en hann varð forseti, þá hefur hann gengið harðar fram gegn Ísraelsríki á sinni skömmu forsetatíð en forverar hans í embætti. Enn eimir þó eftir af þeim vana Bandaríkjanna að halda hlífiskildi yfir Ísrael á alþjóðavettvangi, eins og niðurstaða fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 31. maí og 1. júní 2010 gefur til kynna.

Svarið við spurningunni hvort eitthvað hafi breyst í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Ísrael frá því Obama varð forseti er því já, en ekki er um grundvallarstefnubreytingu að ræða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Silja Bára Ómarsdóttir

prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Útgáfudagur

10.6.2010

Spyrjandi

Bjarni Ólafsson, f. 1994

Tilvísun

Silja Bára Ómarsdóttir. „Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2010. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53374.

Silja Bára Ómarsdóttir. (2010, 10. júní). Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53374

Silja Bára Ómarsdóttir. „Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2010. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53374>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?
Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gert það að verkum að ráðið getur ekki samþykkt bindandi ályktanir um aðgerðir gegn Ísrael og þótt öryggisráðið hafi fundað um aðgerðir Ísraelshers gegn skipaflotanum sem átti að sigla með mannúðargögn til Gaza í maí 2010 voru engar aðgerðir samþykktar og niðurstaða fundarins var gefin út í formi yfirlýsingar forseta ráðsins frekar en ályktun.

Þegar Barack Obama bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna vonuðu Palestínumenn víða um heim að hann yrði ekki jafnhandgenginn Ísrael og fyrirrennarar hans. Þetta var meðal annars byggt á ummælum hans snemma á árinu 2007, um að enginn hópur væri jafnþjáður og Palestínumenn. Þann 5. júní 2008, daginn sem hann náði tilskildum fjölda kjörmanna til að fá útnefningu demókrataflokksins, hélt Obama hins vegar ræðu hjá AIPAC (ísraelskum þrýstihóp í Bandaríkjunum) þar sem hann hét fullum stuðningi við öryggi Ísraelsríkis, þar með talið við hernaðarlega yfirburði Ísraels á svæðinu. Væntingar margra til hans dvínuðu verulega eftir þessa ræðu.


Benjamín Netanyahu og Barack Obama ræðast við.

Þrátt fyrir að hafa vakið vonir Ísraela um áframhaldandi stuðning við Ísraelsríki lét Obama það skýrt í ljós þegar hann tók við völdum að hann myndi ekki viðhalda hinu nána sambandi sem forveri hans, George W. Bush, hafði ræktað við Ísrael. Ríkisstjórn hans hefur reynt að þræða einstigi milli þess að viðhalda jákvæðu sambandi og veita ekki beinan stuðning við stefnu Ísraels. Þannig hélt Joe Biden, varaforseti Obama, ræðu um mikilvægi sambandsríkjanna tveggja hjá AIPAC vorið 2009 um leið og Rose Gottemoellar, aðstoðarutanríkisráðherra, ræddi um nauðsyn þess að Ísraelsríki færi eftir alþjóðasamningum um kjarnorkuvopn, en Bandaríkin hafa aldrei áður tekið opinberlega á kjarnorkustefnu Ísraels. Þá lýsti Obama því skýrt yfir að Bandaríkin styddu nú við tveggja ríkja lausn, það er stofnun palestínsks ríkis við hlið hins ísraelska. Skömmu síðar hélt hann ræðu í Kaíró, þar sem hann lagði áherslu á tilvistarrétt Ísraels og Palestínu. Meðal annars sagði hann að Bandaríkin myndu ekki snúa baki við lögmætum væntingum Palestínumanna um eigið ríki.

Í Kaíró-ræðu sinni lýsti Obama því einnig yfir að Bandaríkin viðurkenndu ekki lögmæti ísraelskra landtökubyggða á hinum hernumdu svæðum Palestínu. Það var því mikið áfall fyrir bandarísk stjórnvöld þegar áform um 1600 nýbyggingar fyrir Ísraela í Austur-Jerúsalem (sem er palestínskt svæði) voru kynnt meðan Joe Biden var í opinberri heimsókn í Ísrael. Enn og aftur reyndi á samband ríkjanna tveggja og ferð aðalsamningamanns Obama í málefnum Ísraels og Palestínu var aflýst. Fundur Obama og Benjamíns Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var snubbóttur og það olli miklum titringi í Ísrael að Obama gekk út af fundinum þegar Netanyahu neitaði að lofa breytingum á landtökustefnunni. Fundi milli æðstu ráðamanna Ísraels og Bandaríkjanna hefur aldrei áður lokið þannig svo vitað sé.

Stefna Bandaríkjanna er eftir sem áður að viðurkenna skuli tilvistarrétt Ísraelsríkis og stuðla að friðsamlegri lausn ágreinings Ísraela og Palestínumanna í sátt við nágrannaríkin. Þótt dregið hafi úr væntingum til Obama skömmu áður en hann varð forseti, þá hefur hann gengið harðar fram gegn Ísraelsríki á sinni skömmu forsetatíð en forverar hans í embætti. Enn eimir þó eftir af þeim vana Bandaríkjanna að halda hlífiskildi yfir Ísrael á alþjóðavettvangi, eins og niðurstaða fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 31. maí og 1. júní 2010 gefur til kynna.

Svarið við spurningunni hvort eitthvað hafi breyst í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Ísrael frá því Obama varð forseti er því já, en ekki er um grundvallarstefnubreytingu að ræða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...