Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?

Stefanía Óskarsdóttir

Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti.

Á varnar- og öryggissviðinu hafa ríki stundum með sér samstarf. Atlantshafsbandalagið (NATO) er dæmi um slíkt varnarsamstarf. Að því stóðu upphaflega ellefu Evrópuríki ásamt Bandaríkjunum. Þessi ríki hétu því í stofnsáttmála sínum, sem undirritaður var 1949, að aðstoða hvort annað yrði á þau ráðist. Var þá búist við að Sovétríkin og leppríki þess væru líkleg til að ógna öryggi ríkja í Vestur-Evrópu.

Með falli Sovétríkjanna hefur ásýnd Atlantshafsbandalagsins breyst nokkuð. Þrjú ríki sem áður áttu aðild að Varsjárbandalaginu, sem var hernaðarbandalag stjórnað af Sovétríkjunum, hafa þegar fengið inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Auk þess að vera áfram sameiginlegt varnarbandalag hefur Atlantshafsbandalagið leitast við að breyta ímynd sinni frá hernaðarbandalagi til friðarbandalags. Til dæmis hefur verið stofnað til formlegs friðarsamstarfs (Partnership for Peace) við ríki í Austur-Evrópu sem áður lutu kommúnistum.

Á fimmtíu ára afmæli Atlantshafsbandalagsins árið 1999 státaði það af því að hafa haldið friðinn í fimmtíu ár. Herir NATO höfðu aldrei verið kallaðir til vopna fyrr en í Bosníu sem hafði verið eitt af sex sambandsríkjum Júgóslavíu fyrir borgarstríðið, er blossaði upp þar eftir fall kommúnista. Í ófriðnum í Júgóslavíu beitti Atlantshafbandalagið sér hvorki í átökunum í Slóveníu né í Króatíu.

Hins vegar blandaði það sér í leikinn á seinni stigum ófriðarins í Bosníu þegar augljóst var orðið að ekkert lát yrði á grimmilegum bræðravígum á þessum slóðum. Hafði Evrópusambandið um nokkurt skeið haft áhyggjur af ástandi mála en ekki haft hernaðarlega burði til að skakka leikinn. Dróst NATO hægt og bítandi inn í átökin af þessum sökum. Atlantshafsbandalagið efndi til loftárása á vígi Serba og eftir að þeir gáfust upp sendi bandalagið friðargæslulið á vettvang. Fordæmið frá Bosníu ýtti undir að Atlantshafsbandalagið beitti sér einnig með sama hætti árið 1999 gegn þjóðernishreinsunum Serbíu í Kosovo.

Íhlutun Atlantshafsbandalagsins í fyrrverandi sambandsríkjum Júgóslavíu var réttlætt á þann veg að ófriðurinn á þessu svæði stofnaði öryggi NATO-ríkja í hættu og að einnig væri það siðferðisleg skylda NATO að koma í veg fyrir þjóðarmorð í einu af ríkjum Evrópu. Eftir að Serbar gáfust upp hafa margir leiðtogar þeirra verið dregnir fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn í Haag sem stofnaður var sem hluti friðarsamkomulagsins í Bosníu. Þessa dagana er einmitt réttað yfir fyrrum forseta Serbíu, Milosevic, sem talinn er bera mesta ábyrgð allra á hefndarverkum sem framin voru í fyrrum ríkjum Júgóslavíu.

Sömu rök fyrir hernaðaríhlutun erlendra ríkja hafa ekki verið fyrir hendi í deilum Ísrael við Palestínumenn innan landamæra Ísrael. Lögsaga Ísrael í innri málefnum sínum hefur ekki verið véfengd á alþjóðavettvangi þótt aðgerðir stjórnvalda gegn palestínsku fólki hafi oft verið harðlega gagnrýndar.

Ísraelsríki var stofnað árið 1948 á landsvæði sem áður var kallað Palestína. Landsvæðið hafði um langt skeið lotið yfirráðum Tyrkjasoldána en féll í hendur Breta í fyrri heimstyrjöldinni. Bretar höfðu nokkru fyrr tryggt sér yfirráð yfir Egyptalandi í nýlendukapphlaupi sínu við Frakka. Stofnun Ísraelsríkis átti sér langan sögulegan aðdraganda. Um hríð hafði verið reynt að stemma stigu við miklum flutningum Gyðinga frá Evrópu til Palestínu en án mikils árangurs. Með stofnun sjálfstæðs ríkis eignuðust landlausir Gyðingar fullgilda talsmenn á alþjóðavettvangi og öðluðust öll þau réttindi sem fullvalda ríki hafa í samskiptum þjóða.

Allt frá sautjándu öld hefur fullveldi verið lykilhugakið í alþjóðalögum. Hugtakið fullveldi felur meðal annars í sér að fullvalda ríki hefur óskorað vald yfir þegnum sínum. Fullvalda ríki hefur rétt til setja lög í ríki sínu og refsa þeim sem þau brjóta án afskipta erlendra ríkja. Fullvalda ríki eru þó bundin af alþjóðlegum samningum og lögum hafi þau gengist undir þau af frjálsum vilja.

Stofnun Ísraelsríkis 1948 var ekki vel tekið af Aröbum. Lýstu hin ungu ríki Araba strax yfir stríði á hendur Ísrael. Ísrael hafði sigur í því stríði með aðstoð vinveittra ríkja svo sem Bandaríkjanna. Í þessu fyrsta stríði og í stríðum sem á eftir hafa fylgt náði Ísrael á sitt vald nýjum landsvæðum og hrakti að nokkru á braut íbúa sem fyrir voru. Margir þeirra settust að í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum Ísrael.

Allt frá stofnun Ísraelsríkis hafa Palestínumenn og Arabar krafist þess að Ísrael léti af hendi hertekin svæði. Á allra síðustu árum hefur þeirri hugmynd einnig vaxið fylgi að Palestínumenn stofnuðu sjálfstætt ríki. Með stofnun sjálfstæðs ríkis fengju þeir viðurkenningu á alþjóðavettvangi á tilverurétti sínum og lögsögu í eigin málum. Án formlegrar viðurkenningar á fullveldi hafa Palestínumenn ætíð þurft að reiða sig á stuðning og velvilja nágrannaríkjanna til að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi. Leiðtogi palestínumanna, Yasser Arafat, var til dæmis allt fram á síðasta áratug álitinn talsmaður ólöglegra hryðjuverkasamtaka sem beittu sér fyrir að útrýma Ísraelsríki með hryðjuverkum. Án alþjóðlegrar viðurkenningar var hvorki Arafat né samtök hans PLO lögmætir samningsaðilar í alþjóðlegum viðræðum um lausn vandans fyrir botni Miðjarðarhafs.

Bandaríkin hafa alla tíð stutt Ísrael með ráðum og dáð. Auk þess að tala máli Ísraels á alþjóðavettvangi og veita þeim mikinn fjárstuðning hafa Bandaríkin lengi reynt að miðla málum milli Ísraela og nágranna þeirra. Bandaríkin beittu sér til dæmis fyrir friðarviðræðum milli Ísraels og nágrannaríkja þess. Sögulegt friðarsamkomulag milli Ísraels og Egyptalands, sem náðist í sumarhúsi forseta Bandaríkjanna í Camp David haustið 1978, varð til að greiða fyrir samkomulagi við önnur Arabaríki. Friðarsamkomulagið hafði hins vegar þær afleiðingar að öfgafullir múslimar réðu síðar af dögum Anwar Sadat, forseta Egyptalands sem undirritað hafði samkomulagið við Menachim Begin, forseta Ísrael. Fyrir þátt sinn í þessu sögulega friðarsamkomulagi voru þeim Sadat og Begin veitt friðarverðlaun Nóbels þetta sama ár.

Lengi vel hefur Ísrael haft afskipti af nágrannaríki sínu, Líbanon, sem veitti PLO skjól um hríð. Í upphafi níunda áratugarins sendu Bandaríkin herlið til Líbanon sem stilla átti til friðar. Herliðið dróst hins vegar inn í átök stríðandi fylkinga. Bandaríkin drógu lið sitt til baka er ríflega tvö hundruð bandarískir landgönguliðar létu lífið í sprengjuárás á heimavist þeirra. Sú reynsla var Bandaríkjunum dýrkeypt og dró úr vilja bandarískra stjórnvalda að hafa hernaðarleg afskipti af nágrannaerjum á þessum slóðum.

En þrátt fyrir viðvarandi átök miðaði friðarferlinu nokkuð á síðasta áratug, meðal annars fyrir milligöngu Norðmanna og Sameinuðu þjóðanna. Ísraelar féllust á að stofnað yrði sjálfstjórnarsvæði Palestínu. Þessi ákvörðun opnaði fyrir þann möguleika að hugsanlega yrði sjálfstætt ríki Palestínu stofnað seinna. Að nokkrum tíma liðnum setti forysta sjálfstjórnarsvæðisins fram formlega kröfu um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu. Vildi hún fá viðurkenningu frá Ísraelsstjórn í september 2000.

Ísrael varð ekki við þeim kröfum. Þvert á móti voru kosnir til valda fulltrúar sem vildu taka hart á sjálfstæðistilburðum Palestínu. Fyrrverandi herforingi, Ariel Sharon, valdist sem forsætisráðherra. Sharon hafði meðal annars.unnið sér til frægðar að tengjast fjöldamorðum í tveimur flóttamannabúðum Palestínumanna í Beirút árið 1982 þegar hann stjórnaði aðgerðum Ísraels þar. Átök blossuðu því aftur upp og enn verður ekki séð fyrir endann á þeim.

Lausn þessara deilumála hefur ekki verið talið í verkahring Atlantshafsbandalagsins sem stofnað var sem sameiginlegt varnarbandalag aðildarríkja þess. Deiluaðilar fyrir botni Miðjarðarhafs eiga ekki aðild að bandalaginu né hefur ástandið fram að þessu verið talið ógna öryggi Natoríkjanna. Vera má að þessi skoðun breytist í ljósi atburðarásar sem hófst 11. september. Líklegra er talið að Bandaríkin muni áfram beita sér fyrir því að endanleg lausn finnist.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Stefanía Óskarsdóttir

prófessor í stjórnmálafræðideild við HÍ

Útgáfudagur

16.1.2002

Spyrjandi

Gunnar Baldursson, f. 1988

Tilvísun

Stefanía Óskarsdóttir. „Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2002. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2049.

Stefanía Óskarsdóttir. (2002, 16. janúar). Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2049

Stefanía Óskarsdóttir. „Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2002. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2049>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?
Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti.

Á varnar- og öryggissviðinu hafa ríki stundum með sér samstarf. Atlantshafsbandalagið (NATO) er dæmi um slíkt varnarsamstarf. Að því stóðu upphaflega ellefu Evrópuríki ásamt Bandaríkjunum. Þessi ríki hétu því í stofnsáttmála sínum, sem undirritaður var 1949, að aðstoða hvort annað yrði á þau ráðist. Var þá búist við að Sovétríkin og leppríki þess væru líkleg til að ógna öryggi ríkja í Vestur-Evrópu.

Með falli Sovétríkjanna hefur ásýnd Atlantshafsbandalagsins breyst nokkuð. Þrjú ríki sem áður áttu aðild að Varsjárbandalaginu, sem var hernaðarbandalag stjórnað af Sovétríkjunum, hafa þegar fengið inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Auk þess að vera áfram sameiginlegt varnarbandalag hefur Atlantshafsbandalagið leitast við að breyta ímynd sinni frá hernaðarbandalagi til friðarbandalags. Til dæmis hefur verið stofnað til formlegs friðarsamstarfs (Partnership for Peace) við ríki í Austur-Evrópu sem áður lutu kommúnistum.

Á fimmtíu ára afmæli Atlantshafsbandalagsins árið 1999 státaði það af því að hafa haldið friðinn í fimmtíu ár. Herir NATO höfðu aldrei verið kallaðir til vopna fyrr en í Bosníu sem hafði verið eitt af sex sambandsríkjum Júgóslavíu fyrir borgarstríðið, er blossaði upp þar eftir fall kommúnista. Í ófriðnum í Júgóslavíu beitti Atlantshafbandalagið sér hvorki í átökunum í Slóveníu né í Króatíu.

Hins vegar blandaði það sér í leikinn á seinni stigum ófriðarins í Bosníu þegar augljóst var orðið að ekkert lát yrði á grimmilegum bræðravígum á þessum slóðum. Hafði Evrópusambandið um nokkurt skeið haft áhyggjur af ástandi mála en ekki haft hernaðarlega burði til að skakka leikinn. Dróst NATO hægt og bítandi inn í átökin af þessum sökum. Atlantshafsbandalagið efndi til loftárása á vígi Serba og eftir að þeir gáfust upp sendi bandalagið friðargæslulið á vettvang. Fordæmið frá Bosníu ýtti undir að Atlantshafsbandalagið beitti sér einnig með sama hætti árið 1999 gegn þjóðernishreinsunum Serbíu í Kosovo.

Íhlutun Atlantshafsbandalagsins í fyrrverandi sambandsríkjum Júgóslavíu var réttlætt á þann veg að ófriðurinn á þessu svæði stofnaði öryggi NATO-ríkja í hættu og að einnig væri það siðferðisleg skylda NATO að koma í veg fyrir þjóðarmorð í einu af ríkjum Evrópu. Eftir að Serbar gáfust upp hafa margir leiðtogar þeirra verið dregnir fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn í Haag sem stofnaður var sem hluti friðarsamkomulagsins í Bosníu. Þessa dagana er einmitt réttað yfir fyrrum forseta Serbíu, Milosevic, sem talinn er bera mesta ábyrgð allra á hefndarverkum sem framin voru í fyrrum ríkjum Júgóslavíu.

Sömu rök fyrir hernaðaríhlutun erlendra ríkja hafa ekki verið fyrir hendi í deilum Ísrael við Palestínumenn innan landamæra Ísrael. Lögsaga Ísrael í innri málefnum sínum hefur ekki verið véfengd á alþjóðavettvangi þótt aðgerðir stjórnvalda gegn palestínsku fólki hafi oft verið harðlega gagnrýndar.

Ísraelsríki var stofnað árið 1948 á landsvæði sem áður var kallað Palestína. Landsvæðið hafði um langt skeið lotið yfirráðum Tyrkjasoldána en féll í hendur Breta í fyrri heimstyrjöldinni. Bretar höfðu nokkru fyrr tryggt sér yfirráð yfir Egyptalandi í nýlendukapphlaupi sínu við Frakka. Stofnun Ísraelsríkis átti sér langan sögulegan aðdraganda. Um hríð hafði verið reynt að stemma stigu við miklum flutningum Gyðinga frá Evrópu til Palestínu en án mikils árangurs. Með stofnun sjálfstæðs ríkis eignuðust landlausir Gyðingar fullgilda talsmenn á alþjóðavettvangi og öðluðust öll þau réttindi sem fullvalda ríki hafa í samskiptum þjóða.

Allt frá sautjándu öld hefur fullveldi verið lykilhugakið í alþjóðalögum. Hugtakið fullveldi felur meðal annars í sér að fullvalda ríki hefur óskorað vald yfir þegnum sínum. Fullvalda ríki hefur rétt til setja lög í ríki sínu og refsa þeim sem þau brjóta án afskipta erlendra ríkja. Fullvalda ríki eru þó bundin af alþjóðlegum samningum og lögum hafi þau gengist undir þau af frjálsum vilja.

Stofnun Ísraelsríkis 1948 var ekki vel tekið af Aröbum. Lýstu hin ungu ríki Araba strax yfir stríði á hendur Ísrael. Ísrael hafði sigur í því stríði með aðstoð vinveittra ríkja svo sem Bandaríkjanna. Í þessu fyrsta stríði og í stríðum sem á eftir hafa fylgt náði Ísrael á sitt vald nýjum landsvæðum og hrakti að nokkru á braut íbúa sem fyrir voru. Margir þeirra settust að í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum Ísrael.

Allt frá stofnun Ísraelsríkis hafa Palestínumenn og Arabar krafist þess að Ísrael léti af hendi hertekin svæði. Á allra síðustu árum hefur þeirri hugmynd einnig vaxið fylgi að Palestínumenn stofnuðu sjálfstætt ríki. Með stofnun sjálfstæðs ríkis fengju þeir viðurkenningu á alþjóðavettvangi á tilverurétti sínum og lögsögu í eigin málum. Án formlegrar viðurkenningar á fullveldi hafa Palestínumenn ætíð þurft að reiða sig á stuðning og velvilja nágrannaríkjanna til að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi. Leiðtogi palestínumanna, Yasser Arafat, var til dæmis allt fram á síðasta áratug álitinn talsmaður ólöglegra hryðjuverkasamtaka sem beittu sér fyrir að útrýma Ísraelsríki með hryðjuverkum. Án alþjóðlegrar viðurkenningar var hvorki Arafat né samtök hans PLO lögmætir samningsaðilar í alþjóðlegum viðræðum um lausn vandans fyrir botni Miðjarðarhafs.

Bandaríkin hafa alla tíð stutt Ísrael með ráðum og dáð. Auk þess að tala máli Ísraels á alþjóðavettvangi og veita þeim mikinn fjárstuðning hafa Bandaríkin lengi reynt að miðla málum milli Ísraela og nágranna þeirra. Bandaríkin beittu sér til dæmis fyrir friðarviðræðum milli Ísraels og nágrannaríkja þess. Sögulegt friðarsamkomulag milli Ísraels og Egyptalands, sem náðist í sumarhúsi forseta Bandaríkjanna í Camp David haustið 1978, varð til að greiða fyrir samkomulagi við önnur Arabaríki. Friðarsamkomulagið hafði hins vegar þær afleiðingar að öfgafullir múslimar réðu síðar af dögum Anwar Sadat, forseta Egyptalands sem undirritað hafði samkomulagið við Menachim Begin, forseta Ísrael. Fyrir þátt sinn í þessu sögulega friðarsamkomulagi voru þeim Sadat og Begin veitt friðarverðlaun Nóbels þetta sama ár.

Lengi vel hefur Ísrael haft afskipti af nágrannaríki sínu, Líbanon, sem veitti PLO skjól um hríð. Í upphafi níunda áratugarins sendu Bandaríkin herlið til Líbanon sem stilla átti til friðar. Herliðið dróst hins vegar inn í átök stríðandi fylkinga. Bandaríkin drógu lið sitt til baka er ríflega tvö hundruð bandarískir landgönguliðar létu lífið í sprengjuárás á heimavist þeirra. Sú reynsla var Bandaríkjunum dýrkeypt og dró úr vilja bandarískra stjórnvalda að hafa hernaðarleg afskipti af nágrannaerjum á þessum slóðum.

En þrátt fyrir viðvarandi átök miðaði friðarferlinu nokkuð á síðasta áratug, meðal annars fyrir milligöngu Norðmanna og Sameinuðu þjóðanna. Ísraelar féllust á að stofnað yrði sjálfstjórnarsvæði Palestínu. Þessi ákvörðun opnaði fyrir þann möguleika að hugsanlega yrði sjálfstætt ríki Palestínu stofnað seinna. Að nokkrum tíma liðnum setti forysta sjálfstjórnarsvæðisins fram formlega kröfu um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu. Vildi hún fá viðurkenningu frá Ísraelsstjórn í september 2000.

Ísrael varð ekki við þeim kröfum. Þvert á móti voru kosnir til valda fulltrúar sem vildu taka hart á sjálfstæðistilburðum Palestínu. Fyrrverandi herforingi, Ariel Sharon, valdist sem forsætisráðherra. Sharon hafði meðal annars.unnið sér til frægðar að tengjast fjöldamorðum í tveimur flóttamannabúðum Palestínumanna í Beirút árið 1982 þegar hann stjórnaði aðgerðum Ísraels þar. Átök blossuðu því aftur upp og enn verður ekki séð fyrir endann á þeim.

Lausn þessara deilumála hefur ekki verið talið í verkahring Atlantshafsbandalagsins sem stofnað var sem sameiginlegt varnarbandalag aðildarríkja þess. Deiluaðilar fyrir botni Miðjarðarhafs eiga ekki aðild að bandalaginu né hefur ástandið fram að þessu verið talið ógna öryggi Natoríkjanna. Vera má að þessi skoðun breytist í ljósi atburðarásar sem hófst 11. september. Líklegra er talið að Bandaríkin muni áfram beita sér fyrir því að endanleg lausn finnist.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...